Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 ✝ Garðar Björns-son fæddist í Krossavík 1 í Vopnafirði 10. júlí 1948. Hann lést 9. apríl 2020. Foreldrar hans voru Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, f. 6.9. 1929, d. 5.1. 2008, frá Felli í Vopnafirði, og Björn Sigmarsson, f. 22.11. 1919, d. 25.4. 2006, frá Krossavík. Bróðir Garðars er Sigmar Sigurður, f. 8.8. 1953, búsettur á Vopnafirði. Sambýliskona Garðars var Guðrún Arnbjargardóttir. Þau slitu sambúð. Börn þeirra eru: 1) Hjörtur, f. 6.4. 1982, búsettur á Akureyri. Sambýliskona hans er Ester Ósk Hreinsdóttir. Börn þeirra eru Garðar Þór, f. 24.12. 2011, og Jökull Freyr, f. 22.10. 2016. Dóttir Hjartar úr fyrri sambúð er Bryndís Una, f. 25.5. 2003. 2) Gunnþór- unn, f. 5.4. 1984, bú- sett í Svíþjóð. Dóttir hennar er Guðrún Sunna, f. 20.6. 2015. Sam- býlismaður hennar er Peter Lindblad. Garðar ólst upp í Krossavík og bjó þar lengst af. Hann stundaði félags- búskap með for- eldrum sínum fram til ársins 1998 og bjó þá ásamt sambýlis- konu sinni og börnum í Krossa- vík 2. Árið 1997 flutti hann á Tanga (Vopnafjarðarkauptún) og bjó þar til dauðadags. Eftir að Garðar flutti frá Krossavík starfaði hann á hjúkrunarheim- ilinu Sundabúð og hjá Vopna- fjarðarhreppi við stuðning eldra fólks. Útförin fór fram 27. júní 2020 í kyrrþey. Við sunnanverðan Vopnafjörð, gegnt kauptúninu, standa þrír sveitabæir á milli hins afar fagra Krossavíkurfjalls og Hellisfjöru, Krossavík 1, Krossavík 2 og Hellisfjörubakkar. Þegar ég var barn bjuggu á þessum bæjum afi minn og amma ásamt uppkomn- um börnum sínum og fjöl- skyldum þeirra að móður minni undanskilinni, sem bjó ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík. Þetta var fríður hópur, börnin mörg og mikið líf. Þótt þröngt væri búið var pláss fyrir börn í sveit á sumrin og ég var eitt þeirra. Við Garðar Björnsson frændi minn vorum á svipuðu reki og var okkur vel til vina. Við lékum okkur með leikföng þess tíma, leggjabein úr stórgripum ásamt snærisspotta, sem urðu að gæð- ingum, sem við geystumst á fram og aftur, og kjálkabein úr kind- um urðu að kúm í leikjabúskapn- um. Við tókum líka þátt í bústörf- unum. Það þurfti að sækja kýrnar á morgnana, reka þær aftur að loknum mjöltum og sækja þær svo á ný að kvöldi. Stundum fóru þær ekki langt en oft voru þær þó lengst úti í landi og við drengirnir skrefstuttir. Þegar lokið var að handmjólka kýrnar að morgni fengum við volga nýmjólk og súrt slátur, sem mér þótti afar gott. Að lokn- um sauðburði var smalað, féð rúið, lömbin mörkuð og svo rekið á fjall. Garðar þekkti flestar kindurnar með nafni og skildi ekki að borgarbarninu var í mun að sjá hvað Móra og Mosa voru ólíkar á svipinn. Svo hófst hey- skapurinn. Björn bóndi, faðir Garðars, hafði eignast einn af fyrstu traktorunum, sem komu til Vopnafjarðar, gráan Fergu- son. Hann stendur enn á hlaðinu í Krossavík kominn til ára sinna og ber vitni um forna tíð. Með Fergusyni var slegið, heyvagn dreginn og kerra. Hrífur voru aðalverkfærið við heyskapinn. Við drengirnir nýttumst vel við að garða og raka saman, fyrst í svokallaða garða og síðan var hlaðið í sátur. Í góðum þurrki var mikið garðað og við gengum mörg skrefin um túnin ásamt Birni bónda og Gunnþórunni konu hans. Tíminn var fljótur að líða og áður en farið var í göngur þurfti borgarbarnið að hverfa aftur til síns heima oftast hryggt yfir að þurfa að yfirgefa sveitina. Sumardvölum í Vopnafirði lauk en tengslin héldust. Krossa- vík og Garðar frændi minn voru í mínum huga samtvinnuð. Krossavík án Garðars og Garðar án Krossavíkur var óhugsandi. Hann ólst þar upp, bjó þar lengst af, um tíma í Krossavík 2 ásamt