Morgunblaðið - 27.07.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
áhitabreytist eftir aldri?
ThermoScan7eyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
BraunThermoScan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Starf sem miðar að því að efla
lýðræði og mannréttindi er lang-
hlaup, sem snýst um að breyta
kerfum og hugsunarhætti,“ segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. „Á
þriggja ára starfi mínu hjá ÖSE
urðu engin afgerandi tímamót en
áfangasigrar náðust í ýmsum
löndum meðal annars þar sem
valdamenn viðurkenna mikilvægi
þeirrar aðstoðar sem í boði er. Í
slíkri ráðgjöf vitna ég stundum til
árangurs sem náðst hefur í jafn-
réttismálum á Íslandi og hefur í
raun gjörbreytt samfélaginu til
hagsbóta fyrir alla.“
Níu ár erlendis
Fyrr í þessum mánuði lét
Ingibjörg Sólrún af störfum hjá
Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu en hún var í forsvari
þeirrar undirstofununar sem sinn-
ir mannréttinda- og lýðræðis-
málum. Aðal framkvæmdastjóri
ÖSE hefur einnig látið af störfum,
sem og forsvarsmenn stofnana
sem fjalla um annars vegar fjöl-
miðlafrelsi og hins vegar réttindi
þjóðarbrota minnihlutahópa. Hér
kom til andstaða fulltrúa Tyrk-
lands og Tadsíkistan sem settu
sig gegn því að samningur um
áframhaldandi störf Ingibjargar
yrði framlengdur. Það gekk eftir
því öll aðildarlöndin sem eru alls
57 hafa hvert og eitt neitunarvald
þegar kemur að ráðningu æðstu
yfirmanna stofnunarinnar.
Ingibjörg er nú flutt heim til
Íslands eftir störf í samtals níu ár
erlendis, fyrst á vegum UN-
Women í Afganistan og Tyrklandi
og nú síðstu þrjú árin fyrir ÖSE,
með aðsetur í Varsjá í Póllandi.
Ég var grandalaus
„Ég var grandalaus. Hafði úr
ýmsum áttum upplýsingar um að
engin andmæli væru gerð við
framlengdan starfssamning við
mig. Þó er því ekki að leyna að
aðkoma frjálsra félagasamtaka að
fundum ÖSE hefur valdið nokkr-
um vanda síðustu árin vegna at-
hugasemda Tadsekista og
Tyrkja,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Nefnir þar að Tyrkir hafi gert at-
hugasemdir við samstarf ÖSE við
ýmis samtök, m.a. samtök skráð í
Þýskalandi, sem hafa aðstoðað
flóttamenn sem koma frá Tyrk-
landi til Þýskalands. Telji Tyrkir
samtökin eiga hugmyndafræði-
lega samleið með Fethullah Gulen
og segja hann hafa staðið á bak
við valdaránstilraunina í Tyrk-
landi sumarið 2016.
„Allir sem tengjast Gulen eru
nánast útskúfaðir í Tyrklandi,
sem gerir þýsku samtökin þó ekki
að hryðjuverkasamtökum eins og
látið er í veðri vaka. Mér finnst
fráleitt að forstjóri ODIHR ákveði
upp á sitt eindæmi hvaða samtök
eigi að útiloka af þessum ástæð-
um og það sjónarmið mitt naut
stuðnings fulltrúa alls þorra að-
ildarríkja ÖSE. Hins vegar eru
Tyrkir víða að senda ríkjum skila-
boð um ganga ekki gegn þeirra
afstöðu. Vilja með því sýna styrk
sinn. Þjóðir vilja líka síður fara
gegn Tyrklandi, þar sem nú eru
rúmlega þrjár milljónir flótta-
manna frá Sýrlandi sem enginn
veit hvert fara ef Tyrkir gefa eft-
ir og opna landamæri sín.“
Fulltrúar Aserbaídsjan og
Tadsíkistan lögðust gegn því að
Harlem Désir frá Frakklandi
héldi starfi sínu sem stjórnandi
þeirrar deildar ÖSE sem fjallar
um frelsi fjölmiðla.
Sjálfstæður fréttaflutningur
er stór þáttur í lýðræðinu
„Í fjölda ríkja er sótt að fjöl-
miðlamönnum sem eru fangels-
aðir og jafnvel drepnir, samanber
nýleg dæmi frá Rússlandi, Möltu
og Slóvakíu. Það er mjög mik-
ilvægt að hafa öflugan fjölmiðla-
fulltrúa eins og Désir sannarlega
var. Fjölmiðlar og blaðamenn
eiga mjög undir högg að sækja,
sérstaklega sjálfstæðir blaðamenn
sem tala gegn valdinu. Víða á
Vesturlöndum eru stjórnvöld að
reyna að ná tökum á fjölmiðlum
og fréttaflutningi og því þarf að
berjast gegn. Aðhaldshlutverk
fjölmiðla er mikilvægt og samtal
milli þeirra og ráðamanna og
sjálfstæður fréttaflutningur er
stór þáttur í lýðræðinu,“ segir
Ingibjörg Sólrún.
