Morgunblaðið - 25.07.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
Fjöldi ríkja hefur gripið til um-fangsmikilla efnahagsaðgerða
vegna kórónuveirunnar. Aðgerðir
tengdar virðisaukaskatti eru meðal
þeirra sem stjórnvöld hafa beitt til
að örva efna-
hagslífið og
koma í veg
fyrir að fyrir-
tæki lentu í al-
varlegum
greiðsluerfið-
leikum. Ísland
er á meðal þess-
ara ríkja, en hef-
ur þó farið sér
hægt í þessum efnum, slakaði á skil-
um fyrirtækja á virðisaukaskatti
innan mánaðar. Ýmsar útfærslur á
aðgerðum hafa sést, allt frá lítils-
háttar frestun upp í umtalsverða al-
menna lækkun.
Frestanir á skattskilunum hafa ísumum tilvikum verið til
nokkurra mánaða, jafnvel fram á
næsta ár, en mörg ríki hafa líka
gripið til þess að lækka verulega
virðisaukaskatt á ákveðnar greinar
sem orðið hafa sérstaklega illa fyr-
ir barðinu á veirunni. Í því sam-
bandi má nefna að Belgía lækkaði
virðisaukaskatt á veitingaþjónustu
úr 12% í 6% og Bretland úr 20% í 5%
út þetta ár. Þjóðverjar gengu einn-
ig langt í lækkun gagnvart veit-
ingageiranum en lækkuðu svo al-
menna þrepið úr 19% í 16% út árið,
og sömuleiðis lægra þrepið úr 7% í
5%.
Hér á landi hafa fyrstu skrefefnahagsaðgerða verið stigin
og þau hafa verið myndarleg og
haft töluverða þýðingu. Nú er hins
vegar tímabært að huga að frekari
aðgerðum og horfa þá til skatta-
lækkana. Æskilegt væri að slíkar
aðgerðir yrðu afgreiddar í upphafi
þings í haust og að þær næðu í það
minnsta vel fram á næsta ár til að
tryggja að hagkerfið rétti sig hratt
og öruggleg af eftir þær hremm-
ingar sem það gengur nú í gegnum.
Aðgerðir í
skattamálum
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hallamælingar við Næfurholt við
Heklu sýna að þrýstingsauki sem
byrjaði eftir gos í Heklu árið 2000
heldur áfram og telja vísindamenn
hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Ís-
lands að þrýstingur kviku undir
Heklu sé núna umtalsvert hærri en
hann var á undan gosunum 1991 og
2000.
Mælingarnar eru tilefni til að
minna á að mælanlegur aðdragandi
Heklugosa er yfirleitt stuttur, tals-
vert styttri en algengt er hjá öðr-
um eldstöðvum, að því er fram
kemur á vef Jarðvísindastofnunar
Háskóla Íslands.
„Ekki er hægt að tryggja það
að viðvaranir um yfirvofandi eld-
gos berist í tæka tíð fyrir ferða-
fólk að forða sér í öruggt skjól.
Hér er þess einnig að gæta að gos
í Heklu byrja oft með öflugu
gjóskugosi. Hópur óviðbúins
göngufólks á fjallinu hefur mjög
takmarkaða möguleika til að bjarga
sér.“
Mælingar hafa verið gerðar á
hallamælilínu við Næfurholt í hálfa
öld og sýna mælingarnar einkar vel
hegðun Heklu og þrýstingsbreyt-
ingar í kvikukerfi hennar.
„Milli eldgosa vex landhallinn við
Næfurholt, upp til austurs, sem
stafar af landris umhverfis Heklu“,
segir á vef Jarðvísindastofnunar
Háskóla Íslands. ragnhildur@mbl.is
Þrýstingur hærri en fyrir eldgosin
Aðdragandi Heklugosa yfirleitt stuttur Tími til að leita skjóls takmarkaður
Morgunblaðið/RAX
Eldfjall Hekla í öllu sínu veldi.
Hið nýja skip Eimskips, Dettifoss,
fór í fyrstu ferð sína frá Íslandi til
Evrópu á miðvikudagskvöldið.
Svo skemmtilega vill til að við
stjórnvölinn eru feðgar, þeir Rík-
harður Sverrisson skipstjóri og Rík-
harður Björgvin Ríkharðsson yfir-
stýrimaður. Er þetta í fyrsta sinn
svo vitað sé sem feðgar gegna þess-
um hlutverkum í sömu siglingu hjá
Eimskip. Að sjálfsögðu fóru þeir í
viðhafnarklæðnað í tilefni dagsins.
Ríkharður eldri verður skipstjóri
á Dettifossi á móti Braga Björg-
vinssyni. Hann er margreyndur
skipstjóri og hefur starfað hjá Eim-
skip í 43 ár. Ríkharður yngri er 35
ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur
unnið sig upp í stöðu yfirstýri-
manns.
Gunnar Steingrímsson er yfirvél-
stjóri í túrnum. Hann er sá eini
skipverjanna sem fóru út til Kína
18. mars sem er enn um borð. Fjór-
ir til viðbótar sem fóru út 15. apríl
eru enn um borð. sisi@mbl.is
Ljósmynd/Eimskip
Í brúnni Feðgarnir um borð í Dettifossi áður en lagt var af stað til Evrópu.
Feðgar við stýrið