Morgunblaðið - 22.07.2020, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell
gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð viðmyglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir
allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi
efnum.
Verð kr.
21.220
Verð kr.
59.100
Verð kr.
37.560Verð kr.
16.890
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
hefur skrifað minnisblað til ráð-
herra þar sem lagt er til að fjölda-
takmarkanir verði rýmkaðar upp í
1.000 manns 4. ágúst næstkomandi.
Sömuleiðis hefur verið lagt til að
skemmtistaðir og veitingahús fái að
hafa opið til miðnættis frá sama
tíma. Á upplýsingafundi almanna-
varna í gær lagði Þórólfur áherslu á
að viðhalda varúðarráðstöfunum og
að áfram þurfi að beita markvissum
skimunum á landamærum í sex
mánuði og jafnvel lengur. Þórólfur
sagði þó að verið sé að breyta nálg-
uninni á sóttvarnaráðstafanir. Lögð
verði áhersla á daglegan rekstur
verkefnisins frekar en að skipulagið
taki mið af neyðaráætlun eins og
hingað til.
Faraldurinn ekki á undanhaldi
Alls hafa 47.000 sýni verið tekin
við landamærin frá því landamæra-
skimun hófst 15. júní. Átján virk
smit hafa greinst, 90 óvirk og beðið
er eftir niðurstöðum úr mótefna-
mælingum hjá tveimur. Þórólfur
sagði í gær að ekki væri áformað að
taka lönd af áhættulista en að það
verði mögulega gert um mánaða-
mót. Þá sagði Þórólfur það ljóst að
faraldurinn sé ekki á undanhaldi í
heiminum, þótt síður sé. Fjöldi
nýrra smita á degi hverjum hefur
aldrei verið meiri á heimsvísu og nú.
Um 200.000 smit hafa greinst dag-
lega að undanförnu. Þó sé hægt að
fullyrða að nánast ekkert innlent
smit sé hér á landi.
Segir enn langt í bóluefni
Þórólfur sagði að prófanir á nýju
bóluefni gegn kórónuveirunni, sem
vísindamenn við Oxford-háskóla
hafa þróað, lofi góðu. Hann telur þó
að enn sé nokkuð langt í land þang-
að til hægt sé að bólusetja fjölda
fólks fyrir veirunni. „Þetta er bara
fyrsti hlutinn af mörgum sem gera
það að verkum og eru forsenda þess
að hægt sé að markaðssetja svona
bóluefni. Ég held að það sé of
snemmt að hrósa happi yfir því að
við eigum von á einhverju góðu
bóluefni. Það er óskandi að svo
verði en það mun örugglega taka ár
eða lengri tíma að markaðssetja
gott bóluefni,“ sagði Þórólfur. Hann
segir að jafnvel þó að tíðindin frá
Oxford séu ánægjuleg og að flestir
þeirra sem tekið hafi þátt í rann-
sókninni hafi þróað mótefni, sé enn
margt óljóst.
Lengi að þróa öruggt efni
Meðal annars eigi eftir að koma í
ljóst hvort að mótefnið sé versnandi,
hvort það forði frá veikindum,
hversu lengi það endist og hversu
öruggt bóluefnið sé. Ef bólusetja
eigi hundruð milljóna eða jafnvel
milljarða manna þurfi að vera full-
vissa um að bóluefnið sé eins öruggt
og mögulegt er og því þurfi að prófa
bóluefnið á fleirum. Þá þurfi einnig
að skoða hvort að hægt sé að fram-
leiða bóluefnið í miklu magni, hverj-
ir geti fengið það og svo framvegis.
Reynslan af þróun bóluefna sýni að
það taki langan tíma að þróa öruggt
efni. Ómögulegt sé að segja til um
það hvort að veiran eigi eftir að
hverfa með tilkomu bóluefnis, enda
á þróun veirunnar eftir að koma í
ljós. Þórólfur sagði þó að heimsfar-
aldur kórónuveirunnar sé faraldur
sem við eigum eftir að lifa með
næstu mánuði og jafnvel ár.
