Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
Lögreglan á Suðurlandi og Almannavarnir
fengu tilkynningu á þriðjudag um að Múlakvísl
væri að grafa í sundur veginn við Afréttisá, sem
liggur upp í Þakgil. Lögreglumenn frá Vík fóru
á vettvang auk starfsmanna frá Vegagerðinni.
hindra frekari skemmdir. Aukin rafleiðni hefur
mælst í Múlakvísl sökum þess að jarðhitavatn
blandast ánni. Brennisteinslykt hefur fundist við
ána og gasmælar við Láguhvola hafa sýnt aukið
gasútstreymi.
Gerð var hjáleið á staðnum meðan viðgerð á
veginum átti sér stað en henni lauk um klukkan
þrjú í nótt. Er vegurinn um svæðið nú öruggur
yfirferðar samkvæmt upplýsingum frá Vega-
gerðinni. Þá verður búinn til varnarveggur til að
Múlakvísl gróf í sundur veg við Afréttisá
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Á þriðja hundrað örnefni sem bera í
sér forliðinn þrætu- hafa fundist við
skráningu örnefnalýsinga hjá Stofn-
un Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum.
Emily Leth-
bridge, rannsókn-
arlektor hjá
stofnuninni, segir
að örnefni séu
lýsandi fyrir sam-
félagsleg og efna-
hagsleg viðhorf.
Emily segir þó
aðspurð að
þrætu-örnefnin
sýni ekki að Ís-
lendingar hafi verið þrætugjarnir,
fremur sýni þau hversu ómissandi
landsins gæði voru fyrir fólk á fyrri
tímum.
„Þau segja mest um gildi hvers
strás, fólk vildi væntanlega ekki berj-
ast heldur var lífið svo erfitt að fólk
þurfti að passa vel upp á hvað það átti
og hverju það hafði aðgang að.“
Þrætu-örnefnin er gjarnan að finna
á landamerkjum eða nálægt þeim.
„Örnefnin benda til þess að oft hafi
orðið deilur þar sem voru landskikar
á milli landa og hvert hálmstrá var
mikilvægt fyrir skepnur,“ segir
Emily.
Skráning örnefnalýsinga er nú á
lokastigum og er stefnt á að opna
örnefnagrunninn í lok ársins. Þá
verða gögnin aðgengileg almenningi
á vefsíðunni nafnid.is.
Starfsfólk Stofnunar Árna Magn-
ússonar, sem í sumar er að stórum
hluta háskólanemar þegar horft er til
þessa verkefnis, vinnur að því að skrá
12.500 skjöl sem innihalda örnefni en
fjöldi örnefna er áætlaður 400-500
þúsund. Örnefnunum fylgja gjarnan
baksögur.
„Í örnefnalýsingu fyrir Veiðileysu í
Árneshreppi, Strandasýslu, sem
Guðrún S. Magnúsdóttir skráði árið
1975, er t.d. sagt um Þrætupart:
„mun hafa verið ágreiningsefni milli
ábúenda Kambs og Veiðileysu,“ skrif-
ar Emily í pistli um málið á vef Árna-
stofnunar.
Flestir Íslendingar geti fundið
ættingja í safninu
Algengustu Þrætu-örnefnin eru
Þrætutunga, en 44 slíkar finnast á
landsvísu, Þrætupartur, en 28 slíkir
eru á landinu, og Þrætuás, sem á
sautján fulltrúa víðs vegar um landið.
Emily segir í samtali við blaða-
mann að aðaláhersla skráningar
örnefnagagnanna sé að gera safn
þeirra aðgengilegt þannig að allir geti
farið inn á nafnid.is og slegið inn bæj-
arnöfn eða örnefni og fengið þannig
fram allar niðurstöður þar sem
bæjarnafnið eða örnefnið kemur fyr-
ir. Sömuleiðis verður hægt að fletta
upp fólki, heimildarmönnum eða
skrásetjurum og gerir Emily ráð fyr-
ir því að flestir Íslendingar muni geta
fundið ættingja í safninu.
Emily segir „gríðarlega mikil-
vægt“ að örnefnasafnið sé gert að-
gengilegt.
„Örnefni eru menningararfur og
snúast líka um sögu landslags, um-
hverfissögu og samspil manns og
náttúru. Það er ekkert sambærilegt
þessu safni til annars staðar á Norð-
urlöndum og ef til vill ekki annars
staðar í heiminum heldur.“
Verkefnið er unnið í samstarfi við
Landmælingar Íslands og er það
styrkt af innviðasjóði Rannís og
styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur
hjá Háskóla Íslands.
