Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 18
VIÐTAL Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Íbúar Skaftahlíðar 25, við hlið Ísaks- skóla við Bólstaðarhlíð, hafa um langa hríð barist fyrir því að batta- völlur við skólann yrði fjarlægður. Völlurinn stendur þétt við íbúðarhús og hafa boltaspörkin valdið stöðugu ónæði. Nú hafa þeir haft sigur í málinu því borgarráð hefur ákveðið að battavöll- urinn verði fjarlægður, eins og fram kom í frétt í blaðinu á fimmtudaginn. Hjónin Hermann Jónasson og Ingibjörg Halldórsdóttir búa í Skaftahlíð 25 og hefur Ingibjörg bor- ið hitann og þungan af baráttunni. „Árið 2016 sendi ég skólastjóra Ísaksskóla póst vegna ónæðis af bolt- um sem voru alltaf að fara yfir girð- inguna og inn á lóð okkar og í bíla. Þá voru þar minni mörk á malbiksvelli. Skólastjórinn kvaðst skilja það að við vildum hafa heimilisfrið og ætlaði að láta kippa þessu í liðinn.“ Hins vegar gerðist ekkert og árið 2018 skrifaði Ingibjörg skólastjór- anum annað bréf og sagðist vera orð- in hundleið á ástandinu. Settu upp mikið mannvirki „Skólastjórinn svaraði og sagðist hafa beðið borgina að hækka girð- inguna svo að boltarnir færu ekki út af vellinum. Starfsmaður frá Reykja- víkurborg hafði síðan samband sím- leiðis og tjáði mér að hækka ætti girðinguna til að koma í veg fyrir þetta. Girðingin var hækkuð og sett mjög há girðing, sem ég hafði ekki átt von á eða séð fyrir. Síðan hófust nýjar framkvæmdir, þar sem sett var upp mikið mannvirki, stór mörk, járnbattar með miklum festingum og neti í sömu hæð og girðingin, mikið mannvirki sem ég hafði aldrei heyrt um. Ég skrifaði skólastjóranum enn á ný og spurðist fyrir um hvað væri á seyði. Ég hefði viljað fá heimilisfrið en þá hefði þetta mannvirki verið sett upp. Skólastjórinn sagði að hún hefði aldrei farið í þessa framkvæmd nema að fá grænt ljós til þess frá borginni. Ég gerði strax athugasemd til skólastjóra og fékk svar um að það væri leitt að battarnir væru að valda ónæði og ætlaði að athuga hvort hægt væri að láta laga þá. Ég sendi á móti bréf þar sem ég mótmælti þessu og sagðist leita til yfirvalda,“ segir Ingibjörg Þetta var síðla sumars 2018. Síðan þá hefur verið stanslaust boltaflug inn í garðinn við Skaftahlíð 25, á bíla á bílastæðinu, bílskúrsþakið og einn daginn var bolti á svölum íbúðar- innar þegar fólkið kom heim til sín. „Unglingar hafa klifrað hér upp á bílskúrsþak til að ná í bolta, notað til þess jafnvel garðhúsgögn sem hér voru og nú í sumar lyfti starfsmaður hjá skóla barni upp að þaki til að ná bolta. Skólalóð Ísaksskóla er fyrir 5-9 ára börn sem í skólanum eru. Á skólatíma, eftir að völlurinn kom, hefur ónæði af boltum aukist, mörkin stærri, spörkin hærri og mikil hróp og læti. Þegar skólanum lýkur koma börn, unglingar og fullorðnir og sparka hér boltum, oft er mikill há- vaði í iðkendum auk stöðugra högga frá böttum og bolta komandi hér í bíla, að húsi og inn á lóð. Þetta getur verið alla daga, öll kvöld, allar helgar og staðið fram undir miðnætti oft. Þetta ástand hefur valdið okkur miklu ónæði, leiðindum og vanlíðan.“ Þegar skólastjórinn tjáði Ingibjörgu árið 2018 að í þessi framkvæmd hefði verið farið eftir grænt ljós frá borg- inni sendi hún fyrirspurnir á öll möguleg svið borgarinnar en fékk af- skaplega fá svör. Fékk hún Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa, sem er í umhverfis- og heilbrigðisnefnd, til að gera fyrir- spurn í þeirri nefnd, en þar hafði Ingibjörg aldrei fengið svör. Vigdís gerði það og þá komst hreyfing á málið. „ Ég sendi líka athugasemdir um slysahættu, sem er annað mál, til margra aðila og sviða. Horfi hér dag- lega á börn sem eru á aldrinum 5-9 ára klifra óáreitt upp þessa háu girð- ingu, nota járnfestingar battanna til að klifra upp og príla svo upp eftir girðingu. Það er þakkarvert að ekki hafi orðið hér stórslys. Það eru strangar reglur um leiksvæði og út- tekt og eftirlit á þeim, en svona er þetta enn í dag, 10. júlí 2020.