Morgunblaðið - 03.07.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 03.07.2020, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR Sýning myndlistarkonunnar Söru Bjarkar Hauksdóttur, Vinn, vinn, opnar í dag, föstudaginn 3. júlí, milli kl. 16 og 18, í Listasal Mos- fellsbæjar. Öll verkin á sýningu Söru Bjarkar eru gerð í samvinnu við aðra listamenn. Þar má nefna söngkonuna GDRN, bæjarlista- mann Mosfellsbæjar, og mynd- listarkonuna Tinnu Royal, bæjar- listamann Akraness. Mörg verkanna eru unnin á tímum Co- vid-19 sem sagt er hafa haft óvænt og skemmtileg áhrif á samstarf Söru Bjarkar við listamennina og á verkin sjálf sem voru send á milli heimila í lokuðu samfélagi. Sara Björk stundar nám við myndlistardeild Listaháskóla Ís- lands og hefur einnig lokið námi í listmálun í Svíþjóð. Hún er auk þess menntaður hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og með meistaragráðu í lögfræði. Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mos- fellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Sýningin Vinn, vinn mun standa til 31. júlí. Vinn, vinn í Listasal Mosfellsbæjar Litríkt Eitt af verkum Söru Bjarkar sem sjá má á sýningunni Vinn, vinn. Mikið líf verður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði um helgina, 3.-5. júlí, þegar menn- ingarhelgin Frjó fer þar fram. Þar koma saman ell- efu listamenn sem sýna munu myndlist, leika tónlist og gefa gestum innsýn inn í sköpunarferlið. Í kvöld, kl. 20, verða tónleikar þar sem fram koma tónlistarmennirnir Plasmabell, rafnar, Framfari og Kraftgalli. Á laugardaginn milli kl. 14 og 17 fer fram sýning Tuma Magnússonar, Almennings- samgöngur, og Linus Orri Gunn- arsson mun flytja tónlist. Um kvöld- ið, kl. 20, verða tónleikar með listamönnunum Þóri Hermanni Óskarssyni og Söngelsku leður- blökunum frá Reykjavík. Síðdegis á sunnudag verður haldið Sunnu- dagskaffi með skapandi fólki þar sem Unnur María Máney Berg- sveinsdóttir, sjálfstætt starfandi sirkuskona, segir frá sirkuslistum. Menningarhelgin Frjó í Alþýðuhúsinu Þórir Hermann Óskarsson Morgunblaðið/Einar Falur Höfundarnir Antoine Viviani og Pierre-Alain Giraud í rústunum í stóra salnum í Listasafni Íslands þar sem draugar fara á stjá. Gabríela Friðriksdóttir hannar leikmyndina en Valgeir Sigurðsson er höfundur tónlistarinnar í verkinu. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta hefur verið afar tilraunakennt og í raun opið verk, alveg frá upp- hafi, og við höfum nú bætt við það ýmsum nýjum og mjög spennandi þáttum,“ segja frönsku leikstjór- arnir og listamennirnir Antoine Viviani og Pierre-Alain Giraud um hið umfangsmikla og áhugaverða verk þeirra Solastalgia sem er verið að ljúka við að setja upp í Listasafni Íslands. Um er að ræða framlag Listasafnsins til Listahátíðar í Reykjavík, sýningar á verkinu hefj- ast á sunnudaginn kemur en það er sagt fyrsta sýning í gagnauknum veruleika (augmented reality upp á ensku) í safni hér á landi. Þegar blaðamaður gengur inn í stærsta sal safnsins tekur hálf- myrkur rústaheimur á móti honum. Hálfhrundir steyptir veggir sem steypustyrktarjárn standa út úr, steingerð tré, malarhaugar og leifar af flygli í einu horninu. Þetta er sviðsmynd langt inni í ótilgreindri framtíð sem samstarfsmaður leik- stjóranna, myndlistarkonan Gabrí- ela Friðriksdóttir hefur mótað. Tæknimenn eru að tengja flókinn rafeindabúnað sem mun stýra upp- lifun gesta. Tíu gestum mun í einu verða boðið að ganga inn í innsetn- inguna með Hololens-2 höfuðbúnað og kanna jörðina við endalok mann- kyns. Eins og segir í lýsingu á verk- inu stendur þá aðeins eftir í rústinni dularfullt stafrænt ský, knúið af undarlegri vél. Sýningin varir í