Morgunblaðið - 22.07.2020, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Tæknilæsi Android kl. 9-12. Tæknilæsi Apple kl. 13-16.
Hádegismatur kl. 11.30 –13. Kaffisala kl. 14.45 –15.30. Allir velkomnir í
Félagsstarfið s: 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50.
Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Hlátur og
húmor kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum eftir
samfélagssáttmálanum, þannig höldum við áfram að ná árangri. Allir
velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 8.30-16. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá 13.45 -15.15. Skrifstofa Félags eldri borgara er lokuð í júlí.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13.
Gerðuberg 3-5 Miðvikudagur kl. 8.30-16. Opin handavinnustofa kl.
9-12. Útskurður kl. 11.-11.30 Leikfimi Helgu Ben kl 12.30-15. Döff Félag
heyrnalausra kl. 13.-16. Útskurður kl. 13. Ganga um hverfið
Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8. Billjard kl. 8. Bingó kl. 13.
Spjallhópur/handavinna kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Hlátur og húmor kl. 10.30. Framhaldssaga kl
13.30.
Korpúlfar Gönguhópur kl. 10. í dag gengið frá Borgum, morgunleik-
fimi kl, 9.45 í Borgum. Korpúlfabingó á vegum skemmtinefndar
Korpúlfa kl. 13. í dag í Borgum allir velkomnir ungir sem aldnir.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag, klukkan 9.30, kemur sjúkraþjálfari
til okkar frá stofunni Hæfi og verður með hreyfiþjálfun í setustofunni.
Eftir hádegi verður hreyfiteymið okkar með Kubb úti ef veður leyfir.
Klukkan 14:30 verður tónlist í salnum og ætlar Dúóið Ýr og Agga að
leika fyrir okkur á fiðlu og flautu. Verið öll velkomin til okkar á
Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Dagskráin í dag miðvikudaginn 22.júlí. Kl. 10.30 er
kaffispjall í króknum á Skólabraut. Kl. 11. er samvera á Skólabraut. Kl.
13.30 er botsía í salnum á Skólabraut. Kl. 18.30 er vatnsleikfimi í
sundlaug Seltjarnarness. Hlökkum til að sjá ykkur.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 –16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 –11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30 –12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 –15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nýir 2020 Mitsubishi Outlander
PHEW.
Flottur lúxus bíll á lægra verði en
jepplingur.
800.000 undir listaverði á kr.
5.890.000,- 5 ára ábyrgð.
Til sýnis á staðnum í nokkrum
litum.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
með
morgun-
nu
fasteignir
✝ Þuríður Freys-dóttir, Rúrý,
fæddist á Húsavík
25. nóvember
1951. Hún andaðist
á Heilbrigðis-
stofnun Norður-
lands, Húsavík, 14.
júlí 2020. For-
eldrar hennar voru
Hallmar Freyr
Bjarnason, f. 21.
nóvember 1931, d.
21. júlí 1987, og Guðrún Her-
borg Ingólfsdóttir, f. 23. októ-
ber 1932, d. 24. maí 2008.
Systkini Rúrýar eru Katrín,
f. 1953, Jóna Björg, f. 1956,
Ingólfur, f. 1958, og Sveinn, f.
1964.
Rúrý eignaðist tvö börn.
Fóstruskóla Íslands 1975. Að
námi loknu kenndi hún við
Barnaskóla Húsavíkur í sex ár
og vann síðan á leikskólanum
Bestabæ á Húsavík. Árið 1987
flutti hún til Vestmannaeyja og
gerðist forstöðumaður á leik-
skólanum Kirkjugerði. Starfaði
síðan við Magnúsarbakarí,
ásamt eiginmanni sínum. Eftir
18 ára búsetu í Eyjum flutti
Rúrý til Reykjavíkur. Þar vann
hún við umönnunarstörf, meðal
annars á skammtímavistun fyr-
ir ungmenni og á búsetukjarna.
Árið 2009 flutti hún svo aftur
heim til Húsavíkur og starfaði
við leikskólann Grænuvelli til
ársins 2017.
Þuríður var mikil félags-
málamanneskja og tók virkan
þátt í ýmsum félagsstörfum í
Vestmannaeyjum og á Húsavík,
m.a. íþróttafélaginu Völsungi.
Útförin fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 22. júlí
2020, og hefst athöfnin klukk-
an 14.
Sonur Rúrýar
og Gísla Þorkels-
sonar, f. 24. mars
1951, d. 25. maí
2005: Ágúst Örn, f.