“ Það var svo í febrúar á þessu ári að Ísaksskóli sendi borginni bréf og óskaði eftir breytingu á deiliskipu- lagi þar sem gert væri ráð fyrir battavellinum. Í greinargerð skipu- lagsfulltrúa kom fram að enginn vafi léki á að þetta hefði verið óleyfis- framkvæmd. Jafnframt kom fram að hann hefði hvergi innan borgarinnar fengi skýringar á því hvers vegna ráðist var í þessa framkvæmd án leyfis. Er undrandi á yfirgangi „Ég er afar undrandi á yfirgangi sem hefur verið sýndur í þessu máli og að mér hafi ekki verið svarað. Ég lét vita af því kurteislega árið 2016 að þetta boltaspark væri að valda okkur ónæði. Mætti skilningi að ég hélt, en þetta er útkoman, algjörlega óskiljanleg,“ segir Ingibjörg. Eftir að úrskurður borgarráðs lá fyrir sendi hún Reykjavíkurborg er- indi og óskaði eftir því að battavöllur- inn yrði fjarlægður fyrir 10. júlí. Hann hefði risið á skömmum tíma og því ætti ekki að taka langan tíma að fjarlægja hann. Ingibjörg hefur fengið það svar að málið sé komið til skilmálaeftirlits byggingafulltrúa, ekkert meir, engar áætlanir fengið. Síðast á fimmtudagskvöld voru fullorðnir í boltaleik á vellinum, alveg fram að miðnætti. Ingibjörg segir ekki hægt að ákveða að battavellir séu settir upp við alla skóla, burtséð frá staðsetningu og stærð skólalóða. „Ég er þakklát fyrir málalyktir og að meirihluti borgarráðs hafi staðfest synjun. Sjálfstæðismenn sátu hjá, sem ég skil ekki því gögnin sýna brot á borgurum,“ segir Ingibjörg að lokum. Barátta íbúanna bar árangur Morgunblaðið/sisi Battavöllurinn Þrátt fyrir nær þriggja metra háa girðingu hefur ekki tekist að koma í veg fyrir að boltar fljúgi yfir.  Battavöllurinn var settur upp í óleyfi  „Ástandið hefur valdið okkur leiðindum og vanlíðan“ 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Flaggskip íslenska kaupskipflot- ans, Dettifoss, er vætanlegt til hafnar í Reykjavík í fyrsta sinn síð- degis á mánudaginn. Dettifoss er stærsta skipið sem verið hefur í þjónustu íslensks skipafélags frá upphafi. Eimskip fékk skipið afhent í Kína 2. maí sl. og það lagði af stað í heim- ferðina 7. maí. Dettifoss sigldi frá Guangzhou, þar sem hann var smíð- aður, til Taicang, þar sem farmur var lestaður til Evrópu. Síðan var siglt frá Kína með viðkomu í Singa- púr, Srí Lanka og gegnum Súes- skurðinn inn í Miðjarðarhafið. Áfram var haldið til Rússlands með farm. Þaðan lá leiðin til Danmerkur en þar fór skipið inn í siglinga- áætlun Eimskips. Lagt var af stað til Íslands frá Árósum í hádeginu í gær. Langt úthald hjá áhöfninni Í áhöfn eru 16 manns. Skipstjóri Dettifoss er Bragi Björgvinsson, margreyndur skipstjóri, og yfirvél- stjóri er Gunnar Steingrímsson. Þegar skipið leggst að Klepps- bakka í Reykjavík hefur áhöfnin lagt að baki 68 daga siglingu. En úthaldið hefur verið ennþá lengra hjá Braga skipstjóra og fjór- um öðrum í áhöfninni. Sex manna hópur, skipstjóri, stýrimaður, tveir vélstjórar, rafvirki og forstöðu- maður skiparekstrardeildar lögðu af stað til Kína 18. mars til að taka við skipinu. Þegar þangað kom þurfti hópurinn að fara í hálfs mán- aðar sóttkví. Þegar þeir sluppu úr sóttkvínni var virkni alls búnaðar könnuð og athugað hvort Dettifoss uppfylli kröfur skipasmíðasamn- ingsins og flokkunarfélags skipsins. Að lokinni prufusiglingu var skipið afhent. Þegar Dettifoss kemur á mánudaginn hafa skipverjarnir fimm verið erlendis í 118 daga. Eimskip samdi í byrjun árs 2017 við tvær skipasmíðastöðvar í Kína um smíði tveggja stórra gáma- skipa. Samningsverð hvors skips nemur um 32 milljónum dollara eða rúmir 5 milljarðar miðað við núverandi gengi. Gert var ráð fyr- ir að skipin yrðu afhent á árinu 2019 en afhending hefur tafist af ýmsum ástæðum. Dettifoss og systurskip hans, Brúarfoss, verða stærstu gáma- skip í sögu íslensks kaupskipa- flota, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2.150 gámaein- ingar. Skipin mælast 26.500 brúttótonn. Ganghraði verður 20,5 sjómílur á klukkustund. Þau eru hönnuð með mjög mikla stjórnhæfni og með TIER III, 17.000 Kw aðalvél sem er sérstak- lega útbúin til að minnka losun köfnunarefnisoxíð (NOx) út í and- rúmsloftið, samkvæmt upplýsing- um á heimasíðu Eimskips. Skipin verða mun sparneytnari á flutta gámaeiningu í samanburði við eldri skip og eru útbúin olíu- hreinsibúnaði sem minnkar enn frekar losun brennisteins (SOx) út í andrúmsloftið. Þau eru sérlega útbúin fyrir siglingar á Norður- Atlantshafi, ísklössuð og uppfylla Polar Code-reglur sem eru nauð- synlegar til siglinga við Grænland, en þangað munu þau sigla. Gert er ráð fyrir að seinna skip- ið, Brúarfoss, verði afhent Eim- skip í september nk. Dettifoss heim eftir 68 daga siglingu  Flaggskip kaup- skipaflotans vænt- anlegt til Reykja- víkur á mánudag Ljósmynd/Eimskip Flaggskipið Dettifoss kemur til hafnar í Álaborg í Danmörku í vikunni, í fyrstu ferð sinni þangað. Næst lá leiðin til Árósa og þaðan fór skipið heim í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.