Morgunblaðið - 27.07.2020, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020
Menning Fjölmenningarsamfélaginu í Reykjavík var fagnað um helgina á hátíð þar sem fjölskyldur af mörgu þjóðerni komu saman og elduðu heimaeldaða rétti fyrir gesti og gangandi.
Íris
Eftir fjóra sólar-
hringa af erfiðum
samningaviðræðum og
mörgum sársauka-
fullum málamiðlunum
hafa leiðtogar Evrópu
komist að samkomulagi
um byltingarkenndan
750 milljarða evra
björgunarsjóð. Sem
merki um samhug
gagnvart Ítalíu, Spáni
og öðrum löndum sem enn eru í sár-
um vegna COVID-19-krísunnar er
samkomulagið stórt skref fram á við
fyrir Evrópusambandið. Það gerir
hins vegar lítið til að taka á dýpstu
vandamálum evrusvæðisins.
COVID-19-krísan hefur fært
myntbandalagið að barmi glötunar.
Þótt afleiðingar neyðarástandsins
séu víða hafa sum lönd orðið harðar
úti en önnur. Ítalía, Frakkland og
Spánn hafa orðið fyrir flestum dauðs-
föllum og verstu efnahagsáföllunum;
þá virðist Suður-Evrópa, sem reiðir
sig á ferðamenn að miklu leyti, munu
þurfa langan tíma til að rétta úr kútn-
um.
Enn verra er að þótt ríkisskuldir
séu miklar um allt evrusvæðið eru
þær komnar á hættulegt stig í mörg-
um suðlægari löndunum, einkum
Ítalíu. Fyrstu viðbrögðin við faraldr-
inum ollu töluverðum sárindum með-
al Ítala, sem fannst mörgum (með
nokkrum sanni) að Norður-Evrópu-
búar hefðu hneigst til að kenna Ítöl-
um um vandræðin frekar en að bjóða
þeim aðstoð. Jafnvel þeir ítölsku
stjórnmálaleiðtogar sem fylgja ESB
að málum, allt frá forsetanum Sergio
Mattarella og niður eftir valdastig-
anum, upplifðu að ESB hefði fjar-
lægst Ítali pólitískt í
kreppunni.
Angela Merkel
Þýskalandskanslari á
hrós skilið fyrir að átta
sig á umfangi vandans.
Í maí lögðu hún og
Emmanuel Macron
Frakklandsforseti fram
tillögu um 500 milljarða
evra björgunarsjóð sem
yrði fjármagnaður með
skuldum útgefnum af
ESB og myndi úthluta
styrkjum til þeirra
svæða og atvinnugeira sem hafa orð-
ið verst úti. Framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins byggði síðan ofan á
tillögu Frakka og Þjóðverja með því
að bæta ESB-lánum ofan á styrkina
svo að heildarupphæðin varð 750
milljarðar evra.
Samkomulagið sem svefnvana
ESB-leiðtogar komust að snemma að
morgni 21. júlí er kærkomið af
nokkrum ástæðum. Þótt einhvers
konar samkomulag hafi alltaf verið
líklegt var það áhyggjuefni að við-
ræðurnar gæti dregist á langinn út
árið, þannig að misklíð innan ESB
myndi aukast og draga athygli
stjórnmálamanna frá öðrum verk-
efnum. Að samkomulag sé í höfn áður
en Evrópa skellir í lás í ágúst er sigur
í sjálfu sér.
Enn betra er að samkomulagið fel-
ur í sér marga jákvæða þætti tillögu
Merkel og Macron, þar sem 390 millj-
arðar evra vegna ESB-styrkja eru
efstir á blaði, án margra skilyrða.
Fjögur af efnaðri ríkjum Norður--
Evrópu, með Hollendinga í farar-
broddi, höfðu áður sett það sem skil-
yrði að ESB veitti eingöngu lán, sem
væru háð því að ríkisstjórnirnar sem
þægju þau framkvæmdu umbætur
sem ESB krefðist (og að þjóðirnar
samþykktu þau). En ágeng skilyrði
af því taginu hafa slæmt orð á sér eft-
ir samskipti ESB og Grikklands fyrir
áratug, þannig að Suður-Evrópu-
þjóðirnar gátu engan veginn sam-
þykkt neitt slíkt.
Enn fremur er lántökukostnaður
stjórnvalda svo lítill – ekki síst vegna
1,35 billjóna evra Neyðarkaupaáætl-
unar Seðlabanka Evrópu vegna far-
aldursins – eða ESB-lán hefðu lítið
hjálpað. Ef eitthvað er hefðu þau
dregið úr sjálfbærni varðandi
greiðslu skulda, sérstaklega á Ítalíu,
þar sem skuldir ríkissjóðs stefna í að
verða 160% af landsframleiðslu á
næsta ári.
