Morgunblaðið - 25.07.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.07.2020, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is fylgir hverri ferðagjöf sem innleyst er hjá Matarkjallaranum FORDRYKKUR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrk- lands, leiddi í gær bænahald í Soffíukirkjunni í Istanbúl. Dómkirkju þessari hefur verið breytt í mosku, eins og hún var um aldir fram til árs- ins 1934. Bænahaldið í gær er hið fyrsta í 86 ár, en dómstóll breytti stöðu Ægisifjar úr safni í mosku 10. júlí sl. Í framhaldi af því lét Erdogan opna húsið fyrir bænahald. Hefur það sætt gagnrýni um heim allan og verið kristnum mönnum í Tyrklandi til ar- mæðu og Grikkjum til skapraunar. Með kollhúfu á höfði sér las Erdog- an vers úr kóraninum áður en kall til bæna barst úr fjórum turnspírum byggingarinnar. Prédikun las Ali Erbas, æðsti maður trúmálaráðs tyrkneska ríkisins, en sýnt var beint frá bænastundinni í ríkisfjölmiðlum. Gríðarlegur straumur var að kirkj- unni af fólki sem kappsamt vildi eiga sína hlutdeild í viðburðinum. Fylltust fljótt götur og opin svæði við Ægisif. Einn viðstaddra, hinn 49 ára gamli Aynur Saatci, lýsti stundinni fyrir AFP-fréttaveitunni sem sögulegu augnabliki. Hann var í sumarleyfi í Erzurum í austurhluta Tyrklands. „Ég stytti fríið strax og sneri aftur til Istanbúl til að biðjast fyrir í Soffíu- kirkjunni. Ég er djúpt snortinn,“ sagði hann. Sérfræðingar segja að Erdogan sé með þessu að reyna að treysta fylgi sitt meðal trúaðra og þjóðernissinna og hvetja þá til dáða. Margir músl- imar sögðu bænahaldið þáttaskil. „Tyrkland er að brjótast úr viðjum hlekkja. Nú getur landið gert það sem því sýnist, án þess að þurfa að skríða fyrir Vesturlöndum,“ sagði Selahattin Aydas, Tyrki búsettur í Þýskalandi. „Eftir þessu höfum við lengi beðið, ég er alsæll. Vera má að Tyrkjum verði refsað fyrir þetta og að færri ferðamenn komi en fyrir mér gerir það ekkert til,“ sagði Hatip, sem rekur minjagripaverslun skammt frá Ægisif. Líta á breytinguna sem ögrun Í Grikklandi er litið á breytingu safnsins í mosku sem ögrun og ómuðu „sorgarhljómar“ frá kirkjuklukkum á hádegi. Trúarsamtök og samtök þjóð- ernissinna boðuðu mótmæli í gær- kvöldi í Aþenu og Þessaloníku. „Það sem er að gerast þennan dag [í Istanbúl] endurspeglar ekki styrk- leika, heldur veikleika,“ sagði Kyria- kos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands. Breyting á stöðu mann- virkisins dragi ekki úr geislandi áhrif- um arfleifðar heimsminjanna. „Ekki síst fyrir okkur í grísku rétttrúnaðar- kirkjunni er Ægisif í hjörtum okkar í dag og það meira en nokkru sinni. Hún er þar sem hjörtu okkar slá.“ Tímasetning fyrsta bænahaldsins í Ægisif í gær þykir engin tilviljun. Bar það upp á 97 ára afmæli sáttmálans sem kenndur er við Lausanne í Sviss og ákvað landamæri Tyrklands eins og þau eru enn þann dag í dag, eftir áralangar deilur við Grikki og Vesturlönd. Einnig fór bænahaldið fram í skugga mikillar spennu í sam- skiptum Tyrkja og Grikkja vegna leitar þeirra fyrrnefndu að kolvatns- efnum austast í Miðjarðarhafinu. Hvað er Ægisif? Kristnir menn reistu Soffíukirkj- una (Ægisif) sem dómkirkju sína á tímum keisaradæmisins Býsans á ár- unum 532 til 537 eftir Krist, á valda- tíma Jústiníans I keisara Rómverja. Er hún álitin mikilvægasta mann- virkið frá Býsans sem til er. Við tilurð Tyrkjaveldis eftir sigur Ottómana í Konstantínópel, nú Istanbúl, árið 1453 var dómkirkjunni breytt í mosku, sem síðar var breytt í safn 1935, eftir stofnun veraldlegs ríkis í Tyrklandi 1923. Þar til nú hefur Ægi- sif verið helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn sem leggja leið sína til Istanbúl en 3,8 milljónir gesta heim- sóttu kirkjuna í fyrra. Henni var bætt á heimsminjaskrá UNESCO 1985. Á undanförnum árum hafa trúar- legar athafnir innan safnsins farið vaxandi. Í hitteðfyrra þuldi Erdogan þar fyrsta vers kóransins. Hann lof- aði því árið 1994 er hann sóttist eftir að verða borgarstjóri Istanbúl að opna húsið svo að múslimar gætu beðist þar fyrir. Helstu flokkar tyrk- nesku stjórnarandstöðunnar hafa sakað ríkisstjórnina um að nota bænahaldið til að dreifa athygli Tyrkja meðal annars frá bráðum efnahagsvanda og afleiðingum kór- ónuveirunnar. Sjálfur segir Erdogan að Ægisif verði opin fyrir öllu fólki óháð trúarbrögðum. Ferðamenn munu einnig fá að fara inn í húsið. Moskumálið hefur leitt til alþjóð- legrar fordæmingar á ákvörðun Tyrkja. Stjórnin í Ankara kærir sig kollótta um það. Tímamótabænahald í Ægisif AFP Bænahald Múslimar söfnuðust saman til bæna utan við Ægisif í Istanbúl í Tyrklandi í gærmorgun í fyrsta skipti í 86 ár. Tímasetningin þykir engin tilviljun. Hefð Karlmaður í hefðbundnum Ottóman-búningi í Ægisif í gær.  Erdogan leiddi bænahald í Soffíukirkjunni í gær  Ákvörðun Tyrkja um að breyta dómkirkjunni úr safni í mosku er umdeild og hefur hún aukið á spennu Tugir blaðamanna, sem starfa á stærsta óháða fréttavef Ungverja- lands, sögðu upp störfum og gengu út í gær til að mótmæla brottrekstri aðalritstjóra vefjarins. Index.hu er mest lesni fréttavefur í Ungverja- landi og hefur markað sér sérstöðu sem óháður en flestir aðrir stærstu fjölmiðlar landsins eru undir stjórn stuðningsmanna Viktors Orbans forsætisráðherra. Szabolcs Dull, aðalritstjóri vefj- arins, var rekinn sl. miðvikudag en stjórn fjölmiðilsins sagði að hann hefði lekið innanbúðarskjölum til annarra fjölmiðla. Í gær sögðu þrír yfirmenn vefjarins upp störfum og 70 óbreyttir blaðamenn að auki, stærstur hluti þeirra sem þar starfa. Í yfirlýsingu sögðust blaða- mennirnir fordæma augljósa til- raun, sem gerð hefði verið til að beita Index.hu þrýstingi. Dull varaði við því í júní, að vænta mætti tilrauna til að þagga niður í vefnum. Flestir óháðir fjölmiðlar í Ung- verjalandi hafa á síðustu árum ann- aðhvort hætt starfsemi eða verið yfirteknir af stuðningsmönnum stjórnvalda, að því er AFP- fréttaveitan segir. UNGVERJALAND Blaðamenn gengu út í mótmælaskyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.