Morgunblaðið - 22.07.2020, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020
60 ára Ingvar er frá
Stykkishólmi en býr í
Reykjavík. Hann er
grafískur hönnuður frá
Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands og er
sjálfstætt starfandi.
Ingvar hefur aðallega
unnið við hönnun á bókum og geisla-
diskum en einnig við almenna auglýs-
ingagerð.
Systkini: Jóhann, f. 1946, d. 2013, Guð-
rún, f. 1947, Skúli, f. 1949, og Halldór, f.
1957.
Foreldrar: Víkingur Jóhannsson, f. 1921,
d. 1985, tónlistarmaður, og Sigurborg
Skúladóttir, f. 1919, d. 2015, bókari. Þau
voru búsett í Stykkishólmi.
Ingvar Víkingsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Forðastu að lenda í þeirri aðstöðu
að þurfa að taka afstöðu með einum eða
öðrum. Reyndu að ná tökum á þeim svo þú
getir hrósað sigri.
20. apríl - 20. maí
Naut Þetta er skemmtilegur dagur til að
sinna viðskiptum. Treystu á innsæi þitt. Til
er fólk sem alltaf hefur skoðanir sem
sjaldnast koma þér að gagni á þinni veg-
ferð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Einu gildir hversu rólega dag-
urinn fer af stað, það verður meira en nóg
að gera. Sestu niður og farðu í gegnum
fjármál þín og komdu þeim á hreint.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert mjög í sviðsljósinu um þess-
ar mundir svo mikið ríður á að þú sýnir þín-
ar bestu hliðar. Snúðu þér að nútíðinni og
láttu reynslu þína verða þér til góðs.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert að velta fyrir þér hugsanlegum
breytingum í vinnunni eða á heimilinu. En
hálfnað er verk þá hafið er og vilji er allt
sem þarf til þess að þú náir árangri.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur allt sem þarf til að takast á
við erfiðleikana. Hvort sem það er með
skriftum, fyrirlestrum, kennslu eða ferða-
lögum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er rétti tíminn til þess að taka til
hendinni heima fyrir og koma því fyrir sem
þú hefur ekki þörf fyrir lengur. En þú kemst
ekki hjá því.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ástardraumar fela í sér skila-
boð. Vertu opinn fyrir ábendingum því þú
veist ekki hvaðan næsta heilræði kemur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gefðu þér tíma til útiveru því
það hressir upp á sálarlífið. Gefðu þeim
tækifæri og þá mun koma í ljós hvorum
megin þeir standa.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að gefa þér tíma til að
skemmta þér með börnum í dag. Hlustaðu
ekki á umtal um fólk sem þú þekkir engin
deili á.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fjármálin eru þér ofarlega í
huga og þú kemur auga á nýja möguleika
til fjáröflunar. Farðu gætilega í fjármálum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það þarf ekki stóra hluti til þess að
setja allt úr skorðum. Hvaðeina sem þú
gerir mun koma þér og öðrum til góða.
Við Siggi eignuðumst sex börn svo
alltaf var nóg að sýsla. Við höfðum
mjög gaman að því að skreppa í bíl-
túra og ferðalög. Þá var stundum
sama í þessu starfi og fann ávallt
fyrir miklu trausti frá þeim konum
sem ég sinnti, en ljósubörnin mín
urðu vel yfir 800 talsins.
E
lín Guðrún Sigurðar-
dóttir fæddist 22. júlí
1930 að Dal í Mikla-
holtshreppi á Snæ-
fellsnesi og var sjö-
unda barn í ellefu systkina hópi.
Fjölskyldan fluttist að Hrísdal ári
síðar og þar ólst Elín upp.
„Æskan var góð á mannmörgu
stóru heimili þar sem mikið var um
að vera þó lengi hafi húsakynnin
verið þröng. Pabbi var bóndi og upp-
fræðari af lífi og sál og kenndi okkur
að lesa í náttúruna, sagði okkur sög-
ur og söng mikið með okkur. Hann
var líka forsöngvari í kirkjunni okk-
ar á Fáskrúðarbakka og hafði mikið
yndi af tónlist. Til marks um það fór
hann til Reykjavíkur til að sjá fyrstu
óperuuppfærsluna í Þjóðleikhúsinu.
Mamma var sístarfandi innanhúss í
matartilbúningi og sinnti börnum
eins og var hlutskipti kvenna á þeim
tíma.
Ég gekk í farskóla eins og þá tíðk-
aðist til sveita og hafði gaman af að
læra. Einnig var ég send til Reykja-
víkur sem barnapía og á sund-
námskeið í Sundhöll Reykjavíkur,
þetta var á stríðsárunum og mikið
ævintýri fyrir ungling sem kom úr
sveit til höfuðborgarinnar.“
Þegar Elín var u.þ.b. 17 ára var
hún viðstödd nokkrar fæðingar og í
framhaldi af því var hún hvött af
ráðamönnum sveitarinnar að fara í
Ljóðmæðraskólann og þaðan út-
skrifaðist hún 1950. Eftir þetta var
hún héraðsljósmóðir á Snæfellsnesi.
