Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég var lengi að taka ákvörðun um að gera þessi verk, fyrst þótti mér þau nefnilega of regluföst,“ segir Sigurður Atli Sigurðsson mynd- listarmaður þar sem við stöndum frammi fyrir stóru verki hans í 39 römmum innst í Ásmundarsal. Hann bætir við að vissulega sé vissa reglu að finna í myndlist hans en hann hrífist líka af óreiðu, efnis- kennd og miklum litum. „Það var því visst skref fyrir mig að ákveða að leggja þetta fram með þessum hætti,“ segir hann um verkið, sem hann kallar „Sætaskipan“. Sýninguna sem hann opnaði þarna á dögunum kallar Sigurður Atli hins vegar Stigveldi og í heitinu felst lyk- ill að þessu verki í 39 hlutum. „Þetta er eins konar rannsókn á mismun- andi uppröðun á fólki í rými. Það er alltaf einn fasti í verkinu, sem er þessi efsti punktur,“ segir hann og bendir á efsta kubbinn í nokkrum rammanna. Og það er rétt, við eins og horfum ofan á sal með fólki sem situr ýmist í röðum, í hring eða fern- ingum; stundum er þessi eini stakur og horfir á hina en einstaka sinnum fellur hann í hópinn. „Hann er einhvers konar miðlari, fyrirlesari eða kennari,“ segir Sig- urður. „Stundum dettur hann inn í kassann eða hringinn. Þetta leiðir hugann að einhvers konar valda- strúktúr. Hvort sem það er flatur strúktúr eða stigveldi. Þetta getur líka verið sögumaður. Þegar ég fór að gera þessi verk hugsaði ég um sögustundina við varðeldinn, þetta er rými þar sem einhver miðlun fer fram. Ég fór að gera þessi verk út frá því hvernig merkingu, þekkingu og visku er miðlað. Þetta eru líka mjög formalísk verk og samhverf, mikil regla.“ Og þegar spurt er aftur hvort hann sé reglu- fastur er svarið einfalt: „Bæði og.“ Sigurður Atli hefur verið áberandi á sýningavettvangi hér á landi á síð- ustu árum, bæði með eigin verk og í samstarfi við Leif Ými Eyjólfsson með prentverkstæðið Prent & vini. En þetta er viðamesta sýning hans. Sigurður Atli fæddist árið 1988, stundaði nam við Listaháskóla Ís- lands og framhaldsnám við École Supérieure d’Art et de Design Mar- seille-Méditerranée 2008-2013. Verkin þurftu þessa tækni Sigurður Atli hefur unnið mark- visst í grafíkmiðla og verið afkasta- mikill á þeim vettvangi, og kaus að silkiprenta þessi verk, „Sæta- skipan“, en á striga. Dreymir hann um að færa sig yfir í málverkið? „Satt best að segja byrjaði ég á því að mála þessi verk,“ svarar hann og glottir. „En ég sá síðan að þetta væri miklu betri tækni til að ná þeim hreinu formum sem verkið þarfnast – þetta er sama formið endurtekið í sífellu og silkiprentið hæfir því vel.“ Hann silkiþrykkti því formin á striga sem hann hafði grunnað. Og gerði líka upplag, þrjú tölusett ein- tök, á pappír. „Ég vildi skapa eitt verk á striga að setja hér upp, og það er viss tilvísun í abstrakt málverka- hefðina – hrein form og svarthvít, og í eikarramma að auki. Ég byrjaði á að teikna um fimmtíu útfærslur af hugmyndinni, tók þær niður í þessar 39 sem gefa góða yfir- sýn yfir mismunandi útfærslur… Þau eru svo fullkomin og hrein svona en mér finnst alltaf áhugavert að sjá verk sem eru svo fullkomin tæknilega að maður sér ekki strax hvernig þau eru gerð. Þau eru al- gjörlega fullkomin en líta samt út fyrir að vera málverk, sem venjulega er sýnilegt handverk.“ – Hvað segir það um þig? Ertu mjög tæknilegur myndlistarmaður? Sigurði finnst sýnilega erfitt að svara því. „Þetta verk þurfti einfald- lega þessa tækni, fannst mér, og eins með hin verkin hér hinum megin í salnum, sem eru skorin út í pappír.“ – Í þeim vinnurðu með skáskorna kartonið, umbúnaðinn sem er iðu- lega utan um myndverk í römmum. „Ég vann bæði sem aðstoðar- maður í galleríi og við að ramma inn fyrir söfn og gallerí og áttaði mig fljótt á því, og ekki síst þegar maður vinnur með grafíklist, að það er mjög gott að kunna að ramma inn. Og það er líka áhugavert! Þetta efni heillaði mig, bak-kartonið, glerið og rammaprófíllinn. Ég ákvað að nota það sem efnivið í listaverk. Ég fór að vinna að þessu með svo- kölluðum hjámiðjuhníf en áttaði mig fljótlega á því að það þarfnast mjög mikillar nákvæmni, og fór því í að vinna með stafrænan karton- skáskera, sem gerir þetta mjög vel og af nákvæmni.