Andstöðu í ýmsum ríkjum
gegn til dæmis starfi frjálsra fé-
lagasamtaka og frelsi fjölmiðla
telur Ingibjörg Sólrún geta meðal
annars ráðist af því að hugmyndir
í löndunum um lýðræði og mann-
réttindi séu allt aðrar en gerist í
Vestur-Evrópu. Einhver gæti
haldið því fram að þau ættu ekki
samleið með ÖSE en það er ein-
mitt hlutverk stofnunarinnar að
aðstoða þau við innleiðingu lýð-
ræðis og mannréttinda. Stofnunin
var sett á laggirnar í kjölfar falls
Berlínarmúrsins og uppbrots Sov-
étríkjanna um 1990. Í upphafi lá
þungi starfsins í aðstoð við ný-
frjáls ríki við að koma á lýðræð-
islegu fyrirkomulagi og margþætt
eftirlit með þing- og forsetakosn-
ingum í öllum aðildarríkjunum
vegur mjög þungi í starfinu. „Við
höfum séð talsverða galla á fram-
kvæmd kosninga til dæmis í
Hvíta-Rússlandi, Aserbaídsjan og
Kasakstan. Slíkt sést ef skýrslur
okkar eru lesnar. Einnig höfum
við séð mál þróast til betri vegar
með okkar aðstoð svo sem í
Georgíu og Albaníu. Svo eru líka
lönd sem voru alveg lokuð, svo
sem Úsbekistan, en þar hefur orð-
ið mjög jákvæð þróun í lýðræð-
isátt á allra síðustu árum og
stjórnvöld hafa í auknum mæli
leitað aðstoðar ÖSE.“
Ólík menning
Sjónarmið kennd við þjóðern-
ishyggju, popúlisma og einangrun
eru áberandi um þessa mundir.
Hvað þessu viðvíkur segir Ingi-
björg Sólrún áhyggjuefni að and-
stæður í samfélögum séu orðnar
meiri en áður var og milli ólíkra
hópa séu stóryrði áberandi.
„Hér á Íslandi eru flestir
sammála um flest grunngildi, eins
og sést hefur að undanförnu á
tímum Covid. Í mörgum löndum
hafa alvarlegar sprungur í sam-
félagsgerðinni orðið mjög sýni-
legar – sem hafa víkkað og dýpk-
að við fordæmalausar aðstæður.
Þar kemur til að víða eru stórir
hópar í einstaka löndum afskiptir,
svo sem innflytjendur. Fólk í
minnihlutahópum mætir ýmsum
fordómum og er afskipt. Róm-
afólk í mörgum löndum Evrópu
er oft og víða í þröngri stöðu;
hefur ekki aðgengi að innviðum
sem við teljum sjálfsagða, svo sem
að rennandi vatni eða netinu og
tölvum sem í mörgu tilliti eru
lyklar að þátttöku í samfélaginu.
Allt eru þetta atriði sem ÖSE hef-
ur bent á, en ættu auðvitað að
vera sjálfsögð verkefni stjórn-
valda í hverju landi. Kjarni máls-
ins er samt sá að ÖSE er í kreppu
og ráðning nýrra yfirmanna verð-
ur vandasöm. Í öllu starfi á al-
þjóðavettvangi þarf að sýna
sveigjanleika og sanngirni og
bera virðingu fyrir ólíkri menn-
ingu ríkjanna en það er ekki
hægt að gefa afslátt af mannrétt-
indum.“
Ekki hægt að gefa afslátt af mannréttindum? segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um brotthvarf sitt frá ÖSE
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Djúpar sprungur í samfélagsgerð
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
sem fæddist árið 1954, hefur
lengi verið áberandi í íslensku
þjóðlífi. Var borgarstjóri 1994-
2003 og alþingismaður fyrir og
eftir þann tíma. Utanríkis-
ráðherra 2007-2009, en hefur
sl. níu ár starfað á alþjóðavett-
vangi. Er nýlega flutt heim til Ís-
lands og segir næstu verkefni
óákveðin.
Hver er hún?
AFP
Flótti Milljónir eru á vergangi í Evrópu um þessar mundir og mikilvægt
verkefni alþjóðlegra stofnana er að tryggja réttindi og stöðu þess fólks.
Leiðtogi „Í slíkri ráðgjöf
vitna ég stundum til
árangurs sem náðst hefur
í jafnréttismálum á Ís-
landi og hefur í raun gjör-
breytt samfélaginu til
hagsbóta fyrir alla,“ segir
Ingibjörg Sólrún um störf
sín undanfarin ár.