Morgunblaðið - 30.07.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.07.2020, Qupperneq 11
Hlöllabátar Vörur og hráefni veit- ingastaðarins verða í verslunum. Hráefni og vörur veitingastaðanna Barion og Hlöllabáta verða innan fárra vikna fáanlegar í matvöruverslunum. Þetta staðfestir athafnamaðurinn og eigandi staðanna, Sigmar Vilhjálms- son, í samtali við Morgunblaðið. Barion-staðirnir eru tveir talsins, annars vegar í Mosfellsbæ og hins vegar úti á Granda. Hafa staðirnir not- ið gríðarlegra vinsælda en þar má finna mikið úrval fjölbreyttra rétta. Að sögn Sigmars munu landsmenn nú geta reynt fyrir sér í eldhúsinu með Barion-hráefnið. „Við höfum verið að þróa sósur á Barion, sem fólk mun nú geta nálgast í búðum. Að auki verða hamborgarabrauð og 175 gramma hamborgarakjöt sett inn í búðir í fyrstu umferð. Í framhaldinu höfum við áhuga á að setja inn fleiri vörur,“ segir Sigmar og bætir við að hug- myndinni svipi mjög til verkefnisins sem sett var af stað hjá Hamborgara- fabrikkunni á sínum tíma, en finna má allar helstu vörur síðarnefnda veit- ingastaðarins í fjölda verslana. „Í grunninn er hugmyndin og hug- myndafræðin sú sama. Ég hef gert þetta áður með fabrikkusósurnar auk þess sem við settum inn Shake&Pizza- vörurnar í verslanir. Þegar við fórum af stað með Barion þróuðum við okkar eigin sósur og bragðtegundir og það er ástæða þess að við teljum þetta eiga erindi í verslanir,“ segir Sigmar. Líkt og fyrr segir verður sömuleiðis hægt að nálgast vörur Hlöllabáta í verslunum innan fárra vikna. Gerir Sigmar ráð fyrir að vörurnar verði í hillum verslana í ágústmánuði. „Það er ekki alveg útséð með tímasetningu en þetta verður komið í ágúst. Af Hlölla- vörunum mun fólk geta keypt sósuna frægu, Hlölla-kryddið og Hlölla- brauðið, bæði lágkolvetna og venju- legt.“ aronthordur@mbl.is Vörur Barion og Hlöllabáta í búðir  Vörurnar verða fáanlegar í verslunum í ágústmánuði FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTAHáaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18 Lau: 11-15 www.spennandi-fashion.is 2020 HAUST Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is SKOÐIÐ NETVER SLUN LAXDAL .IS NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR 40-60% GÆÐAFATNAÐUR SEM ENDIST VELKOMIN LAXDAL ER Í LEIÐINNI Fæst í netverslun belladonna.is Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is ÚTSALA -30-50% afsláttur af völdum vörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.