Morgunblaðið - 22.07.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 22.07.2020, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  171. tölublað  108. árgangur  SKRÝTIÐ AÐ SPILA GEGN ÞESSUM STÓRU NÖFNUM VILJA SÖGUR AF BJÖRNUM OG MÖNNUM VON Á TVEIMUR NÝJUM VÉLUM Í FLOTANN TIGNARLEG DÝR 10 VIÐSKIPTAMOGGINNANDRI FANNAR 23  „Áhuginn á Ís- landi er sann- arlega til staðar og ímynd okkar er mjög jákvæð,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Í nýj- ustu mælingum félagsins á lykilmörkuðum var fólk spurt hvert það vildi helst ferðast miðað við aðstæður sökum farald- urs kórónuveirunnar. „Þá lenti Ís- land oftast í einu af þremur efstu sætunum,“ segir Birna. Fyrirtækið Pollstat gerði könn- un fyrir félagið í Noregi og sýndi hún að 65% töldu Danmörku vera öruggasta áfangastaðinn utan Noregs. Þar á eftir kom Ísland með 54% svarenda og svo Finnland með 44%. „Það sem við erum að fljúga gengur mjög vel. Við erum með ágætisnýtingu á sætum og fólk mætir í flug. Á meðan allt var lok- að var fólk með bókanir en kom ekki.“ »2 Áfram áhugi á að ferðast til Íslands Birna Ósk Einarsdóttir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Starfsmönnum Íslandspósts hefur fækkað um fjórðung síðan endur- skipulagning félagsins hófst fyrir ári eftir þungan rekstur árum saman. Birgir Jónsson, forstjóri Íslands- pósts, tók við félaginu í maí í fyrra. Síðan hefur hann meðal annars fækkað stjórnendum um 30%, starfs- mönnum í upplýsingatækni um 25% og almennum skrifstofumönnum um 27%. Fyrir vikið hefur starfsfólki fækkað úr 1.060 í 790. Selja dótturfélög og fasteignir Jafnframt hafa dótturfélög verið seld og fasteignir verið settar í sölu. „Það lætur nærri að við höfum náð að skera kostnað niður um 1.100 milljónir á ári,“ segir Birgir. „Það er gríðarlegur metnaður hjá okkur öllum hjá Póstinum að standa okkur vel í þessu verkefni og sem dæmi afsöluðu lykilstjórnendur Póstsins sér kjarasamningsbundnum launahækkunum nú í vor,“ segir Birgir, en ýtarlegt viðtal við hann birtist í ViðskiptaMogganum í dag. Hann segir tekjur hafa dregist saman um 500-700 milljónir vegna faraldursins. Óvíst sé hvort þetta sé tekjutilfærsla eða tekjutap. Á hinn bóginn sé stefnt að því að geta senn greitt eigandanum, ríkinu, arð. Vægi bréfanna á niðurleið Birgir segir aðspurður að magn hefðbundins bréfapósts sé að minnka svo mikið að eftir 2-3 ár „verði erfitt að réttlæta það þjónustustig sem sett er fram í póstlögum“. Hann áætlar að árið 2025 komi 70% tekna frá pakkasendingum. Pósturinn vinni markvisst að því að efla þann þátt þjónustunnar. Í því skyni verði 40 ný póstbox tekin í notkun í ár. Þar af verði um helm- ingur settur upp á landsbyggðinni. Birgir segir unnið að því að hægt verði að póstleggja í gegnum þessa staði. Það verði bylting. Skáru niður yfirbyggingu og afþökkuðu hærri laun  Ný stjórn Póstsins lækkaði kostnað um rúman milljarð Morgunblaðið/Árni Sæberg Á uppleið Hlutfall pakkapósts eykst stöðugt hjá Póstinum með netsölu. Unnið var í óðaönn að því að fræsa svokallaða lása í veginn á Gullinbrú í gærkvöldi, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um, en það er gert til að tengja saman gamalt undirlag við nýtt malbik. Að því loknu hófst sjálf malbikunin og sagðist verktakinn Hlað- annars vegar og Grafarvogshverfi hins veg- ar, með brú yfir sjálfan Grafarvog þar sem hann liggur inn af Elliðavogi. bær Colas gera ráð fyrir að vegurinn yrði op- inn umferð að nýju um klukkan fimm í morg- un. Vegurinn tengir saman Höfðahverfi Morgunblaðið/Árni Sæberg Gert klárt fyrir nýtt malbik á Gullinbrú yfir Grafarvog  Samkvæmt úttekt Viðskipta- Mogga á íslenskum pítsumarkaði seljast um fimm milljónir pítsa á pítsustöðum landsins árið um kring. Sé miðað við að pítsa kosti 2.500 kr. nemur heildareyðsla hér á landi í pítsur um 12,5 milljörðum króna. Að sögn Birgis Arnar Birg- issonar, forstjóra Domino’s, er sam- keppnin á pítsumarkaði gríðarleg og hafa 50 nýir staðir komið inn á skyndibitamarkaðinn frá 2018. „Sem er auðvitað langt umfram fjölgun maga sem þarf að metta og þýðir einfaldlega að peningurinn sem fer í skyndibita er að dreifast á fleiri. Það er alveg ljóst að það eru mjög margir í ósjálfbærum rekstri.“ Morgunblaðið/Ómar Pítsur Íslendingar eru mikil pítsuþjóð. Fimm milljónir pítsa seljast á einu ári

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.