Morgunblaðið - 27.07.2020, Page 21

Morgunblaðið - 27.07.2020, Page 21
✝ HrafnhildurSigurðardóttir fæddist 2. ágúst 1937 á Suðurgötu 39 í Hafnarfirði. Hún lést 17. júlí 2020 á Silfurtúni í Búðardal. Hún var dóttir hjónanna Fjólu Pálsdóttur f. 22.11. 1909, d. 1.8. 2007, og Sigurðar Eiðs- sonar, f. 29.10. 1908, d. 15.11. 1989. Hún var þriðja í röðinni af fimm systkinum. Elst var Soffía, f. 29.4. 1933, d. 29.5. 2018, næstur Eiður, f. 1.5. 1936. Yngri voru tvíburarnir Ragnar og Páll, f. 9.11. 1946. Hinn 7. apríl 1956 giftist Hrafnhildur Ólafi Árni Pálma- syni, f. 7.5. 1931, d. 11.5. 2001. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sigurður, f. 26.6. 1955, kvænt- ur Guðlaugu Kristinsdóttur, f. 1958. Dóttir þeirra er Hrafn- hildur Guðrún, f. 22.1. 1978, gift Stefáni Þórarinssyni, f. 1976. Börn þeirra eru Jenný Dagbjört, f. 2013, og Enok Olli, f. 2016. 2) Pálmi, f. 24.10. 1956, kvæntur Guðrúnu E. Magn- úsdóttur, f. 1957. Dætur þeirra eru: a) Margrét, f. 25.7. 1980, í sambúð með Ragnari Ægi Pét- urssyni, f. 1976. Börn þeirra eru: Lúkas Ægir, f. 2002, og Mist, f. 2005. b) Berghildur, f. 11.1. 1986, gift Kára Gunn- arssyni, f. 1982. Börn þeirra hluta til upp í Engihlíð bróð- ursynir Olla, þeir Pálmi, f. 19.5. 1964, og Ólafur, f. 6.7. 1966, Finnbogasynir, eftir að faðir þeirra lést 1972 og litu þeir á Hrafnhildi og Olla sem sína fósturforeldra. Hrafnhildur fæddist og ólst upp í Hafnarfirði. Hún fór snemma að vinna fyrir sér og fór sem kaupakona að Gilla- stöðum í Laxárdal í Dalasýslu fyrst 15 ára og svo aftur tveim- ur árum seinna. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Olla á Svarfhóli. Þau reistu nýbýlið Engihlíð í landi Svarfhóls, fluttu þar inn 11.5. 1956 og voru með blandaðan búskap. Þau skildu 1980 og þá flutti Hrafnhildur til Reykjavíkur. Þar vann hún fyrst í verslun en vann síðan í heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg til ársins 1989 þegar hún flutti í Stykk- ishólm. Í Reykjavík var hún í sambúð með Gísla Rúnari Mar- íssyni, f. 1933, d. 1991. Í Stykk- ishólmi bjó hún ein og vann á Dvalarheimili aldraðra til ár- ins 1999 þegar hún flutti til Akureyrar. Þar vann hún á Dvalarheimilinu Hlíð þar til hún lét af störfum 67 ára. Á Akureyri var hún í sambúð með Eðvarð Jónssyni, f. 1934, d. 2015. Hún flutti á Silfurtún í Búðardal haustið 2018 þar sem hún lést 17.7. sl. Starfsvett- vangur Hrafnhildar var fyrst og fremst umönnunarstörf. Hún sinnti störfum sínum af umhyggju og hlýju og uppskar það sama hjá starfsfólki Silf- urtúns síðustu tvö æviárin. Útför Hrafnhildar fer fram frá Hjarðarholtskirkju í Dölum í dag, 27. júlí 2020, klukkan 14. eru Martin, f. 2003, Ísey, f. 2012, og Snær, f. 2020. 3) Steinunn Lilja, f. 31.12. 1959, gift Erling Þ. Kristins- syni f. 1956. Börn Steinunnar Lilju með fyrri manni sínum M. Ágúst Guðmundssyni, f. 1956, eru: a) Ólaf- ur Árni, f. 20.7. 1978, giftur Sigrúnu J. Þráins- dóttur, f. 1983. Börn þeirra eru: Ágúst Óli, f. 2001, Óskar Ingi, f. 2005, Daníela Líf, f. 2006, og Árni Stefán, f. 2010. b) Dagný Lára, f. 30.11. 1979, í sambúð með Vilhjálmi Arnórs- syni, f. 1983. Börn þeirra eru Melinda Máney, f. 2002, Guð- mundur Sören, f. 2010, og Freysteinn Sólon, f. 2016. c) Guðmundur Friðgeir, f. 14.8. 1982, í sambúð með Victoriu Jacobsen, f. 1996. d) Sigríður Fjóla, f. 27.5. 1989, í sambúð með Arnari Frey Þorbjarnar- syni, f. 1992. Börn þeirra eru Jasmín Hall, f. 2007, Mikael Hall, f. 2009, Nadía Rós, f. 2013, og Jóel Steinn, f. 2017. 