„Svo flyt ég í Stykkishólm eftir að
við Siggi giftum okkur 1952. Margt
hefur breyst frá þessum fyrstu árum
mínum í starfi ljósmóður. Til dæmis
komu konur heim til mín þegar
mæðraskoðanir byrjuðu. Árum sam-
an var ég ein á svæðinu og engin af-
leysing og fyrir kom sum árin að
ekkert var hægt að fara frá þar sem
einhver kona var komin að fæðingu.
En það var bara sjálfsagt. Fyrstu
árin voru þetta eingöngu heimafæð-
ingar, en þegar frá leið færðust þær
alfarið inn á sjúkrahús. Ég starfaði
svo við fæðingarhjálp, mæðra- og
ungbarnaeftirlit á spítalanum í
Stykkishólmi fram yfir sjötugt. Í
heildina verð ég að telja mig lán-
farið með nesti og krakkahópinn út
fyrir Nes, inn í Dali og jafnvel suður
í Borgarfjörð. Eftir að börnin uxu úr
grasi fórum við Siggi að ferðast til
útlanda, bæði til sólarlanda, en einn-
ig í skógræktarferðir til Noregs, en
Siggi var lengi formaður
Skógræktarfélags Stykkishólms.“
Elín hefur verið virk í ýmsum fé-
lagsstörfum og alla tíð verið mikil
framsóknarkona. Þá hefur hún verið
lengi í Lionshreyfingunni, Kven-
félagi Stykkishólms og formaður
þess um tíma, setið í skólanefnd og
barnaverndarnefnd, var formaður
Vesturlandsdeildar Ljósmæðra-
félagsins um nokkurra ára bil. Hún
var einn af stofnendum og fyrsti for-
maður Lionessuklúbbsins Hörpu.
Hún var m.a. í stjórn heilsugæslu-
stöðvarinnar, sjúkrahússins og
dvalarheimilis aldraðra í Stykkis-
hólmi. Fyrir nokkrum árum var hún
gerð að heiðursborgara Stykk-
ishólms. Síðastliðin tvö ár hefur Elín
búið á Dvalarheimili aldraðra í
Stykkishólmi .
Fjölskylda
Eiginmaður Elínar var Sigurður
Ágústsson, f. 23.9. 1925, d. 22.12.
2010, starfsmaður Vegagerðarinnar.
Foreldrar hans voru hjónin Magða-
lena Níelsdóttir, f. 1897, d. 1975,
húsmóðir og Hannes Ágúst Pálsson,
f. 1896, d. 1959, skipstjóri og bóndi í
Vík við Stykkishólm.
Börn Elínar og Sigurðar eru 1)
Magdalena, f. 9.9. 1952, hjúkrunar-
fræðingur, búsett í Reykjavík, maki:
Alfreð S. Jóhannsson, f. 1953, sölu-
stjóri hjá Kaaber; 2) Þór f. 30.5.
1954, vélamaður, búsettur í Reykja-
vík,maki: Hallfríður G. Einarsdóttir,
f. 1955, skrifstofumaður. 3) Oddný, f.
5.12. 1956, læknaritari og söngkona,
búsett í Reykjavík, maki: Eiríkur
Jónsson, f. 1958, yfirlæknir. 4)
Dagný, f. 31.10. 1959, gjaldkeri hjá
Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri og söngkona, maki: Þor-
valdur Jónsson f. 1954, frjótæknir og
bóndi á Innri-Skeljabrekku; 5) Þor-
gerður, f. 6.8. 1961, sjúkraþjálfari,
búsett í Reykjavík, maki: Kristján
Már Unnarsson, f. 1959, fréttamað-
ur. 6) Sigríður, f. 24.9. 1963, lyfja-
Elín Guðrún Sigurðardóttir ljósmóðir – 90 ára
Ljósmóðirin Elín er heiðursborgari Stykkishólms.
Ljósubörnin yfir átta hundruð
Fjölskyldan Elín og Sigurður ásamt börnum sínum, frá vinstri: Dagný,
Oddný, Þór, Sigríður, Þorgerður og Magdalena, árið 1998.
40 ára Guðlaugur er
frá Akranesi en býr í
Reykjavík. Hann er
vélfræðingur að
mennt frá Fjöltækni-
skólanum og vinnur
við viðhald og nýsmíði
hjá Össuri.
Maki: Sigrún Ósk Björgvinsdóttir, f.
1980, félagsráðgjafi í félagsþjónustunni
Miðgarði.
Dætur: Lilja María, f. 2012, og Marta
Sigríður, f. 2017.
Foreldrar: Hjörtur Gunnarsson, f. 1949,
vann hjá Landsvirkjun í Búrfellsvirkjun,
og Lilja Guðmundsdóttir, f. 1951, fyrrver-
andi leikskólastjóri. Þau eru búsett á
Akranesi.
Guðlaugur Hjartarson
Til hamingju með daginn
Veiðivefur
í samstarfi við
Kópavogur Ronja
Lísa fæddist 9. ágúst
2019 kl. 16.23. Hún vó
3.672 g og var 50 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Agnes Rut og
Tryggvi Berg.
Nýr borgari