Morgunblaðið - 25.07.2020, Qupperneq 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að
hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is
og panta tíma til skoðunar.
Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is
Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis
á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi.
STILLHOLT 21 - AKRANESI
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar
án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi
flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í
eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð.
Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH
Innhurðir og flísar frá Parka
Heimilistæki frá Ormsson
Skáksamband Íslands birti ádögunum lista yfir þá tíukeppendur sem hugðusttefla í landsliðsflokki á
Skákþingi Íslands sem hefst í Garða-
bæ 22. ágúst. Mótið er haldið í
Garðabæ í tilefni 40 ára afmælis
Taflfélags Garðabæjar. Síðan drógu
sig út úr mótinu þeir Jóhann
Hjartarson og Héðinn Steingríms-
son. Hugsanlegt er að Margeir
Pétursson og Þröstur Þórhallsson
taki sæti þeirra. En þessir eru
skráðir til leiks: Íslandsmeistarinn
Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar
Steinn Grétarsson, Guðmundur
Kjartansson, Bragi Þorfinnsson,
Helgi Áss Grétarsson, Dagur
Ragnarsson, Vignir Vatnar Stef-
ánsson og Gauti Páll Jónsson.
Goðsagnir að tafli
Ég var farinn að halda að skipu-
leggjendur mótaraðarinnar sem
kennd er við Magnús Carlsen hefðu
gleymt að bjóða til leiks nokkrum af
hinum frábæru meisturum sem ný-
lega skriðu yfir fimmtugt og eru því
komnir samkvæmt skilgreiningu
Jóns Þorvaldssonar á „viskualdur-
inn“. En á fjórða mótinu í mótaröð-
inni sem ber nafnið Goðsagnir
skákarinnar – Legends of chess – og
hófst 21. júlí tefla nú Anand, Ívant-
sjúk og Gelfand og einnig Vladimír
Kramnik, 45 ára, sem í fyrra kvaðst
vera hættur að tefla en vill greini-
lega vera með á mótum með styttri
umhugsnartíma. Fyrirkomulagið er
sem fyrr nokkuð flókið, en keppend-
urnir tíu tefla allir við alla fjögurra
skáka einvígi með tímamörkunum 15
10. Sigurvegarinn fær 3 stig. Þegar
einvígismótinu lýkur tekur við út-
sláttarkeppni átta efstu manna.
Eftir þriðju umferð sem tefld var á
fimmtudaginn var Magnús Carlsen
búinn að vinna viðureignir sínar og
var með 9 stig en helsti keppinautur
hans virðist ætla að verða Nepomni-
achtchi sem einnig var með 9 stig.
Ívantsjúk, sem ekki hefur sést við
taflið lengi, vann Ungverjann Leko
glæsilega með því að beita kóngs-
bragði, og Boris Gelfand vann Liren
Ding í aðeins 16 leikjum. Það er góð
skemmtun að fylgjast með þessum
skákum á Chess24.com. Lítum á
glæsilegan sigur Nepo úr 2. umferð:
Jan Nepomniachtchi – Liren
Ding
Skoski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7.
De2 Rd5 8. c4 Ba6 9. h4!?
Skemmtilegur leikur sem sést af
og til. Með þessu getur hvítur virkj-
að hrókinn á h1.
9. …f6 10. Hh3 fxe5 11. Bg5 Rf6
12. He3 d6 13. Df3 e4 14. Dd1 d5?!
Hér sést vel hversu viðkvæm
staðan er. Svartur varð að draga
biskup sinn til b7 og reyna að hró-
kera langt.
15. Rc3 Bb7 16. cxd5 cxd5?
Eftir annan ónákvæman leik á
svartur sér ekki viðreisnar von.
Nokkurt hald var í 16. … O-O-O.
17. Bxf6 Dxf6 18. Rxd5 Bxd5
19. Bb5+!
Nú tekur við ágætis kennslu-
stund í því hvernig menn geta not-
fært sér leppanir.
19. … Bc6 20. Hxe4+! Be7 21.
Dd5!
21. … Hd8
21. … Bxb5 22. Dxa8+ Kf7 23.
Dd5+! er alveg vonlaust.
22. Bxc6+ Kf8 23. Dc4 Bd6 24.
Hd1 g6 25. Hd3 Kg7 26. Hf3 Dxb2
27. Hf7+ Kh6 28. g4?
Þetta virðist ætla að enda með
máti en nákvæmara var samt 28.
Kf1! og síðan g4.
28. … Db1+?
Hann gat haldið jöfnu með 28. ..
Da2 29. Ke2 og nú 29. … Bb4! Hér
munar öllu að d4-reiturinn er vald-
aður.
29. Ke2 Bb4 30. Hd4! Hhe8+ 31.
Kf3
Kóngurinn virðist berskjaldaður
en biskupinn skýlir honum.
31. … Dh1+ 32. Kg3 He3+ 33.
fxe3 Dxe3+ 34. Bf3
- og svartur gafst upp.
Keppni í
landsliðsflokki
hefst 22. ágúst
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Einar S. Einarsson
Vignir Vatnar Stefánsson vann hið árlega hraðskákmót skákdeildar KR við
Selvatn en í öðru sæti varð Jóhanna Björg Jóhannsdóttir. Þau eru hér með
formanni skákdeildar, Kristjáni Stefánssyni.
Á fundi borgarráðs
hinn 23. júlí sl. var lagt
fram bréf frá fjármála-
og efnahagsráðuneyt-
inu, dags. 22. júní 2020,
og var efni þess sam-
komulag ríkisins og
Reykjavíkurborgar um
skipulag og uppbygg-
ingu á landi við Skerja-
fjörð. Kynnti borgar-
stjóri að bréfið hefði
borist Reykjavíkurborg í kjölfar
fyrirspurnar á Alþingi til fjármála- og
efnahagsráðherra um efnið, sem þeg-
ar betur var að gáð var frá formanni
Miðflokksins, Sigmundi Davíð Gunn-
laugssyni.
Í bréfi fjármálaráðuneytisins kem-
ur fram að ráðuneytið veki athygli á
að samkvæmt umræddu sam-
komulagi var gert ráð fyrir að allt
byggingarland yrði selt með opnum
og gegnsæjum hætti þar sem samið
yrði við hæstbjóðanda á einstökum
lóðum og lóðarhlutum. Ráðuneytið
benti jafnframt á að samkvæmt fyrir-
liggjandi úthlutunaráætlun stæði til
að ráðstafa án auglýsingar tilteknum
byggingarreitum í sérstökum til-
gangi, þ.e. til Bjargs, Félagsstofn-
unar stúdenta og til byggingar hag-
kvæmra íbúða sem borga lítinn eða
engan byggingarrétt af lóðum.
Þá benti ráðuneytið jafnframt á að
tæki Reykjavíkurborg ákvörðun um
að fara þá leið þyrfti að taka mið af
því í uppgjöri ríkis og borgar á sölu-
andvirði byggingarréttarins og kæmi
það til með að leiða til þess að borgin
fengi lægri hlut í heildarsöluverði
sem næmi þeim mismun sem yrði á
úthlutunarverði og markaðsverði við-
komandi lóða og byggingarreita.
Kaupverð Reykjavíkur á landinu var
ákvarðað 440 milljónir í samningnum
frá 2013, sem skilgreindar voru sem
lágmarksverð fyrir landið. Var skilyrt
að kaupverð fyrir land ríkisins yrði
greitt þegar afsal yrði gefið út þegar
fyrir lægi formleg tilkynning þáver-
andi innanríkisráðuneytis/Isavia til
Reykjavíkurborgar um að lokun
norðaustur/suðvestur-flugbrautar
(neyðarbrautin) hefði tekið gildi
gagnvart öllu flugi.
Samkvæmt bréfinu frá ráðuneyt-
inu gekk kaupsamningur og afsal
eftir hinn 11. ágúst
2016. Samkvæmt sam-
komulaginu á Reykja-
víkurborg að fá fyrstu
440 milljónirnar af sölu
byggingarréttar áður
en ríkið fær krónu, en
ríkið á að fá 560 millj-
ónir stighækkandi þeg-
ar 1,25 milljörðum er
náð á sölunni, og 30% til
viðbótar þegar þeirri
upphæð er náð. Með
öðrum orðum: Borgin
var í yfirburðastöðu í
þessum samningum því Samfylkingin
í borgarstjórn og Samfylkingin í
ríkisstjórn gengu frá þessum díl.
Þessi samningur Dags B. Egg-
ertssonar og Katrínar Júlíusdóttur,
þáverandi fjármálaráðherra, var ein-
hliða borginni í hag en ekki ríkinu,
því líta má svo á að kaupverð
Reykjavíkurborgar hafi verið lán til
ríkisins. Eða enn frekar; gjöf ríkisins
til Reykjavíkurborgar því ríkið átti
63,06% af landsvæðinu öllu. Ef
borgarstjóri og núverandi meirihluti
nær ekki að selja byggingarréttinn
fyrir meira en 440 milljónir fær ríkið
ekkert í sinn hlut. Nái Reykjavíkur-
borg að selja byggingaréttinn fyrir
700 milljónir fær ríkið í sinn hlut ein-
ungis 260 milljónir.
Nú er fjármála- og efnahagsráðu-
neytið að átta sig á orðnum hlut og
er að úrskurða að Reykjavíkurborg
beri tjón af því að auglýsa ekki bygg-
ingarréttinn á landinu og selja til
hæstbjóðanda samkvæmt samn-
ingnum til að hámarka virði ríkisins.
Ég lít svo á að borgarstjóra sé alveg
sama hvað útsvarsgreiðendum í
Reykjavík blæði í endurgreiðslum til
ríkisins fyrir flugvallarsvæðið – hans
markmið og Samfylkingarinnar er
að koma flugvellinum burt úr Vatns-
mýrinni „sama hvað það kostar“.
Aðförin að Reykjavíkur-
flugvelli í Vatnsmýrinni
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
» Samkvæmt sam-
komulaginu á
Reykjavíkurborg að fá
fyrstu 440 milljónirnar
af sölu byggingarréttar
áður en ríkið fær krónu
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Miðflokksins.
Páll Steingrímsson fæddist
25. júlí 1930 í Vestmanna-
eyjum.
Foreldrar hans voru hjónin
Steingrímur Benediktsson
skólastjóri, f. 1901, d. 1971, og
Hallfríður Kristjánsdóttir hús-
móðir, f. 1899, d. 1967.
Páll lauk prófi frá Kenn-
araskóla Íslands árið 1951 og
útskrifaðist frá kvikmynda-
deild í New York-háskóla 1972.
Páll var kennari í Vest-
mannaeyjum og stofnaði
myndlistaskóla þar og rak til
fjölda ára. Hann fluttist síðan
til Reykjavíkur og gerðist kvik-
myndagerðarmaður. Hann var
einn af stofnendum Félags
kvikmyndagerðarmanna og
formaður félagsins um skeið.
Meðal mynda Páls má nefna
Eldeyjan (1973), Hvalakyn og
hvalveiðar (1988), Oddaflug
(1993) og Öræfakyrrð (2004).
Páll hlaut fjölmargar viður-
kenningar fyrir störf sín hér á
landi og erlendis. Eldeyjan
hlaut til að mynda gullverðlaun
á alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
inni í Atlanta í Bandaríkjunum.
Hann hlaut heiðursverðlaun Ís-
lensku kvikmynda- og sjón-
varpsakademíunnar árið 2004
og fjölmiðlaverðlaun umhverf-
is- og auðlindaráðuneytisins
2013 fyrir störf í þágu íslenskr-
ar náttúru.
Börn Páls eru þrjú.
Páll lést 11. nóvember 2016.
Merkir Íslendingar
Páll Stein-
grímsson