Morgunblaðið - 25.07.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
339.000 kr.
Tilboðsverð
518.000 kr.
Tilboðsverð
389.000 kr.
Tilboðsverð
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
SUMARTILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Afar einfalt er að
reisa húsin okka
r
Uppsetning teku
r aðeins einn da
g
BREKKA 34 - 9 fm
STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm
25%
afsláttur
25%
afsláttur
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ingólfur Þórarinsson, betur þekkt-
ur sem Ingó veðurguð, verður með
brekkusöng um verslunarmanna-
helgina. Verður viðburðurinn sýnd-
ur í Sjónvarpi Símans og á mbl.is
auk þess sem K100 verður með út-
sendingu frá fjörinu. Að sögn
Pálma Gunnarssonar, sjónvarps-
stjóra Símans, hefur lengi staðið til
að vera með beina útsendingu frá
tónleikahaldi Ingós. „Við höfðum
upphaflega samband við hann í
byrjun faraldursins, en síðan tók
Helgi Björnsson flugið. Í kjölfarið
ákváðum við að finna þessu betri
tíma. Þegar Þjóðhátíð var síðan
slegin af var þetta borðleggjandi,“
segir Pálmi.
Brekkusöngurinn hefst klukkan
22 á sunnudeginum, en fyrr um
kvöldið verður jafnframt þétt dag-
skrá. „Helgi Björns verður bæði
laugardag og sunnudag. Brekku-
söngurinn kemur síðan á eftir
Helga á sunnudeginum og mun
standa yfir í klukkustund,“ segir
Pálmi sem kveðst ekki geta gefið
upp hvar brekkusöngurinn fer fram
eða hverjir verði viðstaddir.
Brekkusöngur í beinni með Ingó
Sýndur á mbl.is og
í Sjónvarpi Símans
Morgunblaðið/Ófeigur
Brekkusöngur Ingó verður með brekkusöng um verslunarmannahelgina.
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Formenn stjórnarandstöðuflokkana á Alþingi
eru ekki alltaf einróma en þeir eru allir sam-
mála um að best hefði verið að halda næstu al-
þingiskosningar að vori til. Þeir eru ekki hrifnir
af ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætis-
ráðherra, sem ætlar að leggja til að kosningar
fari fram 25. september 2021. Formenn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks vildu að kos-
ið yrði eftir að yfirstandandi kjörtímabili lýkur,
þann 28. október 2021.
Katrín sagði í samtali við mbl.is í gær að til-
lagan væri málamiðlun en formenn flokka í
stjórnarandstöðu sem Morgunblaðið ræddi við
voru flestir á því að málum hefði ekki verið miðl-
að mikið og að dagsetningin myndi hafa það í för
með sér að fráfarandi ríkisstjórn legði fram
fjárlög þegar þing kæmi saman 1. október.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Miðflokksins, segir dagsetninguna ekki koma
sér á óvart en telur hana bagalega því það sé
„mjög slæmt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við
fjárlögum frá fráfarandi stjórn“. Einn af kostum
þess að halda kosningar að vori sé að þá fái ný
ríkisstjórn tíma til að innleiða stefnu sína með
fjárlögum. „En með þessu móti situr ný stjórn
uppi með fjárlög frá fráfarandi stjórn og hefur
mjög takmarkað svigrúm til að gera breytingar
á þeim,“ segir Sigmundur. Undir þetta sjónar-
mið tóku aðrir formenn stjórnarandstöðu-
flokkana.
Þá gefur Sigmundur lítið fyrir orð Katrínar
um málamiðlun: „Hvað hefði ríkisstjórn átt að
gera í þinginu í október 2021? Það hefði verið
furðulegur tími til að halda þingfundi um mál
þegar fyrir lægi að ekkert einasta þeirra myndi
klárast fyrir kosningar. Þannig að þetta var ekki
mikil fórn af þeirra hálfu.“
Spurður um dagsetningu og ummæli Katr-
ínar um málamiðlun sagði Smári McCarthy, for-
maður Pírata: „Ég veit ekki við hvern málum
var miðlað en það er ekki mikil hamingja með
þetta hjá okkur.“
Sýndarmennska ríkisstjórnarinnar
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði
ákvörðunina vera eins og við var að búast þrátt
fyrir að stjórnarandstaðan hefði komið á fram-
færi vilja sínum um að halda kosningar að vori.