30. september
1976. Sambýlis-
kona Ágústs er
Guðlaug Elísabet
Bóasdóttir, f. 16.
október 1967.
Dóttir Rúrýar
og Andrésar Sig-
mundssonar, f. 11. desember
1949: Guðrún Heba, f. 6. októ-
ber 1989, d. 29. október 2009.
Andrés og Rúrý hófu sam-
búð 1988 og gengu í hjónaband
1994. Þau slitu síðar sam-
vistum.
Þuríður lauk prófi frá
Mín fyrstu kynni af Rúrý voru
fyrir 40 árum þegar ég kom fyrst
inn á heimili foreldra hennar
þeirra Rúnu og Beysa á Torginu
með Ingólfi. Heimilið iðaði af lífi
og þar var Rúrý hrókur alls fagn-
aðar, hún sagði sögur á svo
skemmtilegan hátt að það var
aðdáunarvert að hlusta. Málin
voru rædd af miklum ákafa og oft
með leikrænum tilburðum og þar
tók Rúrý fullan þátt og hafði
sterkar skoðanir á flestum hlut-
um sem voru til umræðu m.a.
hestum, kindum, Völsungi og ég
tala nú ekki um bæjar- og lands-
málunum. Rúrý var hreinskiptin
og lá ekki á skoðunum sínum og
maður vissi alltaf hvar maður
hafði hana. Það var aldrei logn-
molla í kringum Rúrý.
Á þessum tíma var Rúrý búin
að eignast hann Ágúst Örn og
hann skoppaði fjögurra ára gam-
all í kringum hana í vel strauj-
uðum fötum svo eftir var tekið.
Mér leiddist ekki að skoða inn í
fataskápana hjá henni, þar var
allt vel straujað og raðað í hillur
eftir stífum reglum. Rúrý flutti
til Vestmannaeyja árið 1987 og
þar eignast hún Guðrúnu Hebu
árið 1989 með eiginmanni sínum
Andrési. Guðrún Heba varð
bráðkvödd árið 2009 og var það
Rúrý mikill harmur og átti eftir
að fylgja henni til síðustu stund-
ar.
Rúrý flytur svo aftur til Húsa-
víkur árið 2009 og þá verður hún
tíður gestur á heimili okkar Ing-
ólfs á Torginu og við nutum þess
að bjóða henni í mat og kaffi og
hlusta á hana segja sögur og
ræða málefni líðandi stundar.
Hún hafði mikinn húmor fyrir
sjálfri sér og það sem við erum
búin að hlæja mikið að sögum
sem hún segir af sér sjálfri. Þær
sögur eiga eftir að lifa með okkur
um ókomin ár og verða rifjaðar
upp með jöfnu millibili.
Þessum eiginleika hélt Rúrý
alveg fram á síðasta dag þó svo
að hún væri orðin mikið veik. Síð-
asta samtalið mitt við hana var
nokkrum klukkutímum áður en
hún lést og þá sagði hún mér frá
því að hún væri í æfingabúðum að
sofa í lazyboystól á sjúkrahúsinu.
Við Ingólfur eigum eftir að
sakna þess að fá Rúrý í heimsókn
á Torgið og hlusta á hana taka
umræðuna um ástandið í landinu
og stjórnvöldin. Hún átti það til
að flytja langar og kjarnyrtar
ræður um þau málefni sem henni
voru hugleikin. Hún spurði alltaf
eftir barnabörnunum okkar Ing-
ólfs, vildi fylgjast með því sem
þau voru að gera.
En minningin um einstaklega
góða og skemmtilega manneskju
mun lifa með okkur sem urðum
henni samferða. Sögurnar og frá-
sagnarhæfileikinn voru henni í
blóð borin og þrátt fyrir erfið
veikindi var alltaf stutt í húmor-
inn. Þannig mun hún lifa með
okkur.
Það er með mikilli virðingu og
þakklæti sem ég kveð Rúrý mág-
konu mína um leið og ég votta
Ágústi Erni og Guðlaugu mína
dýpstu samúð.
Guðrún Kristinsdóttir.
Elsku Rúrý mín, mikið væri
nú gott að geta spólað aðeins til
baka og þú værir að kaupa ís
handa mér og Guðrúnu Hebu í
Ísjakanum í Eyjum. Lífið einfalt
og stutt til Kötu frænku að taka
aðeins stöðuna með Hjalta og
Rúnari. Það var gaman að koma
til ykkar systra í Eyjum og hitta
frændsystkinin sín. Fyrsta minn-
ing mín af okkur er að kaupa ís í
Eyjum en síðasta stundin okkar
saman var á Heilsugæslunni á
Húsavík þar sem ég var aðeins að
laga tölvuna þína. Í enn eitt
skiptið.