4) Páll Reynir, f. 17.2. 1964. Börn hans með fyrrverandi sam- býliskonu sinni Svölu H. Sig- urðardóttur, f. 1970, eru Sig- urður Árni, f. 5.9. 1998, og tvíburadæturnar Dagbjört Hildur og Bergdís Fjóla, f. 28.9. 2004. Einnig ólust að Mamma var sjómannsdóttir og ólst upp á Hamrinum í Hafn- arfirði, en ung réð hún sig sem kaupakonu í sveit og það réð ör- lögum hennar. Þar kynntist hún föður okkar og þau byggðu sér nýbýlið Engihlíð. Meðan hún og pabbi bjuggu í Engihlíð og ólu okkur upp voru þau oft með aukabörn í sumardvöl, auk þess sem þau höfðu kaupamenn og kaupakonur til aðstoðar við bú- skapinn, barnagæslu og heim- ilisstörf. Eiga margir góðar minningar frá veru sinni í Engi- hlíð. Mamma var í kvenfélaginu í sveitinni á sínum tíma og hafði gaman af handavinnu og hand- verki, sótti t.d. námskeið í postulínsmálun og fleiru. Hún saumaði heilmikið af fötum heima, bæði á sig og okkur, og man Lilja mjög vel eftir köfl- óttum útvíðum buxum sem hún saumaði og jakka í stíl. Það var eins og klippt út úr tískublaði. Mamma eða Hebba eins og móðurfjölskyldan kallar hana, hélt alltaf góðu sambandi við foreldra sína og systkini í Hafn- arfirði. Hún fór allavega einu sinni á ári suður og dvaldi þá á æskuslóðunum á Suðurgötunni í nokkra daga, fjarri amstrinu í sveitinni. Hún var sveitungum sínum góður nágranni og gott að leita til hennar. Segja má að mamma hafi verið hárgreiðslukona sveitarinnar en til hennar sóttu bæði karlar og konur í klipp- ingu, permanent, lit og hár- greiðslu. Það hefur eflaust verið ómetanlegt að geta leitað til hennar eftir þessari þjónustu á þeim tíma þegar fólk var ekki á tíðum ferðalögum í kaupstað- inn. Hún hafði gaman af dulræn- um málefnum og var sjálf þeim eiginleikum gædd að finna og sjá meira en almennt gerist og spáði oft í bolla fyrir vinkonur sínar. Mamma var glaðvær og skemmtileg kona. Alltaf vel til- höfð og fylgdist vel með fata- tískunni. Á seinni árum fór hún ekki út úr húsi án þess að setja á sig varalit og fallegan klút um hálsinn, helst eitthvað bleikt. Einnig minnast gestir og gangandi þess að mamma hafi verið gestrisin og góð heim að sækja og það var hún alla sína tíð á meðan hún hafði heilsu til. Hún flutti úr sveitinni 1980 og bjó í nokkur ár í Reykjavík, svo var það Stykkishólmur og síðan flutti hún til Akureyrar. Hún vann að mestu við aðhlynningu. Hún sinnti störfum sínum af ást, umhyggju og hlýju og upp- skar það sama hjá starfsfólki Silfurtúns þar sem hún var síð- ustu tvö æviárin. Við þökkum starfsfólki Silfurtúns innilega fyrir umhyggjuna og hlýjuna sem það sýndi móður okkar á meðan hún dvaldi þar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku mamma, við vitum að þú hefur það gott núna í sum- arlandinu. Takk fyrir allt og allt. Sigurður, Pálmi, Lilja og Páll Reynir. Ég minnist Hrafnhildar tengdamóður minnar með hlýju í hjarta. Ég var ekki gömul þeg- ar ég fór að venja komur mína í Engihlíð að elta Pálma son hennar, kærastann minn. Hrafnhildur tók mér, stelpu- krakkanum, eins og fullorðinni manneskju og var hún óþreyt- andi við að spjalla við mig um gamla tíma, menn og móra. Hrafnhildur var ekki heldur gömul þegar hún kom að Gilla- stöðum sem kaupakona og kynntist Olla, sætum strák á næsta bæ, sem síðar varð eig- inmaður hennar. Hrafnhildur og Olli voru gift í 24 ár og eign- uðust fjögur börn. Árið 1980 skildi þeirra leiðir og Hrafnhild- ur flutti til Reykjavíkur og um tíu árum síðar til Stykkishólms, þar sem við Pálmi bjuggum. Það var gott