Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
30. júlí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 135.17
Sterlingspund 174.11
Kanadadalur 100.95
Dönsk króna 21.308
Norsk króna 14.818
Sænsk króna 15.415
Svissn. franki 147.19
Japanskt jen 1.2846
SDR 189.96
Evra 158.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.5075
Hrávöruverð
Gull 1931.65 ($/únsa)
Ál 1661.5 ($/tonn) LME
Hráolía 43.55 ($/fatið) Brent
Hagnaður Arion banka af áfram-
haldandi starfsemi nam 4.958 millj-
ónum króna á öðrum ársfjórðungi og
jókst um 76% frá öðrum ársfjórðungi
síðasta árs. Tekjur af kjarnastarf-
semi hækka um 1,8% á milli ára og
þá lækkuðu rekstrargjöld um 3,5%,
aðallega vegna skipulagsbreytinga á
árinu 2019. Arðsemi eiginfjár nam
10,5% en var 4,3% fyrir sama tímabil
í fyrra.
Sé litið til fyrstu sex mánaða árs-
ins nemur hagnaður af áframhald-
andi starfsemi 3.676 milljónum
króna og arðsemi eiginfjár 2,9% á
því tímabili.
Heildareignir námu 1.182 millj-
örðum króna í lok júní 2020 í sam-
anburði við 1.082 milljarða í árslok
2019 en lausafé bankans jókst einnig
þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10
milljarða arðgreiðslu. Heildarskuld-
ir bankans námu 993,422 milljörðum
króna í lok júní 2020 en 892,03 millj-
örðum í árslok 2019. Eiginfjárhlut-
fall bankans var 28,1% í lok júní 2020
en var 24% í árslok 2019. Benedikt
Gíslason, bankastjóri Arion banka,
segir afkomuna á öðrum ársfjórð-
ungi góða og bankinn hafi náð mark-
miði sínu um 10% arðsemi.
„Það er sérstaklega ánægjulegt í
ljósi þess að eiginfjárstaða bankans
er afar sterk og langt umfram kröfur
eftirlitsaðila,“ er haft eftir Benedikt í
tilkynningu. „Þrátt fyrir gott upp-
gjör á öðrum ársfjórðungi er mikil-
vægt að taka fram að enn er umtals-
verð óvissa í starfsumhverfi bankans
vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun
hans og áhrif á bæði innlent og al-
þjóðlegt efnahagslíf munu áfram
setja mark sitt á starfsemina. Óviss-
an snýr fyrst og fremst að þróun
eignasafns bankans.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Uppgjör Hagnaður Arion banka á
öðrum ársfjórðungi nam 5 mö kr.
Umskipti hjá
Arion banka
Hagnaður
jókst um 76% á
2. ársfjórðungi
ALVÖRU
VERKFÆRI
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á
öðrum fjórðungi ársins nam 1,2
milljörðum króna, samanborið við
2,1 milljarðs króna hagnað á sama
tíma í fyrra. Eignir bankans námu í
lok tímabilsins rúmum 1.303 millj-
örðum króna, og jukust þær um nær
níu prósent frá áramótum, þegar
þær voru 1.199 ma.kr. Eigið fé bank-
ans nemur 179,7 mö.kr., og dróst það
örlítið saman frá áramótum þegar
það var 180,1 milljarður. Eiginfjár-
hlutfall bankans var 22,2% við lok
annars ársfjórðungs, og arðsemi eig-
in fjár var 2,8% á ársgrundvelli, sam-
anborið við 4,9% á sama tíma í fyrra.
Vaxtatekjur minnkuðu
Eins og segir í tilkynningu frá
bankanum drógust vaxtatekjur sam-
an um 2,1% á öðrum fjórðungi, en
skýringin er að mestu leyti 2% lækk-
un stýrivaxta Seðlabankans seint á
fyrsta fjórðungi ársins og í öðrum
fjórðungi. Þóknanatekjur drógust
saman um 16,4%, sem rakið er að
stærstum hluta til minni kortaveltu.
Í tilkynningunni kemur einnig fram
að stjórnunarkostnaður hafi lækkað
um 5,6% sem beri vott um að kostn-
aðarhagræðing síðastliðinna ára sé
farin að skila árangri.
Neikvæð virðisbreyting útlána
nam 2,4 mö. kr., sem skýrist að
stærstu leyti af endurmati á mögu-
legum áhrifum heimsfaraldurs kór-
ónuveiru á útlán á stigi 2 til fyrir-
tækja í ferðaþjónustu, eins og
útskýrt er í tilkynningunni.
Birna Einarsdóttir bankastjóri
segir í tilkynningunni m.a. að góður
gangur hafi verið í útlánum á tíma-
bilinu. „Lausa- og eiginfjárhlutföll
eru áfram sterk og er bankinn því í
einkar góðri stöðu til að vinna áfram
með sínum viðskiptavinum.“
Minni hagnaður
Íslandsbanka
Eignir jukust um
9% Stjórnunar-
kostnaður lækkaði
Morgunblaðið/Eggert
Banki Kostnaðarhagræðing farin
að skila árangri hjá Íslandsbanka.
kjötræktun, en talið er að úr einni
stofnfrumu megi rækta allt að 10
tonn af kjöti.