Á efnahagslegu hliðinni munu 390
milljarðar evra í styrkjum á næstu
þremur árum reynast umtalsverð
innspýting. Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins býst við því að
hagkerfi ESB dragist saman um 8%
á þessu ári og verði 12,8 billjónir
evra. Björgunarstyrkirnir yrðu
þannig jafngildi 3% af vergri lands-
framleiðslu, eða 1% fyrir hvert ár. Ef
hagkerfi Ítalíu skreppur saman um
10% á þessu ári munu þeir 82 millj-
arðar evra sem eyrnamerktir eru
landinu jafngilda 5% landsfram-
leiðslu. Þótt þeir séu mun smærri en
fjárhagslegir örvunarstyrkir hverrar
þjóðar gætu ESB-styrkirnir þannig
engu að síður aðstoðað við pen-
ingaleg björgunarstörf Seðlabanka
Evrópu.
Helsti kosturinn við björg-
unarsjóðinn er þó pólitískur. Með
honum sýnir Evrópusambandið að
það getur komið Evrópubúum til
hjálpar þegar þeir þurfa mest á því
að halda. Þetta ætti að veita nauðsyn-
legt mótvægi við vantrú á sambandið
og draga úr reiði fólks vegna krís-
unnar.
Frá sjónarhóli stjórnsýslu er sam-
komulagið mikill sigur fyrir Fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins,
sem var oft utanveltu í mynt-
bandalagskreppunni 2010-12. Það
verður Framkvæmdastjórnin sem
tekur 750 milljarða evra lánið til að
fjármagna sjóðinn og hún mun beina
styrkjum og lánum með fjárveit-
ingavaldi sínu innan ESB. Með annað
augað á greiðslu skuldarinnar eftir
2027 mun hún einnig hafa yfirumsjón
með leit að nýjum tekjustofnum fyrir
ESB, svo sem skatti á stafræna þjón-
ustu eða kolefnisjöfnunarskatti inn-
flutnings.
Gallinn er sá að vegna þess að
björgunarsjóðurinn var felldur inn í
víðtækari samningaviðræður um
fjárhagsáætlun ESB 2021-27 þurfti
að gera nokkrar óheppilegar mála-
miðlanir. Áður en heimsfaraldurinn
brast á var Evrópska græna sam-
komulagið til að takast á við loftslags-
breytingar flaggskipsframtak Ursulu
von der Leyen, forseta Fram-
kvæmdastjórnarinnar. Nú hefur ver-
ið dregið úr fjárveitingum til að
styðja við umskipti í hreinni orku-
gjafa.
Önnur stór áskorun fyrir ESB er
heimaræktað einræði. Andlýðræð-
islegar stjórnir á borð við ríkisstjórn
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ung-
verjalands, komast enn upp með að
virða réttarríkið að vettugi og mis-
nota svæðisbundna samheldnisjóði
ESB í eigin þágu, sem er ástæða þess
að eitt af helstu forgangsmálum
Merkel var að skilyrða aðstoð ESB í
framtíðinni við virðingu fyrir rétt-
arríkinu. En slík skilyrði voru tekin
út, að því er virðist af ótta við hótun
Orbán um að beita neitunarvaldi
(sem var ólíklegt að myndi gerast,
þar sem Ungverjaland hefði hvort eð
er áfram þegið mikla styrki af ESB).
Með útgöngu Bretlands í janúar
var einnig von um að losna við út-
breiðslu þjóðarafslátta, sem var
bitlingur sem Margaret Thatcher,
þáverandi forsætisráðherra Bret-
lands, tryggði landi sínu fyrst á ní-
unda áratugnum (en aðrar þjóðir sem
lögðu meira til ESB en þær fengu til
baka fylgdu síðar í kjölfarið). Ákvæði
um slíkt ýta jafnan undir hugsunar-
hátt nísku og samvinnuskorts sem
grefur undan evrópskri samstöðu.
En í stað þess að snúa þjóðarafslætt-
ina niður mútar ESB í raun hinum
óstýrilátu Hollendingum, Austurrík-
ismönnum, Svíum og Dönum með
enn meiri afsláttum sem felast í nýja
samkomulaginu.
Eftir myntbandalagskrísuna 2010-
12 benti mannúðarfrömuðurinn
George Soros á að Merkel gerði alltaf
rétt nóg til að halda evrunni gang-
andi „en aldrei meira en það“. Þetta á
enn við. Björgunarsjóðurinn er kær-
komið skref fram á við en hann leysir
ekki grunnvanda evrusvæðisins, svo
sem ósjálfbæra skuldaþróun á Ítalíu,
tilhneigingu til verðhjöðnunar í
Þýskalandi og skort á endurstillingu
hagkerfa. Evrusvæðið er sloppið fyr-
ir horn í þetta sinn en það er samt
engan veginn komið í varanlegt skjól.
Eftir Philippe
Legrain » Samkomulagið sem
svefnvana ESB-
leiðtogar komust að
snemma að morgni 21.
júlí er kærkomið af
nokkrum ástæðum.
Philippe Legrain
Höfundur er meðlimur í Evrópu-
stofnun London School of Economics
og fyrrverandi efnahagsráðgjafi for-
seta framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins.
Evrópa bjargar sér