Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH Innhurðir og flísar frá Parka Heimilistæki frá Ormsson Sagan af Tristram ogÍsönd er saga umblinda ást – og full-komna eigingirni. Hún er þýðing á frönsku söguljóði frá því um eða upp úr 1150 og er eignuð Tómasi frá Bretagne. Bróðir Róbert þýddi þessa fyrstu riddarasögu við norsku hirðina árið 1226. Um hann er ekkert fleira vitað. Var hann kannski íslenskur munkur með breyttu nafni? Þessi eldheita ástarsaga hefur sennilega haft meiri áhrif á höfunda Íslendinga- sagna en nokkurt annað rit. Þeir hafa bókstaflega gleypt hana í sig. Augljósust eru áhrifin á Grettis sögu, nánar tiltekið frásögnina af hefð- arfrúnni Spes í Miklagarði sem átti launfundi með Þor- steini drómundi eftir að hann hafði hefnt bróður síns Grettis. En „það var þar dauðasök ef kona varð opin- ber að því að hún hóraðist undir bónda sinn“. Spes þurfti að vinna eið og sverja sakleysi sitt: „En fyrir það vil ég sverja,“ sagði Spes, „að engum manni hefi ég gull gefið og af engum manni hefi ég saurgast líkamlega utan af bónda mínum og þeim vondum stafkarli er tók sinni saurugri hendi á lær mér er ég var borin yfir díkið í dag.“ Saurugi stafkarlinn var enginn annar en drómundur í dulargervi. Í 58. kafla Tristrams sögu er nauðalík frásögn, þar sem „pílagrímur kominn af löngum vegi“ ber Ísönd til lands af bát sem hún var á, en hann fellur og fer höndum um hennar „hvítu lær“. Pílagrímurinn var ástmaðurinn Tristram og hafði andlit hans verið málað gulum lit. En stíll Tristrams sögu og andi er afar ólíkur svip Íslendingasagna. Tristram tárast og grætur og harmar sín örlög í löngu máli, „hugstol- inn í ástaræði“. Egill á Borg felur aftur á móti tilfinningar sínar til Ás- gerðar lengi vel, jafnvel gagnvart sínum einkavini, Arinbirni hersi. Og Kjartan Ólafsson, nýkominn úr Noregsferð sinni, „spyr nú gjaforð Guðrúnar [Ósvífursdóttur] og brá sér ekki við það“. Rýnið í eftirfarandi texta og hugið að stílbrögðunum; Tristram segir tárfellandi við Ísönd á skilnaðarstund: „Unn þú mér jafnmikið fráver- andi sem þú hefur mér nærverandi.“ Ísönd andvarpaði af öllu hjarta og svaraði harmsfullum orðum: „Minn kærasti unnasti,“ kvað hún, „að sönnu sómir þér þennan dag að muna að við skiljum svo hörmulega. Svo er mér mikil písl að okkar skilnaði að aldrei vissi ég fyrr svo mjög hvað harmur eður hugsótt var, angur eður óró. Eigi mun ég huggun fá, frið né fögnuð. Og aldrei kvíddi ég svo mínu lífi sem nú okkar skilnaði. Nú ekki að síður skaltu þiggja þetta fingurgull og varðveit vel fyrir mínar sakir. Þetta skal vera bréf og innsigli, handsöl og huggan áminningar ástar okkar og þessa skilnaðar.“ Vésteinn Ólason bjó Söguna af Tristram og Ísönd til prenturnar í handhægri útgáfu Máls og menningar 1987 og skrifaði snilldarlegan eftirmála. Sumarlesefni á tímum „ástarkrafts“ og ástarrannsókna. Eldheit ást Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Mynd/Jóhann Briem „Svo siglir hún bjarta Ísodd/ með seglin blá“. (Úr Tristranskvæði) Íerlendum dagblöðum og tímaritum má finna vaxandiumræður um, hvort kórónuveiran eigi eftir að hafavaranleg áhrif til breytinga á vestrænum samfélög-um. Veiran hafi orðið til þess að beina athyglinni að alvarlegum veikleikum í þeirri samfélagsgerð og verði til þess að knýja fram breytingar. Í fyrradag, fimmtudag, birtist hér í Morgunblaðinu grein eftir bandarískan prófessor, Nouriel Roubini, sem fjallar um það efni. Höfundurinn er mjög þekktur vestan hafs, hefur gegnt fjölmörgum mikilvægum störfum fyrir stjórnvöld þar í landi en er nú