Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Trúðar Hitt húsið í Reykjavík stendur fyrir Götuleikhúsinu á hverju sumri, fyrir ungmenni á aldrinum 17-25 ára. Í gær voru trúðar frá leikhúsinu á ferð í miðborginni, sem svo sannarlega lífguðu upp á mannlífið. Eggert Í merkri bók, A Conflict of Visions (útg. 1987), lýsir bandaríski hagfræð- ingurinn Thomas So- well stjórnmálunum sem átökum ólíkra hugmynda. Sowell (f. 1930) hefur lifað tím- ana tvenna og hefur ritað margar aðrar bækur þar sem flókin álitamál eru sett fram á skýran og skiljanlegan hátt. Óhætt er að mæla með því að menn taki slík rit með sér í sumarfríið fremur en „bókmenntir“ um morð og nauðg- anir. Mér verður ítrekað hugsað til Sowells þegar sjónvarpsskjárinn birtir öfgafulla útgáfu fyrrnefndra átaka, t.d. þegar lögmæt mótmæli umbreytast í ofbeldi og almennar gripdeildir. Munurinn þarna á milli birtir í raun muninn á borgaralegu samfélagi, sem virðir lýðræðislegar leikreglur, og einhvers konar ætt- bálkahugsun sem hafnar grunn- gildum réttarríkisins með vísan til þess að „andstæðingarnir“ verð- skuldi ekki fulla réttarvernd. Síðastnefnd afstaða afneitar því m.ö.o. að allir menn njóti jafnræðis fyrir lögunum. Alvarleika slíkrar nálgunar er, í ljósi sögunnar, ekki unnt að vanmeta. Vestræn stjórnskipan viður- kennir einstaklinginn sem grunn- einingu samfélagsins og laganna. Í því felst nánar að vestræn ríki sem kenna sig við lýðræði og frjálslyndi veita mönnum frelsi til að velja orð sín og athafnir gegn því að menn svari til samsvarandi ábyrgðar. Það að slíkar hugmyndir liggi stjórnskipan Íslands til grundvall- ar er hvorki tilviljun né heppni, heldur afsprengi aldalangrar bar- áttu við aðrar (og verri) hug- myndir. Viðurkenning á sjálfs- ákvörðunarrétti sérhvers manns er grundvallaratriði í lýðfrjálsu sam- félagi vegna þess að einmitt á þeim grunni eru mikilvægustu mann- réttindi reist. Nægir þar að nefna trúfrelsi, tjáningarfrelsi og vernd eignarréttar. Ógnarstjórnir fyrri alda – og þá ekki síst 20. aldarinnar – þar sem einstaklingar voru kerfisbundið og miskunnarlaust stimplaðir og flokkaðir út frá stöðlum „hug- myndafræðilegs hreinleika“ ættu að hafa kennt mannkyninu mikil- vægar lexíur um hrylling þess stjórnarfars sem með valdi freistar þess að ná tökum á því sem sam- kvæmt framangreindu má telja kjarna mennskunnar, þ.e. frelsi sérhvers manns til hugsunar, tján- ingar, lífsafkomu o.s.frv. Þegar fylgst er með fréttum af samfélagslegum óróa og óöld beggja vegna Atlantsála vaknar óþægilegur grunur um að enn sé verið að vekja upp hryllilega hug- myndafræðilega drauga. Í því sam- hengi má vísa til orða kanadíska heimspekingsins John Ralston Saul (f. 1947) sem hefur lýst ástandinu nú á tímum á þá leið að halda mætti að Benito Mussolini hafi verið sigurvegari síðari heimsstyrjaldar- innar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að það sem við sjáum gerjast í und- iröldu stjórnmálanna, daglegri orð- ræðu og átökum, sé „fasismi án einkennisbúninga“. Með þessu er Saul væntanlega að vísa til þess að fasismi er í raun tæknileg aðferð fremur en pólitísk stefna. Fasismi skiptir mönnum í tvo hópa, seka og saklausa. Alið er á reiði, m.a. með því að skrumskæla andstæðingana og hvetja áheyrendur til að gefa sig tilfinningunum á vald, því sjálfsagt sé og réttlátt að vera reiður, gram- ur, jafnvel hefnigjarn. Áður en lengra er haldið er ástæða til að árétta að síðastgreind nálgun er augljóslega í fullkominni andstöðu við þá temprun og hófsemi sem vestræn menning, þ.m.t. kristindómur og stóuspeki, hafa hamp- að öldum saman og skilgreint sem dyggð- ir. Sem hugsandi og ábyrgar siðferðisverur hljóta menn að vilja standa gegn því að höfð séu endaskipti á dyggðum og löstum, eða hvað? Í því skyni að varð- veita frið, jafnræði og öryggi ber stjórn- völdum – og öllum löghlýðnum og friðsömum borgurum – að halda á lofti áminningunni um það sem fyrr greinir, þ.e. um það að vestræn stjórnskipun grundvallast á því að hver og einn maður beri ábyrgð