Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hvalir hafa sést uppi í landsteinum
og við hafnir á Norðvesturlandi í
sumar. „Það er eitthvað nýtt að hval-
ir sjáist í þessum mæli inn við Sauð-
árkrókshöfn og eins hjá Hvamms-
tanga. En þeir hafa oft leitað inn í
Eyjafjörð,“ segir Sverrir Daníel
Halldórsson, líffræðingur hjá Haf-
rannsóknastofnun. Mest hefur verið
um hnúfubak en einnig sést til
hrefnu, höfrunga og hnísu. Hnúfu-
bakur og hrefna eru skíðishvalir en
hnísa og höfrungar tannhvalir.
Hvalirnir eru í ætisleit og líklega
að eltast við smásíld. Hnúfubakarnir
smala síldinni í þéttar torfur með því
að blása út lofti og mynda eins konar
loftbólugirðingu í kringum torfuna.
Þegar síldartorfan hefur þétt sig
kafar hvalurinn og kemur síðan upp
með opið ginið og gleypir síldina.
Sverrir segir að frést hafi stöku
sinnum af hvölum undanfarin ár sem
hafa elt æti inn á firði en það virðist
hafa verið óvenju mikið um það t.d. í
Skagafirði undanfarna mánuði.
Hann kveðst ekki hafa fengið
neinar tölur um fjölda hvalanna.
Fyrir nokkrum árum héldu allt upp í
tíu hnúfubakar sig í Ísafjarðardjúpi
stóran hluta úr árinu. Þetta gerðist
ár eftir ár. Lítið hefur frést af því
undanfarið.
Aðspurður segir Sverrir að ekki
hafi orðið nein aukning á hvalrekum
fyrir norðan, a.m.k. ekki enn sem
komið er. Hvalatalningar und-
anfarin ár hafa sýnt mikla stækkun
hnúfubaksstofnsins. Hrefnustofninn
virðist hafa fært sig norðar. Áður
var oft talað um að einn mesti þétt-
leiki hrefnu í heiminum væri í Faxa-
flóa. Svo færði hún sig þaðan og
gerðist það samhliða hvarfi sandsíl-
isins, að sögn Sverris.
Sækja í smáfiskinn
Hvalir hafa sést innarlega í Mið-
firði í sumar og telst það nýlunda að
hvalir sæki svo langt inn í fjörðinn.
Eric dos Santos, líffræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun, býr niðri við
sjó á Hvammstanga.
„Ég hef séð hvali nánast á hverj-
um degi síðan einhvern tímann í
maí,“ segir Eric. Mest sá hann fimm
hnúfubaka í hóp í Miðfirði í sumar.
Yfirleitt eru hnúfubakar, annað-
hvort pör eða einstaklingar, þar á
ferð. Hann segir misjafnt eftir dög-
um hvað mikið er af hval í sjónum
fyrir framan húsið hjá honum. Hann
sá hnúfubak sem var að éta rétt utan
við höfnina í hádeginu í gær og kom
nokkrum sinnum upp til að blása. Þá
voru 5-10 hnísur alveg upp undir
fjörunni. Einnig hefur Eric séð
hrefnur og hnýðinga, sem eru af
höfrungaætt, af og til.
Hnúfubakarnir hafa verið að éta
alveg upp undir bakkanum. Þá segir
Eric að hann hafi heyrt af manni
sem brá í brún þegar stór hvalur
stökk upp úr sjónum skammt frá
honum á laugardaginn var. Auk þess
hafa komið hrefnur af og til. Hvalir
hafa sést upp við brimvarnargarðinn
á Hvammstanga.
„Ég hef búið á Hvammstanga síð-
an árið 2017 en hef ekki áður séð
hvali stökkva jafn oft og í sumar,“
segir Eric. Stundum stökkva hval-
irnir aftur og aftur. „Þetta er áber-
andi meira hvalalíf en íbúar hér á
svæðinu hafa tekið eftir áður.“
Ljósmynd/Eric dos Santos
Hvammstangi Áberandi meira hefur sést af hval í sumar inni við Hvammstanga en íbúar þar hafa tekið eftir áður.
