Morgunblaðið - 25.07.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
Meiriháttar ehf.
er vel tækjum búið alhliða
jarðverktakafyrirtæki
Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is
í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is
Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir
þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er
í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að
fleyga.
Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Ég sá alltaf fyrir mér svæði sem
var eingöngu stórborg, en hér er
gríðarlega mikið og fallegt
náttúrusvæði,“ segir Egill Þór
Ívarsson flugmaður, sem búsettur
hefur verið á í sjálfstjórnarhérað-
inu Hong Kong undanfarið ár. Þar
hefur hann starfað hjá Cathay
Dragon, sem er stórt flugfélag í
Asíu. Þangað hélt hann eftir að
WOW air varð gjaldþrota, en Egill
hafði starfað hjá síðarnefnda félag-
inu um skamma hríð. Aðspurður
segir Egill að hann hafi tekið
ákvörðun um að flytjast til Hong
Kong þegar langtímavinna bauðst
hjá Cathay Dragon.
„Ég hafði verið að leita mér að
starfi, en það var ekkert í boði
nema til skamms tíma í Evrópu.
Mig langaði hins vegar í starfs-
öryggi og ákvað að slá til,“ segir
Egill, sem kveðst kunna vel við sig
í Hong Kong. Þá komi staðurinn
mjög á óvart, en Hong Kong er
einn af þéttbýlustu stöðum heims.
Þannig búa rétt um 7,4 milljónir
íbúa af margvíslegum uppruna á
1.104 ferkílómetra svæði.
„Á ákveðnum svæðum er alveg
gríðarlegur fjöldi fólks enda búið
mjög þétt. Á Hong Kong-eyjunni
sjálfri eru mjög margir og það
svæði er kannski ekkert svo ólíkt
Times Square í New York. Hins
vegar er þetta öðruvísi í útjaðr-
inum, á eyjunum og nærri strönd-
unum,“ segir Egill.
Opinber tungumál Hong Kong
eru enska og kantónsk kínverska.
Segir Egill að það einfaldi að-
komufólki mjög aðlögun, enda geti
nær allir heimamenn talað ensku.
„Það tala eiginlega allir ensku og
það auðveldar manni að komast
inn í hlutina. Auðvitað er þetta
ákveðið menningarsjokk, en samt
er margt sem minnir á það sem
maður þekkir í Bandaríkjunum og
Evrópu,“ segir Egill.
Ekkert flogið í þrjá mánuði
Ljóst er að heimsfaraldur
kórónuveiru hefur haft slæm áhrif
á rekstur flugfélaga um heim allan.
Cathay Dragon er þar engin
undantekning, en Egill hefur ekk-
ert flogið frá því í marsmánuði.
Skýrist það af því að félagið hefur
einvörðungu notast við þotur af
gerðinni A330 eftir að faraldurinn
kom upp. „Ég er að fljúga á A320-
vélunum, en þeir eru að slá tvær
flugur í einu höggi með því að nýta
hinar þoturnar í bæði frakt- og
farþegaflutninga. Það er því
ákveðin óvissa en maður vonar að
faraldurinn gangi niður sem fyrst.“
Áhöfnin Egill ásamt samstarfsfólki um borð í flugvél Cathay Dragon.
Ákvað að slá til og
flytjast til Hong Kong
Egill hefur starfað hjá Cathay Dragon undanfarið ár
Úthverfi Egill hefur verið mjög duglegur að ferðast um Hong Kong.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis
hafnaði umsókn Hundasleða Íslands
ehf. um starfsleyfi fyrir geymslu
sleðahunda að Egilsmóa 12 í Mos-
fellsdal. Það var gert vegna „ónæðis
frá starfseminni“.
Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits
Kjósarsvæðis kemur fram að 20. maí
2020 hafi verið sótt um nýtt starfs-
leyfi fyrir hundageymslu fyrir 50
sleðahunda. Þeir eru notaðir í
hundasleðaferðir fyrir ferðamenn.
Með umsókninni fylgdi bréf um-
sækjenda til íbúa. Þar kemur fram
að tvær fjölskyldur standi að fyrir-
tækinu og hafi viðurværi sitt af
hundasleðaferðum auk þess að eiga,
rækta og þjálfa sleðahunda. Þau
höfðu m.a. unnið í Skálafelli og á
Mosfellsheiði síðan 2012 og vildu
færa sig nær starfssvæðinu.
Ætlun þeirra var að byggja að-
stöðu fyrir hundana inni og úti
þannig að sem mest yrði dregið úr há-
vaða frá hundunum. Eins átti hunda-
aðstaðan að vera innan girðingar.
