Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Tónahvarf 6, 203 Kópavogur Verð 58,5 m. Upplýsingar gefur Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is Til sölu með leigusamningi. Nýtt atvinnuhúsnæði við Tónahvarf 6 í Kópavogi. Mánaðarleiga er kr. 420,000 + vsk Staðsetning þessa húss er rétt fyrir ofan Ögurhvarf þar sem öflug uppbygginga atvinnuhúsnæðis er orðin. Arnarnesvegur sem er á vegaáætlun 2020 – 2023 mun liggja fram hjá þessu hverfi. Iðnaðarhúsnæði - Stærð 191 m2 Bæjarar hafa ekki átt kanslarasíðan Ludwig Erhard gegndi embættinu á sjöunda áratugnum. Stjórnmálamenn frá fríríkinu hafa þó reynt fyrir sér, en ekki haft er- indi sem erfiði. Franz Josef Strauss fór vaðbjúgur fyrir Helmut Schmidt í kosningunum 1980. Edmund Stoiber var forsætisráðherra Bæjaralands frá 1993 til 2007. Hann laut í lægra haldi fyrir Gerhard Schröder árið 2002.    Nú þykir líklegtað Bæjari muni banka að dyr- um að nýju þegar gengið verður til kosninga á næsta ári. Þýskir fjöl- miðlar hafa fylgst grannt með því hverjir hafa verið í forustu um að taka við af Angelu Merkel kanslara, sem hyggst láta gott heita eftir þetta kjörtímabil, enda mun hún þá hafa setið í embætti í 16 ár.    Áður en kórónuveirufaraldurinnskall á þótti ólíklegt að Söder ætti möguleika á að verða kansl- araefni kristilegu flokkanna. Hann þykir hins vegar hafa sýnt ótvíræða forustuhæfileika í kórónuveiru- faraldrinum, en keppinautum hans hefur ekki tekist að láta ljóst sitt skína.    Merkel hefur reyndar einnigþótt standa sig vel í faraldr- inum og hafa vinsældir hennar far- ið vaxandi meðal Þjóðverja.    Söder prýðir forsíðu nýjasta tölu-blaðs Der Spiegel þar sem leitt er getum um að hann muni hnupla hlutverki arftaka Merkel. Það skyldi þó aldrei vera að næsti kansl- ari Þýskalands komi frá Bæjara- landi? Angela Merkel Fer Bæjarinn Söder til Berlínar? STAKSTEINAR Markus Söder Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkissáttasemjari skipaði nú á dög- unum Ástráð Haraldsson, héraðs- dómara og aðstoðarríkissáttasemj- ara, sem formann gerðardóms í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið. Blaðinu hafa borist ábendingar um hæfi Ástráðs, en hann er fyrrverandi eiginmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í samtali við blaðið segir dr. Hauk- ur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur að málið heyri undir stjórnsýslu- lög, enda sé for- maður gerðar- dómsins starfsmaður framkvæmda- valdsins. Í lögun- um er kveðið á um þær ástæður sem gera starfsmann vanhæfan til meðferðar máls. Haukur tilgreinir að í skilningi laganna geti vanhæfi skapast „ef að starfsmaður hefur verið maki aðila“ eða að „hann tengist fyrirsvarsmanni aðila“. Einnig ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær ástæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu“. Hann útskýrir að þrátt fyrir að kjarasamningurinn sé við fjármála- ráðuneyti, þá sé heilbrigðisráðuneyti í forsvari fyrir heilbrigðisstarfsmenn og því nátengt máli með ríka hags- muni. Í skilningi laganna megi líta svo á að verulega reyni á tengsl við heil- brigðisráðuneyti og því ekki óeðlilegt að fram komi efasemdir um hæfi. Í svari við fyrirspurn segist Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari líta svo á að málið sé á milli hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðuneytis. Heilbrigðis- ráðuneyti sé ekki aðili máls. Efasemdir um hæfi gerðardómara  Spurningar vakna um hæfi formanns gerðardóms vegna tengsla við ráðherra Ástráður Haraldsson Snorri Másson snorrim@mbl.is Annar eigenda Ölstofu Kormáks og Skjaldar hefur sótt um að stað- urinn gæti fengið að taka við ferðagjöf ferðamálaráðherra sem greiðslu, en starfsmenn staðarins hafa nú í nokkurn tíma þurft að svara því neitandi þegar vongóðir gjafabréfshafar mættu á staðinn í von um að geta greitt með bréf- inu. Og af hverju datt þeim í hug að þeir gætu það? „Einhvern veginn hefur sá orðrómur komist á kreik að við tækjum við þessari ferða- gjöf. Ég heyrði af honum og fannst þetta svolítið fyndið. Þetta fór af stað fyrir einhverjum tíma og staffið var farið að hafa sam- band við mig til að spyrja hvort við gætum tekið við þessu. Jakob Bjarnar hringdi meira að segja hérna fyrir viku. Kemur í ljós að við vorum settir á einhvern lista yfir fyrirtæki sem tóku við þessu en það hlýtur að hafa bara verið einhver villa,“ segir Kormákur Geirharðsson. Hlynur Arnarson rekstrarstjóri segir fólk hafa verið að koma og reyna að nota ferðagjöfina. „Málið er að við erum svo léleg tæknitröll að við höfum ekki getað gert þetta. Þegar ég var að vinna í síðustu viku komu tveir og spurðu út í þetta. Annar þeirra fór annað þegar ég sagði nei en hinn lét sig bara hafa þetta og greiddi,“ segir Hlynur. Á fimmtudag lögðu Kormákur og félagar inn umsókn um að ger- ast ferðagjafaraðili og þá má segja að orðrómurinn hafi ræst. Það er ekkert í reglugerðinni sem undan- skilur stað á borð við Ölstofuna, enda ætlað öllum veitingaaðilum hvarvetna á landinu. Hugsjónin er að örva ferðastand fólks innanlands en það er þó ekk- ert í reglugerðinni sem kveður á um að neyslustaður skuli vera í tiltekinni fjarlægð frá lögheimili fólks. Kormákur segir þó vitaskuld ætlunina að taka aðeins við ferða- gjöfinni frá ferðalöngum en kveðst munu gera hógværa kröfu um að fólk taki eins og einn stuttan kattarþvott áður en það sest við barinn eftir langt ferðalag. Orðrómur um Ölstofu rættist  Vilja taka ferðagjöf fyrir greiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.