Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Bjarni Fel Sportbar í Austurstræti
20 hefur ekki verið opnaður eftir
samkomubann. Enda stendur til að
gera breytingar þar innanhúss. Um-
sókn um byggingarleyfi hefur verið
til umfjöllunar
hjá byggingar-
fulltrúa Reykja-
víkurborgar, en
Vivaldi Ísland
ehf. stendur að
baki henni.
Líklega eru fá-
ir sem gera sér
grein fyrir því,
þegar þeir panta
bjórglas á Bjarna
Fel, að þeir séu staddir í einu elsta
húsi Reykjavíkur, 215 ára gömlu.
Barinn heitir sem kunnugt er í höfuð-
ið á Bjarna Felixsyni, hinum þjóð-
þekkta íþróttafréttamanni.
Fram kemur í minnisblaði Minja-
stofnunar Íslands, sem fylgir með
beiðni Vivaldi, að húsið Austurstræti
20 sé timburhús að stofni til frá árinu
1805 og var friðað árið 1990. Árið
1862 var reist tvílyft viðbygging við
austurenda hússins og á 20. öld voru
gerðar miklar breytingar á ysta og
innra borði vegna veitingareksturs
(Hressingarskálinn). Vesturhluti
hússins hefur haldið meginformi sínu
en gluggaskipan er breytt sem og all-
ar klæðningar. Ekki hefur farið fram
byggingarsöguleg rannsókn á húsinu
til að kanna hvað sé eftir af upphaf-
legum viðum.
Fyrirhuguð breyting á Austur-
stræti 20 felst í því að fjarlægja ný-
legar innréttingar og milliveggi. Sett
verður upp úðarakerfi og húsið hólfað
niður í aðskilin brunahólf fyrir veit-
ingarekstur og samkomuhald. Breyt-
ingar á yngri hlutum hússins
(Hressó) verða óverulegar en í vest-
urenda er ætlunin að fjarlægja hluta
gólfsins og opna milli hæða. Þá er
ætlunin að gera timburgrind hússins
sýnilega. Ekki verða gerðar breyt-
ingar á ytra borði að svo stöddu en
veggir og gluggar verða málaðir.
„Minjastofnun Íslands veitir hér
með heimild til að fjarlægja seinni
tíma innréttingar, klæðningar og
milliveggi úr Austurstræti 20 vegna
fyrirhugaðra breytinga. Óheimilt er
að fjarlægja byggingarhluta sem
ætla má að séu hluti af hinu upp-
haflega húsi. Þegar búið verður að
fjarlægja seinni tíma klæðningar fer
Minjastofnun fram á að gerð verði
byggingarsöguleg úttekt á máttar-
viðum og klæðningum hins upphaf-
lega húss sem í ljós munu koma,“
segir Minjastofnun meðal annars.
Í bók Páls Líndal um sögustaði
Reykjavíkur, sem út kom 1986, segir
að húsið Austurstræti 20 hafi komið
tilhöggvið frá Svíþjóð. Það var reist
árið 1805 fyrir sýslumann Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Í marga ára-
tugi þar á eftir bjuggu í húsinu fjöl-
margir embættismenn landsins og
fjölskyldur þeirra. Árið 1932 hófst í
vesturendanum rekstur hins þekkta
veitingahúss Hressingarskálans.
Í beiðni Vivaldi til borgarinnar sem
eiganda er tiltekið að samtals verði
leyfi fyrir 380 gesti í báðum veit-
ingastöðum, Hressingarskálanum og
Bjarna Fel Sportbar. Tekið er fram í
umsókninni að Prikið ehf. muni
greiða fyrir leyfið. Stjórnarformaður
Vivaldi Ísland ehf. er samkvæmt
hlutafélagaskrá Jón Stephenson von
Tetzchner.
Vilja gera breytingar á Bjarna Fel
Sportbar í einu
elsta húsi Reykjavík-
ur enn lokaður eftir
samkomubannið
Morgunblaðið/sisi
Austurstræti 20 Neglt er fyrir glugga hússins og fátt bendir til þess að þar sé að finna þekktan sportbar. Þetta stendur til bóta ef áform ganga eftir.
Bjarni Fel
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þrjú einkafyrirtæki hafa sinnt
akstri með flugfarþega milli
Keflavíkurflugvallar og Reykja-
víkur. Þau eru Airport Direct,
Allrahanda GL ehf. og Kynnisferðir
ehf. Tvö þau síðasttöldu innheimta
virðisaukaskatt af sölu farmiða í
flugrútur en ekki Airport Direct.
Ferðir með leið 55 hjá Strætó, milli
flugvallarins og Reykjavíkur, eru al-
menningssamgöngur og því undan-
þegnar greiðslu virðisaukaskatts.
Skatturinn vill skattleggja
Þórir Garðarsson, formaður
stjórnar Allrahanda GL ehf., kvaðst
hafa sent fyrirspurn til ríkisskatt-
stjóra um hvort akstur með flug-
farþegana væri virðisaukaskatts-
skyldur eða ekki. Hann fékk svar á
föstudaginn var.
