Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 28
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gaf á árinu út þriðju breiðskífu sína og til stóð að hann myndi verja mestum hluta ársins á tónleikaferðalagi erlendis. En kórónu- veiran breytti þeim áætlunum og þess í stað er Ásgeir nú á ferðalagi um Ísland og heldur 13 tónleika á 17 dög- um. Næst kemur hann fram í Havaríi í Berufirði í kvöld, miðvikudagskvöld, þá á Kaffi Rauðku á Siglufirði annað kvöld, fimmtudagskvöld, á föstudagskvöldið kemur hann fram á Sæborg í Hrísey, og á Græna hattinum á Akureyri á laugardagskvöldið kemur. Í stað þess að kynna nýja plötu erlendis ferðast Ásgeir um Ísland Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég var sjö ára þegar Tófa kom inn í líf mitt,“ segir Þuríður Magnús- dóttir, 27 ára ung kona sem hefur notið þeirrar gæfu að fá að vera samferða kisunni sinni óvenju lengi. „Pabbi vann í húsdýra- og fjöl- skyldugarðinum þegar hún fannst þar í refabúrinu. Enginn veit hvernig hún komst þangað inn en litlu mátti muna að hún endaði líf sitt ung í tófukjafti. Starfsfólkið tók hana inn til sín og þar sá ég kett- linginn Tófu í fyrsta sinn, því ég fékk stundum að fara með pabba í vinnuna. Ég hafði tuðað um að fá hund frá því ég byrjaði að tala, svo foreldrar mínir sáu þarna gott tækifæri og dag einn þegar ég kom heim úr skólanum göbbuðu þau mig til að fara inn á bað, sögðu að ég ætti að þvo mér um hendurnar. Þegar ég kom þar inn var kett- lingurinn Tófa þar í búri. Ég varð auðvitað himinlifandi með þessa óvæntu gjöf,“ segir Þuríður, sem hef- ur nú brátt í tuttugu ár búið með Tófu sinni. „Hún hefur verið dekurrófa, ég leyfði henni strax að sofa uppi í hjá mér, en núna sefur hún uppi í hjá mömmu, því ég og kærasti minn bú- um í öðru rými í íbúðinni. Tófa vill alltaf láta breiða yfir sig þegar hún kemur upp í.“ Þuríður segir að Tófa sé mjög frek. „Hún stjórnar hér með harðri hendi. Hún tekur ekki ný dýr á heim- ilinu í sátt, við reyndum að fá okkur annan kött en það gekk ekki. Við fengum okkur hund í nokkur ár en hún tók hann aldrei í sátt. Tófa varð mjög fegin þegar hundurinn flutti með pabba eftir að foreldrar mínir skildu, þá varð hún aftur drottning í ríki sínu. Hún er ljúf við þá sem henni hentar, ég má kjassa hana eins mikið og ég vil, en hún er ekki eins hrifin af börnum og leyfir þeim lítið að hnoðast með sig.“ Þuríður segir Tófu gáfaða og flinka, hún hafi opnað dyr þegar hún var yngri og hraustari. „Hún stökk upp í hurðarhúna og opnaði til að komast hvert sem hún vildi. Hún hefur þann skemmtilega eiginleika að hún knúsar mig þegar ég held á henni, leggur loppurnar hvora sínum megin við hálsinn á mér.“ Eftir langa samvist segist Þuríður nú hugsa um það hvern dag að jarð- vist Tófu sé að styttast. „Hún er hraust og leikur sér eins og kettlingur, en við fórum með hana í skoðun til dýralæknis á þessu ári af því hún fór að mjálma óvenju hátt. Hún fékk vítamínsprautu og hresstist, en starfskona hjá dýra- lækninum hélt að hún væri 12 ára. Hún heldur sér því vel þótt hún geti ekki lengur hoppað upp í sófa og sé með tröppu til að komast upp í rúm.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Vinir „Tófa knúsar mig þegar ég held á henni, leggur loppurnar hvora sínum megin við hálsinn á mér,“ segir Þuríður. Tófa stjórnar heimilinu með harðri hendi (loppu)  Fannst í refabúri og verður tuttugu ára í næsta mánuði SÆKTU APPIÐ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Með Hreyfils appinu er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllinn er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Hreyfils-appið er ókeypis. MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 197. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Gríðarleg spenna er komin í neðri hluta Pepsi Max- deildar kvenna í fótbolta eftir að FH vann óvæntan sig- ur á Þór/KA á Akureyri og tíu KR-ingar knúðu fram sig- ur á Stjörnunni í Garðabæ þar sem Katrín Ásbjörns- dóttir skoraði tvívegis gegn sínu gamla félagi. Í báðum leikjum komu sigurmörkin undir lokin. Þróttur tók óvænt stig af Selfyssingum en Breiðablik vann hins vegar sannfærandi sigur í Vestmannaeyjum, 4:0, og hefur enn ekki fengið á sig mark á tímabilinu. »23 Útisigrar botnliðanna galopnuðu deildina ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.