að hafa Hrafnhildi í nábýlinu og vil ég þakka sér- staklega fyrir hve góð Hrafn- hildur var móður minni alla tíð. Hrafnhildur var rösk og dugleg til vinnu og einstök við aðhlynn- ingu aldraðra sem var hennar starfsvettvangur eftir að hún fór úr sveitinni. Í mínum huga var Hrafnhildur séstök kona, hún var ljúf og blíð en gat líka verið dálítið köld og hryssings- leg. Hún var ekki amma sem barnabörnin heimsóttu óboðin en ef til hennar var leitað stóð ekki á henni að passa eða veita lið á annan hátt. Við Hrafnhild- ur áttum skap saman og fannst mér alla tíð gaman að spjalla við hana og síðast, stuttu áður en hún kvaddi, áttum við gott og skemmtilegt spjall á Silfurtúni. Hrafnhildur var dul og dulræn, sem einkenndi lundarfar hennar sem stundum var henni erfitt þótt hressleiki og kæti í hennar fari komi sterkt upp í hugann þegar ég minnist hennar. Hrafnhildur og Pálmi minn voru náin mæðgin og alltaf sterkt samband þeirra á milli, sem mér þótti vænt um. Hún var líka stelpunum mínum góð og veit ég að þær leituðu til hennar með ýmislegt, meðan hún bjó í Hólminum. Hrafnhild- ur var södd lífdaga þegar hún kvaddi, búin að skila sínu hlut- verki í lífinu og var sátt. Takk fyrir samveruna Hrafn- hildur. Guðrún Erna. Elskuleg amma okkar hefur nú fengið hvíldina. Við systur vorum lánsamar að amma flutti vestur í Stykkishólm í kringum 1990. Amma var „ung“ amma og var því í fullri vinnu í okkar uppvexti, mestan hluta ævinnar starfaði hún við umönnunar- störf. Berghildi er það minnis- stætt að hafa heimsótt ömmu í vinnuna á Dvaló í Stykkishólmi. Við vorum heppnar að móð- uramma okkar bjó líka í Hólm- inum og var alltaf mikill kær- leikur þeirra á milli og amma Hrafnhildur dugleg að skjótast með ömmu Beggu hingað og þangað á Fiatinum. Já, amma keyrði um bæinn á nýbónuðum Fiat Uno með rós- óttan púða í aftursætinu, en pabbi var duglegur að sækja bílinn meðan hún var að vinna og þrífa hann fyrir hana. Eins og allir sem ömmu þekktu vita reykti hún rauðan Winston … og stundum vindla, það mátti þó ekki reykja inni í fína Fiatinum svo ef farið var í langferð með ömmu leið manni eins og stopp- að væri ansi oft til að fá sér smók. Amma átti flotta vín- rauða buddu þar sem hún geymdi alltaf sígarettupakka og kveikjara, við minnumst þess að stundum tók hún ákvörðun um að hætta að reykja en þá leitaði hún svo mikið í sælgæti að hún fór að fitna … það vildi hún alls ekki, þá var nú betra að reykja. Amma var mikill sóldýrkandi hér áður fyrr og fannst gott að Hrafnhildur Sigurðardóttir SJÁ SÍÐU 22 MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020 ✝ Örn Geir Jens-son, fyrrver- andi deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, fæddist í Reykja- vík 17. júlí 1948. Hann lést á Land- spítalanum í faðmi ástvina 14. júlí 2020 eftir skamm- vinn veikindi. Foreldrar hans voru Guðbjörg Gísladóttir, f. 23.4. 1911, d. 17.7. 1982, hús- freyja og Jens Pálsson, f. 5.5. 1905, d. 29.5. 1992, vélstjóri. Systir Arnar var Erla Salvör Jensdóttir, f. 1942, d. 2001. Systir samfeðra var Fríða Dagmar Jensdóttir, f. 1937, d. 1943. Bræður sammæðra eru Gunnar Valur Svavarsson, f. 1932, og Gísli Rúnar Marísson, f. 1933, d. 1991. Örn lauk prófi í pípulögn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1976 og véltæknaprófi frá dísi og Örnu Hólmfríði. Anna Karen er í sambúð með Fann- ari Arnarssyni. Stjúpsonur Önnu er Sölvi Hrafn Fann- arsson. Linda Björg er í sam- búð með Guðjóni Ágústi Guð- jónssyni f. 23.9. 