Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. J Ú L Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 165. tölublað 108. árgangur
SMÍÐAR FULL-
KOMIÐ UPP-
LÝSINGAKERFI
FYRSTI
KVENRIT-
STJÓRINN
ENDURBÆTUR
FYRIRHUGAÐAR
Á BJARNA FEL
SKÍRNIR 24 SPORTBAR 10VIÐSKIPTAMOGGINN
Væri Tómas Guðmundsson enn meðal vor, en ekki stytta, hefði borgar-
skáldið án nokkurs vafa viljað fá bita af bakkelsinu sem konurnar fengu
sér þegar þær tylltu sér á bekkinn við Reykjavíkurtjörn. Bekkurinn er vin-
sæll meðal vegfarenda um Tjörnina, gott að setjast þar niður og jafnvel
ræða við skáldið í einrúmi. Styttuna gerði Halla Gunnarsdóttir myndlistar-
maður eftir að hún varð hlutskörpust í samkeppni á vegum borgarinnar.
Úti að borða með borgarskáldinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Tekjutap íslenskra hátíðarhaldara
vegna faraldurs kórónuveiru hleyp-
ur á milljörðum króna. Flestum há-
tíðum hefur verið aflýst og aðrar
verða haldnar með talsvert breyttu
sniði. Í ákveðnum tilvikum sitja við-
komandi bakhjarlar uppi með háan
fastan kostnað.
Þeir sem verða fyrir einna mestu
höggi eru bakhjarlar stórra hátíða á
borð við Þjóðhátíð í Vestmannaeyj-
um og Secret Solstice. Í gær barst
tilkynning þess efnis að fyrrnefnda
hátíðin hefði verið blásin af með einu
og öllu. Verða engir viðburðir á dag-
skrá sökum fjöldatakmarkana. Um-
ræddar hátíðir velta hundruðum
milljóna króna ár hvert.
Að sögn Víkings Heiðars Arnórs-
sonar, framkvæmdastjóra Secret
Solstice, nemur tekjutapið 5-600
milljónum króna. „Þegar sú staða
kom upp í vor að það þyrfti að fresta
hátíðinni vorum við sem betur fer í
góðri stöðu fjárhagslega og allir er-
lendir listamenn sem áttu að koma
fram tilbúnir að skuldbinda sig til
þess að koma fram á næsta ári. Þá er
verið að klára viðræður við íslenska
listamenn. Tap hátíðarinnar vegna
veirunnar er þess vegna bara fólgið í
sokknum markaðs- og launakostnaði
fram að frestun,“ segir Víkingur.
Auk framangreindra hátíða hefur
fjölda annarra verið frestað, þar á
meðal Neistaflugi í Neskaupstað,
Mýrarboltanum á Ísafirði og Lands-
móti hestamanna á Hellu. Í tilfelli
síðastnefndu hátíðarinnar nemur
beint tekjutap á annað hundrað
milljónum króna. Þá er óbeinn tekju-
missir jafnframt umtalsverður í öll-
um tilvikum.
Auk þessa hefur fjölda minni há-
tíða og samkoma verið aflýst eða
frestað. Hversu mikið tekjutapið þar
kann að vera er óljóst.
Verða af milljarða
króna tekjum í ár
Þjóðhátíð blásin af í gær Flestum hátíðum frestað
MFjölda hátíða aflýst »6
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hátíð Secret Solstice fór fram í
Laugardalnum í fyrra.
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Aðalheiður Jacobsen, framkvæmda-
stjóri bílapartasölunnar Netparta,
segir að með réttu þyrfti hún að
rukka 250 þúsund krónur fyrir förg-
un rafhlaðna úr rafbílum, en segist
hafa tekið þá samfélagslega ábyrgu
ákvörðun að taka frekar við rafhlöð-
unum í trausti þess að til yrði far-
vegur fyrir þær síðar.
Fáir rafbílar hafa komið til Aðal-
heiðar í förgun. „Það hafa fáir rafbíl-
ar lent í tjóni enn sem komið er, en
farinn er að tínast inn einn og einn
bíll. Það er 80% afkastageta eftir í
rafhlöðunni þegar hún hættir að
þjóna bílnum,“ segir hún við Við-
skiptamoggann.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Endurvinnsla Enn hafa fáir rafbílar
lent í tjóni og komið til Netparta.
Tekur við raf-
hlöðum þrátt
fyrir gjald
Hvalir hafa sést uppi í land-
steinum og við hafnir á Norðvestur-
landi í sumar. „Það er eitthvað nýtt
að hvalir sjáist í þessum mæli inn
við Sauðárkrókshöfn og eins hjá
Hvammstanga. En þeir hafa oft
leitað inn í Eyjafjörð,“ segir Sverrir
Daníel Halldórsson, líffræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun.
„Ég hef séð hvali nánast á hverj-
um degi síðan einhvern tímann í
maí,“ segir Eric dos Santos, líffræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun,
sem býr á Hvammstanga. Mest sá
hann fimm hnúfubaka í hóp í Mið-
firði í sumar. Hnúfubakur var í æti
rétt utan við höfnina í hádeginu í
gær og kom upp til að blása. »6
Mikið hvalalíf við
Hvammstanga
Ljósmynd/Eric dos Santos
Hvammstangi Hnúfubakar hafa glatt
bæjarbúa með nærveru sinni í sumar.
Skrímslið, nýr sex tonna loftkast-
ali og 1.720 fm að stærð, verður
opnað um næstu helgi og hefur ver-
ið blásið upp í Öskjuhlíð. Loftkast-
alinn er sá stærsti í heimi eftir því
sem Gunnar Gunnarsson, forstjóri
Perlunnar, kemst næst, en á síðustu
árum hefur eignarhaldsfélagið
Perla norðursins staðið að mikilli
uppbyggingu á menningartengdri
afþreyingu í Perlunni og sett upp
fjölda náttúrusýninga sem yfir 300
þúsund gestir hafa sótt. Fjárfesting
félagsins er á þriðja milljarð króna
að sögn Gunnars.
Nú hyggst félagið gæða Öskju-
hlíðina lífi en í loftkastalanum er
stærðarinnar hindrunarbraut sem
hefur margar skírskotanir til Ís-
lands. »ViðskiptaMogginn
Stærsti loftkastali
í heimi í Öskjuhlíð