Morgunblaðið - 30.07.2020, Page 12

Morgunblaðið - 30.07.2020, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 „Töfrar Íslands felast í andstæðum myrkurs og birtu,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, hönnuður og um- hverfisfræðingur, sem starfar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk. Skógarnir þar eru einhver mesti sælureitur höfuðborgarsvæð- isins, enda sækir fólk þangað mikið á öllum tímum ársins. Nú er þar allt í blóma og sjálfsagt væri hægt að eyða heilu dögunum í Heiðmörk í náttúru- skoðun og lautarferðum. „Andstæðurnar í skammdeginu og löngum dögum finnst mér hellandi, skammdegið kallar á meiri dvala og inniveru og þegar sól er hátt á lofti er gaman að vera úti. Sumarið með sínum löngu sólríku dögum er algjört ævintýri og vildi ég óska að maður þyrfti ekki að sofa á sumrin. En þá eru forréttindi að vinna úti eins og ég geri. Var hins vegar núna í byrjun vikunnar að detta í sumarfríi. Hjá mér er fastur liður á sumrin að fara í Þjórsárdal; þennan stórbrotna stað í uppsveitum Árnes- sýslu og upp við hálendisbrúnina. Víða þar er hrjóstrug náttúra og vikur liggur yfir. En svo koma andstæðurnar sem gera svæðið heillandi, til dæmis Gjáin, dalkvos með fossum, hvönnum og grænum hvömmum, bókstaflega falin í landinu. Algjör paradís, rétt eins og Fljótshlíðin þar sem fjölskyldan mín á sér svæði og dvelst þar oft löngum stundum.“ Ljósmynd/Gísli Gíslason Þjórsárdalur Gjáin er falin perla með læk og fossum. Andstæður heilla og algjör paradís Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir „Ég sigldi um höfin á frökturum í tuttugu ár og að sjá landið rísa úr hafi þegar komið var að utan fannst mér alltaf jafn stórkostlegt. Að vera uppi í brú á fallegum sumarnóttum og horfa utan af hafi til Vatnajökuls áður en ský drógust að honum er engu líkt,“ segir Dagþór Haraldsson leiðsögumaður. „Annars hef ég verið á ferðinni um landið alla ævi og farið mikið um víð- erni öræfanna, sem orka sterkt á mig. Sprengisandur er mögnuð leið; þessi óendanlega auðn þegar ekið er þvert yfir landið um svarta sanda. Á stöku stað eru þó uppsprettur og lækir og þá er segin saga að þar eru víðfeðmar breiður af eyrarrós sem setja sterkan svip á náttúru og umhverfi. Af þessari hálendis- leið er svo stórbrotin sýn til Hofsjökuls í vestri og Vatnajökuls í austri. Báðir þessir jöklar og raunar fleira í náttúrunni hefur fengið nýjan svip á síðustu árum. Raunar breytist landið sífellt og alltaf; birta og veðrátta hafa þar mikið að segja – kannski ekki síst hver hugsun manns sjálfs er. Frá síðustu vikum er leiðangur að hinu ægifagra Stuðlagili og stíflunni við Kárahnjúka mér minnisstæður. Þá var farið var um Jökuldalsheiðina og þar var mér ofarlega í huga skáldsaga Halldórs Laxness Sjálfstætt fólk þar sem sagði svo eftirminnilega frá bú- skapnum í Sumarhúsum.“ Ljósmynd/Helgi Jóhannsson Stuðlagil Staður sem fannst óvænt er mjög vinsæll. Stöku staðir og ferð að Stuðlagili Dagþór Haraldsson „Það er svo skemmtilegt þegar sagan og náttúran fléttast saman, þá gerast stundum ævintýri,“ segir Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi og sagnfræðingur. „Það heillar mig að koma á slóðir gamalla þjóðsagna. Eins og til dæmis þegar ég heimsótti Myrká í Hörgárdal á dögunum, þar sem djákninn gamli liggur undir stórum steini. Undanfarin ár hef ég ferðast kerfisbundið um landið, hluta fyrir hluta, og núna er ég með Norð- urlandið efst á blaði. Í sumar hef ég meðal annars skoðað torfkirkjuna á Víðimýri í Skagafirði og burstabæinn í Glaumbæ, yndisleg gömul hús sem falla svo vel að lands- laginu. Í Glaumbæ er byggðasafn með margt merkra muna að finna, þar á meðal útskurðarmuni eftir Bólu- Hjálmar og vatnshelda tágakörfu gerða af Fjalla- Eyvindi, sem var ekki bara útlagi heldur líka hagleiks- maður sem átti sér fáa líka.“ Vésteinn fór svo um Borgarfjörð í síðustu viku; um fal- lega dali og skógi vaxin lönd. „Ég vitjaði þar grafar Snorra í Húsafelli og skoðaði draugaréttina hans og spreytti mig á Kvíahellunni, en hún var einum of fyrir mig, eða alls 186 kíló. Henni hafa fáir valdið, en margir þó reynt af öllum kröftum.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagafjörður Byggðasafnið í Glaumbæ er forvitnilegt. Ævintýri náttúru og Íslandssögunnar Vésteinn Valgarðsson „Uppalin í sveit kom nánast af sjálfu sér að ég færi snemma að lesa í land- ið,“ segir Fanney Ásgeirsdóttir á Kirkjubæjarklaustri sem er þjóð- garðsvörður á vestursvæði Vatna- jökulsþjóðgarðs. „Ljótarstaðir í Skaftártungu, heimaslóð mín, er við Tungufljót með öllum sínum gljúfr- um, fossum og flúðum sem ber að varast eins og mér lærðist fljótt. En þar voru líka grynningar til að vaða og seinna hyljir til að synda í, upp- spretta endalausra leikja og fínasta kennslustofa í nátt- úrufræði sem mótaði án efa viðhorf mín til framtíðar. Mamma sá svo um að vekja athygli okkar á hverjum fugli sem flögraði um og kenndi okkur að þekkja öll blóm sem við fundum.“ Fanney bjó lengi á Akureyri, þar sem fallegar nátt- úruperlur eru í grenndinni og þar tiltekur hún Kjarna- skóg. „Sumarnætur fyrir norðan eru fallegar; þegar sól roðar himininn og setur einstakan svip á landið. Í Þist- ilfirðinum þar sem ég átti heima í nokkur ár sat ég oft límd við gluggann og horfði á listaverkin verða til. Í júní væri svo gott að þurfa aldrei að sofa, því nóttin er gjarn- an enn þá fallegri en dagurinn. Nóttlaus voraldar ver- öld, orti Stephan G. og það er held ég besta lýsingin.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sumarnótt Blóðrauð sólin sígur í haf um miðnætti. Ég sat og horfði á listaverkin verða til Fanney Ásgeirsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Snæfellsjökull Fjall hlaðið orku sem margir greina. Jökullinn hefur tign- arlegan svip og er leyndardómsfullur, eins og segir frá í mörgum bókum. Lífsorkunnar leitað á ferðum um landið Landinn er á flandri og ferðast innanlands. En hverj- ir eru töfrar íslenskrar náttúru og sælla langra sumardaga? Mörg eru þau sem finna líforkuna með því að fara um landið, heimsækja nýja staði, skipta um umhverfi og hitta skemmtilegt fólk. Lifa og njóta og setja allt í samhengi. Sumarið er tíminn og mesta ferðahelgi ársins er fram undan. sbs@mbl.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.