Þú áttir í einstöku og flóknu
sambandi við tölvur og tækni.
Krafðist ekki mikils. Þurftir að
geta skoðað Facebook, lesið blöð-
in og flett upp í Íslendingabók.
Þér tókst samt að gera hluti sem
fáum datt í hug að hægt væri að
gera. Ég þekki ekki marga sem
geta sett skjámyndina á hvolf og
tölvuna á rússnesku án þess að
hafa hugmynd um hvernig.
Töframaður á tölvu.
Það klikkaði ekki að í hvert
skipti sem svona atvik komu upp
var hringt.
„Hæ elskan mín, ertu til í að
kíkja á tölvuna mína?“
„Já ég kem, hvað er að núna?“
„Veistu ég veit það ekki en
núna er allt á þýsku“
Nýtt tungumál og enn ein
óvissuferðin með tölvuna þína
fram undan.
Vandamálin voru sjaldnast
mjög krefjandi heldur frekar
fyndin.
Eflaust hefðu margir pirrað
sig á því að skjámyndin var kom-
in á hvolf og Facebook á spænsku
í enn eitt skiptið. En þú hafðir
alltaf mikinn húmor fyrir sjálfri
þér þegar kom að tölvuvanda-
málunum þínum og hlóst mikið
þegar ég spurði hvernig þér hefði
tekist þetta.
„Æ, ég ýtti bara á einhverja
takka!“
Mér fannst það ekki alltaf jafn
fyndið fyrst þegar ég kom upp í
Sólbrekku en alltaf fór maður
hlæjandi út.
Líklega mínar bestu minning-
ar af Rúrý og okkar bestu stund-
ir. Saman að reyna að lesa annað
tungumál með skjáinn á hvolfi.
Nokkrir takkar á lyklaborðinu
frekar erfiðir enda bræddir eftir
smá sígarettuglóð. En það skipti
engu máli sagði hún. Þarft bara
að ýta fast.
Ég votta Ágústi og Guðlaugu
mína dýpstu samúð, minning um
fyndna og skemmtilega frænku
mun lifa um ókomin ár.
Sindri Ingólfsson.
Í dag kveð ég hinstu kveðju
mína góðu vinkonu Rúrý. Við ól-
umst upp saman á Húsavík en ég
kynntist henni þó lítið fyrr en eft-
ir að við vorum báðar fluttar til
Reykjavíkur, ég sextán, hún
nítján.
Eftir að við fluttum til Reykja-
víkur upp úr 1970 héldum við
Húsavíkurstelpurnar mikið sam-
an og það er óhætt að segja að við
tókum skemmtanalífið mjög föst-
um tökum. Partíin voru óteljandi
og í minningunni endalaus
skemmtun, gleði og glaumur.
Það var mikið stuð þar sem
Rúrý var og hún var alltaf hrókur
alls fagnaðar. Hún hafði einstaka
frásagnargáfu, eins og hún átti
kyn til, og hún var nösk á að sjá
spaugilegu hliðarnar á tilverunni
og ekki síst á sjálfri sér. Í eitt af
þessum partíum bauð ég Gísla
skólabróður mínum og hæfilega
mörgum mánuðum síðar fæddist
Ágúst Örn, sólargeislinn í lífi
hennar.
Á löngu tímabili vorum við
ekki í miklum samskiptum. Rúrý
flutti aftur norður og síðan til
Vestmannaeyja þar sem hún gift-
ist Andrési og eignaðist Guðrúnu
Hebu, hinn sólargeislann í lífi
hennar. Í Vestmannaeyjum
starfaði hún sem leikskólastjóri
og rak bakarí með Andrési. Hún
lagði líka sitt af mörkum til
skemmtanalífs Eyjamanna, var
eftirsóttur veislustjóri og var
ekki fyrr gengin í eitthvert félag
en búið var að kjósa hana í
skemmtinefnd. Stundum liðu
mörg ár án þess að við hittumst
en aldrei slitnaði strengurinn á
milli okkar.
Það er óhætt að segja að Rúrý
var úthlutað fleiri og stærri áföll-
um í lífinu en við æskuvinkonur
hennar höfum þurft að glíma við.
Þau settu vissulega mark sitt á líf
hennar, sem var henni ekki alltaf
auðvelt. Hennar stærsta áfall var
sviplegt fráfall Guðrúnar Hebu
þegar hún var rétt tvítug og lífið
varð aldrei samt eftir það.
