Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 25
AF LISTUM
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Það má með sanni segja aðendurfæðing hafi verið þemaföstudagskvöldsins á jaðar-
listahátíðinni Reykjavík Fringe
Festival. Tvær afar ólíkar sýningar í
Tjarnarbíói kölluðust óvænt á. Uppi-
standssýning Jonos Duffys „I’m
Tired“, sem beðið hefur verið með
eftirvæntingu, fylgdi fast á hæla
loftfimleika- og nýsirkussýningunni
Rebirth.
Alice Demurtas og Lauren
Charnow sýndu loftfimleika og sóttu
þær innblástur í endurfæðingu okk-
ar sem samfélags eftir heimsfarald-
urinn. Þær hafa ótrúlega stjórn á
líkömum sínum og margra metra
háu borðunum sem þær klifra í.
Áhorfendum varð þó um og ó þegar
þær steyptu sér niður borðana, en
allt var útreiknað, ávallt var einn út-
limur kirfilega fastur svo engin
hætta var á ferðum.
Falleg form í háloftunum
Fimleikabrögðin virtust svo
ofsalega auðveld, sem segir manni
mikið um þann styrk sem Demurtas
og Charnow búa yfir. Óþjálfað auga
gæti átt í mestu erfiðleikum með að
átta sig á þrotlausri þjálfuninni, lið-
leikanum og styrknum sem þarf til
þess að framkvæma loftfimleika-
brögðin. Falleg voru þau formin sem
þær stöllurnar sköpuðu uppi í há-
loftunum. Áhorfendur göptu sér-
staklega þegar þær sameinuðust á
einn tvöfaldan borða og Demurtas
hringaði sig um Charnow, sem hafði
rennt sér í splitt með hvorn fótinn
fastan í sínum borðanum.
Það var svolítill byrjendabrag-
ur á umgjörðinni, sem dró aðeins úr
áhrifamætti sýningarinnar. Það
verður kannski ekki sagt að sýn-
ingin í heild hafi verið tilkomumikil
en loftfimleikarnir sjálfir stóðu fyrir
sínu.
Hápunktur kvöldsins, og ef til
vill hápunktur hátíðarinnar, var
uppistandssýning Jonos Duffys, þar
sem segja má að hugmyndin um
endurfæðingu hafi einnig komið við
sögu. Ástralski grínistinn hefur ver-
ið búsettur hérlendis síðan árið 2015
og notið mikilla vinsælda hér á landi
en hann heldur nú til Frakklands,
heimalands unnusta síns. „I’m
Tired“ var því síðasta sýning hans
hérlendis í einhvern tíma og, eftir
því sem hann heldur fram sjálfur,
mögulega hans síðasta uppistands-
sýning nokkurn tíma. Titill sýning-
arinnar „I’m Tired“, „Ég er þreytt-
ur“, vísar til þess að Duffy er orðinn
þreyttur á uppistandi og harkinu
sem því fylgir.
Frakkur en einlægur
Jono Duffy lætur allt flakka.
Yfirgengilegar frásagnir úr hans
eigin lífi vekja hlátrasköll og engir
líkamsvessar eru honum óviðkom-
andi. Þrátt fyrir að Duffy sé óbæri-
lega fyndinn og ansi frakkur er
hann líka afar einlægur í framkomu.
Það er líklega það sem gerir hann að
frábærum uppistandara. Hann hef-
ur ótrúlegt lag á því að ná áhorf-
endum á sitt band.
Sýning Duffys endaði á áhrifa-
mikilli lokaræðu þar sem hann taldi
upp ástæðurnar sem liggja að baki
því að hann hefur alla tíð neitað að
laga sýningar sínar að gagnkyn-
hneigðum normum.
Í gegnum tíðina hefur honum
verið ráðlagt að leggja til hliðar allt
sem gerir sýningar hans „samkyn-
hneigðar“. Þannig myndi hann falla
betur í kramið hjá áhorfendum og
ná auknum vinsældum. Hann er þó
ósammála því; áhorfendur vilji sjá
þessa hlið á veröldinni, og hann seg-
ir það einungis úreltar hugmyndir
ýmissa skipuleggjenda sem standi í
vegi fyrir því.
Hann gagnrýnir uppistands-
heiminn harðlega fyrir að taka ekki
á móti fjölbreyttum hópi grínista.
