Morgunblaðið - 03.07.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 03.07.2020, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 ✝ Jón Karl Úlf-arsson fæddist í Dagsbrún á Vattar- nesi 8. nóvember 1920. Hann lést á Fossahlíð 24. júní 2020 á 100. aldurs- ári. Foreldrar hans voru María Ingi- björg Halldórs- dóttir og Úlfar Kjartansson, þau eignuðust 11 börn sem eru í aldursröð: Kjartan, Halldóra Hansína, Jón Karl, Eygerður, Indíana Björg, Bjarni Sigurður, Aðalbjörn, Steinunn Sigur- björg, Kjartan Konráð, Hreinn og María Úlfheiður. Báðar ömmurnar, Eygerður og Kon- ráðína, voru á heimilinu, svo mannmargt var í Dagsbrún. Jón Karl lærði ungur til verka af föður sínum, sex ára gamall fór hann í sinn fyrsta róður og ári seinna sína fyrstu ferð í Skrúðinn. Hákarlaveiðar voru stundaðar á Vattarnesi, Jón Karl tók þátt í þeim eins og öðrum störfum og um fermingu var hann orðinn fullgildur sjó- maður. Skólagangan var ekki löng, skyldunám í farskóla og seinna einn vetur í Héraðsskólanum á Laugum, sem síðar reyndist vel í þeim trúnaðarstörfum sem hann tók að sér. Vattarnes var frekar verstöð Sigríður Elísa, Úlfar Konráð, Elínbjörg og Þóra Jóna. Árið 1952 flutti Jóhann Hálf- dán Kristjánsson frá Vattarnesi að Eyri með trillubátinn sinn Hrönn, sem þeir reru á saman þar til Jón Karl lét smíða fyrir sig bát sem fékk nafnið Svanur SU 28. Fiskinn verkaði Jón Karl í sjó- húsinu á Eyri ásamt konu sinni og börnum. Mikið lagði hann upp úr að hvert handtak væri óaðfinnanlegt og saltið ekki spar- að. Öll fjölskyldan lagði sig fram um að saltfiskurinn væri 1. flokks, enda hlaut hann við- urkenningu fyrir. Jón Karl hóf afskipti af fé- lagsmálum árið 1967 þegar hann var kosinn formaður Búnaðar- félags Fáskrúðsfjarðar og sat hann m.a. í jarðanefnd og gróður- nefnd. Vorið 1970 var hann svo kosinn oddviti Fáskrúðsfjarðar- hrepps og gegndi hann því emb- ætti farsællega í 20 ár. Þegar aldurinn færðist yfir hóf hann að skrá endurminn- ingar sínar. Á afmælisdaginn hans 8. nóvember 2008 kom út bók hans „Í veldi Vattar og Kol- freyju.“ Þar er að finna minn- ingabrot frá ævi hans, þjóð- sögur, örnefnaskrár og skrár yfir fiskimið. Síðustu tvö árin bjó Jón Karl á dvalarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði þar sem hann naut góðrar umönnunar. Útför Jóns Karls verður gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, 3. júlí 2020, og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Kolfreyjustaðarkirkjugarði. en sveitabær á sumrin. Vattarnes- ingar reru á nokkr- um bátum, sjómenn komu á sínum bát- um frá Reyðarfirði og Eskifirði, Fær- eyingar reru á smábátum og lönd- uðu í skútur og þegar seinni heims- styrjöldin var skollin á settu Bret- ar þar upp herstöð. Á Vattar- nesi var því eiginlega fjölmenn- ingarsamfélag á þessum árum og flestir Vattarnesingar, þar á meðal Jón Karl, gátu bjargað sér bæði á færeysku og ensku. Árið 1942 var Þórunn Sigurð- ardóttir frá Hvammi í Fá- skrúðsfirði vinnukona á Vattar- nesi. Felldu þau hugi saman og opinberuðu trúlofun sína um haustið, næsta vetur fóru þau á vertíð til Vestmannaeyja og um vorið hófu þau sambúð á Vattarnesi. Sama sumar keypti Jón Karl fyrsta bátinn sinn, sem fékk nafnið Vöttur SU 62. Árið 1947 fluttu þau að Eyri og bjuggu þar blönduðu búi, Jón Karl stundaði róðra á trillunni samhliða búskapnum og einnig vann hann hjá hraðfrystihúsi kaupfélagsins, fór á vertíðir og vann á síldarplönunum. Jón Karl og Þórunn eign- uðust fimm börn sem talin eru hér í aldursröð: Ingigerður, Þegar komið er að leiðarlokum langar mig að kveðja pabba minn með versum úr norskum sjó- mannasálmi eftir H. A. Tandberg. Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf. Ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrðlegum, ljósum löndum. Þar lífsins tré gróa á fögrum ströndum. Við sumaryl og sólardýrð. Og stundum sigli ég blíðan byr og bræðra samfylgd þá hlýt ég og kjölfars hinna er fóru fyrr án fyrirhafnar þá nýt ég. Í sólarljósi er særinn fríður og sérhver dagurinn óðum líður, er siglt er fyrir fullum byr. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn! Vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í æginn falla. Ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Þýð. Vald. V. Snævarr) Hinsta kveðja frá Ellu. Elínbjörg Jónsdóttir. Minningarnar kvikna hver af annarri þegar ég hugsa til elsku pabba sem kvaddi þessa jarðvist á hundraðasta aldursári sínu þann 24. júní síðastliðinn. Daginn bar upp á Jónsmessu sem er afar táknrænt og fallegt. Ég var yngsta barnið í fjölskyldunni, „gólfsópurinn“ sem allir dekruðu og flest var látið eftir. Þrátt fyrir það gerðu foreldrar mínir kröfur til mín um vinnusemi og að taka þátt í daglegu amstri. Pabbi var stórbrotin og litrík persóna sem kenndi mér svo margt. Hann var afar trúaður og í hans huga var enginn efi um fram- haldslíf og oft var talað um líf eftir dauðann. Hann var draumspakur og dreymdi oft fyrir daglátum. Hann var kjarkmikill og tókst á við fjölbreyttustu verkefni hvort heldur sem var á sjó eða landi. Hann byrjaði að stunda sjó á trillu með afa á Vattarnesi kornungur og stundaði sjómennsku alla tíð ásamt búskapnum á Eyri. Hann var afar ratvís í slæmu skyggni úti á sjó og var fiskinn svo um var tal- að. Já hann pabbi lét sér sko ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann var svo vinnusamur og duglegur og kenndi okkur systk- inunum réttu handbrögðin í sjó- húsinu þar sem allur fiskurinn var flattur og saltaður. Mikla áherslu lagði hann á að verka fiskinn vel, fletja af natni, þvo vel og kafsalta svo hann yrði 1. flokks vara. Hreinlegur var hann við öll sín störf, báturinn hvítþveginn eftir hvern róður og sjóhúsið óaðfinn- anlegt. Hann hugsaði líka svo vel um allar skepnurnar sínar, grind- urnar í fjárhúsunnum voru alltaf sópaðar og ullin á kindunum því tandurhrein. Pabbi var mikill veiðimaður, þorskanet voru lögð undan Eyr- inni á veturna, svartfuglsegg og lunda sótti hann í Skrúðinn, svart- fugl var veiddur og svo var fiskur, nýr, saltaður eða hertur á borðum allan ársins hring, að ógleymdu dásemdarkjötinu sem búið gaf af sér. Alltaf var nóg til að borða á Eyri fyrir gesti og gangandi, en pabbi hafði gaman af að bjóða fólki í mat. Pabbi var afskaplega fróður, hann hafði mikinn áhuga fyrir sögu lands og þjóðar. Hann var líka svo fróðleiksfús og vildi alltaf vera að læra eitthvað nýtt alla