Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Dánaraðstoð er aðferð semlæknum á Íslandi hugnastekki,“ segir Ingrid Kuhl-man, formaður Lífsvirð- ingar, félags um dánaraðstoð. Þegar þingsályktunartillaga um lögleiðingu dánaraðstoðar var lögð fram á Alþingi árið 2018 barst fjöldi umsagna, þar á meðal frá Lækna- félagi Íslands, sem lagðist eindregið gegn því að þingsályktunartillagan yrði samþykkt. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, hefur sagt við- horf félagsins vera lítið breytt frá því umsögnin var send út, þar sem félag- ið er aðili að Alþjóðafélagi lækna, sem samþykkt hefur ályktun um að dánaraðstoð sé siðlaus líkt og kom fram í umsögn LÍ. Valgerður Sigurðardóttir, yfir- læknir á líknardeild Landspítalans, telur mikilvægt að siðfræðilegra, lög- fræðilegra og læknisfræðilegra gagna sé aflað vegna málsins. „Mín sýn á málinu er alveg skýr og hefur komið fram áður í ræðu og riti,“ segir Valgerður, í skriflegu svari til Morgunblaðsins og vísar til umsagnar sinnar til stjórnvalda, frá mars 2019, vegna málsins en í henni segir: „Rök áhangenda fyrir lögleið- ingu líknardráps eru gjarnan á þá leið að með dánaraðstoð sé verið að binda enda á langt dauðastríð eða koma í veg fyrir kvalafullan dauð- daga. Rannsóknir bæði frá BNA og Hollandi sýna hins vegar að 2⁄3 hlutar umsókna um líknardráp og/eða sjálfsvíg með aðstoð læknis eru vegna tilvistarlegrar þjáningar en ekki líkamlegra einkenna.“ „Við vitum betur“ Ingrid segir Lífsvirðingu hafa átt fund með siðanefnd Læknafélags Íslands árið 2017 og var henni tjáð að engar beiðnir um dánaraðstoð bær- ust hér á landi. „En við vitum betur, við vitum til dæmis um einn í dag sem er að reyna að komast til að þiggja aðstoð í Sviss,“ segir hún. Ingrid segir Íslendinga einungis geta þegið aðstoðina í Sviss. Í Hol- landi er hún heimil en krefst ríkis- borgararéttar. „Að flytja á annan stað gæti verið of mikið álag fyrir einhvern sem er alvarlega veikur og ætlar að nýta sér dánaraðstoð,“ segir Ingrid og bætir við að í fáeinum ríkj- um í Bandaríkjunum bjóðist dánar- aðstoð. „Það bjóðast þrjár leiðir. Í fyrsta lagi Oregon-leiðin – þá fær fólk lyfseðil sem læknir ávísar en sjúklingurinn sækir sjálfur og tekur blönduna þegar honum finnst tími til kominn. Síðan svissneska leiðin, þar sem læknirinn er ekki viðstaddur en sá sem nýtir aðstoðina þarf sjálfur að drekka blönduna eða fá í æð. Í Hol- landi er sú aðferð notuð að læknir gefur deyfandi sprautu. Þetta er að- ferð sem læknum á Íslandi hugnast ekki,“ segir Ingrid, þar sem læknar þurfi þá sjálfir að aðstoða fólkið. Friðhelgi lífs njóti verndar Í umsögn Læknafélags Íslands, sem út kom 1. mars 2018 í kjölfar þingsályktunartillögu um dánar- aðstoð, segir að lífið njóti sérstakrar verndar á Íslandi. Vísað er til 1. máls- liðar 1. greinar siðareglna LÍ, þar sem segir: Læknum ber að virða mannslíf og mannhelgi. Friðhelgi lífsins endurspeglist í því og þung viðurlög liggi við manndrápi. Þá er í umsögninni bent á að dánaraðstoð falli undir 213. grein almennra hegningarlaga, þar sem segir að hver sem svipti annan mann lífi fyrir brýna beiðni hans skuli sæta fangelsi allt að þremur árum. Læknum hugnist ekki dánaraðstoð AFP Dánaraðstoð Málefnið er umdeilt innan heilbrigðisgeirans á Íslandi. 