prófessor við háskóla í New York. Bakgrunnur hans er fjölþættur. Foreldrar hans gyðing- ar frá Íran, sjálfur fæddist hann í Tyrklandi, en er nú bandarískur ríkisborgari. Hann varð einna fyrstur til að segja fyrir um fjármálakreppuna haustið 2008 í álitsgerð fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn árið 2006. En það var ein- mitt á fyrstu mánuðum þess árs, og reyndar frá lokum nóvember 2005, sem Morgunblaðið birti ítarlegar fréttir í nokkra mánuði af við- vörunum erlendra banka og greiningarfyrir- tækja um veika stöðu íslenzku bankanna. Grein Nouriels Roubinis í Morgunblaðinu lýkur með þessum orðum: „Hinir nýju öreigar – stétt hinna ótryggu – eru nú að gera uppreisn. Svo ég bregði út af orðum Marx og Engels í Kommúnistaávarpinu: Látum auðmannastéttina skjálfa af ótta við byltingu hinna ótryggu, sem hafa þar engu að tapa nema hlekkjunum. En þeir hafa heilan heim að vinna. Ótryggir allra landa, sameinist!“ Þetta eru stór orð. Roubini lýsir bandarísku samfélagi síðustu áratuga með eftirfarandi hætti: „Auðhyggjumenn eins og Trump og félagar hafa rænt Bandaríkin áratugum saman með hátæknilegum fjárhags- legum brellum, glufum í skatta- og gjaldþrotalögum og öðrum aðferðum til að hafa fé og tekjur af miðstéttinni og verkalýðnum. Í því samhengi er sú uppskrúfaða reiði sem álitsgjafar Fox News hafa lýst yfir nokkrum tilvikum rúðu- brota og rána í New York og öðrum borgum hámark sið- ferðislegrar hræsni.“ Þessi orð endurspegla að vissu leyti þær umræður, sem nú fara fram í sumum Evrópulöndum um nýlendutíma þeirra sjálfra. Nú eru þau sjálf farin að viðurkenna að vissu leyti að þau hafi farið ránshendi um fyrri nýlendur sínar. Sú sjálfsgagnrýni er sterkust í Belgíu um þessar mundir. Á níunda áratug síðustu aldar voru „fjármálasérfræð- ingar“ hafnir til skýjanna í Bandaríkjunum fyrir snilld á sínu sviði en undir lok áratugarins voru þeir að vísu komnir í fangelsi, sbr. Michael Milken. Nú er Roubini raunveru- lega að líkja vinnubrögðum hinna sömu við þjófnað, sem að vísu hafi verið framin með aðstoð þeirra, sem höfðu lög- gjafarvaldið í sínum höndum. Roubini vísar til mótmælanna vestan hafs vegna morðs- ins á George Floyd og segir: „Risavaxin lágstétt skuldsettra Bandaríkjamanna sem skortir tækifæri til að stíga upp úr félagslegri stöðu sinni – Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, rómönskum og í sí- fellt meiri mæli hvítir – eru að rísa upp gegn kerfi sem hef- ur brugðizt þeim.“ Og bætir við: „Þótt mótmælin væru ekki öll sprottin af sömu kveikju endurspegluðu þau öll óánægju með lægð í hagkerfum, spillingu og skort á efnahagslegum tækifærum.“ Í stuttu máli má segja að Nouriel Roubini sé að halda því fram, að almennir borgarar í Bandaríkjunum séu að rísa upp gegn mismunun og misskiptingu. Getur verið að þetta verði eftirmál kórónuveirunnar? Að hún kalli fram svo harða andstöðu við veikleikana í samfélagsgerð vestrænna lýðræðisríkja, að eitthvað verði undan að láta? Það er ekki óhugsandi. Það, sem gerist í einu landi, hefur áhrif í öðrum. Þannig breiddust mótmælin vegna George Floyd, sem hófust vestan hafs, yfir Atlantshafið til Evrópu. Þeir ungu fjármálamenn, sem byggðu upp spilaborgina hér, sem hrundi haustið 2008, voru ekki einir að verki. Þeir nutu með vissum hætti stuðnings löggjafarvalds- ins, eins og þegar lög voru sett um frestun skattlagningar á söluhagnaði ef hann var notaður til endurfjárfestingar. Síðar upplýsti Morgunblaðið hvernig sú „endurfjárfest- ing“ fór fram. Hún fór fram í skúffufyrirtækjum í útlönd- um. Þá var lögunum