Morgunblaðið - 30.07.2020, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Kolbrún Baldursdóttir, borg-
arfulltrúi Flokks fólksins, hefur
flutt tillögu í borgarráði um eflingu
starfsemi í Mjódd í Neðra-
Breiðholti. Tillögunni var vísað til
meðferðar skipulags- og samgöngu-
ráðs.
Óhætt er að segja að Mjóddin sé
miðpunktur Neðra-Breiðholts.
Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvaðan
þessi nafngift er fengin. Mjóddin er
örnefni á mótum Breiðholtsmýrar
og Breiðholts, meðfram mýrinni og
náði niður undir Blesugróf. Mýrin
var mjög blaut en Mjóddin var
þurrari og þar lá leiðin úr Reykjavík
að Breiðholtsbænum. Þjónustu-
hverfið fyrir Breiðholt reis á Mjódd-
inni og er kennt við hana. Merking
nafnsins er „það sem er mjótt“ eða
„þrengsli“, segir á Vísindavef Há-
skóla Íslands.
Um þessar mundir er unnið að
endurbótum utandyra í Mjóddinni
og Kolbún vill að göngugatan í
Mjódd verði gædd meira lífi.
„Göngugatan í Mjódd hentar mjög
vel fyrir þá sem langar að hitta aðra
eða sjá skemmtilega hluti.Verslun í
bland við veitingasölu, uppákomur,
gjörninga og styttri viðburði svo sem
uppistand, stutta leikþætti, tónlistar-
og söngatriði og fleira í þeim dúr er
eitthvað sem laðar að. Skreyta mætti
götuna meira með listaverkum, mála
hana með glaðlegum litum, setja upp
fleiri lítil leiktæki og aðra afþreyingu
sem þarna myndi passa inn,“ segir
Kolbrún í greinargerð.
Vel mætti vinna markvisst að því
að gera þetta svæði að helsta kjarna
Breiðholtsins. Með því að glæða göt-
una lífi muni það auka aðsóknina og
breikka hóp við-
skiptavina.
Kolbrún flutti
einnig tillögu um
endurgerð bíla-
stæða í Mjódd. Til
ársloka 2018 var í
gildi samningur
milli Reykjavíkur
og Svæðisfélags
v/ göngugötu í
Mjódd. Sá samn-
ingur sé fallinn úr gildi og hafi ekki
verið endurnýjaður. Viðræður gangi
hægt og endurgerð bílastæðanna á
svæðinu er orðið afar brýnt mál.
Leggur Kolbrún til að gengið verði
sem fyrst til samninga með hags-
muni Mjóddar að leiðarljósi.
Það var árið 1995 að byggt var yfir
göngugötuna, sem liggur milli versl-
unarhúsanna við Þönglabakka og
Álfabakka. Yfirbyggingin er úr gleri
og plasti en burðarvirkið úr límtré.
„Verslunarmiðstöðin í Mjódd er öfl-
ugur verslunarkjarni þar sem er að
finna fjölbreytta verslun, þjónustu
og læknastofur,“ má lesa á vefsíð-
unni www.mjodd.is. Þar kemur fram
að í verslunarmiðstöðinni í Mjódd
séu um 70 fyrirtæki og mörg hver
hafa verið hér frá upphafi. Þau eru í
húsum við Álfabakka, Þönglabakka
og Þarabakka. Í göngugötunni er
hægt að leigja sölubása þar sem
handverksfólk, listiðnaðarfólk og
hönnuðir geta leigt til skemmri eða
lengri tíma til að kynna sig og selja
sínar vörur.
Eins og að framan segir hefur að
undanförnu verið unnið að því að lag-
færa útivistar- og torgsvæði í Mjódd
í Breiðholti. Svæðið var orðið illa far-
ið og mikil þörf á viðhaldi.
Verkið er unnið í þremur áföng-
um. Fyrsta áfanga, endurgerð torgs-
ins fyrir framan Breiðholtskirkju, á
milli kirkjunnar og Þangbakka 8-10,
er lokið. Svæðið var hellulagt og
komið fyrir gróðurbeðum, leikja-
svæðum, bekkjum og lýsingu.
Torgið sem er á milli Sambíóanna,
Landsbankans og Þangbakka 10 var
næst á dagskrá og eru framkvæmdir
hafnar. Samið var við K 22 ehf. að
vinna verkið fyrir 35,4 milljónir
króna.
Þriðji áfanginn verður endurgerð
svæðisins austan Landsbankans,
milli Þönglabakka 8-10 og versl-
unarmiðstöðvarinnar í Mjódd. Verk-
ið var nýlega boðið út og bárust 5 til-
boð. Reykjavíkurborg hefur samið
við lægstbjóðanda, Stjörnugarða
ehf., um að vinna verkið fyrir rúmar
53 milljónir.
Óhætt er að segja að Mjóddin hafi
tekið stakkaskiptum þegar þessum
framkvæmdum lýkur.
Vill fá meira líf í göngugötuna
Borgarfulltrúi flytur tillögu um alls kyns uppákomur í Mjódd Unnið að því að fegra útisvæðið
Kolbrún
Baldursdóttir
Morgunblaðið/sisi
Göngugatan Margir leggja leið sína þangað en Kolbrún borgarfulltrúi telur að hægt sé að gæða götuna meira lífi.
Endurnýjun Borgin hefur staðið að miklum framkvæmdum utandyra í Mjódd.
Nú er unnið á torginu á milli Sambíóanna og verslunarmiðstöðvarinnar.
Öryggisíbúðir Eirar til langtímaleigu
Grafarvogi Reykjavík
Tveggja og þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir Eirar
til ótímbundinnar leigu í Grafarvogi, Reykjavík.
Eirborgir, Fróðengi 1—11, 112 Reykjavík.
Eirarhús, Hlíðarhúsum 3—5, 112 Reykjavík.
• Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu og þjónustu með
það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima.
• Öryggisvöktun allan sólarhringinn.
• Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð.
• Góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Eir öryggisíbúðir ehf.
Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. Sími 522 5700
Pantið skoðun í síma 771 5500 og eða
sendið beiðni um gögn og upplýsingar á
netföngin sveinn@eir.is / tinna@eir.is
Vegir á hálendi Íslands hafa nú
flestir verið opnaðir fyrir umferð.
Snjóalög ráða mestu um opnunar-
tíma á hverju sumri. Mjög snjóþungt
var víða í vetur og því voru margir
hálendisvegir opnaðir seint. Bleyta í
vegum getur einnig valdið því að
vegir opnist seint.
Eyjafjarðarleið (F821) á hálend-
inu var opnuð rétt fyrir síðustu
helgi. Þetta er ein þriggja leiða af
Sprengisandsleið norðan megin. Til
marks um snjóþyngslin í vetur
þurftu vegagerðarmenn að fara í
gegnum sjö metra skafl til að opna
veginn. Skaflinn var í reynd snjóflóð
við Hrauntanga á Eyjafjarðardal.
Notuð var hjólaskófla, CAT 972 M,
sem er 26 tonna vél. Flóðið var 75
metra langt og sjö metrar niður á
veg þar sem mest var. Það tók einn
og hálfan dag að moka í gegnum
skaflinn. Ekki er óvenjulegt að
Eyjafjarðarleið opni svona seint að
sumri
Vegagerðin birtir að vori og fram
á sumar kort sem sýnir hvar fjall-
vegir eru opnir. Kortið er uppfært
jafnóðum og aðstæður breytast.
sisi@mbl.is
Ljósmynd/Grétar Ásgeirsson
Eyjafjarðarleið Það tók skófluna einn og hálfan dag að moka sig í gegn.
Flestir vegir færir