Morgunblaðið - 25.07.2020, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.07.2020, Qupperneq 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020 Við Fellsmúla | Sími: 585 2888 ÚRVAL ÚTILJÓSA Þurrkar hafa víða haftalvarlegar afleiðingareins og nýlegir skógar-eldar í Ástralíu bera með sér. Spennusagan Ógnarhiti eftir Jane Harper fellur vel að stað- háttum í suðausturhluta landsins og frá fyrstu til síðustu síðu er lesandinn dreginn inn í veröld sem hann vill síst vera hluti af. Vel samin og uppbyggð saga í ógn- vænlegu umhverfi. Lífið getur verið ömurlegt, ekki síst þegar flest eggin eru í sömu körfu og ytri aðstæður hafa mikil áhrif á af- komu íbú- anna. Lögreglu- maðurinn Aaron Falk er í aðalhlut- verki sög- unnar. Hann ólst upp í smábæ og eft- ir að hafa hrökklast með föður sínum í burtu og sest að í Melbourne kemur hann aftur tveimur áratugum síðar til þess að fylgja Luke Hadler, æskuvini sín- um, og fjölskyldu hans til grafar. Honum er vægast sagt illa tekið og gamlar ásakanir um að hafa átt þátt í dauða Ellíar Deacon, vin- konu þeirra, fá byr undir báða vængi. Aukinheldur virðist kveikjuþáðurinn víða stuttur, ekki síst vegna langvarandi þurrka og uppskerubrests, og múgsefjunin virðist vera það helsta sem blómstrar. Allt bendir til þess að Luke hafi myrt eiginkonu sína og son þeirra og síðan framið sjálfsmorð. Við þessar erfiðu aðstæður biðja for- eldrar Lukes Falk að rannsaka hvað hafi legið að baki og með semingi fellst hann á það. Eftir því sem fleiri steinum er velt við kemur meira, sem þolir illa dags- birtu, upp á yfirborðið og hitinn eykst stöðugt. Allt við söguna virkar raunveru- legt. Umhverfið, náttúruöflin, per- sónur og leikendur. Eineltið, klíkurnar, foringinn og fylgjendur hans, vonleysið, mis- notkunin og flóttinn frá veru- leikanum. Sviðsmynd sem sjá má víða og gerir þessa spennandi glæpasögu sérlega trúverðuga. Ógnarhiti er ekki aðeins spenn- andi og trúverðug glæpasaga heldur varpar hún ljósi á vanda- mál, sem ýmist er gjarnan litið framhjá og sópað undir teppi eða útkljáð með ofstæki, lygum og fjandskap. Þess vegna hittir hún í mark. Ógnarstjórn og ofstæki hættuleg blanda Höfundurinn Ógnarhiti eftir Jane Harper er vel samin og uppbyggð saga í ógnvænlegu umhverfi, að mati gagnrýnanda sem segir bókina hitta í mark. Spennusaga Ógnarhiti bbbbm Eftir Jane Harper. Gísli Rúnar Jónsson íslenskaði. Sögur útgáfa 2020. Kilja, 350 bls STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna Flæði í Einkasafninu í dag kl. 12 og mun hún taka á móti gestum með fljótandi veigum og öðru sem náttúra staðarins hefur upp á að bjóða, eins og segir í tilkynningu. Aðalheiður hefur dvalið í safninu undanfarið og andað að sér alltum- lykjandi náttúru og andagift, eins og því er lýst. Hún vinnur með timbur á ýmsa vegu og tengir flæði líðandi stundar því sjálfsprottna sem fyrir er. Sýningin verður einnig opin á morgun, sunnudag, frá kl. 14 til 17 og líka 1. og 2. ágúst á sama tíma. Aðalheiður hefur unnið ýmis störf á sviði myndlistar ásamt því að vera athafnasamur myndlistarmaður. Hún starfrækti Kompuna, gallerí á Akur- eyri, í átta ár, tók virkan þátt í upp- byggingu Listagilsins svonefnda á Akureyri og er auk þess einn stofn- enda Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Hún hefur verið í sýningarnefnd Skaftfells á Seyðisfirð, gjaldkeri Gil- félagsins á Akureyri og varaformaður Myndlistarfélagsins á Akureyri. Í desember 2011 keypti Aðalheiður Al- þýðuhúsið á Siglufirði og hefur komið upp vinnustofu þar og stendur auk þess þar fyrir mánaðarlegum menn- ingarviðburðum. Hún hlaut menning- arverðlaun DV árið 2015 og var til- nefnd til Eyrarrósarinnar árin 2017 og 2020 fyrir starfið í Alþýðuhúsinu. Einkasafnið er verkefni mynd- listarmannsins Aðalsteins Þórssonar en í því gengur hann út frá því að af- gangar neyslu sinnar séu menningar- verðmæti, segir í tilkynningu, á svip- aðan hátt og litið sé á hefðbundna sköpun, afganga hugans, sem menn- ingarverðmæti. „Vorið 2017 byrjaði Aðalsteinn að byggja Miðstöð Einkasafnsins, heim- ili þess, þar sem hægt er að sjá safn- kostinn til frambúðar. Stefnt er að því að Miðstöð Einkasafnsins verði sjálf- bær eining hvað varðar orkuöflun og meðferð úrgangs. Leitast er við að Einkasafnið gefi eins heillega mynd af fyrirferð einstaklings í umhverfinu og nokkur kostur er og skoði um leið áhrif þessarar fyrirferðar á umhverf- ið,“ segir í tilkynningu um safnið og að sýning Aðalheiðar sé sú þriðja og síðasta í sýningaröð þriggja lista- manna sem sækja Einkasafnið heim nú í sumar. Aðalheiður kemur í kjöl- far þeirra Hrafnkels Sigurðssonar og Örnu G. Valsdóttur. Einkasafnið er um 10 km sunnan Akureyrar og stendur við syðri af- leggjara þjóðvegar 822, Kristnes- vegar. Frekari fróðleik um Einka- safnið má finna á steini.art. Þriðja Aðalheiður er þriðji listamaðurinn sem sýnir í Einkasafninu í sumar. Hér sést hún með verk í vinnslu í Einkasafninu norður í landi. Aðalheiður sýnir í Einkasafni Aðalsteins Sýning á verkum Aðalsteins G. Aðalsteinssonar verður opnuð í dag, laugardag, kl. 14 í Borgar- bókasafninu Kringlunni. Aðalsteinn á langan feril að baki í myndlist, er að mestu sjálfmenntaður en hefur sótt námskeið bæði í teiknun og málun. Á sýningunni gefur að líta teikningar og málverk og stendur hún yfir til 15. ágúst. Aðalsteinn sýnir verk sín í Kringlunni Litríkt Eitt af verkum Aðalsteins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.