á sjálfum sér, samhliða afdrátt- arlausri höfnun sjónarmiða sem ganga í þá átt að víkka refsi- ábyrgðina yfir á fjölskyldu sakaðs manns, starfsfélaga eða þá sem líkjast viðkomandi í útliti. Bók- menntaarfur Íslendinga ætti að gera okkur sérlega fær í að verjast síðastgreindri rökskekkju, því Ís- lendingasögurnar draga endur- tekið fram hættuna sem vaknar þegar menn freista þess að stilla sjálfum sér upp sem fórnarlömbum en öðrum sem gerendum. Með því að ýkja allar skráveifur og leggja versta skilning í allt sem sagt er og gert hafa menn í aldanna rás leitast við að ná höggstað á náunga sínum. Þessi aðferð, sem misnotuð var í valdabaráttu hér á landi á þjóð- veldisöld, birtist nú greinilega í átakamenningu 21. aldar. Þegar hópar fólks ógna öðrum borgurum sem standa utan hóps- ins, hefta málfrelsi þeirra, hóta hefndum o.s.frv. þarf augljóslega að árétta fyrrgreindrar undir- stöður stjórnskipunarinnar, grund- völl réttarríkisins og skyldur borgaranna í þessu samhengi. Meginreglur laga um að allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum og að enginn skuli dæmdur án þess að hafa átt þess kost að verja sig fyrir dómi eru endurspeglun á þeim grunni sem áður var nefndur. Frammi fyrir siðapostulum og vandlæturum allra tíma, sem krefj- ast skilyrðislausrar hlýðni við ríkjandi hugsunarhátt, er rétt að minna á að reiðina verður að beisla, því reiði sem útilokar sátt og fyrir- gefningu er ávísun á einstaklings- bundnar og samfélagslegar ófarir. Ógnin við frjálst samfélag kemur því ekki aðeins frá handhöfum ríkisvalds, heldur einnig innan frá, þ.e. frá fólki sem í hugmynda- fræðilegum skoðanahroka grefur undan tjáningarfrelsi og skoðana- skiptum, hafnar rökræðu og dreg- ur þar með úr líkum á því að ná megi friðsamlegri niðurstöðu með samtali, samningum o.þ.h. Hótanir, rányrkja og ofbeldi sem beinist að einstaklingum án þess að sannað sé að viðkomandi hafi sjálf nokkuð til saka unnið er samkvæmt framanskráðu ekki aðeins ólögmæt háttsemi, heldur myndbirting for- dóma og gengur gegn allri rök- hugsun. Yfirborðslíkindi, skyld- leiki, tengsl, eignastaða, skörun hagsmuna o.s.frv. eiga ekki að leiða til þess að réttarstaða viðkomandi sé veikt, sem grundvöllur ásakana eða til réttlætingar ranglátra áfell- isdóma. Meðan síðastnefnd atriði flækjast enn fyrir fólki sem á að heita menntað er full ástæða til að minna á þessar undirstöður ís- lensks réttarfars. Eftir Arnar Þór Jónsson »Reiði sem útilokar sátt og fyrirgefn- ingu er ávísun á ein- staklingsbundnar og samfélagslegar ófarir. Arnar Þór Jónsson Höfundur er héraðsdómari. Jafnræði fyrir lögunum Borgarstjórinn í Reykjavík er enn við sama heygarðshornið sem ég gerði reyndar að umtalsefni í grein í Morgunblaðinu 10. júní sl.: Hann ætlar sér að koma Reykja- víkurflugvelli úr Vatnsmýrinni með góðu eða illu. Þráhyggja borgarstjóra í boði skattgreiðenda Borgarstjórinn veit, jafnvel og við hin, að nái hann þessu markmiði sínu, munu skattgreiðendur þurfa að byggja nýjan flugvöll sem mun kosta þá einhvers staðar á bilinu 300 til 400 milljarða króna, eða sem nemur 5 nýjum Landspítölum, þ.e.a.s. ef heppilegt flugvallarsvæði finnst í ná- grenni höfuðborgarinnar, sem er engan veginn sjálfgefið. Í greininni nefndi ég nokkur dæmi um hvernig borgarstjórnarmeirihlut- inn hefur lagt flugvöllinn í einelti á undanförnum árum, vegna þessa markmiðs. Í rauninni er hvert og eitt þeirra dæma sem ég tók í greininni, efni í kennslubók um það hvernig ekki á að beita stjórnvaldi gegn hags- munum og vilja þegnanna: ekki pukr- ast með skipulagsáform, ekki beita fordæmalausum stjórnsýsluaf- brigðum, ekki hafa í alvarlegum hót- unum við fyrirtæki, ríkisvaldið og ís- lenskt samfélag í heild, ekki grípa til ósanninda og villandi umsagna og ekki brjóta samninga. Nýtt skipulag fjórfaldar íbúafjölda Skerjafjarðar Hugum að nýjustu aðförinni að flugvellinum sem jafnframt er aðför að íbúum Skerjafjarðar, sunnan flugbrautar. Það eru áform meiri- hlutans um að byggja 3.250 manna íbúðabyggð á suðvesturenda