Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020
BROTINN
SKJÁR?
Við gerum við
allar tegundir
síma, spjaldtölva,
og tölva
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Allir þeir fjölmörgu
sem heimsótt hafa
listamanninn Pál á
Húsafelli ljúka lofs-
orði á listsköpun hans.
Það er fyrir flesta
mikil upplifun að sjá
hann flytja verk
þekktustu tónskálda
veraldar á steinhörp-
una sína. Það er ekki
síður mikil upplifun að
sjá hvernig hann
breytir grjóti í listaverk og port-
rettverkin hans af nágrönnum hans
í uppsveitum Borgarfjarðar og
þjóðþekktum Íslendingum eiga
engan sinn líka. Hann vinnur verk
sín af hógværð og á enga ósk heit-
ari en að fá að sinna
listsköpun sinni í sátt
við Guð og menn. Páll
er friðarins maður.
Á undanförnum ár-
um hafa vinir Páls og
fjölskylda lyft grett-
istaki við að skapa hon-
um viðunandi vinnu-
aðstöðu. Nú má segja
að sú vinna sé nokkurn
veginn í höfn. Þá var
draumur hans um leg-
steinasafn að verða að
veruleika, safn sem
geyma átti safn leg-
steina sem öldum saman voru settir
á leiði fólks víðs vegar um Borgar-
fjörð. Efni í þessa legsteina var sótt
í Bæjargilið fyrir ofan Húsafell, hið
sama gil og Páll sækir grjótið til að
móta verk sín úr.
Nú hefur skyndilega syrt í álinn
og svo virðist sem vinna allra þeirra
sem hér hafa lagt hönd á plóg hafi
verið unnin fyrir gýg. Með dómi
Héraðsdóms Vesturlands, sem gekk
fyrr í þessum mánuði, er Páli gert
að brjóta niður og fjarlægja
legsteinasafnið, sem var nær tilbúið
til notkunar.
Það er í öllu þessu samhengi dap-
urlegt til þess að hugsa að ástæðan
fyrir því að dómurinn féll á þennan
veg eru mistök á mistök ofan hjá
stjórnsýslu Borgarbyggðar. Það er
í raun óskiljanlegt hvernig stjórn-
sýslu sveitarfélagsins hefur tekist
að klúðra þessu máli. Það er enn
dapurlegra til þess að hugsa að
sveitarfélagið hefur fengið ítrekuð
tækifæri til að lagfæra mistök sín.
Tækifæri sem ekki hafa verið not-
uð.
Valkostirnir sem sveitarstjórn
Borgarbyggðar hefur núna eru
skýrir: Annars vegar að grípa til
þeirra úrræða sem hún hefur til að
koma í veg fyrir niðurrif hússins
eða velja þann kostinn að aðhafast
ekkert. Velji sveitarstjórnin síðari
kostinn verður það henni og stjórn-
sýslu Borgarbyggðar til ævarandi
skammar.
Listin og stjórnsýslan – til varnar
frænda mínum Páli á Húsafelli
Eftir Andrés
Magnússon
Andrés
Magnússon
»Með dómi Héraðs-
dóms Vesturlands,
sem gekk fyrr í þessum
mánuði, er Páli gert að
brjóta niður og fjar-
lægja legsteinasafnið,
sem var nær tilbúið til
notkunar.
Höfundur er lögfræðingur og er fjór-
menningur við Pál að skyldleika.
Úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlinda-
mála setti ofan í við
Skipulagsstofnun með
því að fyrirskipa stofn-
uninni að afgreiða
matsáætlun vegna
vindorkuvers í landi
Hróðnýjarstaða í Dala-
byggð „án frekari
tafa“. Skipulags-
stofnun hafði lögum
samkvæmt fjórar vikur
til að afgreiða erindið
en þegar heilt ár var liðið án þess að
neitt gerðist kaus framkvæmdarað-
ilinn að kæra seinaganginn, enda
jafngilti staða málsins því að Skipu-
lagsstofnun hefði stöðvað sjálft verk-
efnið. Úrskurðarnefndin tók undir
með kærandanum og hafnaði vand-
ræðalegum rökstuðningi Skipulags-
stofnunar fyrir seinaganginum.
Næsta spurning er hvort Skipu-
lagsstofnun kjósi nú að hunsa líka
þennan úrskurð með þögninni líkt og
hún hefur ítrekað komist upp með að
sniðganga landslög í öðrum málum
með nákvæmlega sama
hætti og gerðist með
vindorkuverkefnið í
Dalabyggð. Þessi
stjórnsýsla snýr ekki
eingöngu að einka-
fyrirtækjum heldur
hinu opinbera líka.
