Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Bjarkardalur 2, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 3. herbergja íbúð á 3 hæð í nýlegu fjölbýli í Dalshverfi. Mjög vönduð eign. Staðsett við nýja Stapaskóla. Verð kr. 35.500.000 96,7 m2 Þessi saga um afbrigði í Tarrasch-vörn virðist ekkineinn enda ætla að taka.Hún hófst með því að vin- ur okkar Boris Spasskí vann fimmtu skákina í heimsmeistaraeinvíginu 1969 gegn Tigran Petrosjan í 30 leikjum. Það vissu ekki allir þá, en hann hafði undirbúið sig rækilega fyrir þá viðureign með miklum sér- fræðingi í byrjunum, Lev Poluga- jevskí. Sá gat nokkrum mánuðum síðar nýtt sér afrakstur þeirrar vinnu þegar hann tefldi fræga skák við sjálfan Tal á Sovétmeistara- mótinu 1969. Það haust var skákin birt í einu íslensku dagblaðanna og svo skemmtilega vildi að Friðrik Ólafsson var staddur skýjum ofar á leið til þátttöku á svæðamóti í Aþenu og gat lesið þar greinina og nýtt sér nýfengnar upplýsingar til að vinna eina skák þar. Bætti svo um betur þegar hann kom að „tóm- um kofanum“ hjá Wolfgang Unzick- er á skákmóti í Lugano nokkrum mánuðum síðar. Bobby Fischer lét sig ekki muna um að bæta nokkru við þekkingu manna með nýjum snúningi í níundu skákinni í einvíginu við Spasskí í Laugardalshöll og eftir það hreyfði Spasskí ekki drottningarpeðið í fyrsta leik í einvíginu. Svo liðu 16 ár og við Jón L. Árnason vorum að tefla á minningarmóti um Tschí- gorín í Sotsjí við Svartahaf og á ströndinni rákumst við á fyrrnefnd- an Lev Polugajevskí. Hann upphóf raus mikið um að helstu afbrigði skákbyrjana væru nú flest rakin til jafnteflis og ekki nokkur leið að fá betra út úr byrjun tafls. Ekki óal- gengt umkvörtunarefni í þá daga en ég minnti hann á skákina við Tal, og Polugajevskí tók gleði sína aftur. Í dag gera öflugustu forritin mönnum kleift að ráðast í allsherjar úttekt/endurskoðun á þekktum byrjunum. Allt er hægt og hið fræga afbrigði Tarrasch-varnarinnar hafa „vélarnar“ rifið í sig en það hillir samt ekki undir niðurstöðu. Í loka- einvígi Magnúsar Carlsen og Anish Giri í Chessable Masters, sem Magnús vann 6:4, voru tímamörkin 15-10 og lykilsigurinn kom í þessu fræga afbrigði. Magnús skaut út fyrstu leikjunum langt fram í mið- tafl, þ.m.t. mögnuðum peðsleik, 21. h4: Chessable Masters 2020; 7. skák: Magnús Carlsen – Anish Giri Tarrasch-vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c5 5. cxd5 Rxd5 6. e4 Rxc3 7. bxc3 cxd4 8. cxd4 Bb4+ 9. Bd2 Bxd2+ 10. Dxd2 0-0 11. Bc4 Rd7 12. 0-0 b6 Þessi uppstilling svarts er hluti „endurskoðunarinnar“ og hefur gef- ist nokkuð vel. Áður völdu menn riddara sínum stað á c6. Fischer sleppti því hins vegar að leika 8. … Bb4+ og lék 8. … b5!? Sú leið er vart talin teflanleg í dag. 13. Had1 Bb7 14. Hfe1 Hc8 15. Bb3 He8 16. He3 Rf6 17. d5 exd5 18. e5 Re4 19. De1 Dc7 20. Rd4 a6 21. h4! Loftar út. Svartur getur ekki tek- ið e5-peðið vegna 22. f3. Giri á erfitt með að finna góðan leik. 21. … Hcd8 22. f3 Rc5 23. h5 Re6 24. Rf5 20. … a6 var ætlað að hindra Rb5- d6 en riddarinn kemst inn á d6 frá f5-reitnum. 24. … d4 25. Hed3 Rc5 26. Hxd4 Hxd4 27. Hxd4 Rxb3 28. Dg3! g6 29. axb3 Hd8 Býður upp á þrumuleik hvíts. Skást var 29. … Bxf3!? en eftir 30. Hc4! Da7 31. Rh6+ Kh8 (eða 31. … Kg7 32. Dg5 o.s.frv.) 32. e6! er svartur varnarlaus. 30. e6! Dc1+ 31. Kh2 Hxd4 32. e7! Annar snjall millileikur. Hinn var 28. Dg3. 