um hálftíma og geta gestirnir á meðan farið um salinn, gengið um plánet- una innan um steingervinga, brak og rústir, og upplifað ólíkar sögur, sagðar af draugum sem birtast og tjá „hin gleðiríku, djúpstæðu og grimmu augnablik tilverunnar, lát- laust, um alla eilífð,“ eins og segir í lýsingu á verkinu. Dansar milli listforma Listamennirnir og höfundar verksins, þeir Viviani og Giraud, segja Solastalgiu endurspegla spennu á milli frelsunarmáttar tækninnar, sem við treystum sífellt meira á, og vísindalegra útreikninga um válega framtíð. Þótt þeir hafi verið að bæta heilmiklu við verkið hefur það þegar verið sýnt í Rennes í Frakklandi í fyrra og á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkj- unum í febrúar í ár. Viviani og Giraud unnu fyrst sam- an að heimildakvikmyndinni Dans les limbes (2015), Viviani var leik- stjóri og framleiðandi en Giraud klippti. Myndin hefur verið sýnd á um 50 alþjóðlegum hátíðum og hlotið mikið lof. Innsetninguna Solastalgiu hönnuðu þeir í fyrra og vinna þar áfram með hugleiðingu frá fyrr- nefndri heimildakvikmynd, um til- vistarlegt samband okkar mannanna við netið og þörfina fyrir að skapa sameiginlegt minni sem mun lifa okkur. Afraksturinn er þetta verk sem dansar milli listforma. „Gestir ganga inn í salinn með þennan nýstárlega höfuðbúnað og þar spretta fram draugar og segja sögur,“ segja þeir blaðamanni. Undanfarnar vikur hafa þeir verið að kvikmynda þessa svipi eða sögu- menn með svokallaðri innrauðri rúmmálsmyndavél sem máir út mörkin milli kvikmynda og staf- rænnar þrívíddarveraldar. Leikarar í verkinu eru Sólveig Guðmunds- dóttir, Sveinn Ólafur Gunarsson, Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheiður Steindórs, Sara Marti Guðmunds- dóttir og Nikulás Barkarson. Dans- arar eru Elín Signý Ragnarsdóttir og Erna Ómarsdóttir en sú síðar- nefnda er jafnframt danshöfundur verksins. Í skýringum um sýninguna segir að gestir setji á sig höfuðbúnaðinn ásamt heyrnartólum og litlum bak- poka - og er búnaður sótthreinsaður eftir hverja heimsókn. Þeir ganga síðan inn í salinn og hefja könn- unarleiðangur þegar dyr opnast og sögur taka að kvikna. Fyrir augum gestanna birtast í rústunum í saln- um heilmyndir af fólki sem segir frá. Draugar fara á stjá í rústunum í safninu  Solastalgia er framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar Nýtt gallerí, Þula, sem mun selja og sýna verk eftir samtímalistamenn, lengra komna og upprennandi, verð- ur opnað við Hjartatorg á morgun, laugardag, kl. 16. Gengið er inn á torgið frá horninu á Laugavegi 21. Í tilkyningu segir að Þula muni verða opnað á samsýningu þar sem kynntir verða þeir listamenn sem verða með einkasýningar fram að jólum. Það eru þau Hugleikur Dags- son, Þórdís Erla Zoega, Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir, Dýrfinna Be- nita Basalan og Tolli Morthens. Áhersla verður lögð á að gestir finnst þeir vera velkomnir í galleríið og geti skoðað þar listaverkin og spjallað á jafningjanótum. Boðið verður upp á léttar veitingar. Stofnandi Þulu er Ásdís Þula Þor- láksdóttir. Hún ólst upp við mynd- list. Báðir afar hennar voru málarar og faðir hennar, Tolli, er það einnig. Hún lagði myndlistina þó ekki fyrir sig heldur nam leiklist í Toronto og Los Angeles. Þegar heim var snúið var hægara sagt en gert að komast inn í bransann og hóf hún þá störf hjá föður sínum. Eftir að hafa séð um gallerí hans ásamt því að sjá um sölur á listaverkum fyrir systur sína Kristínu Morthens, ákvað hún að stíga skrefinu lengra og opna sitt eigið gallerí. Galleríið Þula við Hjartatorg Málverk Hluti verks eftir Dýrfinnu Benita Basalan á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.