Hátt í 300 örnefni tengjast þrætum
Ljósmynd/Emily Lethbridge
Skjal Skrá sem er á meðal elstu skjala örnefnasafnsins. Skráin er eftir Jón
Klemensson sem sett var saman einhvern tímann á árunum 1840-50.
Þrætu-örnefnin segja ýmislegt um erfiða lifnaðarhætti á árum áður Skrá 12.500 skjöl sem inni-
halda 400 til 500 þúsund örnefni Rannsóknarlektor segir örnefnasafnið mikilvægan menningararf
Emily
Lethbridge
Karlmaður á tíræðisaldri, sem var
fluttur á sjúkrahús með þyrlu Land-
helgisgæslunnar eftir þriggja bíla
árekstur við Stóru-Laxá hjá Flúðum
10. júlí síðastliðinn, lést á sjúkrahúsi
á þriðjudag. Oddur Árnason, yfirlög-
regluþjónn á Suðurlandi, segir að
maðurinn hafi dvalið á sjúkrahúsi
allt frá því að slysið varð. Ökumenn
bílanna þriggja voru allir einir á ferð
þegar slysið varð, en hinir tveir
hlutu minniháttar áverka. Þyrla
Gæslunnar var á flugi í námunda við
svæðið og gat því brugðist hratt við
og flutti manninn á Borgarspítalann.
Hann hafði fengið aðhlynningu á
sjúkrahúsi í tæpar þrjár vikur þegar
hann lést. Hafa þá sex manns látist í
umferðarslysum á þessu ári.
Lést þrem-
ur vikum
eftir slys
Sex hafa látist í
umferðarslysum í ár
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Verðmerkingum í íþróttavöruversl-
unum á höfuðborgarsvæðinu er
ábótavant. Þetta kemur fram í niður-
stöðum könnunar sem gerð var á
vegum Neytendastofu.
Alls var farið í 18 íþróttavöru-
verslanir nærri höfuðborginni. At-
hugasemdir voru gerðar við 16 versl-
anir, þar af átta varðandi bæði
vefsíðu og verslun. Þá fengu fjórar
verslanir athugasemd við verslun og
aðrar fjórar við verðmerkingar á vef-
síðu.
Margar ábendingar berast
Að sögn Þórunnar Önnu Árna-
dóttur, forstjóra Neytendastofu, var
ákveðið að gera úttektina í kjölfar
ábendinga frá neytendum. „Við fáum
heilmikið af ábendingum um verð-
merkingar, hvort sem það er í mat-
vöruverslunum, íþróttaverslunum
eða annars staðar. Í þessum tilvikum
vantaði bara verðmerkingar,“ segir
Þórunn og bætir við að sumarstarfs-
menn hafi framkvæmt úttektina.
Aukinn mannafli gerði könnunina
jafnframt mögulega.
„Þetta er slæmt á miklu fleiri stöð-
um en bara í þessum búðum. Við er-
um ekki mörg en núna erum við með
sumarstarfsmenn sem eru að kíkja á
þetta. Miðað við þetta virðist vera
þörf fyrir reglubundið eftirlit,“ segir
Þórunn.
Í kjölfar úttektarinnar verður
framangreindum verslunum gert að
laga verðmerkingar. Fari svo að
ekkert hafi verið að gert við næstu
heimsókn hefur Neytendastofa
heimild til að sekta fyrirtækin.
„Við höfum reyndar heimild til að
sekta verslanir eftir fyrstu heim-
sókn. Hins vegar er það svo að við
sektum eftir aðra heimsókn. Við för-
um alltaf aftur og könnum hvort búið
sé að bæta úr,“ segir Þórunn og bæt-
ir við að farið verði í umræddar
verslanir síðar í sumar.
Vörur illa verðmerktar í íþróttavöruverslunum
Neytendastofa sektar verslanirnar verði ekkert að gert Athugasemdir gerðar við 16 verslanir af 18
Verslun Íþróttavörur eru ekki
nægilega vel verðmerktar.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Björgunarskip Landsbjargar höfðu
í nógu að snúast í gær vegna smá-
báta í vanda. Á þremur tímum bár-
ust jafnmörg útköll en engin slys
urðu á sjómönnum. Fyrst varð bát-
ur vélarvana austur af Horni um
hálfþrjúleytið, síðan annar klukku-
stund síðar í mynni Eyjafjarðar og
loks sá þriðji síðdegis vestur af
Garðskaga.
Útkall vegna þriggja
smábáta í vanda