Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18
Ívar Pálsson, sem lengi starfaðiötull í Sjálfstæðisflokknum,
furðar sig á Degi borgarlínu-
stjóra. Í feigðarflani stífli hann
götur borgarinnar og vilji skuld-
setja borgarbúa um hundruð millj-
arða!
Vitað sé hvaðan vaðall um
strætó fortíðar komi en verra sé
hverjir hafa stutt þann ófögnuð og
geri enn, „en það
eru ýmsar ungar
konur í
Sjálfstæðis-
flokknum.
Aðalskipulagandskotans
fær enn stuðning
þeirra og nú Borgarlínan, sem
toppar alla Sovét- hugsun, jafnvel
eftir nær áratug af afarsamningi
um framkvæmdaleysi fyrir millj-
arð á ári, til þess að strætónotkun
fari úr 4% ferða í 4%.
Nú kaupa þessar ungu konurréttilega rafmagnsbíla eins
og enginn sé morgundagurinn,
einungis til þess að láta leggja
honum (en ekki í miðbænum) eða
að byrja daginn og enda hann í
umferðarteppu. Réttast væri að
hætta alfarið við Borgarlínu, en
styðja rafbílavæðingu og bæta
vegakerfið, sem kostar aðeins brot
af strætóvæðingunni.
Borgin gæti dreift inneignum áskjólstæðinga sína í staðinn,
sem nota mætti í viðurkennda raf-
leigubíla.
En risahnífurinn í kúnni ertregðan í hluta Sjálfstæðis-
flokksins til þess að faðma nýja
tíma, frekar en austantjalds-
drauma miðbæjarídealistanna.
Ekki er hægt að kjósa þannflokk nema þeirri tregðu
verði vikið almennilega til hliðar.“
Ívar Pálsson
Hikandi stuðningur
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fangavarðafélag Íslands mótmælir
harðlega lokun fangelsisins á Akur-
eyri. Þetta kom fram í yfirlýsingu fé-
lagsins í gær.
Fangavarðafélagið segir lokunina
stangast á við yfirlýsta stefnu stjórn-
valda um að fjölga störfum á lands-
byggðinni. Með þessu tapist sex
stöðugildi úti á landi. „Fangaverðir
eru sérhæfð stétt og mesta þekk-
ingin kemur frá starfsreynslu. Ára-
tuga reynsla mun tapast við þessar
aðgerðir, ásamt verðmætri tengingu
við lögregluna, en fangaverðir og
lögreglumenn á Akureyri hafa átt
farsælt samstarf í áraraðir,“ segir
m.a. í yfirlýsingunni. Þá er bent á að
um 13,3% landsmanna búi á Norður-
landi vestra, Norðurlandi eystra og
Austurlandi. Þessir landshlutar
þurfi fangelsi í nærumhverfinu bæði
til að vista gæsluvarðhaldsfanga og
afplánunarfanga. Stór hluti af betr-
un fanga felist í bættum samskiptum
við fjölskyldu og vini. Gott aðgengi
og stuttur ferðatími skipti því máli.
Fangavarðafélagið kveðst sýna
því fullan skilning að Fangelsismála-
stofnun hafi sætt niðurskurði ár eftir
ár. Það hafi kallað á sparnaðar-
aðgerðir. Félagið skorar á stjórnvöld
að auka fjárheimildir til fangelsis-
kerfisins svo hægt sé að reka það
með sóma. gudni@mbl.is
Á móti lokun fangelsis á Akureyri
Fangavarðafélag Íslands segir sex
stöðugildi úti á landi tapast við lokun
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Dómsmálaráðherra hefur
ákveðið að loka fangelsinu.
Vinnustöðvun starfsmanna Herjólfs
ohf. sem eru félagsmenn Sjómanna-
félags Íslands hófst öðru sinni á mið-
nætti aðfaranótt gærdagsins og mun
standa yfir þar til á morgun. Deilan
er á borði ríkissáttasemjara en engir
fundir hafa verið boðaðir.
„Ég tek ekki efnislega afstöðu
enda er deilan ekki á mínu borði. En
þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á
samfélagið allt og við hörmum það að
þessi vinnudeila hafi þau áhrif að
þjóðvegurinn okkar sé lokaður,“
sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
Vestmannaeyjabæjar, í samtali við
mbl.is í gær.
„Ég vona það besta – að deilu-
aðilar klári þetta af því að staðan
eins og hún er núna er ekki boðleg
samfélaginu okkar,“ bætir Íris við.
Leita allra leiða
Guðbjartur Ellert Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir fé-
lagið leita allra leiða til þess að
tryggja samgöngur milli Eyja og
meginlandsins.
Spurður hvort til greina komi að
hefja siglingar á einhvern hátt þrátt
fyrir að á verkfallinu standi vill hann
ekki útiloka það án þess þó að gang-
ast við því. „Það er auðvitað lögmætt
verkfall í gangi, en það breytir því
ekki að það eru starfsmenn hjá fé-
laginu sem sinna þessum störfum og
eru ekki í verkfalli. Við höfum skyld-
ur gagnvart þessu fólki og eins sam-
félaginu sem við búum í.“
Hann segir að ekki sé hægt að láta
núverandi ástand viðgangast og því
séu ýmsir hlutir til skoðunar. „Það
yrði ekki látið viðgangast lengi ef
Þjóðvegur 1 væri rofinn eða mikil-
vægar samgöngur innan höfuð-
borgarsvæðisins eða til annarra
bæja.“ alexander@mbl.is
Samgöngur til
Eyja enn niðri
Sagt hafa gríðarleg áhrif á samfélagið
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Heimaey Samgöngur eru í uppnámi
og fátt vitað um framhaldið.