Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 16
VIÐTAL
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Íslamskar konur af arabískum
uppruna sem búa á landsbyggðinni
eiga oft erfitt með aðlögun á ís-
lenskri grundu, að því er fram
kemur í meistararitgerð Fayrouz
Nouh við hug- og félagsvísindasvið
Háskólans á Akureyri.
Um leið og ýmis stuðningur frá
ríkinu dalaði, eftir því sem lengra
leið frá komu þeirra, áttu þær
erfiðara með að fóta sig í samfélag-
inu, að sögn Fayrouz.
„Þær verða einangraðar, ein-
mana, hugsa meira kannski um
gamlar minningar úr stríðinu, því
þær hafa mikinn frítíma og hafa
ekki aðlagast algjörlega í íslensku
samfélagi,“ segir Fayrouz.
Flúði frá Sýrlandi
Fayrouz Nouh var á meðal
fyrstu flóttamannanna sem komu
til Íslands frá Sýrlandi árið 2016,
þar sem stríð geisar enn.
Hún ræddi við níu íslamskar
konur af arabískum uppruna sem
búa nú á landsbyggðinni, en meist-
ararannsóknin er sú fyrsta sinnar
gerðar á Íslandi.
„Konurnar voru mjög þakklátar
fyrir að verið væri að vekja athygli
á málefnum þeirra. Þær eru ekki
nógu duglegar að biðja um aðstoð
almennt en þetta gæti hvatt þær til
þess,“ sagði Fayrouz.
Þær eiga það flestar sameigin-
legt að hafa flutt til Íslands til-
neyddar vegna átaka í heimalandi
sínu og voru flestar í áfalli þegar
þær fyrst komu; þær höfðu aflað
sér upplýsinga um Ísland ýmist í
gegnum félagsmiðla, ættingja eða
vini, sem voru misáreiðanlegar.
Þegar ein þeirra kom til Íslands
hafði hún horft á vestrænar kvik-
myndir og myndað sér ákveðna sýn
á Íslandi í gegnum þær, en þegar
til landsins var komið var raunin
önnur. Það að Íslendingar klæddu
sig á hefðbundinn hátt og voru ekki
að knúsast og kyssast úti á götu
líkt og í bíómyndunum kom henni á
óvart.
Betri trúarbragðakennsla
myndi hjálpa
Þó eru menningarleg og trúarleg
gildi á Íslandi nokkuð ólík því sem
þær hafa vanist, þar sem íslömsk
trú og iðkun hennar á stóran þátt í
lífi kvennanna; bænir, fasta og lest-
ur Kóransins ásamt því að klæðast
slæðu eða búrku eru hlutir sem Ís-
lendingar hafa ef til vill ekki fræðst
nógu mikið um, sem stuðlar að enn
frekari einangrun kvennanna.
„Í skólunum væri hægt að kenna
meira um menninguna og trúna.
Til dæmis, þegar múslimakonur
eru með slæðu, þá skilur fólk oft
ekki hvers vegna. Það heldur oftast
að konur séu þvingaðar til þess en
raunin eru sú að sumar eru til-
neyddar, en ekki allar. Sumir halda
að við séum ekki einu sinni með
hár, og séum þess vegna að hylja
höfuðið,“ segir Fayrouz.
Því gæti verið ráðin bót á þeim
vanda, að sögn Fayrouz, með því að
efla trúarbragðafræðslu í grunn-
skólum.
„Kannski er hægt að hjálpa
minnihlutahópum með því að
skerpa á trúarbragðafræðslu,“
segir Fayrouz.
Í rannsókninni kemur fram að
allar konurnar upplifðu að Íslend-
ingar hefðu almennt verið forvitnir
um íslamskan klæðnað og viljað
skilja söguna á bak við hann.
Oft bara á íslensku
Eitt af því sem var konunum sér-
stakt hugðarefni var menntun
barnanna þeirra, og hvernig hún
breyttist við flutningana til Ís-
lands.
„Þar sem konurnar tala ekki
móðurmálið geta þær oft misskilið
tölvupósta eða fá þá ekki. Fyrst
þegar þær koma til landsins eru
þær með túlk, en ekki allan
tímann,“ segir hún og heldur
áfram:
„Þeim finnst stundum börnin sín
ekki vera að gera neitt heima, og
þess vegna líður þeim eins og börn-
in séu ekki að gera neitt í skól-
anum,“ segir hún.
