Morgunblaðið - 25.07.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 25.07.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sveinbjörn Darri Matthíasson, fjór- tán ára piltur úr Kópavogi, má ætla að sé yngsti flugmaður landsins. Síðastliðinn miðvikudag lauk hann sólóprófi í svifflugi, eftir nám sem hann hóf á síðasta vori. Undir leið- sögn reyndra kennara hefur Svein- björn flogið alls fimmtán klukku- stundir og á að baki alls 50 ferðir. Allar eru þær frá flugvellinum á Sandskeiði, en þar eru svifflugur gjarnan dregnar á loft með 600 hest- afla spili sem skýtur flygildunum á 120 km hraða í 45° klifri á 30 sek- úndum upp í 1.500 feta flughæð. Mikið frelsi „Frelsið í fluginu er mikið og því ótrúleg tilfinning að svífa um og heyra bara í vindinum. Áskorunin felst í því að þurfa að leita upp- streymis eða annarra krafta til að geta svifið enn lengra,“ sagði Svein- björn við Morgunblaðið. Hann er fæddur árið 2006 og tengist fluginu í gegnum föður sinn, Matthías Svein- björnsson, sem er flugmaður hjá Ice- landair og forseti Flugmálafélags Ís- lands. Þeir feðgar hafa farið oft saman í flugtúra og byrjuðu svo í svif- flugsnámi á sama tíma. „Við sömdum um að ég tæki svifflugsprófið á undan pabba, sem lauk því degi á eftir mér,“ segir Sveinbjörn, sem í haust fer í 9. bekk Salaskóla og fermist um líkt leyti. Margir góðir kennarar hafa fylgt Sveinbirni í gegnum flugnámið að undanförnu, en mikil reynsla er til staðar hjá þeim sem hafa stundað sportið lengi. „Kristján Sveinbjörns- son sendi mig í fyrsta sólóflugið núna og gaf mér græna ljósið. Þessar fimm ferðir sem ég er búinn að fljúga einn síðan þá hafa verið stutt flug yfir Sandskeiðinu. Aðallega æfingar í því að halda mér á lofti og ná góðu taki á svifflugunni, en til að ná upp hraða er kúnstin sú að stinga nefi hennar að- eins niður. Í einu kennslufluginu fór- um við upp í 6.000 fet og að vera ofan skýja og horfa niður á Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar var ólýsanlegt,“ segir Sveinbjörn Darri, sem stefnir á atvinnuflug í framtíðinni. Alltaf sömu lögmálin Matthías Sveinbjörnsson segir að lengi hafi blundað með sér að prófa svifflugið og hann hafi heldur ekki orðið fyrir vonbrigðum. „Í svifflugi þarf maður að lesa vel í veðurfar, ský og vindáttir því þeir kraftar halda manni á lofti – og leikurinn gengur út á að komast bæði hátt og langt. Auð- vitað er þetta gjörólíkt því að vera á Boeing 757 þó að lögmál og eðlis- fræðin í fluginu sé alltaf hin sama,“ segir Matthías. Svif Vængjum þöndum í forsal vindanna við Vífilsfellið. Sveinbjörn Darri í einni af allra fyrstu flugferðum sínum, sem var frá Sandskeiði, en á vellinum þar er aðsetur svifflugsmanna á Íslandi. Feðgar Sveinbjörn Darri og Matthías Sveinbjörnsson faðir hans saman á Sandskeiði í vikunni eftir skemmtilegt svifflug á fallegu sumarkvöldi. Fjórtán ára flugmaður  Sveinbjörn Darri er sóló í sviffluginu  Mikið frelsi  Uppstreymis er leitað  Fékk prófið á undan pabba ÁTVR hefur birt hvatningu til við- skipta sinna á heimasíðunni, þar sem þeir eru hvattir til að vera snemma á ferðinni með innkaup fyrir verslunarmannahelgina. Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust tæp- lega 798 þúsund lítrar af áfengi í þeirri viku og 142 þúsund við- skiptavinir komu í Vínbúðirnar. Það sem af er júlí hefur sala í Vínbúðunum verið 19% meiri en í júlí á síðasta ári. Að jafnaði hefur sala undanfarnar vikur verið um 600 þúsund lítrar, sem gerir hann að einum stærsta sölumánuði Vín- búðanna, segir á heimasíðunni. Föstudagurinn fyrir verslunar- mannahelgi er alla jafna einn af annasömustu dögum ársins. Í fyrra seldust 235 þúsund lítrar þann dag og alls fengu um 40 þúsund við- skiptavinir þjónustu í Vínbúðunum. Flestir koma á milli kl. 16 og 18 og því þarf stundum að grípa til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í hollum. „Fyrir þá sem vilja forðast bið og langar biðraðir er gott að huga að því að vera tímanlega. Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins,“ segir á heima- síðu ÁTVR. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vínbúðin Stundum þarf að hleypa viðskiptavinum vínbúðanna inn í hollum. Sala ÁTVR stóreykst  Hvetja fólk til að versla tímanlega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.