Hnúfubakar koma til að éta smáfisk og stökkva oft upp úr sjónum. Einnig hafa sést hrefnur, hnísur og hnýðingar.
Hvalir sækja
nú inn í firði
fyrir norðan
Óvenju mikið af hval í Skagafirði og
inn af Húnaflóa Sækja í æti sem gæti
verið smásíld Eru alveg uppi í landi
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ljóst er að íslenskir hátíðarhaldarar
verða af milljörðum króna í ár vegna
heimsfaraldurs kórónuveiru. Fjölda
útihátíða hefur verið frestað fram til
næsta árs auk þess sem aðrar hafa
verið blásnar af. Í sumum tilvikum
sitja hátíðarhaldarar uppi með fast-
an kostnað, en yfirleitt er einungis
um gríðarlegan tekjumissi að ræða.
Mest er höggið hjá bakhjörlum
stórra hátíða á borð við Secret Sol-
stice og Þjóðhátíð. Á umræddum há-
tíðum hlaupa tekjur vegna aðgangs-
eyris á hundruðum milljóna króna.
Ljóst er að tekjumissirinn er af þeim
sökum gríðarlegur. Hátt í 20 þúsund
manns hafa sótt Þjóðhátíð árlega, en
um tíu þúsund tónleika Secret Sol-
stice. Síðarnefnda hátíðin fer fram
með breyttu sniði.
Í gær barst hins vegar tilkynning
þess efnis að Þjóðhátíð hefði verið
blásin af, með einu og öllu. Verða
engir viðburðir á dagskrá, hvort sem
um er að ræða dansleiki, tónleika,
brennu eða brekkusöng. Með þessu
vill þjóðhátíðarnefnd sýna í verki að
hún virði samkomutakmörk.
Stórar hátíðir blásnar af
Að sögn Víkings Heiðars Arnórs-
sonar, framkvæmdastjóra Secret
Solstice, nemur velta hátíðarinnar 5-
600 milljónum króna. Segir hann að
eftir sitji einhver kostnaður, en ein-
beiting sé nú komin á hátíð næsta
árs.
Meðal stórra hátíða sem blásnar
hafa verið af er Landsmót hesta-
manna, sem fara átti fram á Hellu
um nýliðna helgi. Færist mótið aftur
um tvö ár og verður því haldið í
bæjarfélaginu árið 2022.
Að því er fram hefur komið í sam-
tölum Morgunblaðsins við aðstand-
endur hátíðarinnar hljóðaði fjár-
hagsáætlun upp á 140 milljóna króna
kostnað. Ráðgert var að tekjurnar
yrðu jafnframt umtalsvert meiri en
það. Fljótt má því sjá að þar er beinn
tekjumissir á annað hundrað millj-
ónir króna. Í því samhengi er ekki
tekið tillit til annarra óbeinna tekna.
Miklar óbeinar tekjur
Svipað er upp á teningnum á Ísa-
firði þar sem Mýrarboltinn fer ár-
lega fram um verslunarmannahelg-
ina. „Beinar tekjur eru tugir
milljóna, en svo verður bærinn sömu-
leiðis af miklum tekjum. Þar er ég að
tala um til dæmis sundlaugar, tjald-
stæði, veitingahús og fleira. Íþrótta-
félögin hafa jafnframt haft tekjur af
þessu,“ segir Jóhann Bæring Gunn-
arsson, einn aðstandenda mótsins.
Hann bindur þó vonir við að hátíðin
komi til baka af krafti á næsta ári.
Á Akureyri mun bæjarhátíðin Ein
með öllu fara fram um verslunar-
mannahelgina. Verður hún löguð að
sóttvarnareglum. Í Neskaupstað
hefur Neistaflugi hins vegar verið af-
lýst. Hátíðin mun snúa aftur árið
2021. Sama á við um Unglingalands-
mót UMFÍ, en mótinu hefur verið
slegið á frest. Ómar Bragi Stefáns-
son, framkvæmdastjóri mótsins,
segir að beinar tekjur vegna mótsins
séu um 20 milljónir króna. „Það
ræðst af þátttökunni, en tekjurnar
hafa verið á því bili,“ segir Ómar.