Ekki hefði verið við því að búast að hlustað yrði
á þær óskir. „Það er alltaf eins og það sé verið að
bjóða okkur upp í dans en svo er dansinn aldrei
stiginn almennilega. Þetta er bara sýndar-
mennska finnst mér oft á tíðum,“ sagði hún og
bætti við: „Það virðist vera erfitt að slíta stólana
undan rassinum þegar þeir eru sestir í þá.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður
Viðreisnar, sagði dagsetninguna fyrirsjáanlega
í ljósi þess að „íhaldsflokkarnir voru búnir að
lýsa því yfir að þeir vildu hafa þetta að hausti –
og þá var náttúrulega borðleggjandi að það yrði
gert“.
Sagði hún að ákvörðunin væri ekki „mjög
klók“ þó að það væri ágætt að niðurstaða um
hvenær kosningar færu fram lægi fyrir.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinn-
ar, telur að það hefði verið mun skynsamlegra
að hafa kosningar að vori enda gæfi það nýrri
ríkisstjórn færi á að móta stefnu sína betur, en
bætti við: „Okkur í Samfylkingunni þykir
gríðarlega ánægjulegt að það hilli undir kosn-
ingar, af því að það er nauðsynlegt.“
Þá lýstu nokkrir formenn þeirri skoðun sinni
að bagalegt væri að vera í kosningabaráttu yfir
hásumarið þegar flestir landsmenn vildu helst
fá að njóta lífsins í sumarfríi í friði fyrir pólitík-
inni.
Gefa lítið fyrir ummæli um málamiðlun
Alþingiskosningar verða haldnar 25. september 2021 Formenn stjórnarandstöðuflokka ekki sáttir
Ný stjórn taki við fjárlögum frá fráfarandi stjórn Bagalegt að vera í kosningabaráttu yfir sumarið
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Forsætisráðherra leggur til að alþingis-
kosningar fari fram 25. september 2021.
Möguleiki er á að bætast muni í hóp
þeirra sem þurfa að fara í sóttkví
vegna innanlandssmita kórónuveir-
unnar sem tilkynnt var um í gær, að
sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarna-
læknis.
Tveir einstaklingar greindust smit-
aðir á fimmtudag og var tilkynnt um
smitin í gær. Báðir smituðust þeir
innanlands en um tvö aðgreind tilfelli
er að ræða. Ekki er ljóst hvernig þeir
smituðust en smitrakning er i fullum
gangi. Um 30 hafa nú þegar verið
sendir í sóttkví vegna smitanna.
Annar þeirra smituðu er frjáls-
íþróttamaður sem tók þátt í Unglinga-
meistaramóti Íslands í frjálsum íþrótt-
um um síðustu helgi. Hópar sem
kepptu í tveimur greinum á mótinu
eru komnir í sóttkví vegna þess.
Smitin tvö eru fyrstu innanlands-
smitin sem greinst hafa hér á landi frá
2. júlí.
Þórólfur segir að vel geti verið að
bætast muni í hóp þeirra sem þurfa að
fara í sóttkví vegna smitana en það var
enn til skoðunar þegar blaðamaður
ræddi við hann í gærkvöldi.
thor@mbl.is
Mögulega
fara fleiri
í sóttkví
Tvö innanlandssmit
Veðrið lék við höfuðborgarbúa í gær og má með
sanni segja að sumarið sé komið aftur eftir
nokkra stormasama daga á landsvísu um síðustu
helgi. Í Grasagarðinum í Laugardal kom fólk
saman og gerði sér glaðan dag eins og þessar
vinkonur sem ræddu um daginn og veginn undir
hlýjum geislum sólarinnar. Útlit er fyrir áfram-
haldandi blíðviðri á suðvesturhorninu í dag en
hitinn mun líklega mest ná fjórtán stigum.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Spjallað á sólríkum degi í gróðursælum garði