sambýliskonu sinni Guðrúnu og þau eignuðust Hjört og Gunn- þórunni. Síðar fluttist hann á Tanga en kom daglega í Krossa- vík. Foreldrum sínum gerði hann kleift að búa þar áfram eftir að búskap lauk. Mér fannst hann í raun aldrei hafa farið frá Krossa- vík. Í allmörg sumur dvaldist ég ásamt eiginkonu og börnum í nokkrar vikur í senn í húsbíl við bæjarlækinn í Krossavík. Fyrstu sumrin voru Björn bóndi og Gunnþórunn enn í Krossavík en eftir að þau létust komum við áfram. Allt var sem fyrr og Garð- ar kom daglega. Við áttum góðan tíma með frænda mínum og hann var mér og mínum afar kær. Nú stendur Krossavík ein eftir, allir ábúendur farnir. Hirti, Gunnþór- unni, þeirra fjölskyldum og öðr- um ættingjum sendi ég samúðar- kveðjur. Sigmar Karlsson. Garðar Björnsson Tengdamóðir mín andaðist á Jóns- messunótt, 24. júní sl. – 20 dögum fyrir 91. aldursárið, södd lífdaga; hvíld- inni fegin. Þrír afkomendur bera Jörundarnafnið; sonur hennar og langömmubarn, enn fremur sonur okkar Maríu Aldísar. Eftir á að hyggja þaut arnsúg- ur við eyrum Hríseyinga 14. júlí 1929. Þá kom í heiminn stór og hraustleg stúlka. Veður var frem- ur hægt, skýjað og hlýtt. Hún reyndist engin lognmolla, enda heiðskír, heiðarleg og skapmikil; Margrét Jörundsdóttir ✝ Margrét Jör-undsdóttir fæddist 14. júlí 1929. Hún andaðist 24. júní 2020. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. hafði skömm og fyrirlitningu á óheið- arleika og vanefnd- um; var afar metn- aðarfull f.h. barna sinna og barnabarna áhugasöm um fram- tíð þeirra, leiðir að settu marki og af- skiptin. Söng þá nokkrum sinnum í vopnum og verjum beggja, því afkom- endunum kippti sumsé rækilega í kynið, enda ákveðnir og sjálf- stæðir Á 90 ára afmælinu hélt hún á fæðingarstað sinn, Hrísey. Þar eiga sonur hennar Jóhannes Kári og k.h. Ragný Þóra gullfallegt at- hvarf. Þar var opið hús og óendan- legt hlaðborð. Hún var að sönnu ögn ellimóð en harðákveðin að fagna afmæl- inu í Hrísey en liggja dauð ella. Umvafin fjölskyldu, börnum, og afkomendum, ættingjum, vinum og velunnurum sat hún á heiðurs- sessi og gekk hver af öðrum fyrir hana eins og drottningu að eiga við hana orð og samgleðjast henni. Slík var þessi kona. Við áttum saman 46 skrautleg ár; heillandi en oft stormasöm. Hún var alla tíð afar pólitísk, eldheitur framsóknarmaður, ræddi reglulega við formenn flokksins tæpitungulaust, en sagði skilið við hann 2017 er henni þótti fokið í öll skjól og engin döngun né dugur í forystunni. Uppgjör hennar kom mér ekki á óvart þótt síður ætti ég þess von að hún stigi skrefið til fulls, en hún var aldrei smeyk við að fylgja sannfæringu sinni og þoldi afar illa baktjaldamakk, hálfkák, van- efndir og hráskinnaleik. Margir vildu hana á þing. Líklega væri framsókn enn við góða heilsu hefði hún farið að ráðum Mar- grétar. „Sic transit gloria mundi“ – (þannig ferst dýrð heimsins)! Hún kaus utan kjörstaðar í forsetakosningunum og tryggði sínum manni brautargengi. Af banadægri Auðar djúpúðgu: „Eftir það stóð Unnur upp og kvaðst ganga mundu til þeirrar skemmu sem hún var vön að sofa í, bað að það skyldi hver hafa að skemmtan sem þá væri næst skapi en mungát skyldi skemmta alþýðunni. Svo segja menn að Unnur hafi bæði verið há og þrek- leg. Hún gekk hart utar eftir skál- anum. Fundust mönnum orð um að konan var enn virðuleg. En um daginn eftir gekk Ólafur feilan til svefnstofu Unnar frænd- konu sinnar. Og er hann kom í stofuna sat Unnur upp við hæg- indin. Hún var þá önduð. Gekk Ólafur eftir það í skálann og sagði tíðindi þessi. Þótti mönnum mikils um vert hversu Unnur hafði hald- ið virðingu sinni til dauðadags.