1995. Dætur Þuríðar af fyrra hjónabandi og stjúpdætur Arnar eru: Íris Lind Sæmundsdóttir, f. 10.9. 1976, Sirrý Kr. Sæmunds- dóttir, f. 24.6. 1978, og Berta Björg Sæmundsdóttir, f. 8.8. 1981. Börn þeirra í aldursröð eru: Þuríður Kristín, Sæ- mundur Heiðar, Þórunn Berg- ljót, Einar Orri og Marína Dís. Örn var vinmargur og hafði yndi af ferðalögum. Hann hafði einnig alla tíð mikinn áhuga á íþróttum og var til að mynda einn stofnfélaga íþróttafélagsins Fylkis. Örn ferðaðist víða en síðastliðin ár dvaldi hann mikið í bænum Almoradí á Spáni þar sem hann og Þuríður áttu sér ann- að heimili. Örn verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 27. júlí 2020, klukkan 13. Tækniskóla Ís- lands 1979. Hann lauk ingeniør- prófi á maskin/ driftslinje frá Gjøvik Ingeniør- høgskole í Noregi 1983. Örn starfaði hjá Hitaveitu Reykjavíkur, síð- ar Orkuveitu Reykjavíkur, frá árinu 1980 allt til starfsloka árið 2014. Eftirlifandi eiginkona Arn- ar er Þuríður Ingibergsdóttir, f. 2.2. 1951, skurðhjúkrunar- fræðingur. Þau hófu sambúð árið 1993 og gengu í hjóna- band 15. september 2000. Börn Arnar eru þau Halldór Þór, f. 16.1. 1971, og Linda Björg, f. 21.3. 1989. Halldór er kvæntur Jóhönnu Árnýju Geirsdóttur, f. 26.5. 1973, og eiga þau fjórar dætur; Önnu Karen, Söru Huld, Ingu Bryn- Elsku pabbi. Það er svo óend- anlega sárt að hugsa til þess að þú sért bara farinn frá mér. Allar til- finningarnar sem koma og fara á meðan tárin renna niður kinnarn- ar. Takk fyrir að passa að segja mér alltaf hvað þú elskaðir mig mikið, bæði þegar lífið var gott en líka þegar það var flókið. Takk fyr- ir að leyfa mér að eiga svona stór- an stað í hjarta þínu. Þú varst mér alltaf ljúfur, hlýr og hafðir svo góða nærveru. Einn- ig finnst mér standa upp úr hvað þú hafðir sterka réttlætiskennd og ótrúlegt jafnaðargeð. Það þótti mér vera þínir helstu kostir sem ég mun alltaf muna eftir og reyna að tileinka mér dag hvern. Sofðu rótt pabbi minn. Linda Björg Arnardóttir. Elsku Össi frændi. Þegar Þura hafði samband við mig og sagði að þú værir mikið veikur og það gæti brugðið til beggja vona þar sem þú værir ekki hraustur þá brá mér hressilega og auðvitað verður maður leiður og sorgmæddur strax. Svo liðu ekki margir dagar þar til Þura hringdi aftur og sagði að þú hefðir ekki haft kraft í lengri baráttu, þá helltist sorgin yfir mig. Ég minnist allra jólanna sem við héldum saman á Árbæjarbletti 56 og þegar þú varst að laumast í Glaumbæ og ég barnungur vissi ekki hvað Glaumbær var en hló með hinum þegar mamma stríddi þér á að þú værir að fara á skrall. Ég man þegar þú hafðir verið á sjó með pabba og sagðir frá að pabbi hefði varið þig og hina há- setana fyrir stýrimanni sem hafði verið vondur við hásetana og að pabbi hefði hótað að henda honum í sjóinn á siglingu ef hann léti ykk- ur ekki í friði. Þú hafðir gaman af fótbolta og ég man líka þegar ég var dreginn á malarvöllinn í Árbænum, sem síðar varð hluti af æfingasvæði Fylkis, og látinn sparka bolta með stóru strákunum og þú gafst mér peysu í Fylkislitunum sem mér þótti mjög vænt um þó að ég byggi þá í Keflavík. Ég man líka eftir könnunni gulllituðu sem þú hafðir keypt þér þegar þú bjóst hjá afa og ömmu. Ég varð alltaf að drekka úr Össakönnunni þegar ég var hjá ömmu Böggu og afa Jens og að endingu gafstu mér þessa könnu, mér til mikillar gleði, og hún er til hérna hjá mér enn. Þú passaðir mig oft þegar ég var lítill og ég man eftir í eitt skipti þegar þú komst til okkar og ég var fyrir utan húsið