Morgunblaðið - 22.07.2020, Side 28

Morgunblaðið - 22.07.2020, Side 28
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hlaupatíminn er í hámarki. Sam- kvæmt hefðinni nú á miðju sumri fjölgar hlaupurum sem eru á ferð- inni með hverjum deginum. Bæði eru skilyrði til þess að taka á rás öll hin bestu og svo eru margir að koma sér í gírinn fyrir Reykjavíkur- maraþonið sem verður 22. ágúst. Reyndar eru margir sambærilegir viðburðir á dagskránni, eins og sjá má á vefnum hlaup.is. Þátttakan er aðalatriðið og hlaup stundar fólk jafnan á eigin forsendum. Alls 530 manns tóku til dæmis þátt í Laugavegshlaupinu sem var um sl. helgi, þar sem farið er yfir „fjöllin sjö“ á leiðinni úr Landmannalaugum í Þórsmörk. Ætla má svo að ein- hverjir sem fóru Laugaveginn stefni svo á Reykjavíkurmaraþonið. Aukinn kraftur á lokaspretti Snorri Björnsson varð fyrstur Ís- lendinga í mark á Laugaveginum sl. laugardag. Tvö ár eru síðan Snorri byrjaði að æfa hlaup, en hann fékk áhugann eftir að hafa tekið hlað- varpsviðtöl við Arnar Pétursson og Kára Stein Karlsson, sem báðir eru afreksmenn í íþróttinni. Síðan þá hefur Snorri verið óstöðvandi, hefur tekið þátt í ýmsum hlaupum – lengri sem skemmri, meðal annars utan- vegahlaupum. Í Laugavegshlaupinu nú fór Snorri, sem er 26 ára að aldri, úr Laugum suður í Húsadal í Þórsmörk á 4.38:33 sem er góður árangur og raunar betri en hann sjálfur vænti. „Að morgni hlaupadagsins sá ég strax að aðstæður voru góðar svo að ég taldi raunhæft að komast þessa 55 kílómetra sem Laugavegurinn er á fjórum klukkustundum og 40 mín- útum, eins og tókst og gott betur,“ segir Snorri. „En vissulega er þetta þolraun, fyrsti hluti Laugavegarins, 10–15 kílómetrar, er allur upp í móti og í Hrafntinnuskeri var talsvert kalt. Þegar sunnar dró var hins veg- ar hlýrra og veður allt öðruvísi. Svo þegar lokamarkið nálgast og sést til fólks sem hrópar hvatningarorð fær maður aukinn kraft og tekur góðan lokasprett.“ Utanvegahlaup eru ævintýri Nokkrum dögum fyrir Laugavegshlaupið fór Snorri að finna fyrir eymslum í hægri ökkla sem gerðu honum erfiðara fyrir. „Sérstaklega reyndi þetta á þegar hlaupið var niður í móti, en þá fékk ég meðal annars högg á læri sem var talsvert sársaukafullt. Undir slíkt hafði ég hins vegar búið mig, sjúkra- þjálfarinn sagði mér að hlaupa og svo skyldum við athuga ökklann eftir hlaup. Það verður líka gert – og næstu daga hef ég hægt um mig,“ segir Snorri Björnsson, sem undir- strikar að hlaup séu íþrótt fyrir alla. Utanvegahlaup í fallegu umhverfi séu ævintýri eitt, en í þessari íþróttagrein eins og öðru sé mikil- vægt að hver finni sína fjöl og hvað sér henti. Morgunblaðið/Eggert Hlaupakonur Hreyfingu fylgir góð tilfinning fyrir líkama og sál – og í skokkinu finnur hver hvað sér hentar best. Íslendingar taka á rás  Hlaupið um há- sumar  Snorri var á Laugavegi Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Fjallahlauparinn Snorri Björnsson er afar öflugur í sportinu. MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 204. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu fyrir Breiða- blik þegar liðið fékk Íslandsmeistara Vals í heimsókn í 7. umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar á Kópavogsvöll í gær. Blikastúlkur voru mun sterkari aðilinn allan leikinn. Þær sköpuðu sér mun hættulegri færi í leiknum á meðan Íslandsmeisturunum gekk afar illa að opna vörn Kópavogsliðsins. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína í sumar og er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar en Valur er með 16 stig eftir sjö spilaða leiki. »22 Blikastúlkur tóku risastórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum ÍÞRÓTTIR MENNING Heimildarmynd um Andreu Jónsdóttur er í smíðum og leita höfundar hennar nú að efni tengdu útvarpskon- unni kunnu sem oft er nefnd rokkamman. Leikstjóri myndarinnar er Hrafnhildur Gunnarsdóttir og framleið- andi Anna Hildur Hildibrandsdóttir á vegum fyrir- tækisins Tattarrattat og biðla þær til Íslendinga að senda efni tengt Andreu, útvarpsupptökur á kassettum frá árdögum Rásar 2, myndir og myndbönd gömul og ný. Hægt er að hafa samband og senda efni í gegnum facebooksíðuna Rokkamman eða með tölvupósti á net- fangið rokkamman@gmail.com. Rokkömmuna má einn- ig finna á instagram. Óska eftir efni með rokkömmunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.