Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020
SÉRSMÍÐI
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins.
Þú kemur með hugmyndina og við
látum hana verða að veruleika með
vandaðri sérsmíði og flottri hönnun.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Nýir ritstjórar tóku við ritstjórn
Skírnis, tímarits Hins íslenska bók-
menntafélags, síðastliðinn nóvem-
ber. Það eru þau Ásta Kristín Bene-
diktsdóttir, nýdoktor hjá Bók-
mennta- og listfræðistofnun Háskóla
Íslands, og Haukur Ingvarsson, rit-
höfundur og bókmenntafræðingur.
Fyrsta hefti undir þeirra stjórn, vor-
heftið 2020, er komið út.
Það vekur athygli að Ásta Kristín
er fyrsta konan til þess að ritstýra
tímaritinu í hátt í tvö hundruð ára
sögu þess. „Þetta var enginn fem-
ínískur gjörningur af hálfu aðstand-
enda. Þetta hittist bara svona á. En
að sjálfsögðu þykir mér löngu kom-
inn tími á þetta,“ segir Ásta. Spurð
hvort hún viti hve margir karlmenn
hafi stýrt Skírni á undan henni svar-
ar hún: „Guð minn góður, margir
tugir.“
Ásta segist ekki geta sagt til um
ástæðu þess að kona hafi verið valin
í hlutverk ritstjóra að þessu sinni.
Hún hafi ekki komið að þeirri
ákvarðanatöku. „Eigum við ekki
bara að horfa fram á veginn og vona
að þetta breytist héðan í frá?“
Ætlum ekki að kollvarpa neinu
Ásta Kristín er sem áður segir ný-
doktor og varði doktorsritgerð sína
við íslensku- og menningardeild Há-
skóla Íslands og School of English,
Drama and Film við University Col-
lege í Dublin í fyrra. Haukur er á
lokastigum doktorsnáms í íslenskum
bókmenntum við Háskóla Íslands.
„Við ætlum ekki að kollvarpa
neinu en að sjálfsögðu fylgja okkur
nýjar áherslur eins og öllum nýjum
ritstjórum. Það er óhjákvæmilegt.
Ég held að heftið sýni það að ein-
hverju leyti,“ segir Ásta Kristín þeg-
ar hún er spurð hvort þeim Hauki
fylgi nýir straumar.
„Við ræddum það strax í upphafi
að okkur langar til þess að horfa til
útlanda og birta þýðingar og erlenda
umræðu.“ Hún segir það hafa verið
hlutverk Skírnis frá upphafi.
„Skírnir átti flytja fréttir til Íslands
af erlendri menningu.“
Ásta segir hamfarir af manna-
völdum ómeðvitað hafa orðið að
ákveðnu þema í vorheftinu.
„Tsjernobyl-slysið var, og er enn,
eitt hrikalegasta dæmið um slíkar
hamfarir.“ Ásta vísar með þessu í
þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar
á kafla úr bók Svetlönu Aleksíevítsj,
Tsjernobyl-bæninni, sem birtist í
heftinu. Gunnar skrifar einnig
greinargóðan inngang sem fylgir.
Í heftinu er auk þess að finna
myndlistargrein eftir Veru Knúts-
dóttur og Heiðar Kára Rannversson
um Kárahnjúka, sem er að sögn
Ástu um svipað efni. „Að sjálfsögðu
er ég ekki að segja að afleiðingar
Kárahnjúkavirkjunar hafi verið þær
sömu og af Tsjernobyl en þetta eru
stórir viðburðir sem rekja má til
þess að maðurinn reynir að nýta sér
náttúruna í sinn hag.“ Vera og Heið-
ar fjalla um þrjá myndlistarmenn
sem hafa unnið með Kárahnjúka í
verkum sínum. Þau leggja út af hug-
takinu mannöld (e. anthropocene)
sem vísar til þess jarðsögulega tíma-
bils sem nú stendur yfir og einkenn-
ist af þeim áhrifum sem maðurinn
hefur á jörðina.
Frekar ljót og ómerkileg
Ásta segir grein Þóris Óskars-
sonar um ímynd Íslands í ritum sem
voru skrifuð á 18. og 19. öld kallast á
skemmtilegan hátt á við greinina um
Kárahnjúka. „Við erum svo vön því
núna að íslensk náttúra sé það sem
við flytjum út og það sem laðar fólk
hingað. Ferðaþjónustan er í lama-
sessi núna af því fólk getur ekki
komið til landsins og horft á þessa
fallegu náttúru. En það var alls ekki
þannig að fólki hafi fundist íslensk
náttúra neitt sérstaklega verðmæt
eða áhugaverð. Fólki fannst hún oft
frekar ljót og ómerkileg. Það þurfti
jafnvel útlendinga til þess að benda
Íslendingum á að það væri eitthvað í
hana varið.“
Málefni jaðarhópa koma víða við
sögu í tímaritinu að þessu sinni.
„Það er efni sem við sjálf höfum mik-
inn áhuga á og er svolítið inni á okk-
ar sviðum.“ Hún segir það þó hafa
verið tilviljun að svo margar aðsend-
ar greinar hafi fjallað um málefni
jaðarhópa. „Það var ekki markvisst
af okkar hálfu en sýnir að þetta eru
málefni sem brenna á fólki og um-
ræða sem er mjög þörf.“ Hún segir
greinilegt að þetta sé eitthvað sem
skipti máli, hvort sem horft er aftur í
tímann eða inn í nútímann.