sína ævi. Sagði að þannig héldi maður heilanum gangandi. Hann lærði að vinna á tölvu og var ekki í rónni ef eitthvað virkaði ekki sem skyldi. Hann langaði til að kunna að spila á orgel og dreif sig í tón- listarskóla á níræðisaldri. Hann hafði unun af því að æfa sig og sat löngum stundum við orgelið og spilaði og söng. Hann var ekki sáttur fyrr en hann var búinn að eignast snjallsíma og 99 ára gam- all var hann að læra á Íslendinga- bók í símanum sínum, sagðist hafa svo gaman af að fást við eitthvað flókið. Pabbi var mikil fótboltaáhuga- maður og sum af barnabörnunum hafa haft á orði að afi á Eyri hafi átt þátt í að þeir eru forfallnir Liverpool stuðningsmenn. Þegar Júlíus okkar var kominn nokkuð á legg hringdust þeir á, ræddu fót- bolta og fóru yfir „tippseðlana“. Þeir áttu svo sannarlega sameig- inlegt áhugamál. Það er svo margt sem vert er að þakka á kveðjustund. Í huga mér er þakklæti fyrir allt sem pabbi kenndi mér sem er svo dýr- mætt. Hann kenndi mér að lífið sjálft er stórbrotið og litríkt eins og hann sjálfur. Hann kenndi mér að gefast ekki upp þótt móti blási. Ég er svo þakklát fyrir að fá að njóta síðustu daganna með honum því einmitt þá kenndi hann mér hvað er að sýna kjark, yfirvegun og æðruleysi. Guð blessi minningu hans. Þóra Jóna (Nóna), Sigfús (Fúsi) og fjölskylda. Fyrir um 9 árum kynnti ég drenginn minn fyrir afa mínum á Eyri. Hann varð strax hugfanginn af þessum merkismanni og var mjög stoltur af því að eiga svona flottan langafa, langafa sem lét ekkert stoppa sig, allra síst aldur. Hann tók fyrir okkur lagið á org- elinu sem hann hafði ákveðið að læra á, á níræðisaldri. Hann hafði nýverið gefið út sína fyrstu bók og var á fullu með alls kyns verkefni; æðarvarp, smíði og margt, margt fleira. Hann hafði meira að segja byggt heilan þriggja hæða turn sjálfur, á þessum aldri, niðri í fjöru. Að ganga um fjöruna og í húsin þar var eins og ævintýra- ferð. Þetta var enginn venjulegur langafi. Heimsóknirnar til afa urðu margar og við brölluðum ótalmargt. Með hverri heimsókn urðum við nánari og það tók tíma að sætta mig við að þurfa að kveðja þegar að því kom. Það stærsta sem situr eftir nú, afi minn, er samt þakklæti fyrir að hjálpa okkur á ögurstundu oftar en einu sinni. Án þinnar hjálpar hefði ég til dæmis tæplegast getað klárað framhaldsskólann á sínum tíma og því mun ég aldrei gleyma. Minning sonar míns um þig verð- ur ætíð þessi stórmerkilegi langafi sem virtist allt geta gert. Ég smitaðist af þessari mynd. Þú sýndir honum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, að aldur er hugarástand og að maður á aldrei að hætta að læra og gleyma sér við verkefni. Það er ómetanlegt veganesti fyrir lífið. Jón Karl Stefánsson. Jón Karl Úlfarsson HINSTA KVEÐJA Líknargjafinn þjáðra þjóða, þú, sem kyrrir vind og sjó, ættjörð vor í ystu höfum undir þinni miskunn bjó. Vertu með oss, vaktu hjá oss, veittu styrk og hugarró. Þegar boðinn heljar hækkar, Herra, lægðu vind og sjó. Drottinn, þinnar ástar óður endurhljómi’ um jörð og höf. Breiddu þína blessun yfir blóma lífs og þögla gröf. Vígi’ og skjöldur vertu þeim, sem vinda upp hin hvítu tröf. Drottinn, þinnar ástar óður endurhljómi’ um jörð