“ Í þessu verki, sem Sigurður kallar „Róf“, tekst hann á við liti og form, klassísk viðfangsefni, með athyglis- verðum hætti. „Ein hugmyndin er að taka umgjörð eða bakgrunn lista- verksins og setja hana í forgrunn. Ég nota einfaldlega litina sem kart- onin koma í. Titillinn vísar í litróf kartonanna en getur vísað í annars konar róf, sem eru mikið í um- ræðunni, enda eru svo mörg tilbrigði og möguleikar í lífinu.“ Lokaframsetning í grafík Eins og fyrr segir er þetta viða- mesta sýning Sigurðar Atla til þessa, en hann hefur verið ötull á sýningavettvangi á síðustu árum, heima og erlendis. Hann segir það drífa sig áfram að vera með ýmiss konar verkefni í takinu og eiga í skapandi samtali við marga, vera ekki bara einn að vinna á vinnustof- unni. En grafíkinn er helsti miðill hans. „Það hefur æxlast þannig. Ég lærði myndlist í Listaháskólanum en hef fært mig út í ýmsa miðla, unnið með gjörninga, ljósmyndir og teikn- ingu, en lokaframsetningin er oft í grafík. Mér finnst mjög gaman að geta gert verk í upplagi, svo þau geti farið víða, en svo er líka gaman hvernig listræna hugsunin mótast gegnum ákveðinn miðil. Þótt þessi kartonverk hér séu til dæmis ekki unnin í grafík eru þau mjög grafísk og lagskipt, eins og grafíkverk. Jafn- vel skúlptúrarnir,“ segir hann og bendir út á svalir þar sem má sjá annan þeirra sem hann sýnir, „það má sjá tengingu við grafík í þeim.“ Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson og verkin sem hann kallar „Sætaskipan“ og eru rannsókn á fólki í rými. „Það er alltaf einn fasti í verkinu“  Sigurður Atli Sigurðsson sýnir Sætaskipan og Róf á sýningunni Stigveldi í Ásmundarsal  „Þau eru algjörlega fullkomin en líta samt út fyrir að vera málverk,“ segir hann um silkiþrykkt verkin Stillingar er heiti sýningar á ljós- myndaverkum sem Hrafnkell Sig- urðsson myndlistarmaður opnar í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit í dag, laugardag, klukkan 14. Einkasafnið er 10 km sunnan Akureyrar og stendur við syðri af- leggjara þjóðvegar 822, Kristnes- vegar. Einkasafnið, sem Hrafnkell sýnir í, er verkefni myndlistar- mannsins Aðalsteins Þórssonar sem gengur í því verkefni út frá því að afgangar neyslu hans séu menning- arverðmæti. Á svipaðan hátt og litið er á hefðbundna sköpun, afganga hugans, sem menningarverðmæti. Vorið 2017 byrjaði Aðalsteinn að byggja Miðstöð Einkasafnsins, heim- ili þess þar sem hægt er að sjá safn- kostinn til frambúðar. Stefnt er að því að Miðstöð Einkasafnsins verði sjálfbær eining hvað varði orkuöflun og meðferð úrgangs. Leitast er við að Einkasafnið gefi eins heillega mynd af fyrirferð einstaklings í um- hverfinu og nokkur kostur er og skoðar um leið áhrif þessarar fyrir- ferðar á umhverfið. Hrafnkell Sigurðsson (f. 1963 ), sem sýnir nú í Einkasafni Aðalsteins, hlaut Íslensku sjónlistarverðlaunin árið 2007 og er meðal virtustu lista- manna sinnar kynslóðar hér á landi. Kveikjan að verkunum sem hann sýnir í Einkasafninu varð til á staðn- um og eru öll verkin unnin með efni- við úr nánasta umhverfi á tímabilinu 29. júní til 11. júlí í ár. Sumarið 2020 er þremur lista- mönnum boðið að dvelja í Einka- safninu og sýna verk sín í lok þess tíma. Sýning Hrafnkels er önnur í þessari sýningarröð en áður sýndi Arna G. Valsdóttir. Aðalheiður Ey- steinsdóttir lýkur sýningarröðinni í lok júlí. Listamaðurinn Hrafnkell er annar til að sýna í Einkasafninu í sumar. Hrafnkell opnar sýn- ingu í Einkasafninu  Sýning með ljósmyndaverkum Morgunblaðið/Einar Falur Viðskipta Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi. Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is VIÐSKIPTAPÚLSINN VIÐSKIPTAPÚLSINN NÝTTU TÍMANN OG FYLGSTU MEÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.