Mæta áskorunum í uppeldinu
Íslamskar konur af arabískum
uppruna, sem flutt hafa á lands-
byggðina á Íslandi, virðast hafa
áhyggjur af uppeldi barna sinna og
hvernig halda eigi í arabískar hefð-
ir þegar kemur að uppeldinu. Ar-
abískum börnum sé kennt að virða
foreldra sína og hlýða en íslensk
börn alist upp við meira sjálfstæði
og frelsi. Lýsti ein konan því að
sonur hennar væri oft utan heim-
ilisins með vinum sínum og það
gerði hana áhyggjufulla.
Ólík kynhlutverk
Hlutverk og samskipti kynjanna
á Íslandi voru ólík því sem kon-
urnar höfðu vanist og hafði það já-
kvæð áhrif á þær; flestar þeirra
vildu fá vinnu utan heimilisins þótt
þær hefðu alist upp við önnur gildi.
Í arabískum samfélögum þyrftu
konur að sjá um heimilið og upp-
eldi barnanna, en slíkt tengdist
hefðum fremur en íslamskri trú.
Eftir að hafa flutt til Íslands hafa
því margar þeirra haldið í trúna en
tileinkað sér þann hlut íslenskrar
menningar að geta notið frekari
réttinda innan heimilisins sem og
utan þess, til dæmis með því að
taka virkari þátt í atvinnulífínu.
Frá Sýrlandi á landsbyggðina
Skrifaði meistararitgerð við Háskólann á Akureyri Bæta þurfi stuðning við íslamskar konur af
arabískum uppruna á landsbyggðinni Upplifa mikinn menningarmun Reyna að aðlagast
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða – fleiri litir
Verð frá 18.900,-
BATTERY
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 21.900,-
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 39.900,- stk.
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
STONE STOOL
Kollur – fleiri litir
Verð 28.900,- stk.
Glæsileg gjafavara frá
PLANET CRYSTAL
Borðlampi – fleiri litir
Verð 54.900,-
BOURGIE
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 39.900,-
KABUKI
Borðlampi – fleiri litir
Verð 52.900,-
TAKE Borðlampi
fleiri litir
Verð 12.900,-
Mannvit átti lægsta tilboð í fullnað-
arhönnun viðbyggingar við flugstöð-
ina á Akureyrarflugvelli ásamt
hönnun breytinga á núverandi flug-
stöð, til að mæta aukinni þörf vegna
millilandaflugs. Tilboð voru í gær
opnuð í útboði Isavia.
Markmið framkvæmdanna er að
bæta aðstöðu og þjónustu við flug-
farþega. Viðbyggingin verður 1.000
fermetra stálgrindarhús fyrir milli-
landaflug og aðlögun núverandi flug-
stöðvar að breyttri notkun.
Ellefu tilboð bárust í útboðinu. Til-
boð Mannvits hljóðaði upp á 54,4
milljónir króna, án virðisaukaskatts.
VSB verkfræðistofa bauð næst-
lægst, 56 milljónir. Hæsta tilboð var
yfir 98 milljónir kr. Samkvæmt upp-
lýsingum Isavia verður nú farið yfir
gildi tilboðanna og niðurstöður
kynntar að yfirferð lokinni.
Stækkun flugstöðvar á Akureyri
og stækkun á flughlaði eru meðal
framkvæmda sem ríkisstjórnin
ákvað að flýta til að bregðast við
efnahagslegum áhrifum kórónuveir-
unnar. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyrarflugvöllur Viðbyggingin kemur fram á planið, verður í jaðri bíla-
stæðisins og olíutankanna sem sjást til vinstri á myndinni.
Mannvit bauð best í
hönnun flugstöðvar
Bætt við 1.000 fm stálgrindarhúsi
Innflytjendum á Íslandi hefur
fjölgað um 50% á árunum 2012
til 2019, af því er fram kemur í
meistaraverkefni Fayrouz Nouh.
Árið 2019 voru 14,1% lands-
manna innflytjendur en árið
2012 var hlutfallið 12,6% og ein-
ungis 2% árið 1996.
Fyrsti hópur sýrlenskra flótta-
manna, sem fékk hæli á Íslandi,
kom þann 19. janúar árið 2016,
og var Fayrouz meðal þeirra.
Næsti hópur kom 6. apríl sama
ár og voru þá sýrlenskir flótta-
menn á Íslandi orðnir 48 talsins.
Stærstur hluti innflytjenda á
Íslandi er frá Póllandi (38,1%) og
næstflestir frá Litháen (5,7%),
en 63% allra innflytjenda búa á
höfuðborgarsvæðinu.
14,1% eru
innflytjendur
FLEIRI FESTA RÆTUR
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Meistararitgerð Fayrouz Nouh með skjalið frá HA fyrir meistararitgerð
sína um reynslu kvenna á landsbyggðinni af arabískum uppruna.