og höf. (Sb. 1945 – Jón Magnússon) Góða ferð og heimkomu fyrir handan. Elísa Jónsdóttir. Elsku Hafþór pabbi minn, þann 11. júní kvaddi ég þig í síðast skiptið eftir stutta legu inni á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi, þrátt fyrir hversu erfitt það var að kveðja þig þá get ég huggað mig við það að núna líður þér betur og ert kominn til Eyju ömmu, Jóns afa og vina þinna, þeirra Óla Axels og Bóa, sem þú saknaðir mikið. Með hjálp tækninnar fengum við Eyja systir sem er búsett í St. Augustine í Flórída og Óli Gúst Hafþór Ingi Jónsson ✝ Hafþór IngiJónsson fædd- ist 12. júní 1946. Hann lést 11. júní 2020. Útför Hafþórs fór fram 26. júní 2020 í kyrrþey að hans ósk. að vera hjá þér síð- ustu dagana sem er okkur dýrmætt. Ég var mjög ung (kannski 4-5 ára) þegar þú komst inn í líf mitt þegar þú og mamma fóruð að vera saman og mót- aðir þú mikið mín uppvaxtarár sem gerði það að verkum að ég er sú sem ég er í dag. Þú gekkst mér í föður- stað og tókst það hlutverk alvar- lega, með árunum sem liðu kenndir þú mér margt eins og samviskusemi, heiðarleika, að vera góð við aðra og réttlæti. Ég man hvað mér fannst gam- an að koma til þín í vinnuna þar sem þú starfaðir sem fram- kvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, þar fékk ég stundum að dunda mér við að setja fréttabréf í umslög sem mér fannst gaman. Þær eru ófáar minningarnar sem streyma upp í hugann á þessari stundu, þá er helst að minnast skíðaferða sem við fór- um í nánast hverja einustu helgi, bústaða ferða og útilegur sem eru efst í huga. Ég gat alltaf komið til þín og fengið hjálp eða ráðleggingar þegar sú staða kom upp. Þín verður sárt saknað. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Auður Guðmundsdóttir. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Okkar elskulegi SIGÞÓR REYNIR STEINGRÍMSSON fv. bifreiðaeftirlitsmaður og leigubílstjóri, áður að Þverbrekku 2, Kópavogi, lést þriðjudaginn 23. júní á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 6. júlí klukkan 11. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skógarbæjar fyrir góða umönnun og hlýju í hans garð. Fyrir hönd aðstandenda, Nína V. Magnúsdóttir Tómas Bergsson Sigurgeir Steingrímsson Svanlaug Sigurðardóttir Hólmsteinn Steingrímsson Haukur Steingrímsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HILDUR ÁGÚSTSDÓTTIR bóndi, Klauf, Vestur-Landeyjum, sem lést sunnudaginn 28. júní, verður jarðsungin frá Selfosskirkju þriðjudaginn 7. júlí klukkan 13. Sigurður Ágúst Rúnarsson Lára Ólafsdóttir Guðjón Rúnarsson Sandra Díana Georgsdóttir Þórdís Jóna Rúnarsdóttir Skúli Guðmundsson Magnús Rúnarsson Elísabet Ólöf Helgadóttir Sigríður Lóa Rúnarsdóttir Steindór Valur Reykdal Ágúst Rúnarsson Rósa Emilsdóttir Rúnar Smári Rúnarsson Sævar Rúnarsson Margrét Sóley Sigmarsdóttir Sigurbára Rúnarsdóttir Einar Hjálmarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSEP RÓSINKARSSON frá Fjarðarhorni, lést á Landspítalanum 30. júní. Útförin verður auglýst síðar. Sveinn Guðmundsson Guðný Jónsdóttir Sigurður Geirsson Gísli Jósepsson Þórdís Reynisdóttir Ingimundur Jósepsson Kolbeinn Jósepsson Harpa Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.