Neyðarbrautarinnar, austur af nú- verandi 800 íbúa byggð í Skerjafirði. Enn hefur ekki verið samþykkt deiliskipulag fyrir þessi áform en á síðasta borgarráðsfundi var sam- þykkt að setja slíkt deiliskipulag í auglýsingu. Þessi skipulagsáform eru fáránleg og verða með engu móti skilin nema í samhengi við flug- vallarfóbíu borgar- stjórans. Í Aðalskipulaginu 2001-2024 sem tók gildi 2003 var gert ráð fyrir tæplega 700 manna byggð í 275 íbúðum, á 11 hektara svæði á þessum slóðum. Sú byggð varð aldrei að veruleika og þá- verandi forstöðumaður Borgarskipulagsins lét hafa eftir sér að svo mikil fjölgun íbúa í Skerjafirði myndi sprengja allar umferðarforsendur. Mun fjórföldun íbúa tvöfalda umferð? Nú er hins vegar gert ráð fyrir 3250 manna byggð þarna, í 1300 íbúð- um á 23 hektara svæði. Hafi einhver áhyggjur af því að slík íbúafjölgun sprengi umferðarforsendur getur sá hinn sami huggað sig við það að borgarstjórnarmeirihlutinn hefur lát- ið sérhanna „umferðakönnun“ sem kemst að þeirri „niðurstöðu“ að ef íbúafjöldi Skerjafjarðar fjórfaldast, mun umferð um Suðurgötu og Ein- arsnes aukast úr 2800 ökutækjum á sólarhring í 6100 ökutæki. Að vísu segir almenn skynsemi okkur að ef íbúafjöldinn fjórfaldast, þá fjórfaldist jafnframt fjöldi ökutækja inn og út úr hverfinu, úr 2800 ökutækjum í 13.200. En borgarstjórnarmeirihlutanum er flest betur gefið en brjóstvitið og hef- ur hingað til ekki haft áhyggjur af því að fólk komist leiðar sinnar innan borgarmarkanna. Nýtt íbúðahverfi – sömu bellibrögðin Þegar kemur að vinnubrögðum við þessi skipulagsáform hefur meirihlut- inn engu gleymt og ekkert lært: Pukrið felst m.a. í því að velja há- sumarleyfistíma í að auglýsa skipu- lagið í því skyni að sem fæstir verði þess varir. Auk þess hefur ekkert samráð verið haft við núverandi íbúa Skerjafjarðar. Furðuleg stjórnsýslu- afbrigði felast m.a. í því að lóðir voru auglýstar á þessu svæði án þess að samþykkt deiliskipulag lægi fyrir. Slík stjórnsýsla brýtur í bága við anda skipulagslaga og er án for- dæma. Flugfélaginu Erni var hótað að lagður yrði vegur í gegnum flug- vélaverkstæði þeirra, án þess að þeim yrðu greiddar skaðabætur, og með því að flýta þessum framkvæmdum eins og kostur er, án viðeigandi rann- sókna, eru borgaryfirvöld að brjóta samning sem þau gerðu við ríkis- valdið sl. haust, um að borgaryfirvöld létu Reykjavíkurflugvöll í friði meðan verið væri að huga að hugsanlegu nýju flugvallarsvæði. Þvermóðskan hafnar faglegum vinnubrögðum Öll vinnubrögð við þetta skipulag eru vísbendingar um þá þráhyggju sem einkennir afstöðu borgarstjór- ans til flugvallarins. Það sem einna best afhjúpar ásetninginn að baki þessu brambolti er fælni borgaryfir- valda gagnvart óháðum, faglegum rannsóknum: Ekki liggur fyrir heild- stæð umferðargreining vegna þessa skipulags. Vegagerðin hefur óskað eftir samgöngumati sem enn hefur ekki farið fram. Umhverfismati er engan veginn lokið en það er grund- vallar forsenda fyrir skynsamlegu skipulagi svæðisins, ekki síst vegna óvenju mengaðs jarðvegs. Náttúru- fræðistofnun er auk þess að íhuga friðun á strandlengjunni við Skerja- fjörð þar sem skipulagið gerir ráð fyrir landfyllingum. Loks hefur Isavia gengið frá samningi við hol- lensku loft- og geimferðastofnunina um að gera faglega úttekt á áhrifum þessarar fyrirhuguðu byggðar á flug- öryggi. Þeirri úttekt er ólokið. Niður- stöður þessara óháðu rannsókna mega að sjálfsögðu ekki líta dagsins ljós áður en deiliskipulagið er afgreitt til auglýsingar, enda getur borgar- stjóri ekki pantað niðurstöðurnar frá þessum óháðu aðilum. Langavitleys- an heldur því áfram með öllu sínu pukri, fordæmalausri stjórnsýslu, hótunum, ósannindum og samnings- brotum. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Það sem afhjúpar ásetninginn að baki þessu brambolti er fælni borgaryfirvalda gagn- vart óháðum, faglegum rannsóknum. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Skipulagspukur í Skerjafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.