Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020 samflot L augarnar í Rey k jav í k w w w. i t r. i s Miðvikudagskvöld í sumarkl. 20–21 Sundhöll Tónleikaflotmeðneðansjávartónlist Árbæjarlaug Flotmeð tónheilun Vesturbæjarlaug Vatnadansog flot Breiðholtslaug Flotmeð jóga Ylströnd Rósabaðog samflot 15. júlí 22. júlí 29. júlí 5. ágúst 15. ágúst 60 ára Ólöf er Reyk- víkingur en býr í Kópa- vogi. Hún er hjúkr- unarfræðingur að mennt og er aðstoð- ardeildarstjóri á Barna- spítala Hringsins. Maki: Skúli Gunn- arsson, f. 1961, grunnskólakennari. Börn: Heiðrún, f. 1983, Davíð Örn, f. 1989, og Ingvar Örn, f. 1992. Stjúpbörn eru Ólafur Dagur, f. 1989, og Bergrós, f. 1995. Barnabörnin eru orðin fimm. Foreldrar: Ólafur Reykdal Karlsson, f. 1935, d. 2013, sölustjóri hjá O. Johnson & Kaaber, og Fríða Sigríður Magnús- dóttir, f. 1935, d. 2011, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Fríða Ólöf Ólafsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þig blóðlangar til að þéna meira af peningum og eyða þeim. Eitthvað gæti fangað athygli þína og skapað hættu. 20. apríl - 20. maí  NautÆvintýraþrá þín kemst alltaf í há- mark í nálægð vissrar manneskju. Annars rennur tækifærið þér úr greipum og þú gleymir áformum þínum. Ekki gefast upp. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert óvenju tilfinninganæmur þessa dagana og þyrftir að komast frá um tíma til að átta þig á því hvað veldur þessu. Allt sem þú gerir gengur vel og hratt fyrir sig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það freistar þín mjög að reyna eitthvað nýtt svo þú skalt fyrir alla muni láta það eftir þér. Reyndu að halda ró þinni og bíða til morguns. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur farið illa ef þú reynir að leika einhvern einleik þegar sá árangur sem við blasir er verk margra manna. En mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gerðu þér grein fyrir því hvað það er sem þú vilt en láttu ekki aðra segja þér þar fyrir verkum. Sýndu þolinmæði og fylgdu þeim eftir í rólegheitunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert í miðjum umbrotatíma og þarft að halda þér við efnið til þess að komast klakklaust út úr breytingunum. Hvernig þú kemst frá því er þitt val. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhverjum aðila liggur veru- lega á í dag og er fullur óþolinmæði í garð þeirra sem ekki ná að fylgja eftir. Hættu að bíða eftir því að aðrir taki fyrsta skrefið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gætir þurft að stranda fyrir máli þínu gagnvart mikilvægum hópi í dag. Einhver dýrkar þig eftir að sjá hversu vel þú kemur fram við allt og alla. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að setja þér fastar starfsreglur til þess að allt fari ekki úr böndunum. Nú er rétti tíminn til þess að þakka allt sem þú átt og ert, þó að það virðist ekki nóg. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hið mesta óráð að flýja af hólmi. Spjall við ókunnugan aðila gæti aldeilis víkkað út sjóndeildarhring þinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér hefur tekist að vekja athygli á þínum málstað. Að gera betur en fólk ætl- ast til af þér er orðið þitt aðaláhugamál. rekstraraðili þar til árið 2018. Þá réðum við skólastjóra úr hópi okkar góðu kennara sem höfðu starfað við Regnbogann frá fyrstu árum hans og þekkti hún menningu og starfs- hætti út og inn. Það hefur verið mikil gæfa hvað okkur hefur haldist vel á góðu fólki og hvað þau sam- skipti hafa verið bæði góð og gef- andi.“ Lovísa heillaðist snemma á ferl- inum af uppeldisfræði sem jafnan er kölluð Reggio-stefnan og er kennd er við bæinn Reggio Emilia á Norð- ur-Ítalíu. „Sú stefna þótti mér hafa svo fallega sýn á barnið. Að öll börn séu máttug og mikilhæf og að bæði foreldrum og kennurum beri að virða getu barnanna og skapa þeim tilfinningalega styðjandi umhverfi, frjálst og fjölbreytt skipulag til náms. Enda eru einkunnarorð skól- ans: Börn eru merkilegt fólk.“ Áhugamál og félagsmál „Ég hef alltaf haft gaman af mannlífinu í allri sinni mynd og list- um og nýt þess að vera með góðu fólki og áhugamálin tengjast því að mestu. Núna seinni árin hefur bónd- inn minn smitað mig af ferðaþránni sem í honum býr og því að kynnast Regnbogans. Hann hefur verið eins konar „staðarverkfræðingur“ og séð um allt viðhald innan húss og utan. Honum finnst líka skemmtilegt að vera nú eins konar afi svo ótrúlega margra barna enda hefur hann alla tíð gefið sér tíma bæði til að spjalla við börnin og fræða. Í Regnboganum var ég allt í senn skólastjóri, faglegur leiðtogi og E ugenia Lovísa Hall- grímsdóttir er fædd 15. júlí 1950 í Reykja- vík. „Húsnæðisekla leiddi til þess að faðir minn, systir hans og makar keyptu lítið sumarhús í Selásnum á yndis- legri lóð og byggðu svo við það af miklum dugnaði og gerðu að heils- árshúsi. Þar átti ég heima til 11 ára aldurs þegar foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur en ég sá alltaf eftir unaðsreitnum okkar í Selásnum, sem þá var sveit í borg. Enda þótt ég hafi frá barnæsku ætlað í hjúkrunarfræði æxlaðist það svo fyrir tilviljun að ég fór að vinna sem leiðbeinandi í leikskóla og þar fann ég mína fjöl.