Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.07.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir fæddist 25. ágúst 1939 í Þórisdal í Lóni. Hún lést 14. júní 2020 á Land- spítalanum. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Guðjóns- son bifreiðarstjóri, f. 10. maí 1910, d. 29. júní 1997, og Signý Gísladóttir húsmóðir, f. 26. júlí 1908, d. 31. júlí 1997. Sigrún giftist 11. júní 1962 Knúti Óskarssyni flugmanni, f. 19. júlí 1939, d. 26. mars 1973. Foreldrar Knúts voru Óskar Guðnason frystihússtjóri, f. 24. september 1908, d. 20. maí 1992 og Kristín Björnsdóttir húsmóðir, f. 22. júní 1909, d. 2. febrúar 1972. Sigrún og Knútur eignuðust þrjú börn, þau eru : 1) Guð- yngst er c) Sigrún, f. 9. mars 1992, sambýlismaður hennar er Arnar Hólm Kristjánsson og eiga þau eina dóttur, Ylfu Hólm. Sigrún flutti með foreldrum sínum niður á Höfn á unglings- aldri, og bjó þar þangað til hún og eiginmaður hennar Knútur og börn þeirra þrjú fluttu suð- ur til Reykjavíkur árið 1967, en þá hóf Knútur að læra til flug- manns, sem hann starfaði við til dánardags, en hann fórst með flugvélinni TF-VOR. Sigrún byrjaði ung að vinna og vann mestalla ævi sína við skrifstofu- og verslunarstörf, fyrst hjá KASK á Höfn, síðan hjá KRON í fjöldamörg ár og vann hún þar líka ötullega fyrir starfsmannafélagið. Síðar á starfsævinni fór hún svo að vinna í Vínbúðinni á Dalvegi í Kópavogi sem síðar varð ÁTVR. Eftir að Sigrún missti heils- una fluttist hún í þjónustuíbúð í Sunnuhlíð og bjó þar síðustu árin. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 3. júlí 2020, klukkan 13. mundur, f. 19. mars 1962. 2) Signý, f. 6 desem- ber 1963, maki hennar er Hannes Ingi Jónsson, f. 3. september 1967, þau eiga þrjá syni: a) Sævar Knútur, f. 4. mars 1992, sam- býliskona hans er Siggerður Aðal- steinsdóttir og eiga þau einn son, Hilmar Örn, b) Egill Jón, f. 9. maí 1997 og yngstur er c) Björgvin Bergur, f. 16. september 2003. 3) Krist- ín, f. 20. október 1965, maki hennar er Guðmundur Atlason, f. 27. febrúar 1965, þau eiga þrjú börn: a) Hildur, f. 4 apríl 1984, sambýlismaður hennar er Sigurður Hannesson, þau eiga þrjú börn: Guðmundur Hrafn, Sunna Kristín, og Björn Kári, b) Atli, f. 1. október 1988 og Elsku mamma mín, ég er óteljandi sinnum búin að fara í gegnum hugann síðustu ferð okkar til Hornafjarðar, þú varst svo ánægð að hafa nánast alla þína afkomendur í kringum þig, þú horfðir brosandi á ömmu og langömmubörnin þín, meira ríkidæmi var ekki hægt að óska sér. En eins og hendi væri veifað gaf líkaminn sig í ferðinni og ekki varð aftur snúið. Ég var ekki tilbúin að kveðja þig svona snögglega, hélt ég ætti eftir meiri tíma með þér, ég ætti eftir að knúsa og kúra í hálsakotinu þínu milljón sinn- um í viðbót. Þvílíkur dugnaður alltaf hjá þér en ung stóðstu uppi ein með þrjú börn eftir að pabbi lést, en þú varst svo rosalega dugleg og líka mjög þver. Þú vildir ekki vera upp á aðra komin þú vildir bjarga þér sjálf og gerðir það alla tíð. Að aka bíl var eitt það skemmti- legasta sem þú gerðir, að skutl- ast út og suður var málið og man ég eftir mörgum ferðum til Keflavíkur til að kaupa bleikan ís þegar ég var krakki, það var eitthvað frelsandi við að geta keyrt hvert sem mann langaði. Ástríða fyrir bókum var óþrjótandi, bækur út um allt hús og helst 10 bækur á náttborðinu og oft var lesið langt fram á nótt. Orðið vinnu- alki átti vel við um þig, þú varst dugnaðarforkur til vinnu og ósérhlífin, þú vannst allt of mikið allt þitt líf fannst okkur systrum, það hefði mátt verja meiri tíma í að njóta. Stundum varstu smá flippuð og fórst ekki endilega hefð- bundnar leiðir, þú leyfðir þér að vera þú sjálf og þurftir ekki að passa inn í einhvern tilbúinn kassa sem var þóknanlegur öðrum. Fyrir níu árum fékkstu heilablóðfall og það versta í öll- um heiminum var að geta ekki keyrt lengur og ófá voru sam- tölin okkar á milli þar sem von um að fá að keyra aftur var rædd fram og til baka. Áfram hélstu að vera dugleg og reyndir eftir fremsta megni að bjarga þér sem mest sjálf. Síðustu árin sagðir þú mér margar sögur frá því þegar þú varst ung stúlka, það voru skemmtilegar stundir hjá okkur, sögur sem ég hafði aldr- ei heyrt áður og vöktu mikla kátínu hjá okkur báðum. Þú varst búin að segja í mörg ár að þú vildir ekkert væl þegar þú værir kvödd frá þess- ari jarðvist, þú þoldir ekki óþarfa væl. Sofðu vært elsku mamma mín, ég elska þig. Kristín. Runnin er upp kveðjustund, mín elskulega tengdamóðir lést 14. júní síðastliðinn eftir skammvinn veikindi. Margar minningar flæða um hugann og minnist ég hennar sem hörku- duglegs húmorista. Þegar við Signý bjuggum saman í Reykjavík og ég var í skóla og að kynnast Sigrúnu tengdamóður minni hringir hún um fimm að sunnudagsmorgni í janúar og biður mig að ná í sig upp í Mosfellsdal. Ég var steinhissa og Sigrún sagði að þetta væri ekkert mál, hún kæmi út á afleggjara, ég fór upp eftir og sá ekki nokkra manneskju við afleggjarann að húsinu, kemur þá ekki Sigrún upp úr litlum skurði sem hún hafði leitað skjóls í vegna skaf- rennings. Hún minntist oft á þetta og hló mikið að hafa gengið fram af tengdasyninum, svona var Sigrún gerði óspart grín að sjálfri sér. Sigrún og börnin urðu fyrir miklu áfalli 1973 þegar Knútur eiginmaður hennar fórst í flugslysi og ann- að áfall dundi yfir 2011 þegar Sigrún fékk heilablóðfall og varð að hætta að keyra sem hún hafði unun af, á þessu tók Sigrún með mikilli þrautseigju og tapaði ekki húmornum. Þinn tengdasonur, Hannes. Elsku amma. Ég er svo þakklát fyrir að við fjölskyldan náðum að eiga góðar samverustundir með þér á Hornafirði helgina sem þú kvaddir. Þetta bar svo skyndi- lega að, þú veiktist á laugar- degi og þurftir að fara með sjúkraflugi til Reykjavíkur á sunnudeginum og lést svo nokkrum tímum seinna. Fyrir þann tíma varstu nokkuð frísk og náðir að upplifa hamingju- stundir á þínum æskuslóðum með nánast allri fjölskyldunni þinni. Þú varst svo glöð að fá að vera umvafinn barnabarna- börnunum þínum sem þú elsk- aðir svo mikið. Í síðustu samtölum okkar talaðir þú oft um þegar ég var í næturgistingum hjá þér sem barn og þegar ég átti það til að halda fyrir nefið á þér um miðja nótt þangað til að þú vaknaðir. Ég sagði: „Amma, það er kominn dagur“. Þú neitaðir því og í eitt skipti fórstu með mig að stofuglugganum til að sýna mér að það væri enginn á ferð, en á því augnabliki keyrði einn bíll fram hjá og þá var ekki aftur snúið, það var kominn dagur! Þú rifjaðir líka reglulega upp eitt skiptið þegar við keyrðum tvær saman til Hornafjarðar og ég spurði á Selfossi hvort við værum að verða komnar og þú gerðir þau mistök að segja já. Auðvitað spurði ég á 5 mínútna fresti eftir það hvort við værum ekki að verða komnar. Þér þótti greinilega vænt um þá tíma þegar við tvær gerðum eitthvað saman og hafðir gam- an að því að rifja það upp. Mér þótti óskaplega vænt um það þá og enn þá meira núna. Eftir að þú fékkst heilablóð- fallið og fluttir í Sunnuhlíð reyndu bæði ég og börnin að vera dugleg að heimsækja þig. Börnin mín voru sammála mér að þú værir með mýkstu kinnar í heimi sem væri svo gott að knúsa. Takk amma fyrir samveruna í þessu lífi, ég mun sakna þín. Hildur Guðmundsdóttir. Elsku amma mín, ég á marg- ar góðar minningar um þig sem ég mun geyma í hjarta mínu. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Þinn Egill Jón. Mig langar með fáum orðum að kveðja Sigrúnu Guðmunds- dóttur, sem var mér mjög kær. Ég kynntist henni seint á lífs- leiðinni en það var þegar sonur minn og dótturdóttir hennar felldu hugi saman og við urðum svo lánsamar að eignast saman þrjú yndisleg ömmu- og lang- ömmubörn. Það voru dýrmætar stundir, þegar fjölskyldan hittist í af- mælum barnanna og við ýmis gleðileg tilefni og það varð mér fljótt ljóst hversu einstaklega samheldin fjölskyldan er og að mikil einlægni og hlýja ríkir á milli þeirra. Kynni okkar Sigrúnar voru ákaflega góð og ég dáðist mikið að þessari kraftmiklu og dug- legu konu. Hún og börnin henn- ar þrjú upplifðu sáran harm, þegar eiginmaður hennar og faðir barnanna lést á unga aldri. Þá stóð Sigrún ein eftir með börnin á aldrinum frá 6 til 11 ára. Hún var mikil hetja og dugnaðarforkur. Sjötug varð hún að kveðja vinnustaðinn sinn hjá ÁTVR á Dalvegi, þar sem hún var mjög vel liðin af samstarfsfólki og ekki síður viðskiptavinum, sem hún liðsinnti af þekkingu og ljúfmennsku. Henni líkaði ekki vel að sitja auðum höndum og réð sig nokkru síðar til vinnu í Sunnu- kjöri í Hlíðahverfi. En því mið- ur gripu örlögin fljótlega í taumana, hún veiktist alvarlega og neyddist þá til að hætta að vinna. En hún komst með mikilli þrautseigju og dugnaði til nokk- urrar heilsu með ómetanlegri hjálp frá sínum góðu ættingjum og heilbrigðisstarfsfólki. Sigrún hafði yndi af lestri góðra bóka og tal okkar barst oft að þeim efnum, þegar við hittumst eða töluðum saman í síma, og var hún þá að jafnaði glöð og hress í tali. Hún bar hag barna sinna og annarra afkomenda mjög fyrir brjósti og ást hennar til þeirra var skilyrðislaus. En hún var skiljanlega oft miður sín yfir að geta ekki sinnt þeim eins og hugur hennar stóð til eftir að hún veiktist. Við hjónin kveðjum elsku Sigrúnu með virðingu og þökk fyrir góð ár og vottum ásamt fjölskyldu okkar, börnum henn- ar – Kristínu, Signýju og Guð- mundi – og öðrum ættingjum innilega samúð okkar. Megi fal- leg minning Sigrúnar lifa með hennar nánustu um ókomna tíð. María Louisa Einarsdóttir. Sigrún Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Úa eins og við köllum þig alltaf, þetta nafn fékkstu þegar Sævar var lítill og þú komst með flugvélinni austur á Höfn. Þú varst alltaf svo góð við okkur og ég elskaði að knúsa og kyssa þig alltaf þegar við komum í heim- sókn. Það var gaman að fá að hitta þig síðustu helgina sem þú komst hérna austur á Höfn og þú fékkst að horfa á barnabarnabörnin þín sem þú varst svo stolt af á trampólíninu hoppa og skoppa en þú varst samt svo dugleg kona að ná að ala upp þrjú börn upp á þín- ar eigin spýtur og þú munt alltaf lifa í hjarta mínu elsku amma Úa. Þinn Björgvin Bergur. Elsku Sigrún amma, ég kveð þig með miklum sökn- uði og trega, hjartahlýrri og yndislegri manneskju er erfitt að finna. Það er þó mjög notalegt að geta yljað sér við þær góðu minningar sem við áttum saman og þá sérstaklega samtölin okkar í seinni tíð þar sem við vor- um yfirleitt sammála um það sem var rætt um. Þegar ég lít til baka ver- andi orðinn faðir sjálfur sé ég hversu mögnuð þú varst að hafa geta alið upp og séð fyrir þremur ungum börn- um eftir fráfall Knúts afa er aðdáunarvert. Ég er gríð- arlega stoltur yfir því að geta sagt það að þú varst amma mín og einnig frábær fyrirmynd. Ég elska þig, amma mín, og veit að þú munt passa upp á mig og mína. Þinn Sævar Knútur. Jón Örn Jónsson í Saskatc- hewan er látinn. Ég kynntist honum árið sem ég fermdist þegar hann og Guðrún systir mín fóru að draga sig saman. Hann var þá búinn með fyrsta hluta náms í hagfræði í háskól- anum í Madison í Wisconsin. Hann hafði fengið vinnu í Seðla- bankanum á þessu tímabili, en vinna í hagdeild banka virtist ekki eiga við hann og varð kannski í og með til þess að hann ílentist vestan hafs. Haustið 1964 hélt Jón Örn áfram náminu og um veturinn fluttu Guðrún og Haukur, þriggja mánaða gamall, til hans í Madison. Engan óraði fyrir að Jón og Úlú, eins og flestir kalla hana, myndu aldrei koma aftur til búsetu á Íslandi. Þetta var um miðjan sjöunda áratug síð- ustu aldar. Fjarlægðin