Morgunblaðið - 25.07.2020, Side 32
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mörk Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk fyrir KR-inga í gær.
Þróttararnir Tinna Dögg
Þórðardóttir og Mist Funadóttir
léku fyrsta leik sinn í efstu deild.
KR upp um þrjú sæti
KR vann 3:0-sigur í fallbar-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þrenna Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu í öruggum sigri.
áttuslag við nýliða FH. Með sigr-
inum fór KR upp um fjögur sæti
og upp í fimmta sætið þar sem lið-
ið er með sjö stig. FH er sem fyrr
á botninum með aðeins þrjú stig.
„KR lék án Katrínar Ómars-
dóttur sem meiddist í upphitun en
það kom ekki að sök og liðið hafði
ágæta stjórn á leiknum. Katrín Ás-
björnsdóttir skilaði tveimur mörk-
um en Thelma Lóa Hermanns-
dóttir átti einnig góðan leik með
henni í framlínunni,“ skrifaði
Kristján Jónsson m.a. í umfjöllun
sinni um leikinn á mbl.is.
Hin ástralska Angela Beard
skoraði fyrsta mark sitt í deildinni
í aðeins öðrum leiknum.
Eyjakonan Sigríður Lára
Garðarsdóttir lék 150. leik sinn í
efstu deild. Sjö þeirra hafa komið
með FH og 143 með ÍBV.
Bæði lið svekkt fyrir norðan
Fylki mistókst að færa sig nær
Val í öðru sætinu eftir 2:2-jafntefli
við Þór/KA á útivelli. Er Fylk-
isliðið áfram taplaust en hefur að-
eins unnið einn leik af síðustu
þremur. Jafnteflið batt enda á
þriggja leikja taphrinu Þórs/KA.
„Bæði lið geta verið frekar
svekkt með að fara bara með eitt
stig úr leiknum. Eftir þrjá tapleiki
í röð spilaði Þór/KA liðið vel og
fékk nóg af færum til að skora.
Fylkiskonur geta einnig verið
svekktar með að hafa klúðrað nið-
ur forystu í tvígang,“ skrifaði
Baldvin Kári Magnússon m.a. í
umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
Hin 15 ára gamla Sara Dögg
Ásþórsdóttir hjá Fylki var í fyrsta
skipti í byrjunarliði í efstu deild.
Breiðablik í sérflokki
Breiðablik á toppinn með markatöluna 24:0 KR-ingar flugu upp töfluna
Handknattleiksmaðurinn Þráinn
Orri Jónsson hefur yfirgefið
danska úrvalsdeildarfélagið Bjerr-
ingbro-Silkeborg. Þráinn fór frá
Gróttu árið 2017 og í raðir Elverum
í Noregi. Þaðan lá leiðin til Bjerr-
ingbro-Silkeborg þar sem hann lék
eitt tímabil. Var liðið í fjórða sæti
dönsku úrvalsdeildarinnar þegar
tímabilinu var hætt vegna kórónu-
veirunnar. Vísir greindi frá því í
gær að Þráinn gæti gengið í raðir
Hauka fyrir næsta tímabil og leyst
af Vigni Svavarsson, sem lagði
skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð.
Þráinn yfirgefur
danska félagið
Ljósmynd/Elverum
Línumaður Þráinn Orri Jónsson
gæti verið á heimleið í sumar.
Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðar-
dóttir og samherjar hennar hjá
Vålerenga fóru í gærkvöld upp í
toppsæti norsku úrvalsdeildarinnar
í fótbolta með 2:1-heimasigri á
Avaldsnes. Ingibjörg lék allan leik-
inn með Vålerenga og skoraði fyrra
mark liðsins er hún jafnaði í 1:1 á 69.
mínútu. Er markið það fyrsta hjá
Ingibjörgu í Noregi en hún kom til
Vålerenga frá Djurgården í Svíþjóð
fyrir leiktíðina. Vålerenga er í topp-
sætinu með níu stig eftir fjóra leiki
og hefur Ingibjörg leikið alla leikina
til þessa frá upphafi til enda.
Fyrsta mark
Ingibjargar
AFP
Mark Ingibjörg Sigurðardóttir
skoraði fyrra mark Vålerenga.
ÞÓR/KA – FYLKIR 2:2
0:1 Margrét Björg Ástvaldsdóttir 68.
1:1 Margrét Árnadóttir 70.
1:2 Bryndís Arna Níelsdóttir (víti) 77.
2:2 sjálfsmark 79.
M
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki)
Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylki)
Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylki)
Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki)
Madeline Gotta (Þór/KA)
Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA)
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason – 6.
Áhorfendur: 159.
KR – FH 3:0
1:0 Katrín Ásbjörnsdóttir 24.
2:0 Katrín Ásbjörnsdóttir 32.
3:0 Angela Beard 54.
MM
Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
M
Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Alma Mathiesen (KR)
Thelma Lóa Hermannsdóttir (KR)
Angela Beard (KR)
Telma Ívarsdóttir (FH)
Dómari: Aðalbjörn H. Þorsteinsson. – 7.
Áhorfendur: 195.
BREIÐABLIK – ÞRÓTTUR 5:0
1:0 Berglind Björg Þorvalsdóttir 26.
2:0 Berglind Björg Þorvalsdóttir 43..
3:0 Berglind Björg Þorvalsdóttir 57.
4:0 Alexandra Jóhannsdóttir 67.
5:0 Agla María Albertsdóttir 90.
MM
Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki)
Berglind Björg Þorvaldsd. (Breiðabliki)
M
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðabliki)
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðabliki)
Lea Björt Kristjánsdóttir (Þrótti)
Tinna Dögg Þórðardóttir (Þrótti)
Morgan Goff (Þrótti)
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þrótti)
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þrótti)
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 7.
Áhorfendur: 282.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ótrúlegt gengi Breiðabliks í Pepsi
Max-deild kvenna í fótbolta hélt
áfram í gærkvöld er liðið vann 5:0-
heimasigur á nýliðum Þróttar.
Breiðablik er komið á toppinn
með 18 stig úr sex leikjum og hef-
ur liðið gert 24 mörk án þess að fá
á sig eitt einasta. Breiðablik á enn
einn leik til góða og getur því náð
fimm stiga forskoti á Val. Berg-
lind Björg Þorvaldsdóttir fór á
kostum hjá Breiðabliki og skoraði
þrennu.
„Þó að Þróttarkonur ættu tals-
vert erfitt uppdráttar var liðið
skipulagt í bæði vörn og sókn og í
hvert sinn sem þær unnu boltann
vissu þær nákvæmlega hvað þær
ætluðu sér að gera, þó að spil
þeirra hafi sjaldnast skapað of
mikil vandræði fyrir þétta vörn
Breiðabliks,“ skrifaði Þorgerður
Anna Gunnarsdóttir m.a. um leik-
inn á mbl.is.
Berglind Björg Þorvalsdóttir
er orðin markahæst í deildinni
með tíu mörk. Hún hefur gert 135
mörk í 187 leikjum í efstu deild.
Markvörðurinn Agnes Þóra
Árnadóttir lék fyrsta leik sinn
fyrir Þrótt í sumar er hún kom
inn á fyrir meidda Friðriku Arn-
ardóttur.
Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA – Fylkir........................................ 2:2
Breiðablik – Þróttur R............................. 5:0
KR – FH.................................................... 3:0
Staðan:
Breiðablik 6 6 0 0 24:0 18
Valur 7 5 1 1 18:7 16
Fylkir 6 3 3 0 11:7 12
Selfoss 6 3 1 2 8:5 10
Þór/KA 6 2 1 3 11:12 7
KR 6 2 1 3 8:15 7
Þróttur R. 7 1 3 3 9:15 6
Stjarnan 7 2 0 5 9:16 6
ÍBV 6 2 0 4 6:15 6
FH 7 1 0 6 2:14 3
Svíþjóð
Rosengård – Örebro................................ 6:0
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård.
