Morgunblaðið - 30.07.2020, Síða 1
Aðgerðirnar margþættar
Snorri Másson
Baldur Arnarson
Heilbrigðisráðherra kynnir í dag
margþættar aðgerðir til varnar
frekari útbreiðslu kórónuveirunnar
hér á landi, byggðar á tillögum sótt-
varnalæknis.
Þegar Morgunblaðið fór í prent-
un í gærkvöldi höfðu tillögurnar
ekki verið kynntar opinberlega en
eftir því sem blaðið kemst næst
verður samkomubann hert enn
frekar og tveggja metra reglan tek-
in upp að nýju. Þetta gæti haft tölu-
verð áhrif á þær samkomur sem
fyrirhugaðar eru um verslunar-
mannahelgina.
Ferðamönnum gæti fækkað
Skarphéðinn Steinarsson ferða-
málastjóri segir útbreiðslu veirunn-
ar í S-Evrópu kunna að hafa áhrif á
eftirspurn eftir ferðum til Íslands.
Fram kom í Morgunblaðinu 14.
júlí sl. að Ferðamálastofa áætlaði að
hingað kæmu 63 þúsund erlendir
ferðamenn í ágúst, eða um fjórðung-
ur fjöldans í fyrra. Vísað var til þess
að Ítalir, Spánverjar og Frakkar
kæmu jafnan til landsins í ágúst en
Þjóðverjar og Norðurlandabúar
væru fyrr á ferð-
inni.
Síðan hefur
smitum fjölgað á
Spáni og ferða-
menn verið var-
aðir við að ferðast
þangað.
Skarphéðinn
segir aðspurður
of snemmt að
segja til um hvaða
áhrif þessi þróun muni hafa. Ferða-
málastofa hafi því ekki endurskoðað
spána. Hitt sé ljóst að takmarkanir á
samkomum vegna veirunnar geti
haft áhrif á ferðamynstur. „Það mun
hafa áhrif en við þyrftum að leggjast
yfir tölurnar til að skera úr um
möguleg áhrif,“ segir hann.
Ferðamálastofa leggur flug-
framboðið og líklega samsetningu
ferðamanna til grundvallar í spám
sínum.
„Maður reiknaði með að löndin
myndu halda áfram að opnast en nú
er spurning hvort sú forsenda sé í
uppnámi. Hún er það sennilega,“
segir Skarphéðinn. Líkurnar á að
spáin raungerist hafi því minnkað.
Aðgerðir kynntar í dag vegna veirunnar Minni líkur á fjölgun ferðamanna
Skarphéðinn
Steinarsson
MÁhrif kórónuveiru »4 og 28
F I M M T U D A G U R 3 0. J Ú L Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 178. tölublað 108. árgangur
Hamborgari
4x90 gr m/brauði
798KR/PK
ÁÐUR: 998 KR/PK
HELGIN BYRJAR Í NÆSTU NETTÓ!
Lambaframpartssneiðar
Kryddaðar
1.300KR/KG
ÁÐUR: 2.599 KR/KG
Hrossafille
Grillsteik
1.450KR/KG
ÁÐUR: 2.899 KR/KG
-50%
-20%
-50%
GOTT
VERÐ!
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 30. júlí - 2. ágúst
HUNDURINN
HUGO HEFUR
SLEGIÐ Í GEGN 14 MYNDIR SÝNDAR
HLJÓP MARAÞON
FYRST KVENNA
Á ÍSLANDI
SKJALDBORG 48-49 FRÍÐA HLAUPAKONA 32STJARNA Á INSTAGRAM 35
ORF Líftækni
hefur verið boð-
inn 400 milljóna
króna styrkur
frá Evrópusam-
bandinu til fram-
leiðslu á nýrri
vöru sem felur í
sér þróun og
framleiðslu á
dýravaxtar-
þáttum fyrir
stofnfrumuræktun á kjöti. Ríflega
tvö þúsund fyrirtæki sækja árlega
um þennan styrk og því um mikla
viðurkenningu að ræða en með
honum getur ORF hafið sókn á nýj-
an og ört vaxandi markað. Liv
Bergþórsdóttir, forstjóri ORF, seg-
ir þetta mikla viðurkenningu. »24
ORF Líftækni
veittur risastyrkur
Liv
Bergþórsdóttir
Geta hross hlegið? Því verður ekki svarað hér með vísinda-
legum hætti en þetta hross við reiðhöllina í Mosfellsbæ virtist
í öllu falli býsna sátt við lífið og tilveruna þegar ljósmyndari
átti þar leið um í gær. Þar hafði nokkrum hrossum verið smal-
að saman áður en útreiðartúr hófst í góða veðrinu. Bæði úti-
vera og hlátur geta lengt lífið, svo mikið er víst.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Innilegur hrossahlátur í Mosfellsbænum