Þegar við vinkonurnar heim-
sóttum hana eftir andlát Guðrún-
ar Hebu var gott að geta leitað í
skemmtilegar minningar frá ár-
unum okkar saman þegar við
vorum ungar og upprennandi í
Reykjavík og létum okkur ekkert
fyrir brjósti brenna. Það var
hlegið og gert að gamni sínu þó
að hún hafi verið að ganga í gegn-
um þá mestu sorg sem hægt er að
hugsa sér, að missa barnið sitt.
Strax eftir jarðarför Guðrúnar
Hebu flutti Rúrý til Húsavíkur
og stuttu síðar tók ég þá ákvörð-
un að flytja norður eftir 40 ár á
mölinni. Þá var nú aldeilis gott að
hafa hana Rúrý til að stytta með
sér stundirnar.
Þau sex ár sem ég bjó á Húsa-
vík áttum við Rúrý óteljandi góð-
ar og skemmtilegar stundir sam-
an sem ég í dag er endalaust
þakklát fyrir. Hún kom oft í viku í
heimsókn til mín í Berg þar sem
málin voru rædd og krufin og þar
var mikið hlegið og einnig grátið.
Hún saknaði Guðrúnar Hebu
sinnar mjög sárt og við töluðum
um hana í nánast hvert skipti
sem við hittumst.
Rúrý var mjög pólitísk enda
alin upp á Rauðatorginu hjá for-
eldrum sem brunnu fyrir að bæta
og efla samfélag sitt. Pólitíkinni
voru alltaf gerð góð skil í þessum
heimsóknum. Hún gat talað sig
hása yfir vitleysunni og ruglinu í
öllum flokkum nema Samfylking-
unni. Hann var hennar flokkur
og gerði að sjálfsögðu ekki mis-
tök.
Rúrý hafði mikinn áhuga á
íþróttum og lét ekkert fram hjá
sér fara á því sviði, allavega ekki í
boltanum, enda sjálf liðtæk bæði
í handbolta og blaki á sínum
yngri árum. Hún hafði einnig
mikinn áhuga á spurningaþátt-
um, var áhugasöm um ættfræði
og elskaði að lesa góðan krimma.
Rúrý var mjög félagslynd og
vildi helst hafa fullt af fólki í
kringum sig, elskaði að ræða
málin, spjalla og segja skemmti-
legar sögur, sem enginn gerði
betur en hún. Hún átti auðvelt
með að tala við fólk og enn auð-
veldara með að koma því til að
skellihlæja enda gat hún verið
bæði skemmtilegasta og fyndn-
asta manneskja í heimi þegar sá
gállinn var á henni. Hún talaði
við alla, gerði aldrei mannamun
og kom ævinlega til dyranna eins
og hún var klædd. Hún átti ekki í
neinum vandræðum með að fá
fólk til að opna sig og einhvern
tíma var haft á orði að hún gæti
látið dauðan mann segja sér ævi-
sögu sína.
Börnin mín kynntust henni
þegar þau komu í heimsóknir til
Húsavíkur og minnast þau henn-
ar með gleði og væntumþykju.
Rúrý var leikskólakennari að
mennt hún hafði unun af því að
vinna með börnum og vann á
Grænuvöllum eftir að hún flutti
aftur til Húsavíkur, á meðan hún
hafði heilsu til. Það var gaman að
sitja með henni á kaffihúsi á
Húsavík og fylgjast með því hvað
leikskólabörnin, sem hún hafði
kennt, fögnuðu henni innilega
þegar þau hittu hana.
Hún Rúrý vinkona mín var
fyrst og fremst góð og hjartahlý
manneskja sem vildi öllum vel,
réttsýn, heiðarleg, fyndin og
skemmtileg. Dásamleg vinkona
sem ég mun sakna og minnast
með ást, hlýju og þakklæti.
Þegar ég talaði síðast við hana
í síma var mér ljóst í hvað
stefndi. Ég hugsaði með mér eft-
ir það samtal að líklega yrði
næsta ferð mín til Húsavíkur að
fylgja henni síðasta spölinn.
Elsku Rúrý, ég veit að þú
varst tilbúin að fara og sátt við að
fá að kveðja þetta líf. Nú taka
Guðrún Heba og foreldrar þínir á
móti þér og þá verða fagnaðar-
fundir.
Þakka þér fyrir samfylgdina
mín kæra vinkona.
Ég votta Ágústi Erni, systk-
inum Rúrýjar og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð.
Dögg Káradóttir.
Þuríður
Freysdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar