Morgunblaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
Gríðarstórt bjarg blasti við í veg-
stæði þar sem unnið er að breikkun
hringvegarins fyrir neðan Lágafells-
kirkju í Mosfellsbæ. Skyldi þetta
vera álfasteinn?
„Nei, þetta var klöpp sem var
þarna og losnaði innan úr miðri
skeringu. Þetta var ekki stakur
steinn í upphafi leiks,“ sagði Magnús
Steingrímsson, staðarstjóri verktak-
ans Loftorku Reykjavík ehf.
Vegagerðin sendi frá sér tilkynn-
ingu í gær um að sprengja þyrfti
klöpp sem væri í vegstæðinu og því
fylgdi talsvert ónæði fyrir þá sem
væru í nágrenninu. Gefin eru hljóð-
merki fyrir og eftir sprengingarnar.
Magnús sagði að búið væri að
sprengja þarna af og til í um mánuð
og þyrfti sjálfsagt að sprengja einn
mánuð í viðbót. Misjafnt er hve oft
er sprengt á dag, stundum tvisvar
og suma daga er ekkert sprengt.
Það fer allt eftir því hvernig gengur
að bora klöppina. „Þetta er frekar
leiðinleg klöpp, hún brotnar illa,“
sagði Magnús.
Grjótið sem losnar við bergsker-
inguna er flokkað og svo notað að
hluta til í fyllingar undir veginn þar
sem verið er að breikka hann. Annað
er notað í hljóðmanir á svæðinu.
Áætlað er að bergskeringar í verk-
inu séu upp á 13.000 rúmmetra.
Verið er að breikka og endurbæta
hringveginn á 1.100 metra kafla milli
Skarhólabrautar og Langatanga.
Breikka á vegstæðið svo að hægt
verði að koma þar fyrir fjórum ak-
reinum og aðskilja akstursstefnur
með vegriði. Í verkinu felast m.a.
bergskeringar inn í Lágafell. Hljóð-
varnarveggir og hljóðmanir verða
gerð. Auk þess á að byggja biðstöð
Strætó og tengja stíga við hana.
Í verkinu er innifalinn frágangur
yfirborðs raskaðra svæða, það er
plöntun og gróðursetning, öll nauð-
synleg lagnavinna og uppsetning og
tenging 60 ljósastaura. gudni@mbl.is
Bergsneið skorin úr jaðri Lágafells
Sprengja þarf í um
mánuð til viðbótar
Grjótið notað und-
ir veginn og í manir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mosfellsbær Sprengt er úr Lágafelli vegna breikkunar hringvegarins á milli Skarhólabrautar og Langatanga. Þetta bjarg var hluti af klöppinni.
Gísli Rúnar Jónsson,
leikari og rithöfundur,
lést á heimili sínu sl.
þriðjudag, 67 ára að
aldri.
Gísli Rúnar fæddist í
Reykjavík 20. mars
1953, sonur hjónanna
Guðrúnar Valgerðar
Gísladóttur skáldkonu
og Jóns Konráðs
Björnssonar kaup-
manns.
Hann stundaði leik-
listarnám við Leiklist-
arskóla Ævars Kvaran
1969-70, var í námi og leik-
hústengdum störfum hjá LA 1970-
71, í undirbúningsnámi við Leiklist-
arskóla leikhúsanna 1974 og leiklist-
arnámi þar 1974-75, stundaði
framhaldsnám í leiklist við The
Drama Studio í Lond-
on og brautskráðist
þaðan 1981.
Gísli hóf feril sinn
sem skemmtikraftur í
sjónvarpi með Júlíusi
Brjánssyni í Kaffi-
brúsakörlunum 1972-
73 og lék síðan í, leik-
stýrði og skrifaði
fjölda útvarps- og sjón-
varpsþátta. Þá kom
hann að tveimur tug-
um áramótaskaupa, og
gerði auglýsingar fyrir
útvarp og sjónvarp.
Hann stofnaði og rak Gríniðjuna
hf. í félagi við Eddu Björgvins-
dóttur, Þórhall Sigurðsson (Ladda)
og Júlíus Brjánsson á níunda og tí-
unda áratug síðustu aldar. Þá var
hann leikari, leikstjóri, höfundur og
þýðandi að leikritum, skemmti-
dagskrám, revíum og kabarettum
fyrir Þjóðleikhúsið, LR, LÍ, LA, Al-
þýðuleikhúsið, Hitt leikhúsið, Út-
varpsleikhúsið, Listahátíð o.fl. Einn-
ig var hann flytjandi efnis á hljóm-
plötum og mynddiskum af marg-
víslegu tagi og lék í kvikmyndum.
Bækur eftir Gísla eru m.a. Bo &
Co – með íslenskum texta, Ég
drepst þar sem mér sýnist – Gísli
Rúnar & Grínarar hringsviðsins
segja sögur úr sviðsljósinu – &
skugga þess og Laddi: Þróunarsaga
mannsins sem kom okkur til að
hlæja.
Eiginkona Gísla var Guðbjörg
Edda Björgvinsdóttir leikkona. Þau
skildu. Synir þeirra eru Björgvin
Franz og Róbert Oliver. Stjúpdætur
Gísla og dætur Eddu eru Eva Dögg
og Margrét Ýrr Sigurgeirsdætur.
Andlát
Gísli Rúnar Jónsson
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
Töluverð umferð fólks hefur verið á
vinsælum gönguleiðum á hálendinu.
Páll Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Ferðafélags Íslands, segir um-
ferð um skála félagsins á hálendinu
vera umfram þær spár sem settar
voru fram.
„Það hefur verið bara nokkuð gott
hjá okkur og almennt mikil umferð
um skálana. Engu að síður erum við
að horfa á samdrátt sem nemur allt
að 50% af þeim fjölda sem var í
fyrra,“ segir Páll og bætir við að Ís-
lendingum á hálendinu hafi stórfjölg-
að. „Við erum að sjá mun fleiri Ís-
lendinga koma í skálana og lendum
þannig kannski ekki eins illa í því og
aðrir. Það hefur orðið ákveðin
sprengja í útivistaráhuga lands-
manna í sumar, það eru miklu fleiri
að fara í ferðir og þar með fleiri sem
fara í skálana,“ segir Páll. Ferðafélag
Íslands heldur úti skipulögðum ferð-
um undir leiðsögn fararstjóra, en
flestir þátttakendur eru félagar í FÍ.
Páll segir að slíkum ferðum hafi fjölg-
að talsvert. „Á Laugaveginum hafa
erlendir ferðamenn verið í meirihluta
á síðustu árum en í sumar eru Íslend-
ingar í miklum meirihluta. Það hefur
alltaf verið þannig að 95% þátttak-
enda í ferðum hjá okkur eru Íslend-
ingar. Það er mikil þátttaka og við
höfum fjölgað ferðum sem nemur um
30% af ferðaáætluninni í sumar og
þessar viðbótarferðir hafa langflest-
ar nú þegar selst upp,“ segir Páll.
Fækkun á Fimmvörðuhálsi
Skúli H. Skúlason, framkvæmda-
stjóri Útivistar, segir umferð um
skála og tjaldsvæði í sumar sömuleið-
is hafa verið vonum framar. „Við
sjáum svolítið af íslenskum hópum
koma í dag sem er mjög ánægjulegt
og þessar klassísku gönguleiðir hafa
verið að fá traffík. Þannig að þetta
hefur verið vonum framar, eða fram-
ar því sem maður óttaðist kannski
frekar,“ segir Skúli og bætir við að
Útivist hafi þurft að vísa fólki frá
tjaldsvæðum vegna fjöldatakmark-
ana. „Við erum með skála og tjald-
svæði í Básum og þar hefur þurft að
takmarka fjöldann við samkomu-
takmarkanir og við höfum alveg þurft
að vísa fólki frá þar. Við brugðumst
við með því að taka það upp að fólk
bóki fyrirfram svo við höfum getað
haft stjórn á fjöldanum,“ segir Skúli.
Hann segir mestan samdrátt hafa
orðið í skálum á Fimmvörðuhálsi.
„Á Fimmvörðuhálsi er töluverð
fækkun, sem kannski skýrist af því að
Íslendingar taka þá göngu frekar á
einum degi en erlendir ferðamenn
eru meira í því að gista. Þar sjáum við
kannski mestu dýfuna.“
Engilbert Olgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Hellismanna, sem
reka ferðaþjónustuna við Land-
mannahelli, segir sömuleiðis að tals-
vert meira sé um Íslendinga á há-
lendinu en oft áður. „Það er búið að
vera alveg slatti. 85% af okkar kúnn-
um eru erlendir ferðamenn en Ís-
lendingar hafa skilað sér betur núna
en undanfarin ár. Við bjuggumst við
alveg um 70% samdrætti en það virð-
ist ekki ætla að verða svo mikið,“ seg-
ir Engilbert.
„Sprengja“ í áhuga landsmanna
Minni samdráttur en búist var við á hálendinu Mun fleiri Íslendingar en undanfarin ár FÍ hefur
fjölgað ferðum um 30% Töluverð fækkun á Fimmvörðuhálsi Tjaldsvæði hafa þurft að vísa fólki frá
Morgunblaðið/GSH
Hálendið Ferðamenn hafa margir hverjir lagt leið sína í Landmannalaugar.
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646