Allir þeir sem ekki séu hvítir gagn-
kynhneigðir karlmenn eigi erfitt
uppdráttar innan þessa heims.
Konur, litaðir og hinsegin þurfi að
berjast fyrir plássi í uppistandi og
þykir Duffy nóg komið.
Klökkur þakkaði Jono Duffy ís-
lenskum áhorfendaskaranum stuðn-
inginn á undanförnum árum. Nú sé
hann þreyttur, þreyttur á harkinu í
þessum harða heimi uppistand-
arans. Hann vonast til að það tóm
sem hann skilur eftir verði fljótt að
fyllast; að einhvers staðar sé að
finna annan samkynhneigðan uppi-
standara sem geti stigið þar inn.
Duffy vonast til að hann hafi rutt
brautina fyrir þann einstakling, þá
„drottningu“ eins og hann orðaði
það. Þrátt fyrir að Duffy kveðji
uppistandssenuna geta aðdáendur
vonað að í hans stað komi ungur og
upprennandi listamaður, Jono Duffy
endurfæddur.
Stuðningurinn streymir
Andrúmsloftið á Reykjavík
Fringe er magnað. Samkenndin er
alltumlykjandi. Maður finnur stuðn-
inginn streyma frá áhorfendum til
listamannanna, sama hver í hlut á.
Það er líka langt frá því að lista-
mennirnir setji sig á háan hest. Þeir
eru hluti af hópnum. Það gerir
Fringe-hátíðina sérstaka. Nándin
milli áhorfenda og listamanna gerir
það að verkum að skrefið úr salnum
og upp á svið verður yfirstíganlegra.
Upprennandi listamenn fá þar með
þá hvatningu sem þeir þurfa á að
halda. Arftaki Duffys gæti hafa
leynst í salnum þetta kvöld og við
getum vonast til að hann stigi á svið
á hátíðinni að ári.
Föstudagskvöld á Fringe
Ljósmynd/Angie Diamantopoulou
Grínisti Duffy er orðinn þreyttur á því harki sem fylgir uppistandsbrans-
anum en vonast til þess að hafa rutt veginn fyrir upprennandi listamenn.
Lipur Lauren Charnow sýndi loft-
fimleika á föstudagskvöldið.
» Andrúmsloftið áReykjavík Fringe er
magnað. Samkenndin
er alltumlykjandi.
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Hörkuspennandi þriller byggð á sögu
eftir Lizu Marklund og James Patterson
Sýndmeð
íslensku tali
Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI
FRÁBÆR NÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
90% Variety
Bresku myndlistarmennirnir Gil-
bert og George, sem áratugum
saman hafa vakið athygli fyrir list
sem þeir skapa saman, voru fyrir
þremur árum kjörnir inn í Konung-
legu bresku myndlistarakadem-
íuna, saman í eitt sæti. Nú greina
fréttir frá því að þeir hafi sagt sæt-
inu í þessari virðulegu 250 ára
gömlu stofnun lausu, ósáttir við að
stór sýning á verkum þeirra, sem
þeir höfðu upplýst að væri fyrir-
huguð í salarkynnum akademíunn-
ar, hafi verið blásin af. Viðamikil
yfirlitssýning á verkum þeirra Gil-
berts og George, sem eru 76 og 78
ára gamlir, verður opnuð í Lista-
safni Reykjavíkur, 6. ágúst, og er
liður í Listahátíð í Reykjavík.
Þekktir Listamennirnir Gilbert og George.
Gilbert og George
hætta í akademíu
Fjórar tónlistar-
konur og laga-
höfundar koma
fram á tónleikum
sem hefjast á
Café Rósenberg í
kvöld, miðviku-
dag, klukkan 20.
Bergrós hóf
sólóferil í fyrra
og vinnur að
stórri plötu. Ísold hefur vakið at-
hygli, fyrir frumsamið efni, í
keppninni The Voice Iceland og í
undankeppni Eurovision. Fyrsta
plata Rekekku Sifjar, Wondering,
kom út 2017 og kynnir hún nú nýtt
efni. Fjórða listakonan, Silja Rós,
gaf einnig út fyrstu plötu sína 2017,
„Silence“, og semur lög fyrir ólíka
tónlistarmenn.
Fjórar tónlistar-
konur koma fram
Silja Rós