Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 23
6. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Vesturbæingurinn Stefán Árni Geirsson átti mjög góðan leik fyrir KR þegar liðið vann 3:1-sigur gegn Breiðabliki í 6. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max- deildarinnar, á Meistaravöllum í Vesturbæ á mánudaginn síðasta. Stefán, sem verður tvítugur í nóv- ember, kom KR-ingum yfir strax á 2. mínútu eftir frábært einstaklings- framtak en hann uppskar tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína gegn Blikum. Stefán hefur komið við sögu í fjór- um leikjum með KR í deildinni í sumar en hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild gegn Breiðabliki. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu að vinna þennan leik en að sama skapi hefði maður kannski alveg tek- ið stigið fyrir fram enda Blikarnir með frábært lið,“ sagði Stefán í sam- tali við Morgunblaðið. „Leikplanið okkar gekk fullkomlega upp ef svo má segja. Við lokuðum algjörlega á alla þeirra styrkleika á meðan við nýttum okkar og þetta var vel spil- aður leikur af okkar hálfu. Rúnar [Kristinsson] var ekki bú- inn að biðja mig eitthvað sérstaklega um að taka boltann frá miðjunni, rekja hann upp allan völlinn og láta svo vaða á markið en hann treystir mér, sem er frábært. Hann gefur mér svigrúm til þess að gera mín mistök og það lætur mér líða vel inni á vellinum. Ég þori þess vegna að taka ákveðna sénsa, eins og gegn Breiðabliki, og það var frábært að sjá boltann í netinu gegn Breiða- bliki.“ Stefnir á byrjunarliðssæti Íslandsmeistararnir eru með 12 stig í öðru sæti deildarinnar, jafn mörg stig og Fylkir, en Vestur- bæingar eiga leik til góða á Árbæ- inga. „Við erum mjög sáttir með stiga- söfnunina hingað til, að undan- skildum leiknum gegn HK. Við erum búnir að spila gegn sterkum and- stæðingum líka eins og Breiðabliki, Val og Víkingum, og það er mjög já- kvætt að vinna þessi lið. Að sama skapi ætlum við okkur að berjast í og við toppinn og ef það á að ganga eftir þurfum við að vinna þessa leiki. Persónulega hef ég verið að fá tækifæri með liðinu og það er svo undir sjálfum mér komið að nýta þau. Það er góð breidd í hópnum og þegar allt kemur til alls stillir þjálf- arinn upp því liði sem hann telur vænlegast til árangurs. Ég ætla mér að halda áfram að leggja hart að mér á æfingum og vonandi skilar það mér sæti í byrjunarliðinu. Á sama tíma ætla ég að njóta þess eins og ég get enda skiptir öllu máli að hafa gaman af því sem maður er að gera. Ég geri mér grein fyrir því að það er margt stærra í lífinu en fótbolti en eins og staðan er í dag er það fótboltinn sem er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér.“ Öfundar bræður sína Stefán lék með Fram upp yngri flokkana, áður en hann skipti yfir í KR, en tvíburabróðir hans Tryggvi Snær Geirsson leikur með Fram í 1. deildinni í sumar sem lánsmaður frá KR. „Við bjuggum á Spáni í sjö ár en komum heim á sumrin og þá æfðum við alltaf með Fram. Við förum svo í Vesturbæinn í 4. flokki og vinnum meðal annars Íslandsmótið í 2. flokki saman. Hann er hörkuknatt- spyrnumaður en hefur verið óhepp- inn með meiðsli og ég vona þess vegna að hann nái sér vel á strik í 1. deildinni í sumar því hann á mikið inni. Að sama skapi er maður aðeins öfundsjúkur þessa dagana líka því eldri bróðir okkar, Sigurður Þráinn, er í Fram líka en hann gæti spilað eitthvað með liðinu í sumar og Tryggva auðvitað og það yrði smá svekkjandi að missa af því að spila með bræðrum sínum. Ég mun alltaf bera ákveðnar taugar til Fram, og auðvitað Leiknis í Reykjavík þar sem ég átti frábæran tíma á láni síð- asta sumar, en ég er fyrst og fremst KR-ingur og þar á ég heima,“ bætti Stefán við í samtali við Morgun- blaðið. Fær svigrúm þjálfarans til að gera sín mistök  Stefán Árni Geirsson stefnir á að vinna sér fast sæti í byrjunarliði KR Morgunblaðið/Íris Fyrsti Stefán Árni Geirsson fékk fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði KR gegn Víkingi í Meistarakeppni KSÍ en þar sýndi Pétur Guðmundsson dómari honum gula spjaldið. Í fyrrakvöld skoraði Stefán glæsilegt mark gegn Blikum. ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020 Jón Axel Guðmundsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, gæti verið á leið til þýska liðsins Fraport Sky- liners fyrir næsta tímabil. Þýskur körfuknattleikssérfræðingur full- yrti á Twitter í gær að skipti Grind- víkingsins þangað væru staðfest en Jón Axel sagði við Morgunblaðið að hann væri enn aðeins að skoða málin. Hann lauk námi hjá David- son-háskólanum í Bandaríkjunum í vor, átti glæsilegan feril þar og hef- ur stefnt á nýliðaval NBA í haust. Það væri hins vegar úr sögunni ef hann færi til Þýskalands. Fer Jón Axel til Þýskalands? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frankfurt? Jón Axel Guðmundsson gæti samið við Fraport Skyliners. Kjartan Henry Finnbogason og samherjar hans í Vejle tryggðu sér í gær kvöld sæti í dönsku úrvals- deildinni í knattspyrnu, eftir árs fjarveru, með sigri á Nyköbing á heimavelli, 1:0. Vejle er með níu stiga forskot á Viborg þegar tveim- ur umferðum er ólokið. Aðeins sigurlið B-deildarinnar kemst upp, þar sem verið er að fækka liðum í úrvalsdeildinni úr fjórtán í tólf. Kjartan lék í 86 mínútur með Vejle í gærkvöld, en hann hefur skorað 17 mörk á tímabilinu og er marka- hæsti leikmaður deildarinnar. Kjartan kominn í úrvalsdeildina Ljósmynd/Vejle Upp Kjartan Henry Finnbogason er kominn í úrvalsdeild með Vejle. Að lokinni sjöttu umferðinni í Pepsi Max-deild karla í fótbolta eru þrír leik- menn efstir og jafnir í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Þeir Val- geir Valgeirsson úr HK, Stefán Teitur Þórðarson úr ÍA og Valdimar Þór Ingimundarson úr Fylki hafa allir fengið 6 M samanlagt fyrir frammistöðu sína til þessa. Valgeir hefur leikið fimm leiki en hinir sex leiki hvor. Með 5 M eru síðan Pablo Punyed úr KR, Thomas Mikkelsen úr Breiða- bliki, Haukur Páll Sigurðsson úr Val, Óttar Magnús Karlsson úr Víkingi, Aron Snær Friðriksson úr Fylki, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Viktor Jónsson úr ÍA. Úrvalslið 6. umferðar má sjá hér að ofan en þar eru fjórir leikmenn valdir í annað skipti. vs@mbl.is 6. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-4-2 Haraldur Björnsson Stjörnunni Kári Árnason Víkingi Brynjar Snær Pálsson ÍA Viktor Örlygur Andrason Víkingi Pablo Punyed KR Stefán Teitur Þórðarson ÍA Péter Zachán Fjölni Þórður Gunnar Hafþórsson Fylki Stefán Árni Geirsson KR Daði Ólafsson Fylki Brynjar Gauti Guðjónsson Stjörnunni 2 2 2 2 Valgeir, Stefán og Valdimar  Elín Jóna Þorsteinsdóttir, lands- liðsmarkvörður í handknattleik, hefur verið valin besti leikmaður danska liðsins Vendsyssel, annað tímabilið í röð. Lið hennar var efst í B-deildinni þegar tímabilið var blásið af í mars vegna kórónuveirunnar og leikur þar með í úrvalsdeildinni á komandi vetri. Landsliðskonan Steinunn Hansdóttir er gengin til liðs við Vendsyssel en hún lék áður með Gudme.  Fjórir leikmenn úr úrvalsdeild karla í fótbolta eru komnir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og missa af leikjum liða sinna í 7. umferð um næstu helgi. Viktor Karl Einarsson verður ekki með Breiðabliki gegn Val, Ásgeir Marteinsson verður ekki með HK gegn Stjörnunni, Ívar Örn Árna- son verður ekki með KA gegn Gróttu og Dofri Snorrason verður ekki með Víkingi gegn ÍA.  Ingibjörg Sigurðardóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, var valin í úr- valslið 2. umferðar norsku úrvals- deildarinnar af vefsíðu deildarinnar. Ingibjörg leikur með Vålerenga frá Ósló sem sigraði Röa 2:0 á heimavelli um síðustu helgi, en hún lagði upp annað mark liðsins í leiknum. Ingi- björg kom til Vålerenga frá Djur- gården í Svíþjóð fyrir þetta tímabil.  Barcelona er í viðræðum við Tott- enham um kaup á hinum tvítuga bak- verði Ryan Sessegnon, samkvæmt Sky Sports. Tottenham keypti hann af Fulham í fyrra fyrir 25 milljónir punda. Sagt er að til greina komi að enska félagið fái í staðinn Samuel Umtiti eða Nelson Semedo í skiptum fyrir strákinn.  Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fagnaði í gær þeim úrskurði Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS, að tveggja ára bann félagsins frá Evrópukeppni yrði fellt niður. „Við eigum skilið afsökunarbeiðni. Við tók- um til varna í málinu gegn þessum rógburði og unnum það,“ sagði Guar- diola á fréttamannafundi í gær.  José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var á öðru máli á sínum fréttamannafundi. „Þessi niðurstaða er hrein og bein þvæla. Ef City-menn eru saklausir, af hverju er þá verið að sekta þá um 10 milljónir evra? Ég er ekki að segja að þeir séu sekir eða neitt slíkt en þessi niðurstaða er brandari,“ sagði Mourinho.  Russell Westbrook, leikmaður bandaríska körfuknattleiksliðsins Houston Rockets, skýrði frá því á Twitter í gær að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann hefur eins og aðrir leikmenn liðsins verið að búa sig undir að halda áfram keppni í NBA frá og með 30. júlí, þar sem leikið verður í Disneylandi í Orlando, en er nú kominn í ein- angrun í bili. Westbrook, sem er 31 árs, kom til Houston fyrir þetta tímabil eftir að hafa leikið með Okla- homa City Thunder í ellefu ár og hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.