Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020 ✝ Bryndís Ottós-dóttir fæddist í Reykjavík 15. mars 1957. Hún varð bráðkvödd 2. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Rannveig Jónsdóttir hús- móðir, f. 1.4. 1930, d. 14.2. 2018, og Ottó Jónsson menntaskóla- kennari, f. 1.1. 1921, d. 9.4. 1995. Þau slitu samvistum. Bryndís var þriðja elst af sex systkinum. Hún átti þrjú alsystk- ini og tvö hálfsystkini. Alsystkini Bryndísar eru: Jón Gunnar Ottósson, f. 27.11. 1950, Gunn- hildur Ottósdóttir, f. 29.7. 1952, og Guðbjörg Ottósdóttir, f. 17.6. 1963. Hálfsystkini Bryndísar eru: Ottó Karl Ottósson, f. 1.10. 1974, og Hildur Ýr Ottósdóttir, f. 30.8. 1976. Fyrri eiginmaður Bryndísar var Guðmundur Geirsson. Þau slitu samvistum. Börn þeirra: 1) Ingigerður, f. 8.11. 1978, gift Haraldi Eiríkssyni, f. 12.2. 1976. Synir þeirra: Goði, f. 20.5. 2008, dóra María, f. 29.5. 2013. Bryndís fæddist á Fornhaga 13 og ólst upp í Reykjavík. Bryndís var mikill dýravinur og naut þess að umgangast dýrin á sumrin þegar hún var í sveit. Bryndís bjó um tíma í Bandaríkjunum og Svíþjóð ásamt þáverandi eiginmanni sín- um og börnum. Bryndís lauk námi við Spaskóla Planet Pulse og starfaði um nokkurra ára skeið sem spa-fræðingur og lík- amsræktarþjálfari hjá Planet Pulse, Nordica Spa og Grand Spa. Á tímabili starfaði hún sjálf- stætt við spa-meðferðir. Árið 2008 stofnaði Bryndís ásamt eig- inmanni sínum Kristjáni Árna og fleirum Bílaleigu Reykjavíkur sem þau síðan ráku til ársins 2017 þegar þau seldu fyrirtækið. Bryndís og Kristján Árni nutu þess að spila saman tennis og veitti það þeim mikla ánægju. Þau ferðuðust mikið og höfðu sérstakt dálæti á Ítalíu og Frakk- landi, auk annarra Alpalanda. Bryndís átti alla tíð einstakt sam- band við börn sín og barnabörn og heimsótti þau reglulega til ná- grannalandanna og með þeim eyddi hún ómældum dýrmætum tíma sem hún naut til fullnustu. Bryndís verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, 15. júlí 2020, klukkan 15. og Kári, f. 30.4. 2010. Dóttir Haralds: Halla Karen, f. 17.12. 1992. 2) Edda, f. 3.4. 1982, maki Angus Brown, f. 3.1. 1963. Sonur Eddu og Christophers Arn- old: Jake Alexander Arnold, f. 9.3. 2006. 3) Rannveig Ása, f. 1.4. 1988, maki Ármann Davíð Sigurðsson, f. 7.6. 1988. Börn þeirra: Bryndís Aría, f. 8.4. 2016, og Viktor Breki, f. 27.9. 2019. 4) Magnús Ari, f. 24.7. 1992. Dóttir Guðmundar: Birna Málmfríður, f. 24.2. 1975. Bryndís hóf búskap árið 1996 með eftirlifandi eiginmanni sín- um, Kristjáni Árna Baldvinssyni, f. 14.10. 1953. Þau giftu sig 4. desember 2015. Börn Kristjáns Árna: 1) Pétur Geir, f. 5.2. 1977, kvæntur Margréti Láru Friðriks- dóttur, f. 11.7. 1978. Börn þeirra: Agla Sól, f. 21.3. 1996, og Friðrik Darri, f. 10.1. 2006. 2) Ragna Björk, f. 15.12. 1981. 3) Árni Björn, f. 1.12. 1987, kvæntur Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, f. 12.3. 1989. Dóttir þeirra: Hall- Elsku mamma mín. Síðustu augnablik þín eru mér svo minnisstæð. Þú varst í gallabuxum og hvítri skyrtu með sólgleraugu og ný- þvegið ilmandi hár. Þú varst alltaf svo mikil skvísa og við systkinin vorum svo stolt af því að eiga svona flotta og unglega móður. Ég man svo vel eftir augnablik- inu þegar þú hélst á Viktori Breka og hjálpaðir honum að sparka í bolta svo hann ískraði af gleði, enda alvanur ömmu sinni sem hitti hann á næstum hverjum einasta degi í níu mánuði. Þú horfðir svo fallega á Kára og Bryndísi Aríu leika sér saman í pappahúsinu á meðan þú tókst myndir og vídeó, enda svo dugleg að safna minningum í símann. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona mikið af fallegum minningum þökk sé þér og myndaáhuga þín- um. Við vorum að setja upp litla sundlaug fyrir krakkana til að busla í því það var svo heitt úti og hjálpuðumst við öll að, enda tókst þú það ekki í mál að sitja og horfa á. Ég ætlaði að þrífa tvo útistóla fyrir matinn og fór út fyrir pallinn til að skrúfa frá krananum. Þegar ég kom til baka þá varst þú auðvit- að búin að þrífa þá. Það var alltaf svo mikill drifkraftur í þér, elsku mamma, og þú lést aldrei neitt sitja á hakanum. Það var líka alltaf svo snyrtilegt og fínt í kringum þig, enda heimili ykkar Kristjáns hlýlegt og fallegt. Þú hafðir komið með stóra ávaxtaskál sem eftirrétt og ég man hvað ég var spennt að fá mér en lét mig hafa það og setti skálina inn í ísskáp. Ég hafði ekki einu sinni beðið þig um að koma með neitt en þú varst þannig gerð að það gladdi þig svo mikið að gefa og gleðja fólkið í kringum þig. Það var svo mikil gleði þennan dag. Tónlistin glumdi, við spjöll- uðum og hlógum og allt var eins og það átti að vera. Þú varst búin að eyða miklum tíma með barna- börnunum undanfarið og enn eitt barnabarnið var á leið til Íslands og þú hlakkaðir svo til að bralla ýmislegt með krökkunum, enda svo uppátækjasöm amma. Lífið var vægast sagt fullkomið. Á einni sekúndu varð allt svart. Kolsvart. Þú varst tekin frá okkur sísvona. Mamma, þú varst okkur allt. Bros þitt var eins og sólin. Augu þín, svo glitrandi og falleg. Faðm- lög þín svo innileg og þétt. Ilmur- inn af þér, sá besti. Hjarta þitt svo stórt og þú hafðir svo mikla ást að gefa. Þú varst fyrirmynd mín og besta vinkona. Ó mamma, það er stöðugur nístandi verkur í brjósti mér. Ég reyni að anda en ég fæ ekki nóg súrefni. Ég bíð eftir því að vakna upp frá þessum hræðilega draumi, en ekkert gerist. Litla ömmustepan þín, sem saknar þín svo sárt, knúsar og kyssir mynd af þér góða nótt og mun aldrei gleyma þér. Þín dóttir, Rannveig Ása Guðmundsdóttir. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt. (Ingibjörg Haraldsdóttir) Á einum af fallegustu og sólrík- ustu dögum sumarsins kvaddi elskuleg Bryndís systir mín eins og hendi væri veifað þessa jarð- vist. Með trega í hjarta minnist ég allra góðu stundanna. Ég var sex árum yngri og þú varst mín fyr- irmynd, svo skemmtileg og skap- andi. Þú varst ekki há í loftinu þegar þú fórst að baka og stússast í eldhúsinu og ég fékk að fylgjast með því sem þú varst að gera, sem var alltaf spennandi. Eins og þeg- ar þér datt í hug að mála páfa- gaukabúrið og þegar þú leiraðir tebolla sem við drukkum teið úr. Aldrei fann ég fyrir því að þú yrðir þreytt á litlu systur, samt deildum við herbergi þar til þú varst nítján ára og fluttir að heiman. Eðlis- kostir þínir komu snemma í ljós, ljúfari og jafnlyndari manneskju er vart hægt að finna. Harmur og missir Ingigerðar, Eddu, Rann- veigar Ásu og Magnúsar Ara, barnabarna og Kristjáns er mikill, megi allt það góða gefa ykkur styrk og leiða í gegnum þetta mikla áfall og sorgina. Blessuð sé minning þín elsku systir og mágkona. Guðbjörg (Búbba) og Björg. Elsku kæra systir. Þú áttir aldrei að fara á undan mér, sjö ár- um yngri og lifandi miklu heil- brigðara lífi en ég. Líðan minni er líklega best lýst með orðum Bólu- Hjálmars: „Mér er orðið stirt um stef og stílvopn laust í hendi. Í lág- nættinu lítið sef, ljós í myrkri ekk- ert hef, kreptur gigtarböndum.