Heilbrigðiseftirlitið auglýsti starfs-
leyfið og var það í auglýsingu til 16.
júní. Margar athugasemdir bárust á
auglýsingatímanum, níu frá íbúum,
einn undirskriftalisti með 27 nöfnum
og athugasemdir frá tveimur fyrir-
tækjum. Gerð var grein fyrir at-
hugasemdunum í bréfi heilbrigðis-
eftirlits Kjósarsvæðis til um-
sækjenda þar sem sagði m.a.:
Gelt og ýlfur frá hundunum
„Heilbrigðiseftirlitinu voru sendar
fjölmargar hljóðupptökur af gelti og
ýlfri frá hundunum. Athugasemdir
snúa einkum að ónæði sem íbúar og
starfsemi í Mosfellsdal telja sig
verða fyrir vegna hávaða frá hund-
unum. Ýlfur og gelt á öllum tímum
sólarhrings valdi þeim ónæði og
raski svefni á nóttinni. Aðrar at-
hugasemdir snúa einkum að hættu
sem þeir telja að hundarnir geta
valdið íbúum, börnum, húsdýrum og
gæludýrum ef þeir eru lausir eða
sleppa. Starfsemi með viðkvæma
einstaklinga í sumardvöl telur að
þeir sem þar dvelji finni fyrir óör-
yggi út af hávaða frá hundunum.“
Heilbrigðiseftirlitið reyndi að
staðfesta athugasemdir íbúa með því
að koma fyrir hljóðrita í grennd við
húsið. Að því loknu mat heilbrigðis-
eftirlitið það svo að ótvírætt væri að
íbúar í nágrenninu yrðu fyrir um-
talsverðu ónæði af starfsemi hunda-
geymslunnar.
Einfaldlega of mikið
Það sagði að tíðni og gerð þessara
hljóða væru yfir því „sem getur talist
eðlilegt í þessu umhverfi samanber
skilgreiningu á ónæðishugtakinu:
Ónæði: Veruleg eða ítrekuð truflun
eða áreiti af völdum hávaða sem sker
sig úr því umhverfi sem um ræðir.
Hvar ónæðismörkin liggja fyrir gelt
og ýlfur frá hundageymslu er um-
deilanlegt en að mati heilbrigðis-
eftirlits ætti að öllu jöfnu ekki að
heyrast í hundunum á nóttinni og
fjöldi skipta yfir daginn ættu að vera
hófleg og tengjast skilgreindum at-
burðum í dagskrá hundanna svo sem
eins og fóðurgjöf, ökuferðum og
hreyfingu í gerði. Nokkur skipti yfir
nótt og 20-30 skipti yfir dag er ein-
faldlega of mikið,“ sagði í bréfi heil-
brigðiseftirlitsins til umsækjenda.
Geymslu fyrir 50 hunda hafnað
Hundasleðar Íslands ehf. sóttu um starfsleyfi fyrir sleðahundageymslu í mynni Mosfellsdals
Athugasemdir bárust frá íbúum og fyrirtækjum Hljóðritanir af ýlfri og gelti á meðal gagna málsins
Morgunblaðið/Ómar
Sleðahundar Hundasleðaferð er sérstök lífsreynsla. Mynd frá Grænlandi.
Ökumaður fólksbifreiðar sem fór út
af Norðausturvegi sunnan Kópa-
skers á fimmtudagskvöld var látinn
þegar að var komið. Hann var einn
á ferð í bíl sínum.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá lögreglunni á Norðurlandi
eystra. Þar segir að hinn látni hafi
verið um fertugt, erlendur að upp-
runa en búsettur og starfandi á Ís-
landi.
Slysið varð skammt frá Prest-
hólum í Núpasveit þegar fólks-
bifreiðin fór út af veginum og valt.
Vinna viðbragðsaðila á slysstað
stóð yfir í rúma tíu tíma.
Banaslys varð sunnan Kópaskers
Það sem af er sumri hafa orðið
nokkur alvarleg tilvik utanvega-
aksturs á hálendi Íslands. Svo virðist
sem einstaka ökumenn geri sér sér-
stakt far um að rata utan vega og
valda spjöllum á náttúru landsins.
Að sögn Daníels Freys Jónssonar,
sérfræðings í náttúruverndarteymi
Umhverfisstofnunar (UST), hefur al-
menningur verið duglegur við að til-
kynna um för utan vegar í vor og
sumar. Einnig hafa landverðir UST
haft vökul augu og rekist á nokkurn
fjölda tilfella þar sem augljóslega er
verið að aka torfærutækjum „langt
utan vega“.
Í upphafi sumars voru nokkur
slæm tilfelli á hálendinu þar sem bíl-
um var ekið utan vegar, að því er
virðist til að sneiða hjá snjósköflum
og aurbleytu á vegum. Eitt slíkt var
við Kjalveg, þar sem svo virðist sem
sami bíllinn hafi farið út af á a.m.k.
16 stöðum. sighvatur@mbl.is
Bíll í utanvegaakstri fór út af á 16 stöðum