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Breskstjórnvöldlýstu því yfir í gær að kín- verski fjarskipta- risinn Huawei myndi ekki lengur fá að taka þátt í uppbyggingu 5G-nets Bretlands, þrátt fyrir fyr- irheit um annað sem gefin voru í upphafi ársins. Þessi stefnubreyting Breta er einkum rakin til þess að að- stæður allar hafi breyst í heiminum frá því í janúar, þar sem kórónuveirufarald- urinn hefur meðal annars aukið mjög á tortryggni milli vestrænna lýðræðisríkja og kínverskra stjórnvalda. Þá verður ekki horft framhjá því að bandarísk stjórnvöld hafa hvatt vina- þjóðir sínar mjög eindregið til að lágmarka aðkomu Hua- wei að uppbyggingu 5G-nets í ríkjum sínum, en óttast er að tengslin á milli fyrir- tækisins og kínverskra stjórnvalda séu allnáin. Þá er horft til þess að kínversk lög kveði á um að einkafyrirtæki þar í landi þurfi að afhenda ríkinu upplýsingar sé þess óskað. Þetta hefur meðal annars orðið til þess að gagnrýnendur fyrirtækisins óttast að aðkoma Huawei gæti annars vegar leitt til þess að stjórnvöld í Peking fái aðgang að viðkvæmum upplýsingum, og hins vegar að Huawei gæti með litlum fyrirvara tekið út fjarskipti á Vesturlöndum ef það þætti henta kínverskum stjórn- völdum. Forsvarsmenn bæði Hua- wei og kínverskra stjórn- valda segja þessar ásakanir fráleitar og að það sem vaki helst fyrir Bandaríkjastjórn sé að bæta samkeppnisstöðu bandarískra tæknirisa á kostnað Huawei. Hvað sem til er í því felast hagsmunir Breta eftir útgönguna úr Evrópusambandinu óneitan- lega meira í því að eiga góð samskipti við Bandaríkin, ekki síst þar sem engin leið er að segja til um hvernig viðskiptasambandi Breta við Evrópusambandið verður háttað eftir næstu áramót og ræður þar mikil óbilgirni sambandsins, sem hefur ákveðið að kenna Bretum og öðrum þjóðum þá lexíu að út- ganga úr sambandinu verði ætíð dýrkeypt. Loks hlýtur það að hafa haft sín áhrif á ákvörðun breskra stjórnvalda hvernig framferði kínverskra stjórn- valda í Hong Kong hefur verið, auk þess sem þjóðar- öryggislögin hörðu hafa teflt almennum lýð- réttindum íbúa Hong Kong í hættu og um leið sett samskipti Breta og Kín- verja í mikið uppnám. Spurn- ingin er hvaða frekari áhrif Huawei-málið muni hafa á þessi samskipti, en Kínverj- ar hafa að undanförnu gerst mjög kræfir þegar kemur að því að refsa ríkjum, eins og til dæmis Ástralíu, fyrir að grípa til aðgerða sem falla þeim ekki í geð. Bretar eru þó langt í frá eina vestræna ríkið sem íhugar stöðu sína gagnvart Huawei og kínverskum stjórnvöldum þessa dagana. Frakkar hafa til að mynda samþykkt að takmarka að- komu Huawei að 5G-neti sínu og íhuga Ítalir að gera slíkt hið sama. Þá hefur þýska fyrirtækið Deutsche Tele- kom orðið fyrir þrýstingi um að draga úr samskiptum sín- um við Huawei, en þýska þingið íhugar herta löggjöf um fjarskiptaöryggi. Lesa má milli línanna að hún bein- ist ekki síst gegn kínverska fyrirtækinu. Í síðustu viku leitaði Morgunblaðið svara hjá ís- lenskum ráðamönnum um hvernig þeir litu stöðuna í ljósi þessarar þróunar í ná- grannaríkjum okkar. Þegar þau svör loks bárust voru þau loðin og báru þess merki að stjórnvöld vilji hvorki styggja Bandaríkjastjórn, sem greinilega óttast aukin ítök Kínverja hér á landi, né tefla mikilvægum viðskipta- hagsmunum við Kína í hættu. Í gær sagði utanríkisráð- herra svo í samtali við mbl.is að netöryggismál væru „al- vöru öryggismál og þjóðarör- yggi er eitthvað sem við eig- um alltaf að hafa í forgangi. Það er sömuleiðis þjóðar- öryggismál fyrir Ísland að geta áfram átt greið fjar- skipti við bandalagsríki og að þau líti á Ísland sem öruggt fjarskiptaumhverfi.“ Þó að íslensk stjórnvöld hafi hingað til viljað sigla á milli skers og báru í þessu máli er óvíst að það sé hægt öllu lengur. Orð utanríkis- ráðherra hlýtur að mega skilja á þann veg að stjórn- völd íhugi alvarlega hvort hægt verði hér á landi að byggja á tækjabúnaði frá kínverska fjarskiptarisanum eða hvort fara verði sömu leið og öflugustu samstarfs- þjóðir okkar í Atlantshafs- bandalaginu hafa ákveðið að fara. Fylgja önnur ríki í fótspor Breta? Hvað gerir Ísland?