Stefna á 1.000 manns 4. ágúst
Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra er lagt til að sóttvarnatakmarkanir verði rýmkaðar eftir
verslunarmannahelgi Horft er fram á að skimanir á landamærum verði til sex mánaða eða lengur
Ljósmynd/lögreglan
Upplýsingafundur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að það muni líklega taka ár eða lengri tíma að markaðssetja bóluefni við kórónuveirunni.
Um 250 manns hafa fengið staðfest-
ingu yfirvalda á því að Útlendinga-
stofnun álíti skilyrði uppfyllt til að
hægt sé að veita þeim undanþágu frá
ferðatakmörkunum einstaklinga frá
ríkjum utan EES og EFTA til Ís-
lands.
Þetta kemur fram í svari utanrík-
isráðuneytisins við fyrirspurn Morg-
unblaðsins. Tekið er fram að starfs-
hópur á vegum ráðuneytisins, sem
skipaður sé starfsmönnum þess, at-
vinnu- og nýsköpunarráðuneytisins
og Íslandsstofu, fari yfir þær fyrir-
spurnir sem berist varðandi undan-
þágu vegna brýnna erindagjörða
einstaklinga frá ríkjum utan EES og
EFTA, „sem þurfa nauðsynlega að
ferðast vegna starfa sem teljast
efnahagslega mikilvæg og störf
þeirra geta ekki verið framkvæmd
síðar eða erlendis“, eins og segir í
svarinu.
Starfshópurinn hefur verið starf-
ræktur síðan í maí en frá 15. júní hef-
ur ráðuneytið tekið við vel á annað
þúsund fyrirspurna, sem flestar
varði lokanir landamæra.
„Stór hluti fyrirspurna varðar fjöl-
skyldur íslenskra ríkisborgara og
ríkisborgara EES- og EFTA-
ríkjanna, og þeirra sem hafa dval-
arleyfi í ríkjum EES/Schengen en
sumar fyrirspurnanna varða undan-
þágu frá tímabundnum ferðatak-
mörkunum vegna brýnna erinda-
gjörða þeirra sem koma frá ríkjum
utan EES og EFTA.“
Ráðuneytið taki engar ákvarðanir
um undanþágur heldur leiti álits Út-
lendingastofnunar, en landamæra-
lögregla taki lokaákvörðun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Komufarþegar Starfshópurinn hefur verið starfræktur frá í maí. Lokaákvörðun er sögð landamæralögreglunnar.
Um 250 uppfyllt skilyrði
Undanþágur veittar frá ferðatakmörkunum til Íslands
Landamæralögregla taki lokaákvörðun um undanþágur
Fimm skipverjar dvelja nú í
sóttvarnahúsinu við Rauðar-
árstíg. Tveir þeirra eru með
staðfest smit og hinir þrír í
sóttkví vegna nálægðar við
þá. Þetta staðfestir Gylfi
Þór Þorsteinsson, forstöðumaður hússins.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru skipverjarnir af farskipinu
Seaboss, sem lagðist að bryggju við Grundartanga á miðvikudag eftir
siglingu þangað, frá Brasilíu.
Alls dvelja nú 25 í sóttvarnahúsunum við Rauðarárstíg, þar af fimm
með staðfest smit.
Tveir smitaðir og þrír í sóttkví
FIMM SKIPVERJAR Í SÓTTVARNAHÚSINU
Jónas Óli Jónasson, meðeigandi
skemmtistaðarins B5 við Banka-
stræti, segir það töluverð vonbrigði
að leyfilegur afgreiðslutími
skemmtistaða verði ekki rýmkaður
fyrr en 4. ágúst. Í samtali við mbl.is
í gærkvöldi sagðist Jónas einnig
hafa vonast eftir því að skemmti-
staðir fengju að hafa opið lengur en
til miðnættis. „Ég skil ekki alveg
hver munurinn er á því að það sé
troðfullt til miðnættis eða eitt, en
okkur munar alveg gífurlega um
það,“ segir Jónas. Þá segist Jónas
furða sig á því að rekstur skemmti-
staða sé enn háður takmörkunum
stjórnvalda. „Við erum ein sem er-
um enn þá í einhverjum takmörk-
unum, það er allt annað opið og
leyfilegt. Þetta er smá eins og ef
veitingastaðir gætu bara haft opið
frá 2 til 7 á morgnana.“
Segir fyrirhugaða afléttingu vonbrigði
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI