Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is Ragnhildur Þrastardóttir Snorri Másson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti á upplýsingafundi al- mannavarna að farþegar frá Nor- egi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi myndu framvegis ekki þurfa að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins. Ákvörðun Þórólfs tekur gildi strax á morgun, 16. júlí. Löndin fjögur bætast við Græn- land og Færeyjar, þaðan sem far- þegar mega þegar koma án sýna- töku við landamærin. Íslendingar sem koma frá þess- um löndum munu heldur ekki þurfa að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins, heldur er beint til þeirra að fara sérstaklega var- lega fyrstu tvær vikurnar á landinu. Eins og áður hefur verið greint frá takmarkar greiningargeta sýkla- og veirufræðideildar það hversu margir geta farið í skimun við komuna til landsins en deildin getur greint 2.000 sýni úr landamæraskimun daglega. „Fórnarlamb eigin velgengni“ Þrátt fyrir það eru engin tak- mörk á því hversu margir mega koma til landsins, að sögn Páls Þór- hallssonar, verkefnastjóra í forsæt- isráðuneytinu. Hann sagði á upplýs- ingafundi almannavarna að hann vissi ekki til þess að farþegafjöldinn væri takmarkaður og það hefði í raun ekki verið þannig undanfarna mánuði. Farþegafjöldi hefur að undan- förnu aukist meira en spár gerðu ráð fyrir, að sögn Rögnvalds Ólafs- sonar, aðalvarðstjóra hjá almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra. „Það var einhver sem sagði um daginn að við værum fórnarlamb eigin velgengni. Vegna þess að það gengur svona vel hjá okkur og vel talað um Ísland þá er áhuginn meiri en spár gerðu ráð fyrir,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna. Eftirspurnin var það mikil að vandamál væri að greina öll sýni sem tekin væru við landamærin að sögn Páls en í síðustu viku varð það vandamál. Þá voru flugfélög farin að fljúga langt fram á kvöld til landsins af þeim sökum að sýni höfðu verið tekin hjá svo mörgum ferðamönnum daginn áður að grein- ingargeta Landspítalans bauð ekki upp á að fleiri færu í skimun við komuna til landsins. Blaðamaður ræddi Stefán Smára Kristjánsson, rekstrarstjóra flug- afgreiðsluaðilans Ace FBO, um komur einkaflugvéla til landsins. Í samtali við Stefán Smára kom fram að nokkrir hefðu komið hing- að til lands með einkaflugi frá þjóð- löndum sem hefðu almennt ekki leyfi til þess að koma til Íslands. Þeir hefðu fengið sérstaka undan- þágu frá embætti landlæknis, að sögn Stefáns. „Við höfum fengið hingað ein- staklinga sem eru með undanþágu. Þá eru þeir bara með uppáskrif- aðan pappír um heimild þegar landamæraeftirlitið mætir. Ef þeir eru ekki með það er þeim bara vís- að til baka.“ Stefán segir að sérstakar var- úðarráðstafanir séu gerðar í kring- um þessa farþega. Fólkið sé hita- mælt áður en það kemur til landsins og fer reglulega í veirupróf áður en haldið er af stað. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, benti á það á fundinum að ef ástandið á Íslandi vegna kórónuvei- rufaraldursins væri með sama hætti og það er í Bandaríkjunum þessa stundina yrði eitt dauðsfall daglega á Íslandi. Ef tekið er meðaltal daglegra dauðsfalla síðustu viku í Bandaríkj- unum, 724, og það tekið sem hlut- fall af heildaríbúafjölda landsins, væri hliðstæður fjöldi hér á landi um 0,8. Meira og minna eldri smit Fimm greindust smitaðir með kórónuveiruna í landamæraskimun á mánudag en fjórir þeirra voru með mótefni við veirunni. Enn er niðurstaðna um það hvort sá fimmti sé með mótefni beðið. 28. apríl voru allir komnir af gjörgæslu hér á landi vegna kór- ónuveirunnar en samtals hafa tíu látist frá upphafi faraldursins. Staðfest smit eru 1.905 uppsöfnuð. „Þetta er náttúrlega mjög góður árangur hjá þeim, að það skuli nán- ast enginn vera alvarlega veikur svo vikum skiptir og að þetta séu meira og minna eldri smit,“ sagði Óskar. Sex lönd undanskilin skimunum  Ferðamenn frá öllum norrænu löndunum sleppa við skimun, nema þeir frá Svíþjóð  Engar takmark- anir eru í gildi um það hversu margir mega koma til landsins þrátt fyrir takmarkaða greiningargetu Rýmkun reglna » Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum var í gær formlega af- lýst en ástæðan er sú að Þór- ólfur Guðnason sóttvarna- læknir hefur gefið út að fjöldatakmörkunum verði hald- ið í 500 manns út ágúst. » Í samtali við blaðamann segir Þórólfur þó að það sé ekki meitlað í stein. » „Það getur vel verið að við breytum því og verðum kannski fyrri til með rýmkun á þeim reglum,“ segir Þórólfur. » Í byrjun sumars var útlit fyr- ir að 2.000 manns fengju að koma saman í lok þess. Morgunblaðið/Árni Sæberg Upplýsingafundur almannavarna Rögnvaldur Ólafsson, Þórólfur Guðnason, Páll Þórhallsson og Óskar Reykdalsson á upplýsingafundi almannavarna. 2 1 2 1 2 1 2 11 10 1 1 1 1 1 1 2 2 4 3 2 2 2 5 2 5 1 6 9 1 3 1 2 2 2 1 3 3 3 2 2 4 1 Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 104.713 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 36.738 sýni93 einstaklingar eru í sóttkví 1 71 12 11 1.905 staðfest smit 12 eru með virkt smit Heimild: covid.is Innanlands Landamæraskimun: Virk smit Með mótefni Beðið eftir mótefnamælingu Þeim sem óttast að smitast af kór- ónuveirunni hefur fjölgað sam- kvæmt nýjustu könnun Gallup sem birt var í gær. Í könnuninni, sem var gerð 2. til 13. júlí, sögðust 23,3% svarenda óttast mjög mikið eða frekar mikið að smitast af kórónuveirunni, en 19,5% svar- enda sögðu það sama í síðustu könnun. Þetta er þó talsvert minna hlut- fall en þegar óttinn var í hámarki um mánaðamótin mars/apríl, en þá sögðust 32,4% óttast mjög eða frekar mikið að smitast af veir- unni. Þrátt fyrir að fleiri segist óttast veiruna fækkar þeim sem segjast hafa breytt venjum sínum til að forðast smit og eru nú 58% svar- enda. Þeir hafa ekki verið færri síðan mælingar hófust í mars. Þeim fjölgar sem óttast veiruna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.