Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 48
Kvartett söngkonunnar og kontrabassaleikarans Dag- nýjar Höllu Björnsdóttur kemur fram á hinum sívinsælu sumardjasstónleikum veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjagötu í dag, laugardag, og hefjast þeir klukkan 15. Með henni leika þeir Benjamín Gísli Einarsson á píanó, Bjarni Már ingólfsson á gítar og Skúli Gíslason á trommur. Þau hyggjast flytja fjölbreytta dagskrá djass- standarda auk annarrar skemmtilegrar tónlistar úr ýmsum áttum. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu og er aðgangur ókeypis. Kvartett bassaleikarans Dagnýjar Höllu leikur á Jómfrúnni í dag að þó nokkur saga sé á bak við Ís- landskortið hennar. „Hugmyndin velktist um í koll- inum á mér í nokkur ár áður en endanleg útfærsla varð til. Ég var búin að prufa ýmsar aðferðir og gera margar prufur. Ég fékk hæða- línukort hjá Landmælingum Ís- lands og í kortinu mínu táknar hver litur ákveðna hæð í landslaginu, allt frá mjög ljósgráum lit upp í svart- an. Ég notaði ullargarn en jöklarnir skarta silkiþræði með hvítri ull.“ Þórhalla segir að hugmyndin að endanlegri útkomu Íslandskortsins hafi komið til hennar yfir kaffibolla á Súfistanum. „Þar sá ég í tímariti pixlaða mynd af ítölsku leikkonunni Sófíu Loren. Þetta var svart/hvít gróf- pixluð mynd og ég sá strax hver var á myndinni. Á þessu augnabliki vissi ég hvernig mitt Ísland ætti að vera. Ég fékk síðan til liðs við mig Birnu Geirfinnsdóttur sem er graf- ískur hönnuður og hún setti mynstrið upp fyrir mig, sem var frábærlega vel gert hjá henni. Þetta er mín sérstaka Íslandssaga,“ segir Þórhalla sem hefur nú snúið sér að krafti að starfi þar sem hún vinnur með höndunum, en hún skellti sér í nám í húsgagnabólstr- un í fyrra þegar henni var sagt upp í banka þar sem hún starfaði. „Ég hlakka til á hverjum degi að mæta til vinnu sem nemi á verk- stæðinu hjá Lofti Þór Péturssyni, þar sem ég er í læri.“ Nánar um það á blaðsíðu tólf í blaðinu í dag. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég hafði alltaf saumað mikið og nýt þess virkilega að gera eitthvað í höndunum,“ segir Þórhalla Sólveig Sigmarsdóttir, sem hannaði sjálf mjög svo óhefðbundið kort af Ís- landi og saumaði það síðan út með krosssaum. Myndin er nokkuð stór, málið á henni er 125x180 cm, og það tók tímann sinn að vinna verkið. „Ég hélt dagbók um verkefnið og það tók mig 600 klukkustundir að sauma út þetta Íslandskort. Þetta voru 96 þúsund krossar og einn og hálfur kílómetri af garni. Ég hef gert ótal minni útgáfur af þessu út- saumaða Íslandskorti og notað sem gjafir,“ segir Þórhalla og bætir við Þetta er mín sér- staka Íslandssaga  96 þúsund krossar og einn og hálfur kílómetri af garni Morgunblaðið/Eggert Stolt Útsaumað Íslandskort Þórhöllu er 125x180 cm og það tók hana 600 klukkustundir að sauma það út. MHingað koma ótrúlegustu … »12 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Flex skrifstofuhúsgögn Hönnuðir: Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson Dímon Hönnuður: Erla Sólveig Óskarsdóttir Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 193. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Hinn átján ára gamli Valgeir Lunddal Friðriksson hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með knatt- spyrnuliði Vals að undanförnu og skoraði tvö mörk í sigri á Víkingi síðasta miðvikudag. Hann er í liði um- ferðarinnar hjá Morgunblaðinu í annað sinn og segir að aðalmarkmiðið sé að festa sig í sessi í byrjunarliði Vals. „Ég verða að standa mig í þeim leikjum sem ég fæ og sýna að ég eigi heima í liðinu,“ segir Valgeir. »40 Verð að standa mig og sýna að ég eigi heima í liðinu ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.