Morgunblaðið - 03.07.2020, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.07.2020, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „NEI! HÚN HEITIR EKKI BÚKAREST VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ SÉU ALLIR DAUÐIR ÞAR.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hjálpa jólasveinunum. TÍST TÍST ÞIGGUR HANN MÚTUR?! EKKI ÞAÐ? JÓLI ÞOLIR EKKI SLEIKJUR! Æ, HÆTTU AÐ ÞYKJAST VERA GÓÐUR, GRETTIR … EN Í BILI HÖFUM VIÐ BARA FINN FORVITNA! DAG EINN MUN VERÐA TIL UPPFINNING SEM GERIR OKKUR KLEIFT AÐ KOMA SKOÐUNUM OKKAR Á FRAMFÆRI VIÐ STÓRAN HÓP FÓLKS!! „MYNDIR ÞÚ LÝSA ÞÉR SEM LATRI, FJÖRUGRI EÐA Í FULLU FJÖRI? ” „Það uppeldi sem ég fékk í gegnum íþróttastarfið hjálpaði mér mjög mikið. Í fimmta og fjórða flokki æfði ég undir leiðsögn Atla Helga- sonar og veitti hann okkur pilt- unum tiltölulega strangt en mjög vandað uppeldi í gegnum knatt- spyrnuna og varð hópurinn svo sterkur að við unnum öll þau mót sem við tókum þátt í, bæði innan- lands og erlendis. Í þessum hópi eru menn sem síðar áttu eftir að ná langt í fótboltanum, s.s. Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Þormóður Egilsson og Hilmar Björnsson,“ segir Hörður. „Hópur- inn var svo sérstakur að þegar við vorum 15 og 16 ára gamlir settum við á laggirnar félagsskapinn KR 69 og 70, sem vísar til fæðingarára þessara leikmanna, og stendur fé- lagið enn fyrir reglulegum við- burðum s.s. golfmótum og árs- hátíðum og verður vináttan sterkari með hverju árinu.“ Fjölskylda Hörður var kvæntur Guðrúnu Valdimarsdóttur fjármálastjóra, f. 14.3. 1970, en þau skildu. Hann á þrjú börn: Daníel Harðarson nema, f. 13.2. 1992, en maki hans er Sús- anna Hrund Magnúsdóttir nemi; Mikael Harðarson nema, f. 7.4. 1998, en maki hans er Stella Einarsdóttir nemi; Kristel Harðar- dóttur nema, f. 4.9. 2004. Systkini Harðar eru Skafti Harð- arson framkvæmdastjóri, f. 10.9. 1956, og Ágústa Harðardóttir fram- kvæmdastjóri, f. 25.10 1960. Hörður er sonur Harðar Felix- sonar skrifstofustjóra, f. 25.10. 1931, d. 29.8. 2018, og Kolbrúnar Skaftadóttur húsmóður, f. 16.1. 1937. Hörður Felix Harðarson Ingunn Jónasdóttir húsfreyja Helluvaði á Rangárvöllum Sigurður Pétur Oddsson útgerðarmaður Helluvaði á Rangárvöllum Sigurbjörg Sigurðardóttir húsmóðir í Rvík Skafti Þórarinsson skrifstofumaður í Rvík Kolbrún Skaftadóttir húsmóðir Sigríður Þorvaldsdóttir húsfreyja Hjaltabakka Þórarinn Jónsson alþingismaður og bóndi Hjaltabakka Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Sand- hólaferju og í Rvík Bjarni Filippusson bóndi í Sandhólaferju í Holtum Ágústa Bjarnadóttir kennari í Rvík Felix Pétursson bókari í Hamri, Rvík Agnes Felixdóttir húsfreyja í Stóru Vatnsleysu og í Hafnarfirði Pétur Jóakimsson sjómaður í Stóru-Vatnsleysu og í Hafnarfirði Úr frændgarði Harðar Felix Harðarsonar Hörður Felixson skrifstofustjóri í TM, fv. landsliðsmaður í fótbolta og handbolta Anton Helgi Jónsson birtir áBoðnarmiði skemmtilegt ljóð, „Efst á Arnarvatnshæðum“, með undirtitli „8. minningar af heiði“: Með leynd yfir háa heiði oft hef ég á trukknum keyrt; hann bensínið brúkar hljóður svo burr geta fæstir heyrt. Ég rata að laut sem löngum í leiðslu ég kanna einn en för eftir dekk og fætur þar finnur samt ekki neinn. Þótt ýmislegt muni mosinn af mér verður fátt eitt sagt en andvörp og humm úr húddi fékk himinn á minnið lagt. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir: Við Mývatn menn hrifust af Hrafni. Þótt heimamenn næstum því kafni af flugunum þar hann þaulsætinn var og þekkti þær allar með nafni. Best að hafa varann á - Jón Atli Játvarðarson yrkir: Veiran í útrás hér allt um kring, alltaf að grína og spauga. Dreg ég því af mér hvern demants- hring og duglega hendurnar lauga. Káinn orti um prest: Einn var þar svo undurmjór og einskis virði; margur hissa horfði og spurði: „Hver er þessi drottins smurði?“ Enn orti Káinn „Ja, því ekki það“: Flesta kitlar orð í eyra, ef eitthvað mergjað finnst, því vill ekki þjóðin heyra þá, sem ljúga minnst. Í Skruddu segir frá því að hrossakaupmaður úr Skagafirði fór um Norður-Þingeyjarsýslu í söluferð með marga hesta. Þá kvað bóndi þegar hópurinn fór hjá: Áfram hýðir hestaflokkinn, hart með víði áfram þvingar. Strýkur síða svarta lokkinn. Svona ríða Skagfirðingar. Hjörleifur Jónsson kvað: Margur fær í einkaarf eigingirni og hroka. Það er list sem læra þarf að láta í minni poka. Þórarinn Sveinsson í Kílkoti orti skömmu fyrir andlát sitt: Bráðum kveð ég bæ og hörg, bjartan flýg í geiminn. Ég á orðið ekki mörg erindi við heiminn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Spor í mosa og mý við Mývatn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.