Morgunblaðið - 25.07.2020, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.07.2020, Qupperneq 40
Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Um 40 skákmenn voru orðnir þreyttir á því að tefla á netinu og fylltu úti- svæði Kex Hostel á fimmtudag, þar sem skákmót Miðbæjarskákar fór fram í sólskinsveðri. Samkomutak- markanir hafa haft hamlandi áhrif á íslenskt skáklíf og hafa skákmót í auknum mæli því farið fram á netinu. Hver maður veit þó að raunheimur býður upp á mun skemmtilegri reynslu en netheimur og var því framtak Miðbæjarskákar kærkomið tækifæri fyrir skákmenn til að taka upp þráðinn, finna fyrir keppnis- skapinu og rifja upp gamla takta við alvöru skákborð. „Þetta er mjög skemmtileg stað- setning og það eru allir í góðu skapi. Allir eru bara búnir að vera inni síðastliðna mánuði og ég held að þetta sé fyrsta útimótið í langan tíma,“ sagði Dagur Ragnarsson, landsliðs- maður í skák. Dagur var með fullt hús vinninga þegar blaðamaður tók hann tali að fimm umferðum loknum: „Ég er einhvers staðar í kringum annað sætið,“ sagði Dagur. Ingi Tandri Traustason lætur sig sjaldan vanta á hraðskákmótin, enda teflt í 18 ár. „Mér hefur reyndar ekki gengið svo vel til þessa, en þetta er stór- skemmtilegt mót. Gott veður og gott andrúmsloft,“ sagði Ingi. Róbert Lagerman, skákmaður og formaður Vinaskákfélagsins, gætti ítrasta hreinlætis á skákstað, búinn andlitsgrímu og hönskum: „Það verður að passa upp á hrein- lætið,“ sagði hann. 15 manns á fyrsta mótinu „Þetta gekk fram úr björtustu vonum,“ sagði Elvar Örn Hjaltason, einn stofnenda skákfélagsins Mið- bæjarskákar, sem kom eins og stormsveipur í íslenskt skáklíf. Er líklega helsta sérstaða félagsins að það stendur fyrir mótum fyrir hinn hefðbundna skákáhugamann, sem stundum er kallaður kaffihúsa- skákmaðurinn. „Fyrsta mótið sem við héldum var í ágúst 2018. Ætli það hafi ekki komið svona 15 manns,“ sagði Elvar. „Ég og Héðinn Briem vinur minn stofnuðum félagið, okkur fannst vanta mót af þessu tagi. Við vorum kannski oft að fara á kaffihús, taka vini með og tefla. Síðan fórum við að heyra í kaffihúsum sem tóku vel í hugmyndina,“ segir hann. Síðan í júní 2019 hefur félagið haldið mót í hverjum mánuði, ýmist á netinu eða í raunheimi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Barátta Mikið keppnisskap er nauðsynlegt sem og gífurleg þrautseigja þegar barist er um sigur yfir taflborðinu. Þjálfa hugann í sólinni eftir langa inniveru  Netskák í samkomubanni liðin tíð  Um 40 mættu á Kex Teflt Róbert Lagerman, formaður Vinaskákfélagsins, var vel búinn. LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 207. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Ég er að spila með leikmönnum sem ég þekki og voru jafnvel með mér í yngri flokkunum. Þótt það sé auðvitað aldrei skemmtilegt að þurfa að skipta um lið af því að hlutirnir ganga ekki upp, þá er frá- bært að geta farið í uppeldisfélagið,“ segir Ívar Örn Jónsson, sem er nýkominn aftur til HK eftir átta ára fjarveru og var í stóru hlutverki í óvæntum sigri liðsins á Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í fót- bolta. »33 Frábært að geta farið í uppeldisfélagið ÍÞRÓTTIR MENNING Á áttundu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veit- ingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, sem haldn- ir verða í dag, laugardaginn 25. júlí, kemur fram tríó gítarleikarans Björns Thoroddsen ásamt söngkonunni og fiðluleikaranum Unni Birnu Bassadóttur. Sigurgeir Skafti Flosason leikur á bassa og Skúli Gíslason á trommur. Hljómsveitin mun flytja fjölbreytta efnisskrá og fara tónleikarnir fram utandyra, á Jómfrúartorginu, að venju og hefjast klukkan 15. Aðgangur er ókeypis. Tríó Björns á Jómfrúartorgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.