“ Man vel þegar þú fæddist í heimahúsi á Fornhaga 13. Ég sá fæðinguna horfandi í gegnum skráargatið á hurðinni og gleymi því aldrei. Þótti alltaf mjög vænt um þig og reyndi eftir bestu getu að vernda þig, sérstaklega eftir að mamma okkar veiktist og við urð- um að vissu leyti sjálfala. Þið Búbba bjugguð báðar hjá mér eft- ir að ég stofnaði heimili og voruð í raun uppeldisdætur mínar. Síðar fórstu að lifa þínu sjálfstæða lífi og plumaðir þig vel. Eignaðist fjögur flott börn, fimm barnabörn og varðst góð mamma og amma. Þau eru þitt framhaldslíf kæra systir. Ég ætla að ljúka þessari stuttu minningu um Bryndísi systur mína með tilvitnun í ljóð Jónasar Hallgrímssonar: Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull; nú er ég búinn að brjóta og týna. Ég sendi Kristjáni, Ingigerði, Eddu, Magnúsi Ara og Rannveigu Ásu innilegar samúðarkveðjur. Veit að þau eiga mjög erfitt eftir þetta fyrirvaralausa andlát Bryn- dísar systur minnar. Jón Gunnar Ottósson. Við svo átakanlegt og ótíma- bært andlát elskulegrar svilkonu minnar, Bryndísar Ottósdóttur, koma upp margar minningar. Bryndísi kynntist ég þegar mágur minn, Kristján, kynnti okk- ur Dóra fyrir henni. Það þurfti ekki nema eina kvöldstund til að brjóta ísinn enda var ekki annað hægt en að líka vel við Bryndísi, þessa yndislegu, ljúfu og góðu konu. Þeirra beið vandasamt hlut- verk, að sameina sjö barna hóp. Það var örugglega ekki létt verk á þeim tíma en við öll sem umgeng- umst Bryndísi og Kristján sáum og fundum að þeim var ætlað að vera saman. Þau voru alla tíð svo ástfangin og áttu einstaklega vel saman. Stuttu eftir kynni okkar fórum við fjögur saman til Kaupmanna- hafnar en þangað fóru þeir bræð- ur í nýrnaskiptaaðgerð. Við Bryn- dís kynntumst þá enn betur enda var nánd okkar fjögurra mikil og við vorum saman í þessu verkefni, sem gekk vel. Við svilkonurnar fórum stundum í gönguferðir á Strikið til þess að skipta um um- hverfi frá spítalaverunni, skoða í búðir og fara í bakarí og kökuhús. Því jú, hún Bryndís elskaði kökur og eftirrétti. Oft kom fyrir að hún gat ekki valið af eftirréttaseðlum þannig að þá var bara pantað allt sem í boði var, því að Bryndís varð að smakka allt. Ég dáðist að þessari fallegu konu. Bryndís var ekki bara glæsileg útlits, hún var líka svo ljúf og glaðleg. Fíngerð og nett en samt svo hraust og sterk. Mér fannst hún alltaf tala svo vandað mál, fallega íslensku. Skórnir hennar Bryndísar, maður minn, það var engin sem átti eins flotta skó, himinháu hælarnir sem hún fór létt með að tipla á í snjósköfl- um eins og atvinnumanneskja. Hún var svo elegant týpa en samt líka sportleg og frjálsleg. Striga- skór, gallabuxur og skyrta, þannig var hún oftast klædd, þannig var hennar stíll. Hún samgladdist okkur Dóra þegar við eignuðumst börnin okk- ar, Andreu Rut og Jóhann Frank, og þau litu alla tíð á Bryndísi sem frænku sína. Enda sýndi hún þeim áhuga og þeim þótti vænt um hana. Hún átti gott samband við börnin sín og auðséð að ömmu- hlutverkið elskaði hún mikið. Eft- irsjá og söknuður barna hennar og barnabarna er skiljanlega mikill. Bryndís og Kristján giftu sig fyrir nokkrum árum. Mikið þótti mér vænt um að þau skyldu bjóða okkur Dóra að vera við athöfnina. Ein vinahjón þeirra voru líka við- stödd þessa fallegu stund. Athöfn- in var fámenn og vorum við öll sex við altarið í Dómkirkjunni. Þetta brúðkaup er eitt það fallegasta sem ég hef verið viðstödd. Brúð- urin var geislandi og Kristján ljómaði. Við sem sátum við altarið táruðumst í gleðinni. Kvöldinu mun ég aldrei gleyma. Það er svo margt sem ég vildi segja en hug- urinn er frosinn. Skarð Bryndísar verður aldrei fyllt, margir sakna og syrgja yndislega manneskju. Missir ykkar og sorg er svo mikil, elsku Kristján okkar, Ingi- gerður, Edda, Rannveig Ása, Magnús Ari, Pétur Geir, Ragna Björk, Árni Björn og fjölskyldur. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa ykkur og allar ykkar góðu minningar um einstaka konu. Við munum alla tíð minnast Bryndísar með þakklæti og virðingu. Katrín og fjölskylda. Vinátta er eitt fallegasta orðið í íslenskri tungu. Að eiga vináttu einhvers er eitt af því dýrmætasta sem maður getur eignast í lífinu. Á lífsins göngu kynnist maður mörgu fólki, í gegnum vinnu, nám, félagslíf og þess háttar. Stundum verður þar til vinátta fyrir lífstíð en aðra er maður aðeins í sam- bandi við meðan á þessu tiltekna verkefni stendur. Svo eru þessir sjaldgæfu vinir sem maður hefur alltaf þekkt og hafa alltaf verið til staðar. Bryndís hafði alltaf verið í mínu lífi, ég þekki ekkert annað. Foreldrar okkar voru mikið vina- fólk og vorum við samferða sem ungbörn. Tveggja til þriggja ára gamlar vorum við komnar í sama leikskólann, Tjarnarborg. Svo fluttum við í sömu raðhúsalengj- una í Hvassaleiti þegar við vorum fjögurra ára. Þar ólumst við upp saman, vorum inn og út af Bryndís Ottósdóttir HINSTA KVEÐJAÞað hefur verið nefnt að augun séu spegill sálarinn- ar. Svo sannarlega var það rétt í tilfelli Bryndísar tengdamóður minnar sem skartaði bæði einstaklega fallegum augum og jafnvel enn fallegri sál. Bryndís var sérstaklega hlý kona og fengu barna- börnin svo sannarlega að njóta þess. Með gæsku sinni og ást bjó hún þau undir lífið og að því munu þau búa um ókomna tíð. Þessi stórglæsilega kona setti fingrafar sitt á líf okkar um aldur og ævi. Eftir storminn lifir aldan. Haraldur Eiríksson.Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ERLA HELGADÓTTIR, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 11. júlí í faðmi fjölskyldunnar. Útför auglýst síðar. Ragnar Birkir Jónsson Guðmundur K. Birkisson Erla Guðjónsdóttir Valgerður Hrefna Birkisd. Eyjólfur Gísli Garðarsson Helga Magnea Birkisdóttir Ólafur Jóhannes Sólmunds. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og frændi, BJARKI SIGURBJÖRNSSON, Sandabraut 11, Akranesi, sem lést mánudaginn 6. júlí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 17. júlí klukkan 13. Erla Linda Bjarnadóttir Sunna Elísabet Ástrós Saga Sonja F. Jónsdóttir Kolbrún Kjartansdóttir Hlynur Máni Sigurbjörnsson Petrína Helga Ottesen Leiknir Sigurbjörnsson Sigrún Þ. Theodórsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA RAGNHEIÐUR INGVARSDÓTTIR kaupmaður, lést á Landspítalanum sunnudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 17. júlí klukkan 13. Rósa Marta Guðnadóttir Bryndís S. Guðmundsdóttir Anna R. Ingvarsdóttir Pétur Reynisson Magnús Kári Bergmann Drífa Magnúsdóttir Arnar Guðni Jónsson Védís S. Ingvarsdóttir Ingvar, Lilja, Baldur, Rósa, Birna og Vigdís Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN ÓLI JÓNSSON hljóðfæraleikari, lést miðvikudaginn 8. júlí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 17. júlí klukkan 11. Anna Lilja Kvaran Anna Katrín Sveinsdóttir Guðni Jónsson Sveinn Óli, Kolbrún Elsa, Jón Atli og Hafdís Rún Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ val- inn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.