„Um 200 milljónum dýra er slátr-
að á hverjum degi í heiminum en
engu dýri þarf að slátra við stofn-
frumuræktun á kjöti. Þetta er bylt-
ingarkennd nýjung sem mun breyta
matvælaframleiðslu í heiminum.“
Kílóverð mörg hundruð þúsund
Hún segir dýravaxtarþætti lang-
stærstu kostnaðarliði í framleiðslu á
stofnfrumuræktuðu kjöti og nemi
um 90% af framleiðslukostnaðinum.
Í dag eru tæplega 50 fyrirtæki sem
keppast nú við að koma ræktuðu
kjöti á neytendamarkað. MESOkine
er því hugsað til þess að lækka þenn-
an kostnarlið umtalsvert. Liv segir
þó markaðinn enn á þróunarstigi og
verði það næstu tvö til þrjú árin.
„Það er fyrirsjánlegt að þessi nýja
framleiðslugrein þurfi í framtíðinni
gríðarlegt magn af vaxtarþáttum
fyrir framleiðslu sína. Til þess að
gera kjötræktun samkeppnishæfa á
neytendamarkaði er okkar markmið
að skaffa þessa vaxtarþætti á mun
hagkvæmara verði en þeir fást í dag.
Að gera það mögulegt að búa til vöru
sem er samkeppnishæf við hefð-
bundið kjöt. Í dag myndi kílóið lík-
lega kosta mörg hundruð þúsund
krónur,“ segir Liv og bætir því við að
markmiðið í vöruþróun fyrirtækisins
gangi einnig út á það að neytandinn
finni ekki mun á hefðbundnu kjöti og
ræktuðu kjöti.
ORF Líftækni hefur framleitt
vaxtarþætti í erfðabreyttu byggi í
meira en áratug. Styrkurinn mun
gera fyrirtækinu mögulegt að hefja
sókn inn á nýjan markað og styðja
við framþróun og vöxt nýrrar grein-
ar. „Með MESOkine erum við að út-
víkka vöruframboð okkar og fara inn
á nýjan markað. Stefnan er að verða
leiðandi fyrirtæki í heiminum í fram-
leiðslu og sölu á ódýrum, hreinum
vaxtarþáttum á stórum skala fyrir
kjötræktun.“
400 milljónir í bylt-
ingarkennda tækni
ORF Líftækni sækir á ný mið og hlaut eftirsóttan styrk
Kjötræktun Bioeffect-húðvörurnar frá ORF hafa verið hryggjarstykkið í
rekstri fyrirtækisins undanfarin ár en nú sækir það á nýja markaði.
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
ORF Líftækni hefur verið boðinn 2,5
milljóna evru styrkur, um 400 millj-
ónir króna, frá Evrópusambandinu
til framleiðslu á nýrri vöru sem felur
í sér þróun og framleiðslu á dýra-
vaxtarþáttum fyrir stofnfrumurækt-
un á kjöti (kjötræktun). Um rann-
sókna- og nýsköpunarstyrk er að
ræða sem veittur var úr Horizon
2020-styrkjakerfi Evrópska efna-
hagssvæðisins (EES) og ber varan
heitið MESOkine og verður fram-
leidd með OrfeusTM-framleiðslu-
kerfi fyrirtækisins og nýrri og bylt-
ingarkenndri prótínhreinsiaðferð til
þess að framleiða og markaðssetja
fyrrnefnda vörulínu af vaxtarþátt-
um. Fara þarf í gegnum langt og
strangt umsóknarferli til þess að
hljóta styrkinn en ríflega 2.000 fyrir-
tæki sækja árlega um.
„Það er gríðarlega mikil viður-
kenning og heiður að hljóta þennan
styrk og ljóst að það er stórt og
spennandi verkefni fram undan hjá
okkur,“ segir Liv Bergþórsdóttir,
forstjóri ORF Líftækni, við Morg-
unblaðið.
Breytir matvælaframleiðslu
Kjötræktun er nýr og ört vaxandi
iðnaður þar sem stofnfrumur eru
ræktaðar til að framleiða kjöt með
aðstoð vaxtarþátta. Dýravaxtar-
þættir eru náttúruleg efni í dýrum
sem stýra og auka þroskun dýra-
frumna. Eru þessi efni nauðsynleg
til framleiðslu á stofnfrumuræktuðu
kjöti. Að sögn Livar drífa horfur í
umhverfismálum, vaxandi kjöteftir-
spurn og dýravelferð áfram þróun á
● Jóhann Möller
hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri
sjóðastýringafyrir-
tækisins Stefnis hf.
og mun taka við
starfinu 1. ágúst.
Í tilkynningu frá
Stefni kemur fram
að Jóhann hafi
starfað á fjár-
málamarkaði í 20 ár og hjá Stefni frá
árinu 2006 við stýringu á innlendum
hlutabréfasjóðum auk þess að veita
hlutabréfateymi félagsins forstöðu síð-
astliðin þrjú ár.
Jóhann stýrir Stefni hf.
Jóhann Möller