Nærtækt er að nefna
að í fyrrasumar gagn-
rýndi formaður bæj-
arráðs Akureyrar að
Skipulagsstofnun hefði
legið á matsskýrslu
vegna Hólasandslínu í
20 vikur án þess að ból-
aði á afgreiðslu málsins sem landslög
mæltu skýrt fyrir um að hún ætti að
klára á fjórum vikum.
Nærtækt er líka að nefna breikk-
un Vesturlandsvegar sem Skipulags-
stofnun ákvað að þyrfti að sæta mati
á umhverfisáhrifum með tilheyrandi
töfum, framkvæmd sem öllum er
ljóst að er óhjákvæmileg og bókstaf-
lega lífsnauðsynleg. Þá má nefna
vegagerð í Árneshreppi á Ströndum
sem komin er á framkvæmdaáætlun
en þarf að sæta mati á umhverfis-
áhrifum þrátt fyrir að vera ekki lagn-
ing nýs vegar heldur lagfæring til að
tryggja íbúum viðunandi samgöngur
á landi.
Nú eru á döfinni vegafram-
kvæmdir sem stjórnvöld hafa sett á
dagskrá sem lið í átaki til atvinnu-
sköpunar og innviðauppbyggingar í
kjölfar Covid-faraldurs. Er fram-
gangur þeirra verkefna líka háður
því hvenær Skipulagsstofnun þókn-
ast að klára það sem að henni snýr?
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála sýndi rökum Skipu-
lagsstofnunar fyrir slugsinu gagn-
vart vindorkuverkefninu bless-
unarlega lítinn skilning. Ég sá að
þau rök voru óþægilega kunnugleg
og það framar öðru rak mig til að
stinga niður penna. Í janúar 2020
kærði ég nefnilega ákvörðun Skipu-
lagsstofnunar um að uppbygging
Kjalvegar í Bláskógabyggð skyldi
sæta mati á umhverfisáhrifum með
tilheyrandi töfum á framkvæmdum.
Kæran var lögð fram fyrir hönd
Fannborgar ehf., félags sem annast
ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum og
hefur þarna ríkra hagsmuna að
gæta.
Úrskurðarnefndin vísaði málinu
frá og taldi ekki hægt að „játa kær-
anda [Fannborg] kæruaðild“ í mál-
inu. Það er sjónarmið nefndarinnar
og því er ég ósammála en það er önn-
ur saga. Skipulagsstofnun tók sér
tæplega sjö mánuði til að komast að
niðurstöðu um hvort vegafram-
kvæmdin skyldi vera háð mati á um-
hverfisáhrifum. Stofnunin sagði að
seinaganginn mætti „fyrst og fremst
rekja til sumarfría og manneklu“ og í
vindorkumálinu var borið við „fjölda
umfangsmikilla mála“ og „viðvarandi
manneklu“. Fleira var tínt til sem úr-
skurðarnefndin benti kurteislega á
að héldi ekki gagnvart lögum.
Skipulagsstofnun heyrir undir
ráðuneyti umhverfis- og auðlinda-
mála og einhver kynni nú að hugsa:
Getur ekki umhverfisráðherra gripið
inn í atburðarásina og séð til þess að
stofnunin fari að lögum? Þá vill svo
til að í ráðherrastóli situr fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Land-
verndar sem gerði það að sérstakri
íþrótt í fyrra lífi sínu á starfsferlinum
að kæra og tefja framkvæmdir og
framkvæmdaáform af ýmsu tagi í
tugatali. Litið var á kæruferli sem
möguleika til tæknilegra tafa og oft
með góðum árangri, af sjónarhóli
kærandans. Að manni læðist því mið-
ur sá grunur að umhverfisráðherr-
ann sé ekki manna líklegastur til að
hnippa í Skipulagsstofnun og benda
henni á að standa við skyldur sínar á
þeim tíma sem lög mæla fyrir um.
Nefna má svo í lokin stóra spurn-
ingu sem ýmsir löglærðir menn velta
fyrir sér og væri áhugavert að láta
reyna á fyrir dómstólum: Eru úr-
skurðir, sem kveðnir eru upp eftir að
frestir til slíks eru fyrir löngu út-
runnir, ekki einfaldlega marklausir?
Skipulagsstofnun vísað í skammarkrók
Eftir Pál Gíslason » Í ráðherrastóli situr
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Land-
verndar sem gerði það
að sérstakri íþrótt að
kæra og tefja fram-
kvæmdir af ýmsu tagi í
tugatali.
Páll
Gíslason
Höfundur er verkfræðingur.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Veiði