} Huawei úthýst N ýkomin er út bók sem ber heitið „Undir yfirborðinu – Norska laxeldisævintýrið. Lærdómur fyrir Íslendinga?“ Bókin er skrifuð af norsku sjávarútvegsblaðakonunni Kjersti Sandvik. Þýðandi er Magnús Þór Hafsteinsson, fisk- eldis- og fiskifræðingur, rithöfundur, rit- stjóri og ritari þingflokks Flokks fólksins. Full ástæða er til að vekja athygli á þessari mikilvægu bók. Við lestur hennar vakna ýmsar spurningar. Hér á landi hefur laxeldi vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Norskir fjár- festar leiða þessa uppbyggingu enda nánast alráðandi í flestum laxeldisfyrirtækjum hér á landi í krafti yfirgnæfandi eignarhlutdeildar. Sömu eldisaðferðum og tækni er beitt hér og í Noregi. Eldislaxinn er af norsku kyni. Starfsemin fer fram í opnum flotkvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Deilt er um hvort veita eigi eldisleyfi í Eyjafirði og víðar. Við í Flokki fólksins erum síður en svo andvíg lax- eldi. Það er hins vegar ekki sama hvernig staðið er að þessari atvinnuuppbyggingu. Við lestur bókarinnar sem ég nefni hér hljóta að vakna spurningar um hvort ekki hefði mátt haga málum öðruvísi. Hvers vegna voru ekki settar reglur um að laxeldisfyrir- tækin yrðu í meirihlutaeigu Íslendinga eins og er í fiskveiðum? Af hverju hafa fjármálastofnanir og fjár- festar hér á landi, s.s. lífeyrissjóðir, ekki tekið ríkari þátt í að leggja fé í þessa grein sem hefur skapað mikinn hagnað s.s. í Noregi og Færeyjum? Eldi í opnum kvíum hefur í för með sér ýmsa vá sem ber að varast; strok á eldis- laxi, laxalús og sjúkdóma. Við Íslendingar verðum að gæta að því að vernda okkar villtu laxfiskastofna. Virði lax- og silungs- veiða er talið hlaupa á tæplega 200 millj- örðum króna árlega. Þær nytjar skila mikl- um tekjum inn í mörg sveitahéruð sem búa við veiðihlunnindi. Ég velti því fyrir mér hvort við hefðum ekki átt að tryggja að laxeldið yrði í meiri- hlutaeigu Íslendinga því miklu skiptir að við ráðum för í nýtingu á okkar eigin auðlindum. Að hagnaðurinn af því hríslist um okkar hagkerfi. Hefðum við ekki átt að setja þær leikreglur að ekk- ert laxeldi í sjó yrði leyft nema í lokuðum kvíum? Þar hefði mátt hafa stjórn á mengun, laxalús og pestum. Ísland hefði getað orðið í fararbroddi á heimsvísu í slíku eldi og alið lax sem hefði markaðsforskot sem vistvæn afurð. Þessa dagana er vinsælt að tala um nýsköpun sem ráð í kreppu, en umræðan um það oft loðin. Við hefðum með slíkum skilyrðum átt að geta byggt upp mikilvæga nýsköpun í laxeldistækni í sjó, en kannski erum við nú að glata slíku tækifæri. Inga Sæland Pistill Hugleiðing um laxeldi Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Ólafur Helgi Sam- úelsson, formað- ur Félags öldr- unarlækna, segir að þegar umræða um dánaraðstoð fari fram þurfi að ræða líknandi meðferð sam- hliða. „Manni hefur fundist í ís- lensku samfélagi, þegar mál sem þessi eru til umræðu á þingi, að almenna umræðu hafi skort. Samhliða fer ekki fram umræða um hvað líknandi meðferð eða lífslokameðferð er og hvernig hægt sé að gera hana þannig að hún létti fólki þjáningar,“ segir hann. Ólafur segir að skýr munur sé á líknandi meðferð og dánar- aðstoð; tilgangurinn með líkn- andi meðferð sé að lina þján- ingar. Tilgangurinn með dánaraðstoð sé hins vegar að taka fólk af lífi. Ólík líknandi meðferð MUNUR Á AÐFERÐUM Ólafur Helgi Samúelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.