„Það er alveg skýrt að það ber að
innheimta virðisaukaskatt af akstri
sem ekki er í svonefndum einka-
rétti,“ sagði Þórir. „Þessi niðurstaða
kom okkur ekki á óvart þótt manni
hafi fundist það freistandi að hafa
rangt fyrir sér og geta þar með
sniðgengið virðisaukaskattskerfið
og ákveðið sjálfir að allar reglu-
bundnar ferðir sem við höfum boðið
upp á féllu undir undanþáguákvæði
virðisaukaskattslaga og fengið þar
með hundruð milljóna króna endur-
greidd úr ríkissjóði. Það var samt
mjög lítil von til þess að mínu áliti
eftir alla þá vinnu sem ég meðal
annars tók þátt í fyrir hönd Sam-
taka ferðaþjónustunnar, t.d. í
starfshópi á vegum stjórnvalda í að
setja mörk á milli almennings-
samganga í einkarétti og reglu-
bundinna ferða ferðaþjónustuaðila
sem eru í samkeppni á mark-
aðnum.“
Telja skattinn rangtúlka lögin
Torfi G. Yngvason, framkvæmda-
stjóri Airport Direct, segir grund-
vallarmun á rekstri Airport Direct
annars vegar og rekstri Allrahanda
GL og Kynnisferða hins vegar. Air-
port Direct sinni fyrst og fremst al-
menningssamgöngum og aki með
flugfarþega á milli Keflavíkur-
flugvallar og Reykjavíkur. Félagið
þurfi því ekki að innheimta virðis-
aukaskatt af þessum fargjöldum.
Auk þess sinnir félagið sérakstri í
takmörkuðum mæli en hann er
virðisaukaskattsskyldur.
„Við þurfum að ræða við ríkis-
skattstjóra. Þeir túlka þetta rangt,“
sagði Torfi. „Það er alveg ljóst hjá
Vegagerðinni og Samgöngustofu að
almenningssamgöngur þurfa ekki
að vera bundnar einkarétti. Við höf-
um fengið úrskurð um það og vitað
það í mörg ár.“
Hann sagði að almennings-
samgöngur væru undanþegnar
virðisaukaskatti en skatturinn læsi
lögin þannig að það yrði að vera um
einkarétt eða sérleyfi að ræða til
þess að um almenningssamgöngur
gæti verið að ræða. Torfi sagði það
ekki vera í samræmi við niðurstöður
Samgöngustofu og Vegagerðarinnar
sem fara með þessi mál. Þessar
stofnanir hefðu staðfest það aftur
nýlega við Airport Direct að al-
menningssamgöngur gætu bæði
verið háðar einkarétti og ekki.
Koma þyrfti þessum upplýsingum
til ríkisskattstjóra.
Torfi sagði að það hefði verið
hagstæðara fyrir Airport Direct að
vera í virðisaukaskattsskyldum
akstri.
„Við erum nýtt félag og fáum
engan virðisaukaskatt endur-
greiddan af öllum fjárfestingum
okkar,“ sagði Torfi. „Við vorum
ekkert að spá í hvernig aðrir gerðu
þetta þegar við byrjuðum heldur
fórum við bara eftir lögunum.“
Virðisaukaskattur
í sumum flugrútum
Almenningssamgöngur undanþegnar virðisaukaskatti
Morgunblaðið/Eggert
Keflavíkurflugvöllur Þrjú fyrir-
tæki keppa um akstur farþega.
Flugakademía Keilis og Flugskóli
Íslands hafa sameinast undir nafn-
inu Flugakademía Íslands. Í til-
kynningu um samrunann segir að
til verði stærsti flugskóli landsins
og einn sá öflugasti á Norðurlönd-
unum, með á annan tug kennsluvéla
og fullkominn flughermi auk þess
að bjóða upp á verklega aðstöðu á
alþjóðaflugvellinum í Keflavík og á
Reykjavíkurflugvelli.
Þá fer bóklegt nám fram bæði í
Hafnarfirði og á Ásbrú í Reykja-
nesbæ. Fjölmennasta útskrift at-
vinnuflugnema hér á landi fór fram
í síðasta mánuði þegar samtals 78
atvinnuflugnemar brautskráðust úr
náminu.
Búið er að fullmanna einn
atvinnuflugmannsbekk í haust og
hefur verið opnað fyrir umsóknir í
annan bekk. Frekari upplýsingar
um námið og skráningu má finna á
vef skólans, flugakademia.is.
Umsóknarfresturinn rennur út 15.
ágúst næstkomandi.
Haft er eftir talsmanni skólans,
Arnbirni Ólafssyni, að fjölmargir
erlendir nemendur hafi á síðustu
árum ákveðið að stunda nám hér,
enda séu kjöraðstæður á Íslandi til
flugnáms.
Tveir flugskólar undir einn væng
Flugskóli Merki sameinaðs skóla.