Staðan:
Rosengård 6 5 0 1 15:2 15
Gautaborg 5 4 1 0 13:2 13
Linköping 6 4 1 1 11:6 13
Piteå 5 3 2 0 8:5 11
Örebro 6 2 2 2 7:11 8
Uppsala 5 2 1 2 8:6 7
Kristianstad 5 2 1 2 9:12 7
Eskilstuna 5 1 2 2 8:9 5
Djurgården 5 1 1 3 5:8 4
Umeå 6 1 1 4 6:14 4
Vittsjö 5 0 1 4 5:9 1
Växjö 5 0 1 4 1:12 1
Noregur
Vålerenga – Avaldsnes ........................... 2:1
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn og skoraði fyrra mark Vålerenga.
Efstu lið: Vålerenga 9, Rosenborg 7,
Lilleström 7, Avaldsnes 7.
Katar
Al-Gharafa – Al-Arabi ............................ 1:0
Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 79
mínúturnar með Al-Arabi. Heimir Hall-
grímsson þjálfar liðið.
Ítalía
AC Milan – Atalanta ................................ 1:1
Staðan:
Juventus 35 25 5 5 73:38 80
Atalanta 36 22 9 5 96:45 75
Inter Mílanó 35 21 10 4 74:36 73
Lazio 35 22 6 7 71:38 72
Roma 35 18 7 10 69:47 61
AC Milan 36 17 9 10 56:45 60
Napoli 35 16 8 11 56:47 56
Sassuolo 35 13 9 13 64:60 48
Hellas Verona 35 11 13 11 43:43 46
Parma 35 12 7 16 49:51 43
Fiorentina 35 10 13 12 43:45 43
Bologna 35 11 10 14 48:58 43
Cagliari 35 10 12 13 50:52 42
Sampdoria 35 12 5 18 46:58 41
Udinese 35 10 9 16 34:49 39
Torino 35 11 5 19 42:63 38
Genoa 35 9 9 17 44:65 36
Lecce 35 8 8 19 45:77 32
Brescia 35 6 6 23 33:74 24
SPAL 35 5 4 26 25:70 19
B-deild:
Cremonese – Spezia ................................ 0:0
Sveinn Aron Guðjohnsen var allan tím-
ann á bekknum hjá Spezia.
Efstu lið: Benevento 83, Crotone 65,
Spezia 57, Pordenone 56, Frosinone 53.
Frakkland
Úrslitaleikur bikarkeppninnar:
París SG – Saint-Étienne ........................ 1:0
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin.
Greifavöllurinn: KA – KR ...................... S16
Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍA...... S19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Grenivíkurv.: Magni – Grindavík .......... S14
Nettóvöllur: Keflavík – Vestri ............... S14
Ólafsvík: Víkingur Ó. – Leiknir F.......... S16
Framvöllur: Fram – Þór......................... S16
2. deild karla:
Ólafsfjarðarvöllur: KF – Selfoss ........... S14
Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Kári.......... S14
Nesfiskvöllur: Víðir – Haukar ............... S14
Dalvík: Dalvík/Reynir – Njarðvík ......... S14
Hertz-völlur: ÍR – Völsungur ................ S16
3. deild karla:
Vopnafjarðarv.: Einherji – Ægir........... S14
Vilhjálmsv.: Höttur/Huginn – Álftanes S14
Blue-völlur: Reynir S. – Sindri .............. S14
Kópavogsv.: Augnablik – Tindastóll ..... S14
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Vodafonev.: Völsungur – Grótta ........... L14
2. deild kvenna:
KA-völlur: Hamrarnir – Álftanes ......... L14
Grindavíkurv.: Grindavík – Sindri ........ L14
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Meistaramót Íslands utanhúss fer fram á
Þórsvellinum á Akureyri í dag og á morg-
un. Keppendur eru um 200 en keppt er frá
12 til 16.10 í dag og frá 11 til 15.30 á morg-
un.
GOLF
Íslandsmóti golfklúbba þar sem keppt er í
1. deildum karla og kvenna lýkur í dag með
úrslitaleikjum á Urriðavelli hjá Golf-
klúbbnum Oddi og keppni um 5.-8. sæti á
Leirdalsvelli hjá GKG.
UM HELGINA!