Steinunn Kristjánsdóttir og Sig-
rún Hannesdóttir skrifa um aftökur
á þjófum á íslenskri árnýöld. Með
greininni gera þær tilraun til þess
að varpa ljósi á viðhorf yfirvalda til
þessara tilteknu þegna landsins.
Þjófar voru margir hverjir á flakki
allt sitt líf og nöfn þeirra oft óþekkt.
Þjóðminjasafn í hinsegin ljósi
Njörður Sigurjónsson beinir
sömuleiðis sjónum að jaðarhópum
en ólíkt Steinunni og Sigrúnu kann-
ar hann stöðu þeirra í samtímanum.
Hann skrifar um það hvort og
hvernig innflytjendur eru hluti af
þeirri menningarstefnu sem stjórn-
völd hafa sett sér. Hann bendir á að
í menningarstefnu íslenska ríkisins
frá 2013 er hvergi minnst á innflytj-
endur eða fjölmenningu þótt lögð sé
áhersla á menningarþátttöku al-
mennings, og því rétt að spyrja
hvað átt sé við með þátttöku.
Málefni jaðarhópa koma ekki síð-
ur við sögu í grein Írisar Ellen-
berger um hinsegin leiðarvísi um
grunnsýningu Þjóðminjasafns Ís-
lands og miðlun sögu hinsegin fólks
á söfnun, eða skort á henni. „Hún er
að skrifa um samstarfsverkefni
grasrótarhóps innan Samtakanna
’78 og Þjóðminjasafns Íslands. Ég
er náttúrlega ekki hlutlaus því ég er
hluti af því verkefni sjálf,“ segir
Ásta.
„Þar var niðurstaðan sú að setja
ekki upp sýningu um hinsegin sögu
heldur varpa hinsegin ljósi á sýn-
ingu sem er nú þegar á safninu.“
Þessi aðferð hefur vakið talsverða
athygli bæði innan lands og erlend-
is, og meðal ferðamanna sem sótt
hafa sýninguna. „Þetta er dálítið
öðruvísi nálgun en við erum vön.“
Skáldkonan Didda er skáld
Skírnis að þessu sinni. „Okkur
finnst hún frábært ljóðskáld en það
hefur ekki mikið birst eftir hana á
síðustu árum þannig að okkur
fannst tilvalið að athuga hvort hún
lumaði á einhverju.“ Það kom á dag-
inn og ljóð hennar „Móðureðluna“
og bálkinn „Vinkonur“ má finna í
heftinu.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Ritstjórar Haukur og Ásta Kristín, nýir ritstjórar Skírnis, vilja birta þýðingar og erlenda umræðu í tímaritinu,
enda hafi það verið hlutverk þess frá upphafi. Brot úr verki Svetlönu Aleksíevítsj er að finna í vorheftinu.
„Löngu kominn tími á þetta“
Nýtt hefti Skírnis í ritstjórn Ástu Kristínar Benediksdóttur og Hauks Ingvarssonar er komið út
Fyrsta konan sem ritstýrir Skírni Áhersla á málefni jaðarhópa og samband manns og náttúru
Burðarefni vorheftis tímaritsins
Stuðlabergs, tímarits helgaðs hefð-
bundinni ljóðlist, er viðtal við Matt-
hías Johannessen, skáld og fyrrver-
andi ritstjóra Morgunblaðsins.
Meðal annars efnis í ritinu er sam-
tal við Kristján Hreinsson um at-
vinnuyrkingar; samantekt dægur-
vísna með „það markmið að lyfta
okkur upp úr neikvæðri og niður-
drepandi umræðu“; umfjöllun um
nokkrar nýjar ljóðabækur; umfjöll-
un um vísur skagfirska skemmti-
skáldsins Haraldar frá Kambi;
lausavísnaþáttur; umfjöllun um
rímnahætti; viðtal við Karl Krist-
ensen kirkjuvörð; og Ingvar Gísla-
son velur eftirlætisljóð.
Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðar-
maður Stuðlabergs er Ragnar Ingi
Aðalsteinsson og geta áhugasamir
sent honum tölupóst, ria@hi.is.
Yfirskrift samtals Matthíasar Jo-
hannessen og Ragnars Inga er
„Menn yrkja af ástríðu“. Og þar er
víða komið við, um ljóðið, listina og
tungumálið. Um þörfina til að yrkja
segir Matthías meðal annars:
„Menn yrkja af ástríðu. Elska af
ástríðu. Allt sem skiptir máli sprett-
ur af ástríðu. Menn geta jafnvel, að
dómi Forn-Grikkja, til að mynda
Platóns, læknað sorgina með
ástríðufullum flutningi kvæða.
Taktfastur sláttur atkvæðanna vík-
ur sorginni til hliðar. Þessi ástríða
birtist ekki sízt í kórunum. Hún var
í Hómer og síðar í kvæðum kaþ-
ólsku kirkjunnar.
Skáldskapur er eins konað æði,
en þó ekki í sömu merkingu og
Snorri notar í Skáldskaparmálum.
Hann er tilfinningaleg viðbrögð við
umhverfinu, ofnæmið sem Kjarval
talaði stundum um.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Skáldið Matthías Johannessen
fjallar um ljóðlistina í samtali við
ritstjóra tímaritsins Stuðlabergs.
Rætt við Matthías í
tímaritinu Stuðlabergi
Fjölbreytilegt efni í riti um ljóðlist