heima í Árbænum að leika mér í bala. Ég sneri mér við og þú komst gangandi og heils- aðir mér og ég man að ég heilsaði þér. Ég var ekki gamall, þriggja eða fjögurra ára, og ég sneri mér aftur að því að leika mér. Svo þeg- ar þú varst kominn alveg upp að mér þá sagðirðu „buuu“ í mesta sakleysi og ég sturlaðist úr hræðslu, hvítnaði og stirðnaði upp. Mamma kom hlaupandi út og hundskammaði þig og þú reyndir að sannfæra hana um að ég hefði verið búinn að sjá þig, sem ég var búinn að gera og sagði það líka, en hún trúði því aldrei. Þessi minning fylgir mér þar sem þú stríddir mér á þessu lengi. Ég minnist þess þegar þið eign- uðust Halldór Þór hversu stoltur þú varst af honum og ég fékk að eiga yndislegt sumar á Einars- stöðum hjá Halldóri og Nönnu, afa og ömmu Halldórs og Fríðu mömmu hans, þá var ég stóri frændi. Gleðin þegar þið eignuðust Lindu og umhyggja þín í garð beggja barnanna þinna lýsti manngæsku þinni vel. Ég get aldrei þakkað þér fylli- lega fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir mömmu og þar af leið- andi fyrir okkur líka, ykkar sam- band var sérstakt og þú komst oft við hjá henni í kaffi og sígó. Þá varstu reyndar hættur að reykja nema í laumi og góðlátleg stríðnin ykkar systkina á milli var alltaf sérstök. Með þessum minningarorðum kveð ég frænda minn og góðan dreng og samhryggist fjölskyld- unni á þessari erfiðu stund. Minningin lifir um yndislegan frænda. Jens Hjelm og fjölskylda. Í dag kveðjum við Örn, okkar kæra vin. Minningarnar hrannast upp og eru ferðalögin með þeim Erni og Þuru þar ofarlega í huga. Árið 2004 keyptu Örn og Þura sér íbúð á Almoradi á Spáni. Þangað heimsóttum við þau reglulega, aldrei kom maður að tómum kof- anum og alltaf var glatt á hjalla. Örn var rólegur og góður drengur. Hann var fróður maður, víðlesinn og vel að sér í málefnum líðandi stundar. Við gátum setið tímunum saman og spjallað um fótbolta, tónlist eða pólitík. Við ferðuðumst töluvert með þeim hjónum um suðurhluta Spánar og naut Örn sín vel í þeim ferðum og hafði sér- staklega gaman af því að fræða okkur um landið, okkur til ánægju og fróðleiks. Við þökkum þér fyrir allt kæri vinur, blessuð sé minning þín. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður; æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Elsku Þura og fjölskylda okkar innilegustu samúðarkveðjur. Flosi og Eygló. Örn Geir Jensson HINSTA KVEÐJA Elsku Örn, minn besti vinur og eiginmaður. Hve sárt er að kveðja þig eftir okkar 27 ár saman og orð fá því ekki lýst. En allir okkar góðu tímar saman, öll okk- ar ferðalög saman um heimsins höf voru yndisleg. Hvað við áttum góða tíma í Almordí á Spáni sl. 14 ár og eignuðumst góða og hjálp- sama vini þar, spænska sem íslenska. Ég mun kyssa þig tíu kossa á hverju kvöldi héðan í frá sem endranær. Hvíl í friði minn besti vinur. Þín eiginkona, Þuríður Ingibergsdóttir (Þura). Elsku Örn Geir. Nú kveð ég þig með sorg i hjarta en líka þakklæti. Ég er þakklát fyrir allan þann tima sem ég fékk með þér. Margar góðar minningar skjóta upp kollinum. Þegar þú gafst mér Volvo-bílinn sem ég var svo glöð og montin með. Áramótin okk- ar saman, sem voru uppá- haldstími ársins. Hinar ótalmörgu Spánarferðir saman. Allra mest hugsa ég þó um öll skemmtilegu og dásamlegu samtölin okkar. Þar var spáð í heima og geima. Þú veittir mér ómældan stuðning, þolin- mæði, skilning og styrk í gegnum lífið og fyrir það vil ég þakka þér. Þín Berta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.