32. … Dc8 33. De5 Hh4+ 34. Kg3! – og Giri gafst upp. Sífelld endurskoðun – engin niðurstaða Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Upphafsmaðurinn Spasskí á málþingi um skáksnilld Friðriks árið 2006. Guttormur Pálsson fæddist 12. júlí 1884 á Hallormsstað og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Páll Vigfússon, f. 1851, d. 1885, og Elísabet Sig- urðardóttir, f. 1846, d. 1927. Guttormur fór í skógræktar- nám til Danmerkur 1904 og var styrktur til þess af landstjórn- inni. Hann stundaði þar lýðhá- skólanám á veturna og skóg- ræktarnámið á sumrin. Hann kom heim 1908 og varð skógarvörður á Austurlandi með aðsetur á Hallormsstað til 1955 en hélt áfram búskap eftir það, en skógræktarstarfsemi á Hallormsstað hófst 1903. Skógurinn blómgaðist mjög á starfsævi Guttorms og hóf hann innflutning á barrviðum, m.a. lerki. Hann gekkst fyrir stofnun Skógræktarfélags Austurlands og var formaður þess til 1963. Hann var hrepp- stjóri frá 1939 til dánardags og formaður skólanefndar í ára- tugi. Hann hlaut fálkaorðuna 1956 og var kjörinn heiðurs- félagi Skógræktarfélags Ís- lands 1958. Fyrri eiginkona Guttorms var Sigríður Guttormsdóttir, f. 1887, d. 1930. Þau eignuðust fjögur börn. Seinni kona Gutt- orms var Guðrún Margrét Pálsdóttir, f. 1904, d. 1968. Þau eignuðust fimm börn. Guttormur lést 5.6. 1964. Merkir Íslendingar Ljósmynd/Sigríður Zoëga Guttormur Pálsson Þulir og fréttamenn í útvarpi og sjónvarpi gegna þýðingarmiklu hlutverki við að flytja landsmönnum hvers kyns fréttir og upplýs- ingar. Til þess að hlustendur greini og skilji boðskapinn er nauðsynlegt að mál þeirra sé skýrt og auð- skilið hlustendum. Síðastliðin 90 ár hafa hlustendur notið þess að hlýða á fjölda flytj- enda talaðs máls í ríkisútvarpi allra landsmanna, RÚV, og síðar einnig sjónvarpi. Þessir flytjendur hafa al- mennt talað til hlustenda þannig að notalegt hefur verið að hlusta og auðvelt að skilja það sem sagt er. Um marga þeirra mætti reyndar segja að unum hafi verið að hlýða á raddir þeirra. Af og til hafa heyrst í ljósvaka- miðlum raddir sem hafa skorið sig úr sakir ákveðinna einkenna, svo sem t.d. einn fyrrverandi forsætis- ráðherra sem hafði þann sið að leggja aðaláherslu á síðasta lið orðs en ekki fyrsta eins og venja er. Af- brigði þessa siðs hefur undanfarið breiðst út. Framburður sem byggist á því að flytjandinn leggur sérstaka áherslu á síðasta orð hverrar setn- ingar um leið og það er sönglað og dregið lengi með auknum radd- styrk. Veðurfréttamaður einn tók upp þennan sið fyrir allnokkrum mán- uðum síðan en undanfarnar vikur hefur hver af öðrum bæst í hópinn, bæði í útvarpi og sjónvarpi, við lest- ur almennra frétta, íþróttafrétta og veðurfrétta. Nýlega hefur svo bæst í þennan hóp veðurfréttakona sem ber af öðrum í því að söngla síðasta orð setningar með mik- illi stigvaxandi áherslu. Hér er um hvim- leiðan sið að ræða og verður ekki skilið hvers vegna hann hefur verið tekinn upp og því síður hví æ fleiri útvarps- og sjónvarpsmenn hafa til- einkað sér hann. Erfitt er að skýra á prenti hvernig þetta hljómar, en hér verður það þó reynt með dæmum. Veðurfréttir: Dala- tangi, logn, þoka hiti fimm stiii- iGGG. Íþróttafréttir: Valsmenn unnu leikinn, skoruðu þrjú mörk en KR skoraði eitt maaRRKKK. Almennar fréttir: Forsætisráðherra hélt fund með þríeykinu og Kára og sagðist vera ánægð með funDIIINNN. Rétt er að taka fram að þeir sem upp hafa tekið þennan nýja ósið tala skýrt og gott mál, bara að þeir gætu látið vera að draga seiminn og söngla með áherslu í lok hverrar setningar. Menn halda kannski að þetta skreyti mál þeirra og hlust- endur taki betur eftir. Víst er að þeir ná meiri athygli, en hætt er við að áhrifin verði öfug við það sem vænst er. Að söngla í sjónvarpi Eftir Halldór S. Magnússon Halldór S. Magnússon »Hér er um hvim- leiðan sið að ræða og verður ekki skilið hvers vegna hann hefur verið tekinn upp og því síður hví æ fleiri útvarps- og sjónvarpsmenn hafa til- einkað sér hann. Höfundur er fv. bankamaður. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.