milli heimshluta var meiri en nú. Símtöl voru dýr og ferðalög dýr og tímafrek. Samskiptin milli Jóns Arnar og Úlú og okkar hér heima voru í formi sendibréfa, póstkorta og ljósmynda. Við höfðum ekki áhyggjur af Guð- rúnu hjá Jóni Erni. Hann var einstakt ljúfmenni og nútíma- maður sem tók þátt í heimilis- störfum og barnauppeldi, sem ekki var sjálfgefið á þeim tíma. Auk þess urðu þau fljótt ákaf- lega samrýnd og góðir vinir og sama varð með Hauk þegar hann óx úr grasi. Eftir námið bauðst Jóni kennarastaða við Háskóla Saskatchewan og þau fluttu til Saskatoon í Kanada. 1974 fluttu þau til höfuðborgar fylkisins, Regina, þar sem Jón hóf störf í stjórnarráðinu. Þar starfaði hann til loka starfsævi sinnar og fékkst við ýmsa mála- flokka. Ég held að hann hafi átt hina þrjá kostagripi sem Lao Tse mat mikils. Með orðum Kín- Jón Örn Jónsson ✝ Jón Örn Jóns-son fæddist í Viborg á Jótlandi 30.3. 1938. Hann lést 21. maí 2020 í Regina í Kanada. Bálför fór fram í Regina 26. maí 2020. Vegna mis- taka í vinnslu féll niður hluti minn- ingargreinar um Jón Örn Jónsson, sem birtist í blaðinu í gær, 2. júlí 2020, og er hún því endurbirt. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. verjans: „Hinn fyrsti er hógværð, annar er sparsemi og hinn þriðji er lítillæti. Með hóg- værð get ég verið djarfur. Með spar- semi get ég verið örlátur. Með lítil- læti get ég öðlast hinn æðsta heiður. En nú á tímum hirða menn ekki um hógværð og eru fullir frekju; þeir hirða ekki um sparsemi og eru allir í eyðslusemi; þeir eru horfnir frá lítillæti og keppa um tignarsæti. En þetta er vegur dauðans.“ Og: „Himinninn veitir þeim hógværð sem hann vill bjarga.“ Það var auðvelt að þykja vænt um Jón. Hann var glaðsinna og sýndi öðrum áhuga og virðingu. Hann var hláturmildur, kurt- eis og þægilegur í umgengni. Hann eignaðist marga vini. Hann var sérlega mikill áhuga- maður um góðan mat og flinkur kokkur. Eitt sinn var ég á ferða- lagi um Bandaríkin og Kanada í sex vikur og gerði hlé á ferðinni til að heimsækja Guðrúnu og Jón Örn í Regina. Hjá Jóni fékk ég besta matinn í allri ferðinni og stóðust margir fínir veitinga- staðir honum ekki snúning. Úlú og Jón hafa komið reglulega til Íslands eftir að þau fluttu til Regina. Síðustu árin eftir að þau fóru á eftirlaun, alnetið tók yfir líf okkar og öll samskipti urðu einfaldari höfum við fylgst meira með hvert öðru og nú upplifir maður fjarlægðina á annan hátt. Síðastliðinn vetur varð Jóni erfiður vegna veikinda og bar nokkurn skugga á þegar hann lenti á sjúkrahúsi á meðan kór- ónuveirufarsóttin geisaði. Heim- sóknir voru ekki leyfðar og lítil gleði fylgdi lokaáfanganum í lífi hans, en hinn glaðlyndi Jón Örn lét þó ekki að sér hæða og var með gamanyrði á vörunum fram í andlátið. Ég lýk þessum minn- ingarorðum með því að vitna aftur í Lao Tse sem segir, að fólki veitist auðvelt að deyja ef það erfiðar of mikið fyrir gæð- um lífsins. Þess vegna láti það dauðann sér í léttu rúmi liggja. Jón Örn var tilbúinn að fara þegar hann fór og fór sáttur. Við kveðjum hann öll með söknuði og hugur okkar er með Úlú, Hauki, Jordan og systk- inum Jóns hér heima. Helgi Guðbergsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LILJA MAGNÚSDÓTTIR frá Súgandafirði, lést á Hrafnistu, Sléttuvegi, 28. júní. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum hlýhug og stuðning sem sýndur hefur verið. Ólafía Arinbjarnardóttir Guðmundína Arinbjörnsd. Emil Þór Sigurlaugsson Magnús Arinbjarnarson Sigurður Arinbjörnsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn Ástkær móðir okkar, ÞÓRDÍS VILBORG SIGFÚSDÓTTIR húsmóðir, Vesturvegi 5, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 22. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hlynur Geir Richardsson Þorgeir Richardsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.