Auk framangreindra hátíða fara
ýmsar minni bæjarhátíðir, tónleikar
og mannamót fram nú í sumar. Ein-
hverju hefur þó verið frestað og öðru
breytt. Óljóst er hvert tekjutap
sveitarfélaga kann að verða vegna
þess.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Þjóðhátíð Mannmergð í brekkusöng, sem ekki fer fram á þessu ári.
Fjölda hátíða aflýst
vegna faraldursins
Hátíðarhaldarar verða af gríðarlega háum fjárhæðum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Meira hefur verið að gera í aðstoð FÍB
við félagsmenn á götum bæja og á veg-
um úti í sumar en áður. Hjörtur Gunn-
ar Jóhannesson, sem vinnur við FÍB-
aðstoð, verður meira var við beiðnir um
aðstoð úti á landi en á þessum tíma á
undanförnum árum. Það tengist
væntanlega miklum ferðalögum Ís-
lendinga um eigið land í sumar.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda veit-
ir félagsmönnum sínum endurgjalds-
lausa aðstoð ef bílar bila. Hún felst í því
að gefa start, koma með bensín, skipta
um dekk og draga bíla sem bila eða raf-
bíla sem verða rafmagnslausir. Allt
miðast þetta við þjónustusvæði FÍB-
aðstoðar sem eru liðlega 30 á landinu.
Einnig er veitt ráðgjöf og aðstoð í síma
ef bílarnir bila utan þjónustusvæða.
Fáir erlendir ferðamenn á ferli
Hjörtur segir að mest sé að gera á
höfuðborgarsvæðinu og í stærri bæjum
úti á landi. Á sumrin hafi verið talsvert
að gera við að hjálpa erlendum ferða-
mönnum samkvæmt beiðnum syst-
urfélaga FÍB erlendis.
„Núna er breyting á því. Talsvert
meira er að gera úti á landi við dekkja-
skipti, start og flutning bíla Íslendinga
en fáar beiðnir berast um aðstoð við er-
lenda ferðamenn,“ segir Hjörtur. Nefn-
ir hann sem dæmi að aðstoð við erlenda
ökumenn hafi oft verið veitt í 30-40
skipti á mánuði á sumrin en það sem af
er sumri hafi aðeins komið fjórar slíkar
beiðnir. Þetta er í samræmi við þró-
unina, afar fáir erlendir ferðamenn eru
á landinu miðað við það sem verið hefur
á þessum tíma á undanförnum árum.
Fleiri Íslendingar
biðja um aðstoð
FÍB fær fáar
hjálparbeiðnir frá er-
lendum ferðamönnum
Morgunblaðið/Ómar
Kort Fólk verður sjálft að finna út
leiðina og getur ekki leitað til FÍB.
Samstarfsaðilar FÍB hafa lent í
ýmsu við að hjálpa ökumönn-
um. Dæmi um það er björgun
Car-X á Akureyri á hollenskum
ferðamönnum við Öskju í fyrra.
Uppgefin staðsetning stóðst
ekki og ekki náðist í ökumann-
inn í síma og tókst fulltrúa FÍB
ekki að finna bílinn. Þegar sam-
band náðist kom í ljós að ekki
var hægt að nálgast bílinn með
bílakerru frá þeim stað. Tók
annar þjónustufulltrúi við að-
stoðarbílnum og tókst honum
að komast til Hollendinganna
en án kerrunnar. Gat hann gert
bílinn aksturshæfan og komst
að kerrunni. Heimferðin gekk
hægt vegna ófærðar og þegar
komið var til Akureyrar var
hálfur annar sólarhringur
liðinn.
Í hálfan annan
sólarhring
DÆMISAGA ÚR AÐSTOÐ