“ Þessi lýsing Laxdælu á Dal- drottningunni er mér efst í huga er ég minnist tengdamóður minnar. Starfsfólki Hrafnistu þökkum við aðhlynningu og augljósa virð- ingu við Margréti. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hennar. Haraldur G. Blöndal og fjölskylda. Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR FANNEYJAR MAGNÚSDÓTTUR Nönnu, Valhúsabraut 27, Seltjarnarnesi, sem lést 30. maí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 2D í hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Ingibjörg Svava Ásgeirsd. Ásgeir Ásgeirsson María Ingólfsdóttir og fjölskyldur Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, HELGI MAGNÚSSON frá Snældubeinsstöðum, lést 25. júní á sjúkrahúsinu á Akranesi. Útförin fer fram í kyrrþey 11. júlí að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Akraness og heimahjúkrunar í Borgarbyggð. Gestur Helgason Anna Karen Kristinsdóttir Þóra Helgadóttir Gunnar Ármannsson Arnheiður Helgadóttir Árni Múli Jónasson Magnea Helgadóttir Guðjón Guðmundsson afabörn og langafabarn Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS ÁRMANNS EYJÓLFSSONAR skólameistara Stýrimannaskólans í Reykjavík, sem andaðist 16. mars og var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 23. júní. Hann var jarðsettur í Sóllandi, Fossvogskirkjugarði. Anika Jóna Ragnarsdóttir Ragnheiður Ármannsdóttir Leifur Björnsson Ragnar Ármannsson Kristín Axelsdóttir Eyjólfur Ármannsson Kristín Rósa Ármannsdóttir Jón Heiðar Ólafsson og barnabörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ERLINGSDÓTTUR Miðleiti 12, sem lést mánudaginn 8. júní. Sigurður Hannesson Margrét Karlsdóttir Kristín Hannesdóttir Páll Einar Kristinsson Erlingur Hannesson Halldóra Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR G. AÐALSTEINSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 14. júlí klukkan 11. Kristján Guðmundsson Bragi Baldursson Kristina Bergqvist Sigþór K. Ágústsson Hjálmtýr Baldursson Friðrik Baldursson Njála Laufdal barnabörn og barnbarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Minningargreinar Elsku Ranný! Ég kveð þig í dag með sorg og sökn- uði í hjarta. Nær- vera þín var góð og gjöful. Þitt fallega bros yljaði manni um hjartarætur og aldrei Rannveig Tómasdóttir ✝ Rannveig Tóm-asdóttir fæddist 17. júlí 1950. Hún lést 19. maí 2020. Útför Rann- veigar fór fram 29. maí 2020. sá ég þig öðruvísi en í góðu skapi. Þannig fólki er gott að vera nálægt. Þú elskaðir starf- ið þitt og varst nátt- úrlega heimsins besta flugfreyja. Glæsileg, geislandi, ötul og klár gerðir þú allar ferðir betri fyrir farþega jafnt sem samstarfsfólk. Ég þakka fyrir allar ferðirnar okkar saman og ekki síður fyrir samverustundir utan vinnu. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar og kunnir að njóta lífsins lysti- semda. Þú varst mikill baráttujaxl og kom það ekki síst fram í veik- indum þínum. Þú stóðst á meðan stætt var, alltaf jafn falleg og fín og uppgjöf virtist ekki vera til í þínum huga. Þú naust þess að vera með fjölskyldu þinni og fá að kynnast fallegu barnabörnun- um þínum. Allir þínir afkomend- ur bera þér fagurt vitni því þú sáldraðir fræjum góðmennsku og kærleika í hvert þeirra spor. Ég votta fjölskyldu þinni og vinum innilega samúð mína. Ég mun ætíð minnast þín og er þakklát fyrir þau spor sem við gengum saman á lífsins vegi. Fingurkoss til þín út í eilífð- ina. Uppi í himinhvolfi háu hefur flug á bólstri bláu fögur vera, frelsi fegin þjáningu frá hérna megin. Hún gaf úr sínum gæskubrunni gleði, bros og öllum unni. Ég færi henni þakkirnar fyrir allt sem eitt sinn var. (Íris Dungal) Íris Dungal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.