“ Lovísa fór svo til náms við Fósturskóla Íslands og seinna í framhaldsnám í stjórnun menntastofnana við Kennaraháskól- ann. „Ég sótti svo námskeiðið FrumkvöðlaAuður veturinn 2002- 2003 í því merka verkefni Auður í krafti kvenna og var það góður grunnur að því sem síðar varð.“ Lovísa var bæði deildarstjóri og yfirfóstra í leikskólum í Mosfellsbæ en lengst þó leikskólastjóri. Hún var forstöðumaður frá 1988 á Barna- heimili Reykjalundar og leikskóla- stjóri í Leikskólanum Hlaðhömrum í Mosfellsbæ 1990-2002. „Árið 2002 keyptum við hjónin lóð við Bleikju- kvísl 10 í Reykjavík og byggðum þar þriggja deilda leikskóla á lóð sem í skipulaginu var stofnanalóð. Í framhaldinu sótti ég svo um að fá að reka sjálfstæðan leikskóla. Ég fékk svo Sigurð Guðmundsson hjá Teiknistofunni Háaleiti til liðs við mig og saman hönnuðum við skól- ann. Ég lagði til faglegu sjónar- miðin og hugmyndafræði Reggio- skólanna en Sigurður þau tækni- legu. Útkoman var góð og fékk leikskólinn nafnið Regnboginn,“ en sem dæmi um hversu vinsæll skól- inn er þá eru yfir 300 börn á biðlista og hafa verið í mörg ár. „Ámundi, maðurinn minn, var tilbúinn að leggja allt undir með mér til að draumurinn minn mætti verða að veruleika. Hann hafði verið í siglingum í áratugi en kom í land til að halda utan um byggingu framandi stöðum og menningu og höfum við nú farið nokkuð víða. Ég var einn vetur á námskeiði í Mynd- listaskólanum í Reykjavík þegar ég var ung og núna seinni árin er ég að spreyta mig með pensilinn og hef sótt þrjú námskeið hjá Þuríði Sig- urðardóttur, sem er bæði einstakur kennari og gleðigjafi.“ Lovísa sat í stjórn Starfsmanna- félags Mosfellssveitar 1985-87, var í kjararáði Fóstrufélags Íslands 1988-89, í kjörstjórn þess 1989-95, í laganefnd félagsins 1989-91. Hún var einn stofnenda Faghóps leikskólastjóra og sat þar í stjórn frá stofnun 1996-2002, síðasta árið sem formaður. Lovísa var fulltrúi í Félagsmálaráði Mosfellsbæjar 1994- 2002 ásamt því að eiga sæti í Barnaverndarnefnd Kjósarhrepps og Barnaverndarnefnd Þingvalla- hrepps árin 1994-1998. Hún var einn stofnenda Samtak sjálfstæðra skóla (SSSK) og sat í 10 ár aðalstjórn samtakanna ásamt þeim Margréti Pálu Ólafsdóttur í Hjallastefnunni og Margréti Theodórsdóttur í Tjarnarskóla. Hún var í stjórn sam- taka áhugafólks um starf í anda Reggio Emilia 2007-2009. Þá hlaut Lovísa tilnefningu 2017 og 2018 til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi. Lovísa er félagi í Rótarýklúbbi Mos- fellssveitar og varð hún fyrsta kon- an til að gegna embætti forseta klúbbsins, starfsárið 2007-2008. „Ég er endalaust þakklát fyrir að fá að eldast og fyrir fjölskylduna mína og ég hlakka til dagsins í dag. Dagurinn verður þó með örlitlum öðrum brag en ég ætlaði vegna veð- urs en ég hafði ráðgert garðveislu síðdegis með nokkrum af þeim kon- um í lífi mínu sem hafa gefið mér ör- lítinn part af sjálfum sér. Garðpartí- ið mitt verður því fært inn í Safnaðarheimili Lágafellssóknar. Kvöldinu ætlum við hjónin svo að verja með börnunum okkar og fjöl- skyldum þeirra.“ Fjölskylda Eiginmaður Lovísu er Ámundi Jökull Játvarðsson, f. 25.1. 1947, vélfræðingur. Foreldrar hans voru hjónin Játvarður Jökull Júlíusson, f. Lovísa Hallgrímsdóttir fv. leikskólastjóri, stofnandi og rekstraraðili Regnbogans – 70 ára Fjölskyldan Lovísa ásamt Ámunda, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, móður sinni, til hægri í neðri röð og föðursystur, Aðalheiði Jónsdóttur. Börn eru merkilegt fólk Við útskrift Lovísa á síðasta ári sínu sem leikskólastjóri árið 2018. 40 ára Jóna er Vopn- firðingur en býr í Hveragerði. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt en rekur blómaverslunina Hverablóm og kaffi- húsið Rósakaffi. Jóna ræktar auk þess rósir. Maki: Guðmundur Magnús Nielsen, f. 1970, garðyrkjufræðingur. Börn: Margrét Ólafía, f. 2003, og Gunnar Smári, f. 2014 Foreldrar: Jóna Kristín Halldórsdóttir, f. 1955, heimavinnandi, og Gunnar Smári Guðmundsson, f. 1954, starfsmaður hjá Afli starfsgreinafélagi. Þau eru búsett á Vopnafirði. Jóna Sigríður Gunnarsdóttir Til hamingju með daginn Njarðvík Trausti Rafn fæddist 22. september 2019 kl. 22.15 í Reykjavík. Hann vó 3.860 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Helga Lind Sigurbergs- dóttir og Ívar Rafn Þórarinsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.