breytt að hluta. Þegar þjóðfélagslegar meinsemdir fyrri áratuga eru af- hjúpaðar vaknar oft þessi spurning: Hvar er slíkt að ger- ast í dag? Það er stundum auðveldara að sjá mistökin, þegar horft er til baka. Við lifum á miklum umbrotatímum. Þeir sem skilja og skynja þá strauma, sem eru á ferð undir yfirborðinu, og eru að brjótast fram, eru líklegri til að berjast fyrir breyt- ingum en hinir sem láta sér nægja að yppta öxlum. Þetta á ekki bara við um einstaklinga. Í lýðræðisríkjum á það við um stjórnmálaflokka. Þeir flokkar sem ná að fylgja tíðar- andanum verða ofan á í kosningum. Hinir hverfa smátt og smátt. Þingkosningarnar sem fara fram á næsta ári og umræð- ur í aðdraganda þeirra munu leiða í ljós, hverjir af stjórn- málaflokkunum þekkja sinn vitjunartíma og hverjir þeirra kjósa að horfa til annarra átta. Hér eins og annars staðar eru breytingaöfl að rísa upp á yfirborðið. Þótt mörgum kunni að þykja að Nouriel Roubini taki of sterkt til orða fer ekki á milli mála, að hann er að benda á alvarlega veikleika í samfélagsgerð vestrænna lýðræðis- ríkja. Og við þeim ábendingum þarf að bregðast, bæði hér og annars staðar. Hverjir taka forystu um það? Eru „hinir nýju öreigar … nú að gera uppreisn“? Þjóðfélagslegar meinsemdir okkar tíma Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þess var minnst í gær, að hálf ölder liðin frá andláti Bjarna Benediktssonar. Hér vil ég vekja at- hygli á tveimur verkum Bjarna, sem hljótt hefur verið um, en varða bæði hið erfiða viðfangsefni, sem hann og samtímamenn hans stóðu frammi fyrir, að reisa og treysta ís- lenskt ríki, eftir að okkar fámenna þjóð fékk fullveldi 1. desember 1918, en líklega urðu þá einhver mestu tímamót í Íslandssögunni. Um miðjan mars 1949 var Bjarni utanríkisráðherra og staddur í Washington til að kynna sér Atl- antshafssáttmálann, sem þá var í undirbúningi. Íslendingar höfðu eytt öllum sínum gjaldeyrisforða úr stríðinu í nýsköpunina, og höfðu verið tekin upp ströng innflutnings- og gjaldeyrishöft. Bjarni velti eins og fleiri forystumenn Sjálfstæð- isflokksins fyrir sér, hvort ein- hverjar leiðir væru færar til að auka viðskiptafrelsi. Honum var bent á, að í Washington-borg starfaði há- lærður íslenskur hagfræðingur, dr. Benjamín Eiríksson. Hann gerði boð eftir Benjamín, og sátu þeir lengi dags á herbergi Bjarna á gisti- húsi, og útlistaði þar Benjamín, hvernig mynda mætti jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Að ráði Bjarna var Benjamín síðan kallaður heim, og hann samdi ásamt Ólafi Björns- syni prófessor rækilega áætlun um afnám hafta, sem hrundið var í framkvæmd í tveimur áföngum árin 1950 og 1960. Voru það heillaspor. Bjarni var jafnframt dóms- málaráðherra, og hafði hann sett Sigurjón Sigurðsson lögfræðing lög- reglustjóra í Reykjavík í ágúst 1947 og skipað hann í embættið í febrúar 1948, aðeins rösklega 32 ára að aldri. Hinn ungi lögreglustjóri reyndist röggsamur embætt- ismaður, með afbrigðum þagmælsk- ur og gætinn, enda fréttist aldrei neitt af lögreglunni undir hans stjórn. Tekið var með festu á því, þegar kommúnistar ætluðu að hleypa upp þingfundi 30. mars 1949 og koma í veg fyrir afgreiðslu til- lögu um aðild Íslands að Atlants- hafsbandalaginu, en eftir það gátu þeir ekki gert sér vonir um að hrifsa hér völd með ofbeldi. Ríki á það sameiginlegt með traustu virki, að það þarf ekki að- eins að vera rammlega hlaðið, held- ur líka vel mannað. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hljótt um tvö verk Bjarna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.